Ísafold - 27.03.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.03.1897, Blaðsíða 2
78 í »Fj.kon.« 22. desbr. f. á. segir fregnriti -einn úr Skagafirði 3. s. m. svo: »Talað er, að lítið muni verða af böðun á sauðfje hjer í svslu og jafnvel víðar á þessu hausti, mest vegna þess, að það er ekki álitin þörf af almenningi, og svo vegna þess að bændum þykir það ókleyfur kostnaður; þv/ bað í eina kind í allri ull mun kosta allt að 35 a. fyrir utan fyrirhöfn og baðker, sem hefði þurft að búa til«. Ef þetta er skrifað af nokkurri þekkingu á hugsunarhætti bænda í Skagafjarðars/slu, þá þarf ekki að telja þá framfaramenn í þessu efni, og tel jeg að fregnriti þessi hafi gjört þeim óþarft verk—; sem þeir að vísu áttu skil- ið — að birta þannig í blaði það tvennt, að þeir ætluðu að einkisvirða skipun yfirvaldsins og þann vesaldóm og menningarleysi, að hafa ekki kynnt sjer, hvað bað í hverja kind kost- ar, en láta sjer lynda þessa ímynduðu fjar- stæðu. Af hverjú kemur nú það, að ekki er hlytt þessari fyrirskipun yfirvaldsins? Vafalaust að nokkru leyti af hinni gömlu, rótgrónu ólöghlýðni þjóðarinnar, sem einhvern tíma var sagt um að rnundi liggja hjer í lopt- ínu og maður því andaði að sjer daglega; en mest mun það þó vera af hugsunarleysi og skeytingarleysi manna; þeir leggja ekki trún- að á það sem sagt er um nytsemi baðanna af þeim, sem nota þau árlega, en hirða ekki um að reyna sjálfir hvorki kostnað þeirra nje nytsemi, svo sem þessi fregnriti í »Fj,- kon.« bezt s/nir. En einkum s/nist þó verða að kenna það hlutaðeigandi hreppstjórum og s/slumönnum, að þeir beiti allt of sljólega lögregluvaldi sínu í þessu efni; eða efast þeir um, að amtmenn hafi vald til að fyrirskipa þetta, eins og nú hagar til og á stendur ? En hverjar afleiðingar verða nú af þessu háttalagi, ef það verður látið óátalið eða ó- hegnt ? Fyrst og fremst mun ekki þjóðinni aukast virðing fyrir lögum og lögreglustjórn, sleppi hjer allir jafngóðir, og í öðru lagi lifir kláð- inn og óþrifin í blóma sínum; og þótt al- menningur, sem reynt hefir böðin, telji þau ekki með skaða sínum, heldur játi og finni, að þau út af fyrir sig margborgi sig, þá er þó hætt við að mönnum þyki það hartíþeim hreppum, sem stranglega er gengið eptir böð- unum og skoðunum, að verða ár eptir ár að standa undir opinberum ráðstöfunum og þar af leiðandi kostnaði, sem aðrir eru lausir við, og er þeim það síður en ekki láandi; og af því leiðir svo áhugaleysi og hirðuleysi. Það er rjett, sem herra Finnur Jónsson á Kjörseyri segir í blaði einu í vetur, að nauð- synlegt hefði verið að gefinn hefði verið út glöggur leiðarvísirfyrir baðstjóra og aðra, sem sjá áttu um framkvæmdir á skoðunum og böðunum. Eins og hann tekur fram, þekkj- ast ekki baðanir nema að nafninu til í /ms- um hjeruðum; en leiðarvísir Snorra heitins d/ralæknis í fárra höndum og sjálfur s/nir Finnur í þessari áminnztu grein sinni að hann líka hefði þurft leiðbeiningar, við með böðun- araðferðina, þar sem hann segir að leggja eigi kindina á bakið á rimlagrind meðan undinn sje úr henni baðlögurinn, í stað þess að láta kindina standa uppi í baðkerinu, þá er hún er búin að liggja í því hæfilega lengi, og henni síðan lypt upp á pall þann, sem hafður er við enda baðkersins og hún látin standa mcðan lögurinn er undinn úr henni; þetta ætti öll- um að vera auðskilið að er bæði þægilegra fyrir skepnuna og líka fljótlegra og fyrirhafn- arminna fyrir þá, sem að því vinna. Að líkindum verður lítið úr böðunum á vetri þessum þar, sem það er enn ógjört. Ó- líklegt að menn verði fúsari á að gjöra það hjer eptir en hingað til, líka máske ekki al- veg hættulaust að baða lambfullar ær, þá lið- ið er svo á meðgöngutímann: þó er það dyra- læknisins, en ekki mitt, að segja um það, eins og hann líka ætti að vera færastur um að semja hinn nauðsynlega leiðarvísi; en fyrst jeg fór nú að minnast á þetta óþrifamál á annað borð, þá vil jeg leyfa mjer að setja hjer að endingu sundurliðaðan og sannan reikning yfir baðkostnað á 100 fjár, eins og hann hefir reynzt mjer fyr og síðar með kar- bólsyrubaði. Areiðanlegt þrifabað er bæði eptir fyrirsögn Snorra sál. d/ralæknis og almennri reynslu að blanda 1 pd. karbóls/ru og^/jpd. grænsápu við25potta vatns. Hjer í hreppi hefir allt fjeð verið baðað á vetri þessum og hafa farið 3— 4 pottar af baðlegi á hverja kind, meðaltal nálægt 31/* pottur. Á 100 fjár þarf þá 14 pd. karbóls/ru 35 a. pundið . . . . kr. 4 40 7 pd. græusápu 25 . . . — 1 75 Meðalakostnaður alls kr. 6 15 Vera kann að í þeim byggðarlögum, þar sem talsverður hluti fjárins eru fullorðnir sauðir og vel ullað fje veturgamalt, fari að því 4 pottar af legi á kindina til jafnaðar þyrfti þá 16 pd. meðala, svo að kostnaðurinn yrði alls kr. 7 35. Svo er vinnan, sem að vísu flestir geta lát- ið 1 tje án þess það verði bein útgjöld, t.a.m. þar sem ekki er nægilegt fólk til þess, þá í samlögum og mannaskiptum; en þó má gjarna sjá, hvað sá kostnaður verður. Eins og herra Finnur á Kjörseyri segir í áminnztri grein sinni, baða 8 menn 25 kind- ur á klukkutíma og það þótt af því fólki sje 1 kvennmaður og 1 unglingur. Um vetrar- tíma s/nist nægilegt að ætla því upp og of- an 20 a. um klukkustundina, 20 x 8= 1 60 x 4=6 40, sem vinnan við að baða 100 fjár kostar. Svo engu sje sleppt, má taka það fram, að baðker hentugt með áföstum palli til að vinda úr kindinni á kostar hjer um bil kr. 7; það geta nábúar átt í samlögum, er því harla lítill kostnaður, auk þess sem það getur enzt mjög lengi; þó er rjett að reikna fyrir sliti eitthvað, og er nægilegt að reikna 25 a. fyrir böðun á 100 fjár. Eldiviðareyðsla við hitun á baðinu er hátt reiknuð á 25 a. Allur kostnaðurinn við böðun á 100 fjár verð- ur þessi: Baðmeðul..................kr. 7 35 Baðker og eldiviður . . — 0 50 Vinnulaun...................— 6 48 Samtals kr. 14 33 Það er sama sem rúmir 14 a. á kind og er þó harla vel í lagt. Áður hefi jeg í ísafold s/nt fram á hag þann, sem jeg teldi að baðinu. Hafi menn ekki lagt trúnað á það þá, munu þeir ekki gjöra það fremur nú, og fer jeg því ekki fleiri orðum hjer um í þetta sinn. Neðra-Hálsi, 10. marz 1897. pórður Guðmundsson. Skólaröð t Reykjavikur lærða skóla að afloknu miðs- vetrarprófi 1897. 'Ölmusustyrkur, fyrir allt skólaárið, aptán við nöfnin, í krónum. Allir í I. bekk nýsveinar, nema 1 (nr. 16), og auk þess 3 nýsveinar í II. b. stjörnu- merktir. Með -j- eru þeir auðkennrlir, sem veikir voru um prófið. Þeir piltar eru upprunnir úr Rvik, sem ekki er annars um getið. Alls í skól- anum 106 (í fyrra 113). VI. bekkur. 1. Jón Þorláksson (Vesturh.ból.) 200 kr.; hafði ágætl. i aðaleink. við miðsvetrarpróf: 5,87. 2. Sigurjón Jónsson (Klömbrum) 200. 3. Halldór Gunnlaugsson (f pr. Halldórssonar), umsjónarm. við bænir, 200. 4. Árni Pálsson (f pr Sigurðss.) 150. 5. Sigurbjörn Astv. öislason (Skagaf.) 200. 6. Eggert Claessen |(Sauðárkrók) 100. 7. Sigfús Sveinsson (Norðfirði). 8. Gísli Skúlason (f próf. Gíslas.). 9. Ásgeir Torfason (Olafsdal), umsjón- arm. úti við, 150. 10. Olafur Briem (Stóra-Núpi) 100. 11. Jón Proppé (Hafnarf.) 12. Eiríkur Kjerúlf (f læknis) 100. 13. Olafur Dan Daniels- son (Skagaf.) 150. 14. Böðvar Bjarnason (Keyk- hól.) 25. 15. Elinborg Jacobsen (skósmiðs). 16. Jóhannes Jóhannesson (f trjesm.). 17. Bernbard Laxdal (Akureyri). 18. Einar Gunnarsson (fljalt- eyri), umsjónarm. i bekknum. 19. Guðmundur Guðmundsson (Hrólfst.helli) 125, —. V. bekkur. 1. Magnús Jónsson (Grafningi) 100. 2. Hall- dór Hermannsson (f sýslum. J.) 200. 3. Jón Hjaltalin Sigurðsson (kaupm. Magn.) 100. 4. Sig- urður Jónsson (Eyrarb.) 150. 5. Bjarni Jónsson (Árn.) 150. 6. Ari Jónsson (Barðastr.) 150. 7. Matthías Einarsson. 8. Mattías Þórðarson (Borg- arf.) umsjónarm. 125. 9. Einar Jónasson (Skarði) 50. 10. Þorsteinn Björnsson (Borgarf.). 11. Sig- fús Einarsson (Eyrarb.). 12. Bjarni Þ. Johnson (kaupmanns) 50. 13. Þorvaldur Pálsson (trjesm. Halldórss ) 100. 14. Tómas Skúlason (Skarði) 100. 15. Guðmundur H. Tómasson (f læknis) 100. 16. Valdimar F. Steffensen (f kaupm.). IV. bekkur. 1. Guðmundur Benediktson (Skagaf.) 200. 2. Hendrik Erlendsson (gullsm.). 3. Sigurður Kristj- ánsson 150. 4. Guðmundur Bjarnason (Húnav.) 150. 5. Eggert ('Eiríksson) Briem (pr.skólakenn.), 6. Kristján Thejll (Stykkish.). 7. Kristján Linnet (Hafnarf.) 25. 8. Stefán G. Stefánsson (Grund- arf.) 50. 9. Kristinn Björnsson (múrara). 10. Sigurður H. Sigurðsson (f adjunkts). 11. Sigur- mundur Sigurðsson. 12, Jón Kósenkranz (kenn- ara). 13. Jón Brandsson (f pr. Tómass.). 14. Guðmundur Grímsson (Árn.). 15. Karl Finsen (f póstm.). 16. Böðvar Eyjólfsson (Strand.) um- sjónarm. 50. 17. Sigurður Guðmundsson (Gnúpv.- hr.) 50. 18. Karl Torfason (Ólafsdal) 50, -j-. III. bekkur. 1. Rögnvaldur A. Olafsson (ísafj.s.) 200. 2. Páll Jónsson (V.-Skaptaf.) 100. 3. Páll Sveins- son (pr. Eiríkss., Asum) 125. 4. Sveinn Björns- son (ritstjóra). 5. Jón H. Stefánsson (Sauðár- krók). 6. Ásgeir Ásgeirsson (ísafj.s.) 75. 7. Stefán Björnsson (Fáskrúðsf.) 100. 8. Lárus Fjeldsted (Borgarf.). 9. Páll Egilsson (Arn.). 10. Guðmundur Jóhannsson (dómkpr.). 11. Guð- mundur Þorsteinsson (verzlm.). 12. Ólafur Möll- er (Bl.ós). 13. Jón H. ísleifsson (f pr. Einarss.). 14. Sigurjón Markússon (skólastjóra). 15. Lárus Skeving Halldórsson (Snæf.) umsjón.m. 16. Vern- harður Jóhannsson (bróðir nr. 10). 17. Olafur Þ. Johnson (br. V. 12) II. bekkur. 1. Jón .Tónsson (Kangárv.s.) 200. 2. JónÓfeigs- son 50. 3. *Jóhann Sigurjónsson (Laxamýri). 4. Sigurjón Þorgr. Jónsson (Skagaf.) 50. 5. Böðvar Jónsson (Húnav.). 6. Skúli Bogason (f læknis). 7. Haukur Gíslason (Þing.) 50. 8. Böðvar Kristj- ánsson (yfirdómara). 9. Björn Lindal Jóhannes- son (Miðf.) 50. 10. Benedikt Sveinsson (Húsa- vik) umsjónarm. 100. 11. Magnús Sigurðsson (br. V. 3) 25. 12. Jakob R. V. Möller (Bl.ós). 13.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.