Ísafold - 21.04.1897, Side 1
Kemurútýmisteinusinnieða
tvisv.í viku. Yerð árg.(90arka
minnst) 4kr.,erlendis 5 kr.eða
l1/adoli.; borgistfyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstræti 8.
Reykjavik, miðvikudaginn 21. april 1897.
XXIV. árg.
Landskjálftaskaða-matið.
Það er nú hingað komið fyrir nokkru til
samskotanefndarinnar, matið úr Rangárvalla-
sýslu, úr 7 hreppum af 10, og nemur fullum
145,000 kr. Er þar í talsvert af óbeinu tjóni,
heyskaparfall vegna húsabótastarfa siðustu
vikurnar af slættinum. Okomið enn mat úr
3 hreppum þar, Austur-Eyjafjalla og Land-
eyja báðum. En úr þeim hreppum hefir
aldrei verið búizt við neinum skaðabótakröf-
um, og ekki heldur Yestur-Eyjafjallahreppi, —
ekki meiri en skemmdirnir hafa orðið þar. Það
eru hjeraðsmenn sjálfir, sem munu hafa tekið
fyrir ótilkvaddir að meta landskjálftaskaða í
þessum 4 hreppum, líklegast af of glæsilegri
von um árangur af samskotunum utan lands
og innan, — búizt við þeim helmingi meiri
en orðið hefir, 300,000 kr., í stað 150,000
kr., sem engar líkur eru nú til að þau kom-
ist fram úr alls og alls. Verði því matið i
liinni sýslunni, Árness/slu, viðlíka hátt — það
er ókomið enn —, hrökkva eigi samskotin
nema fyrir helming skaðans, eptir því mati.
Er þetta hjer tekið fram til þess, að al-
menningur á landsskjálftasvæðinu skuli eigi
draga vonarseglin heimskulega liátt ; varlegra
að lækka þau heldur úr þessu.
Það er merkilegt eptirtektaleysi, er vart
hefir orðið við hjá ýmsum mönnum á lands-
skjálftasvæðinu, að þeir ímynda sjer að erindi
sendimanna samskotanefndarinnar hjer, — sem
leggja nú af stað í dag,— eigi að vera yfirmat
á landsskjálftatjóninu. Því hefir aldrei verið
stungið upp á í nefndinni, því síður að það
hafi verið nokkurn tíma samþykkt. Slíkt
hefði verið fjarstæðá, þó ekki væri af öðru
en því, að crindrekum þessum (2) mundi ekki
meira en svo endast allt vorið og sumarið til
slíks verks. Auk þess liggur í augum uppi,
að hversu opt sem metið væri, upp aptur og
aptur, þá mundi aldrei fást það mat, er öll-
um líkaði.
Ætlunarverk erindreka nefndarinnar er tölu-
vert annað, samkvæmt því er samþykkt var
á uefndarfundi 16. febr. og skýrt hefir verið
frá fyrir löngu í ísafold.
Það er nú þannig orðað í erindisbrjefi því,
er nefndin hefir fengið þeim, að þeir eigi
»að fara um jarðskjálftasvæðið og kynna
sjer, að svo miklu leyti, sem unnt er, þær
skemmdir, sem orðið hafa, og bera það saman
við það mat, er gjört hefir verið að tilhlutun
sýslunefndanna«.
»Ætlunarverk þessara skoðunarmanna er ekki
reglulegt yfirmat, svo sem til ónýtingar hinu
undangengna mati, heldur að þeir kynni sjer
som bezt ástæður þeirra, er fyrir tjóninu hafa
orðið, mælikvarðann, sem farið hefir verið ept-
ií við matið í hvorri sýslunni um sig og ýms-
úm sveitum sömu sýslu, sem hætt er við að
sje mismunandi, og yfir höfuð hvað eina, sem
að haldi gæti komið þeim, er gæta vilja sem
i'ækilegast rjettlætis og jafnaðar við útbýting
hins mikla gjafafjár, svo að nefndin síðan geti
haft hvorttveggja til hliðsjónar, skaðabótamat
s^'slunefndanna og álit hinna völdu skoðun-
ar manna, ásamt öðrum leiðbeiningum, sem
nefndin kynni að eiga kost á, til dæmis frá
þeim mönnum, sem sýslunefndirnar kjósa,
til að vera viðstaddir skiptingu gjafafjárins«.
Það er ólíklegt, að margir hafi það álit á
matsgerðum þeim, er fram hafa farið, að
þeir telji þannig lagaðri sendiför ofaukið.
Það er búizt við, að sendimennirnir verði
kring um mánuð í ferðinni, og er ráðgert, að
skipti fari fram hið bráðasta eptir að þeir
eru hingað komnir aptur. Hins útlenda sam-
skotafjár er liingað von með póstskipinu um
næstu mánaðamót.
Veturinn, sem kveður oss í dag, hefir
verið viðlíka vægur og mildur hjer á landi,
eins og bræður hans tveir næstir á undan,
— alveg harðneskjulaus, en votviðrasamur og
umhleypinga, og því furðu-gjaffeldur, en und-
irbúningur lakur undir hann vegna heyskap-
arbrests sumarið fyrir. Frostvægðin var eink-
um mikið lán fyrir landskjálftasveitirnar; húsa-
kynni þar ófær til að taka á móti miklum
kuldum. En til sjávarins hefir hann verið
jafnerfiður eins og í fyrra hjer fyrir Faxaflóa-
sveitirnar, sama aflaleysið og þá á opiu skip,
sumpart fyrir fiskigönguleysi og sumpart vegna
botnvörpuófriðarins; á þilskip þar á móti happa-
sæll. Austanfjalls aptur á móti skipt um til
batnaðar til sjávarins.
Aflabrögð- Nauða-rýr vertíð hjer við fló-
ann til páska, eða sama sem engin. Lang-
hæstir hlutir liðug 200, í Garðsjónum, en
þorrinn fyrir neðan 100. Það eru þilskipin,
sem bæta úr skák, það sem þau ná til. Þau
afla ílest mætavel, bæði margt að tölunni til
og vænt, mest sumpart hjer djúpt af Skaga og
sumpart í Eyrarbakkadjúpinu, á áttræðu og
níræðu, afbragðsfisk þar, vænan og feitan.
Nokkur hrognkelsaveiði er nii loks byrjuð
hjer á Innnesjum.
Bjargarskorti hefir verið látið mikið
af nú upp á síðkastið sumstaðar hjer í sjáv-
arsveitunum, eptir hið langvinna aflaleysi,
einkum hjer í Álptaneshreppi; en heldur mun
það ýkt en hitt, sem betur fer. Þorri heim-
ila þar (á Álptanesi) fjekk dálitla björg af
sjó vikurnar fyrir páskana, 30—-100 í hlut af
þorski suður í Garðsjó, og nú eru þeir farnir
að fiska hrognkelsi. Hreppurinn er sárfátæk-
ur, sveitarþyngsli mikil og gjaldþol nær þrot-
ið; en lánstraust hcfir sveitarnefndin í kau})-
stað og ekki látið neinn mann synjandi frá
sjer fara. Það er hætt við, að sýslufjelagið
megi til að hlaupa eitthvað undir bagga með
hreppnum, ef eigi batnar í ári hið bráðasta;
en gersamleg bjargarþrot munu þó ekki fyrir
dyrum þar að ^vo stöddu.
25. blað.
Hjeraða-vegabætur.
Hraparlegt er til þess að vita, að enn skuli
dafna víðast um land sama vankunnáttu-kák-
ið í hjeraða-vegagerð eins og áður var drottn-
andi við alla vegagerð á landinu, áður en
Norðmenn komu og kenndu oss vegasmíð sið-
aðra þjóða að því er snertir landssjóðsvegi.
Það er þó ekki miður áríðandi, að þessum
fáu tugum króna, sem lagðir eru til vega-
gerðar úr sýslusjóðum og hreppssjóðum, sje
ekki fleygt í sjóinn, heldur en því fje, sem
fjárlögin leggja til landsvegagerðar. En það
gerum vjer enn, og hættum því aldrei, meðan
haft er gamla lagið: að láta þá, sem ekki
kunna, standa fyrir vegasmíð, t. d. sýslunefnd-
armenn hvern í sínum hreppi fyrir sýslusjóðs-
fje, eða hreppsnefndarmenn, ef gert er á sveit-
arsjóðs kostnað.
Vitaskuld er það, að mikið af hjeraðsvega-
fje fer víðast til smáviðgerðar og viðhalds á
eldri »vegum« svo nefndum, og lítið til þess
að gera nýja vegarspotta. En hvort sem þeir
eru miklir cða litlir, þessir nýju vegarspottar,
þá þarf að gera þá svo, að lið sje í og ein-
hver frambúð, en skilyrðið fyrir því er kunn-
átta; og eins er misskilningur, að á sama
standi, hvort umbætur og viðhald á cldri veg-
um, þótt vcgaómynd sje, er af kunnáttu gert
eða ekki.
Það eru sýslumennirnir, sem ábyrgðin leggst
þyngst á fyrir þessa ómynd, þessa hneyksl-
anlegu fjársóun. Þeim ætti þó að vera og er
sem menntuðum mönnum hinum fremur til-
trúandi að sjá og skilja, hvað hjer or í húfi.
Nema svo sje, að þeir fái engu við ráðið fyrir
sýslufulltrúunum, sem búnir eru að fá hefð á
hitt fyrirkomulagið og amast við aðfengnum
verkstjórum. En því skyldi þó ekki ráð fyr-
ir gera.
Stöku sýslumenn hafa og þegar fyrir löngu
nokkuð komið fram sem uudantekning fráþví,
almennt gerist í þessu atriði. T. d. hinn
núverandi sýslumaður Skaptfellinga. Hinn
ungi, ötuli sýslumaður Barðstrendinga hefir og
útvegað sjer eða fær í vor sunnlenzkan vega-
verkstj óra vel færan, ásamt nokkrum vönum vega-
gerðarmönnum. Það bcr og við um suma aðra
endrum og sinnum, að þeir eru sjer í útveg-
um um almennilega vegagerðarverkstjóra eða
einhverja aðstoð manna með nýtilegri verk-
legri þekkingu. En algengast mun hitt vera,
gamla lagið, eða ólagið, rjettara sagt.
Framan af, fyrir mörgum árum, var auð-
vitað mikill hörgull á vegagerðarmönnum með
kunnáttu. En nú er sá þröskuldur að miklu
horfinn.
Það er vonandi, aðekkilíði mörg ár úr þessu
án þess,að kunnáttulaus vegagerð á landinu legg-
ist alveg niður, jafnvel á ómerkilegustu hreppa-
vegum.