Ísafold


Ísafold - 21.04.1897, Qupperneq 2

Ísafold - 21.04.1897, Qupperneq 2
98 Kláðalækning. Hundrað og þrjátíu þúsund krónur sparaðar. Síra Magnús prófastur Andrjesson hefir nj- lega kveðið upp úr með eina skynsamlega ráðið til þess að losna við fjárkláðann: að lcekna allar kláðakindur á einum ocj sama tíma• Til þess þurfa landsmenn að baða allt fje sitt samtímis, og því að eins er lækningin örugg, að fjeð sje baðað tvisvar með stuttu milli- bili. D/ralæknirinn segir (»ísl.« 27. marz 1897), að kreólín sje bezta baðlyfið. Það mun vera satt og rjett. Karbólsyra er miklu eitraðri. Kreólínböðin geta ekki gert skepnunum mein, en eru þó fullt eins örugg til lækningar og karból sy ruböðin. 1 pd. af kreólíni kostar 50 aura. Það er talið nóg á 5 kindur; þarf þá kreólín fyrir 10 aura handa hverri kind. Svo tökum við Stjórnartíðindin, C-deildina 1896, og finnum þar á bls. 167, að fjenaður á landinu árið 1895 er talinn að vera 783,104. Nú skellum við hornin af þessari tölir og segjum 800 þúsund, og síðan gerum við ráð fyrir, að bændur gleymi stundum á leiðinni til hreppaskilanna, hvað margt þeir áttu fjeð. Líklega gleymist ekki meir en '/5—x/4 hluti, og ætti þá öll fjáreignin að vera nálægt 1,000,000. Til þess að baða eina kind tvisvar, þarf jeg kreólín fyrir 20 aura. I tvenn böð á allt fje landsmanna þarf kreólín fyrir nœr 200 þúsund krónur. Það eru 400 þúsund pund af kreólíni, sem fara í tvíböðun á öllu fjenu. Það er fram undir 200 smálestir (tons), hálffermi í Lauru (póstskipið)! Ekkert smáræði, og mjög vafa- samt, hvort hægt verður að fá öll þau kynstur af þessu lyfi utanlands frá í snöggu bragði.— Hitt mun öllum ljóst, að óhugsandi er að byrja allsherjarböðun fyr en nóg er fengið af bað- lyfinu. Hjer kostar 1 pd. af kreólíni 50 aura. En ef við leituðum tals við þá menn á Þ/zkalandi, sem setja saman kreólín, bæðum þá um 400 þúsund pd. af þessum varningi og hringluð- um framan í þá peningunum, þá mundum við vafalaust geta fengið nóg kreólín heim- flutt fyrir 2/g minna verð að minnsta kosti, og þannig komizt af með að borga 70,000 kr. í stað 200.000 kr. Yæru þá sparaðar lands- mönnum um 130 þúsund kr. Ef einhver segir, að við getum ekki komið þessu í kring — getum ekki gert út mann til þess að semja um kreólínkaup, ekki fengið honum peningaráð eða ábyrgð fyrir borgun- inni, — þá trúi jeg því ekki. Það væri ljótt, að bregða heilli þjóð um svo mikinn aumingjaskap að óreyndu. G. B. Enn af botnverpinga-ófriðinum. Ekki hafði »Heimdallur« fundið ástæðu til að láta það að orðum landshöfðingja, þegar hann lagði af stað hjeðan til Vestfjarða 9. þ. m., að hinkra við hjer í flóanum svo sem 2 daga áður, til þess að sinna eitthvað botn- verpingum. Hann hjelt rakleiðis vestur, en greiddist svo fljótt erindið, að nann varð skjótari hingað aptur en til stóð og gerði þá bragarbót þá, að harm hremmdi 1 botnverp- ing við veiðar í landhelgi í Leirusjó á skír- dagsmorgun og kom með hingað inn á liöfn, til lögmæltrar meðferðar, en hún varð 60 punda sekt (1080 kr.) og upptæk gerð veiðin og varpa, er skipið hafði haft útbyrðis, er»Heim- dallur« stóð það að brotinu. Hafði botn- verpingur þessi þrætt fyrir, að hann væri í landhelgi, er herskipið kom að honum, og má vera að einhver rekistefna út af því hafimeð- fram verið orsök þess, að annar botnverping- ur á sömu slóðum eða þó öllu nær landi skauzt á burt og úr greipum herskipsins, með því að hann hafði sjeð til ferða þess svo snemma, að hann var búinn að hafa upp vörpuna í tæka tíð. Hitt var þó meira óhappið, að meðan þetta gerðist úti í Leirusjó, leyndust 3 botnverp- ingar undir Vogastapa, fáa faðma frá landi — og skriðu út þaðan þegar er Heimdallur var kominn í hvarf hingað inn eptir. Þetta horfðu menn á af íslenzkri fiskiskútu, er var stödd þar nærri, er Heimdallur tók botnverping- inn. Að vísu sáu þeir ekki þessa 3 botn- verpinga eða tóku ekki eptir þeim fyrst í stað, fyr en þeir gáfu sig í ljós eptir að Heimdallur var farinn hjá, og reundu norður í flóa; en með því hvergi skyggir neitt á, heldur blasir Stapinn beint við á stjórnborða, þegar siglt er inn flóann, þá hlutu Heim- dellingar að hafa komið auga á þessa kum- pána, ef þeim hefði orðið litið þangað í kíki (að minnsta kosti) og ofan af foringjapallin- um, er ber allhátt. Hið eina, sem gat hafa gert skipin torsjeð, er, að þau hefir borið í svarta klettana í Stapanum, með því að þau voru þar rjett upp við land — þar er vel aðdjúpt —; en að þau hafi eigi allt um það verið vel sýnileg í kíki af venjulegri leið hjer inn flóann, er lítt hugsandi, ekki lengra en það er undan landi. Heimdallur hefir nú síðan á skírdag haldið sig hjer um slóðir, suður með sjó, í Hafnar- firði og hjer á Reykjavíkurhöfn —kom í gær, — og botnverpingar sjálfsagt verið nokkuð ó- nærgöngulli en áður. En 3 botnvörpuskip sáust af fiskiskútu hjeðan aðfaranótt páska- dagsins grunnt í Garðsjó og 2 á Bollasviði innarlega, án þess þó að sannað sje, að þau hafi verið í laudhelgi. Aður, fyrir páskana, höfðu botnverpingar það fyrir reglu, eins og vikið hefir verið á hjer í blaðinu áður, að þeir sigldu undir land á kveldin, lágu þar í næði nóttina, ýmist við veiði eða ekki, eptir því sem veður hagaði sjer, og renndu út að morgni. Einn lá t. d. aðfaranótt miðvikudagsins fyrir skírdag og daginn þann allan fyrir innan Stakk við Keflavíkurberg, á að gizka 50 faðma undan landi. Það er nú uppvíst orðið og margfaldlega vottanlegt, að daginn sem »Heimdallur« sigldi hingað inn fyrst, 3. apríl, lágu nokkur botu- vörpuskip, 4—5, upp við Hólmsberg og þar um slóðir, án þess að Heimdellingar tæki ept- ir, og þó að þeir þræddu landhelgismarkið. Hafa botnverpingar þeir leynzt svo nærri landi, að hina grunaði eigi. En með því að ekkert skyggir þar á fremur en við Stapann, hlutu þeir að hafa sjezt af »Heimdalli« í kíki að minnsta kosti; og er svo að sjá, sem Heimdellingum hafi alls eigi hugkvæmzt að líta þangað, —- þeir hafa alls ekki varað sig á, að botnverpingum dytti í hug sú ósvífni að halda sig svo nærri landi. Þeir sárnaga sig nú eflaust í handarbökin fyrir það, Það hefði gengið næst því frægðarverki Olafs konungs Haraldssonar, er hann tók 5 konunga á einni nóttu, ef Heimdallur hefði hremmt þar í einum hóp jafnmarga botnverpinga og haft með sjer hingað inn á höfn 1 nokkurs konar sigurhrósi um leið og hann birtist hjer fyrst. Sumum þykir ísafold hafa verið heldur harð- orð síðast í garð Heimdellinga. En þá skyldu þeir heyra, hvernig þeir tala og rita, sem þetta mál tekur ólíkum mun meira en oss Reykvíkinga, en það eru íbúar þeirra hjeraða, sem illar búsifjar botnverpinga bitna þyngst á. Það er lítið bragð af því, greinin hjer í blaðinu frá hr. Jóni Gunnarssyni, verzlunar- stjóra í Keflavík. Annars var það, sem ísa- fold sagði síðast í aðfinningarátt miðað mest við það, ef skipið kæmi eigi vestan aptur fyr en á sumarmálum, og ef það sýndi þá eigi meira lit á að banda á móti botnverpingum. En nú eru þau tvö »e/« úr sögunni, með því að skipið kom aptur 5 dögum fyr en ráðgert var, og það hefir verið síðan lengst af á stjái hjer um flóann til að styggja varginn. Hins- vegar er það satt, að það var engan veginn eintómt aðgerðaleysi fyrir Heimdalli, að hann hreyfði sig ekki hjeðan af höfninni nærri 6 daga samfleytt, 3.—9. þ. mán. Einn daginn eða jafnvel hálfan annan var ofsarok, og ann- an dag fullan þurfti hann til að ná sjer í kol. Eitt var helgur dagur, og svo kom loks af- mælisdagur konungs. En aðgætandi er, að það var engin langferð, hjer út í flóann, suð- ur í Njarðvík, Keflavík eða Leiru, fyrir ann- an eins flugdreka og Heimdall, og því naum- ast ókleyft að skjótast þangað, til þess að láta óvininn sjá sig, eitthvert kvöld eða morg- un þennan tíma, þótt ekki hefði verið nema einu sinni eða tvisvar. Þá hefði enginn kvart- að, og hefðu Heimdellingar eigi að síður bæði getað haldið bænir sínar á sunnudaginn og minnzt konungsins fullrækilega á fimmtudag- inn á Reykjavíkurhöfn. En það er skiljan- legt, að þeim, Heimdellingum, hafi eigi verið út af eins rík í huga nauðsynin að láta sjá sig hjer suður á miðunum eins og íslenzkum fiskimönnum, sem botnverpingar bægja frá að ná sjer 1 björg. Og eins mundi oss Reykvík- ingum skiljast betur, að sjómönnum vorum geti runnið í skap út af því að vita verndar- engil sinn á næstu grösum, en hafg, hans eng- in not umrædda fyrstu daga af dvöl hans hjer, ef vjer settum oss í þeirra spor og hugleiddum, hvernig oss mundi líka að horfa á fullt af ó- tömdu stóði í túnum vorum og görðum um há-gróandann, gripum, sem ekki gengi undan öðru en hundum, en þeir, sem stóðsins ættu að gæta, væru með þá inn við Elliðaár við veiðar eða annan leikaraskap. Vjer höfum eigi sparað hrós og þakklætis- vott við Heimdall undanfarið, er oss hefir virzt haim hafa til þess unnið sjerstaklega. En þar í móti hlýtur hitt að koma, að vjer höfum einnig orð á, ef honum þykir miður takast. Markleysa er og, að vilja bera hann undan allri aðfinnslu af því, að hann verndi oss af einskærri náð, aumingja, sem enga hönd geti fyrir oss borið sjálfir, — eigum enga fleytu sjálf- ir til þess að bægja botnverpingum frá miðum vorum. Því sama má segja um ýmsa aðra rík- ishluta, hvort heldur er hins danska ríkis eða annara, og eru taldir eins fyrir það rjettbær- ir til verndar af ríkisvaldsins hálfu fyrir ágangi útlendra óaldarseggja. Enda eru það eigi Heimdellingar, sem verndina veita, heldur hús- bændur þeirra, skipaliðsstjórnin danska og fjár- veitingarvald ríkisins, og því mundi að öllum líkindum engin meiri þægð í neinni ölmusu- þáguþögn af vorri hálfu heldur en húsbænd

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.