Ísafold

Ulloq
  • Qaammatit siuliiApril 1897Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ísafold - 10.04.1897, Qupperneq 2

Ísafold - 10.04.1897, Qupperneq 2
00 fram sami óheilleikinn eins og þegar þeir sjeu að gera út kristniboða meðal heiðinna þjóða, en sendi bæði hermenn á hæla þeim til að solsa lönd undir sig og kaupahjeðna með á- fengi eða ópíum til þess að tortíma þeim. Eins láti þeir í orði kveðnu sem þeir beri eingöngu frið og siðmenning fyrir brjósti, en undir niðri búi lúaleg síngirni. Þrásinnis hefir verið stungið upp á því ein- falda ráði til að firrast alla misklíð meðal stór- veldanna út úr tilhlutun þeirra um hagi Tyrkja, að einhverju einu þeirra væri af hinum falið á hendur að fara með umboð af þeirra hálfu allraog skapa svo og skipa fyrirum hagi þegna soldáns þar, sem þau hefðu komið sjer saman um fyrir fram. En traustið á dyggð og dreng- skap hvers um sig er of veikt til þess, að hinum þyki undir því eigandi. Rússar og Austurríkismenn ættu hægast aðstöðu til þess. En Rússar mundu eigi gera sjer að góöu, að ríki með öðrum trúarbrögðum (rómverslc- kaþólskum, en ekki grísk-kaþólskum) væri látið vera eitt um hituna að hlutast til um mál hinna mörgu grísk-kaþólsku þegna Tyrkja: soldáns. En Austurríkismenn óttast, að sje Rússum hleypt suður á Balkanskaga, þá muni leikslokin verða þau, hve fögru sem Rússar heita og binda fastmælum fyrir fram, að þeir spenni greiparnar um Miklagarð og Sæviðar- sund, er þeim verði þá innan handar að loka, livenær sem þeim lízt, og þá um leið loka Dunár- mynni við Svartahaf. Og komist Rússar að Miðjarðarhafi, muni þeir koma sjer þar upp herskipastöðvum, og verði þá í lófa lagið að auka svo herflota sinn í Adríahafi, þar sem Austurríkismenn eiga land að sjó, að þeir fái eigi rönd við reist, — og hafi Rússar þá ráð þeirra í hendi sjer, hve nær sem þeim líkar. En ef hvorirtveggju legðu saman, Rússar og Austurríkismenn, um að stilla til friðar hjá soldáni, þá þykir við búið, að friðurinn yrði valtur þeirra í milli sjálfra, er þeir hittust þar syðra með vopnum. En lendi þeim sam- an, er öll álfan komin í ófriðarbál, vegna bandalags þess, er þeir liafa hvorir um sig Rússar við Frakka, en hinir við Þjóðverja og Itali (þrívelda-bandalagið); loks mundi Bretum þá eigi vel líka að sitja sem hornkerling að því sumbli. Gegn landskjálftamats-deilum m m. Eitt einasta blað á landinu hefir, svo kunn- ugt sje, brugðið út af þeirri sjálfsögðu reglu, að sneiða hjá að flytja matning eða deilur út af hjálpinni við landskjálftasveitirnar eðaskaða- matinu þar. Þau hafa öll sjeð, hve illa fer á því, gagnvart hinni miklu góðvild, hjálpfýsi og höfðingsskap, er hinum bágstöddu hjeruð- um hefir auðsýnd verið, bæði fjær og nær, utan-lands og innan. Nema þetta eina mál- gagn, sem annars á að sjer að bera sig eins og föðurlandsástin og þjóðræknin ætti alveg að loga upp úr því. Hefir tilraunum þesstil að styðja mál þetta á sinn hátt, þ. e. með þrasi og úlfúð, lítill sem enginn gaumur gefinn verið, eins og rjett er. En með því að grein sú, sem hjer fer á eptir, leiðrjettir sitt hvað, sem illt væri ef lagður væri á einhver trún- aður, þykir við eiga að hún komi fyrir al- menningssjónir, enda er hún með nafni und- ir, og það nafni þess manns, er komið hefir frá upphafi prýðilega fram í landskjálftamál- inu, með röggsemi og ráðdeild, góðfýsi og mannúð, ósjerhlífni og ósjerplægni. Maður þessi er Eyjólfur sýslunefndarmaður Guð- mundsson í Hvammi á Landi. Greinin er svo látandi, dags. 15. f. mán. »Ekki þykir það miklum tíðindum sæta hjer, að tveir fjelagsfiskar á Rangárvöllum hafa nú loksins, í 8. tbl. »Þjóðólfs« þ. á., sýnt ávöxt iðju sinnar út af matinu á landskjálfta- tjóninu. Fjelagsfiskar þessir voru fyrir löngu orðnir lijeraðsfrægir fyrir vaðal sinn um þetta mál, en »mikið vill meira« og því sjest nú líklega þetta litla sýnishorn í blessuðu »bænda- blaðinu«, svo að nú smáminnka einnig á- stæður manna til að bregða því um afskipta- leysi af landskjálftamálinu og afleiðingum þess; og verði framhaldið eptir því, sem hing- að til hefir komið fram í þessu harla þýðing- armikla máli, mun það sannast, ef til vill betur en nokkuru sinni áður, að »sá er vinur sem í raun reynist«. Ekki gat ritstjórinn verið í neinum efa um, af hvaða anda og í hvaða tilgangi grein þessi hefði verið send honum til birtingar, því að jafnvel það, sem hann lætur koma fyrir sjón- ir, ber það svo ljóslega með sjer, að það geti naumast verið hrepparígur einn o. s. frv. Vel veiddu höfundarnir: sjálfur ritstjórinn loðir undir eins við, eða ef til vill rjettara sagt getgáta hans. Ekki ljet grein þessi eins vel í eyrum manna, sem heyrðu hana hjá merkis- bóndanum áður en hún fór, enda hefii sann- orður og merkur maður, sem heyrði, sagt bæði mjer og öðrum, að hún (greinin) hafi verið talsvert stórorðari í garð ónefndra manna en hún kemur nú á prenti, og er þá líklegt að hún hafi haft meira inni að halda af sora, þ. e. ósannindum og svigurmælum um sak- lausa menn, og er þó áreiðanlega talsvert af þessu ekki í lengri ritgjörð. M...bóndinn getur þess meðal annars, að búið sje að meta fjártjónið í Landmannahreppi o. s. frv., og virðist alls ekki geta fundið, hvers vegna matið sje svo miklu hærra en í Rangárvallahreppi, og fyllir svo í eyðuna með illa og ómannlega valdri getgátu (nema ef vera skyldi til að sýna hver hann er). Þó má ætla, að honum sje kunnugt um, að fullt svo gjörfallnir voru hjer í Landmanna- hreppi 34 bæir, sem 14 í hans Rangárvalla- hreppi eptir matinu í hreppum þessum; koma þá á hvern fallinn bæ í Landmannahreppitæp 1200 kr., í Rangárvallahreppi tæp 1300 kr. Auk þess voru hinir fáu bæir, sem hjengu hjer í Landmannahreppi að nokkru leyti uppi, ver á sig komnir, að jeg ekki tali um hin afarmiklu landspell, sem hjer urðu, en líklega lítil eða svo sem engin þar. Af þessu má sjá, hve m...bóndinn gerir sjer mik- inn krók til að geta hnýtt við saklausum ná- unga sínum, hvað snertir verðmæti húsa í báðum stöðum; vill svo vel til, að hann getur ekki orðið einn til frásagna. Viðleitni m... bóndans að hnjáta í sýslunefndina fyrir það, að hún fjekk Olaf búfræðing til að skoða og semja skýrslu um húsahrunið í sýslunni, er vel skiljanleg, því að skýrsla Ólafs mun sanna annað en m...bóndinn virðist nú vilja láta trúa. Oskiljanlegra verður það (þ. e. þeim er vel þekkja til), að höf. virðist langa til að að kasta rýrð á sýslumann og konu hans um barnatölsuna hjeðan. Tilboð þetta var sann- arlega af góðum toga spunnið, og jafnheiðar- legt fyrir það, þó að lítið væri það notað (þ. e. fyrir eitt barn yfir veturinn) hjeðan, sem alls ekki kom til af öðru en því, að tíðin var svo góð, að menn urðu ekki í verulegumvand- ræðum með börnin, þar til er skýli komust upp, og af sömu ástæðu var barnatökutilboð Tómásar bónda á Reyðarvatni á Rangárvöll- um ekki notað hjeðan, og langt var frá því, að jeg hefði gleymt þessu eða ætlað rnjer að stinga þessu hjálparboði hans undir stól, án þess að minnast þess honum til maklegsheið- urs; en þeir eru svo margir, sem sýnt hafa okkur^Landmönnum góða hluttekningu og hjálp í þessum miklu raunum okkar, að allra verður ekki minnzt í einu. Auk þess, sem að framan er getið, veit jeg ekki til að tilboð um barnavistir yfir vetur- inn hafi komið hingað, nema af Eyrarbakka og úr Reykjavik ásamt Seltjarnarnesi, og var það þegið vegna þess, að öllum skynberandi mönnum var sýnilegt, að börnum gat ekki lið- ið bærilega vegna kulda í þeim húsakynnum, sem menn hlutu að sætta sig við yfir vetur- inn, onda eru nvi verkin búin að sýna merk- in; því að allvíða í bæjum munar ekki miklu, hvað frostið kemst hátt úti fyrir eða inni, og geta allir ímyndað sjer, hvað leitt hefði af slíku, ef mikill frostavetur hefði orðið; en hið mikla tillag með frostvægð vetrarins vissi eng- inn hjer fyrir. Svo þykist jeg með rjettu mega geta góðs til Landmanna, að þeir heldur hafi hugsað sjer að hjálpa velgjörðamönnum sínum, ef svo bæri undir að þeir yrðu þess megnugir og þörf krefði, heldur en nota sjer veglyndi þeirra sem fjeþvifu; og þori jeg að segja, að merkis- bóndanum á Rangárvöllum er þetta ekki kunn- ugra en mjer. Ekki finn jeg neina löngun hjá mjer til að draga af neinum manni þann heiður, sem jeg veit að honum ber; þó ætla jeg að mjer sje óhætt að fullyrða, að sýslumaðurinn í Rangár- vallasýslu sje ekki í hreppsnefnd Rangárvalla- hrepps og jafnvel síra Skúli ekki heldur. Þó voru það þessir menn, sem útveguðu hinn mikla vinnukrapt úr Mýrdal, eptir að sýslu- manni hafði verið tilkynnt um og hann sjálf- ur hafði skoðað með eigin augum, liver voði var hjer fyrir dyrum. Þannig stóð á vinnu- krapti þeim, sem hingað kom úr Mýrdal, og er þessu til sönnunar brjef, sem jeg hefi í höndum frá umboðsmanni Halldóri Jónssyni í Vík, er einnig getur þess, að Grímur hrepp- stjóri og oddviti Skúlason í Kirkjubæ hafi verið með að biðja um mannhjálpina. Annars held jeg að ummæli merkisbóndans um hrepps- nefndina í Rangárvallahreppi sje einhver upp- bót af hans hálfu, sem á þó alls ekki þarna vel við. Jeg veit, að hreppsnefndin hefir gjört allt, sem hún gat, og henni er engin þægð í að annarra verk sjeu eignuð henni. Síðara parti greinarinnar eða rjettara sagt öðrum pistli af Rangárvöllum, »sem gengur í sömu átt«, er að miklu leyti svarað með því að athuga hina fyrri. Þó má geta þess, að þar sem farið er í bæjasamanburð, sagt, að brúkleg fjárhús hafi verið til á Landheimilinu fyrir 150—200 fjár, bæir svo líkir sem hægt er að hugsa sjer, o.s.frv., er það tilhæfulaus upp- spuni, enda er mikið hæft í því, sem ritstj. segir, að grein þessi »gengur í sömu átt og hin fyrri«. E. Guðmundsson. Tíðarfar Snjókoma nokkur til sveita nú um hríð og kalsamikið, þótt laust sje við frosthörkur. Fyrir því hagskarpt, og kemur sjer illa, því heytæpir eru menn nú í meira lagi hjer um nærsveitirnar; mun liggja við felli á bæ og bæ. Heyskapur rýr í fyrra, en varúð með ásetning löngum miklu minni en skyldi. Aflabrögð- Þau eru mikið góð austan- fjalls. Meðalhlutir á Eyrarbakka á síðustu helgi 600, þar af rúmur >/4 hluti þorskur, vænn og feitur; hitt feit ýsa. Minna nokkuð í hinum veiðistöðunum þar, en þó allgott. Grindvíkingar aflað mætavel, og Hafnamenn og Miðnesingar dável. En þrotinn afli aptur í Garðsjó (á Setum); var bæði stopull og aíar- misfiskið. Annars aflalaust hjer við flóann, enda friðlaust fyrir botnvörpuvarginum, sem dreifir sjer um öll mið; sjezt milli 10—20 í einu undanfarna viku.

x

Ísafold

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-1046
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
54
Assigiiaat ilaat:
3899
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
1
Saqqummersinneqarpoq:
1874-1929
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.12.1929
Saqqummerfia:
Redaktør:
Björn Jónsson (1874-1878)
Grímur Þ. Thomsen (1878-1879)
Björn Jónsson (1879-1895)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1897-1900)
Björn Jónsson (1900-1909)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1900-1901)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1895-1896)
Ólafur Rósenkranz (1909-1909)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1909-1909)
Ólafur Björnsson (1909-1919)
Sigurður Jón Hjörleifsson Kvaran (1912-1913)
Vilhjálmur Finsen (1919-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1921)
Valtýr Stefánsson (1924-1929)
Jón Kjartansson (1924-1929)
Ansvarshavende person:
Björn Jónsson (1895-1901)
Sveinn Björnsson (1919-1919)
Saqqummersitsisoq:
Björn Jónsson (1895-1901)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Lýsingu vantar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar: 23. tölublað (10.04.1897)
https://timarit.is/issue/274483

Link til denne side: 90
https://timarit.is/page/3945122

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

23. tölublað (10.04.1897)

Iliuutsit: