Ísafold - 05.05.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.05.1897, Blaðsíða 2
114 fundið 15 dæmi uppá þetta, t. d. 2. sálmur 10. er. (tvisvar í sama erindi): Freisting þung ef þig fellur á, forðastu einn að vera þá, Huggun er manni mönnum að; miskun guðs hefir svo tilskikkað, og hefur enginn fundið að þessu hingað til svo jeg viti. Hjá nútíðarskáldum cr þetta sömuleiðis algengt, jafnvel hjá þeim, sem mest vanda kveðskap sinn, t. d. hjá Jónasi Hall- grímssini. Ekki er hún illa ort, þessi vísa eftir Jónas: Sunnanvindur sólu frá sveipar linda skíja, fannatinda, björgin blá, björk og rinda Ijómar á, og eru þó forsetningar hjer hafðar tvisvar sem rímorð og á eftir þeim orðum, sem þær stjórna. I hinu ágæta vorkvæði Jónasar »Tinda fjalla áður alla undir snjá«, sem er snildarlega kveðið, kemur þetta firir níu sinn- um, t. d. tvisvar í 10. erindi: Grænkar stekkur, glöð í brekku ganga kná börnin þekku bóli frá; kreppir ekki kuldahlekkur, kætist fögur brá búa blómum á. Allir kannast við: »Löngu hefur Logi reið- ur | lokið ste:pu þessa við« eða »varnameiri veggur traustur | vestrið slítur bergi frá(( úr Skjaldbreiðarkvæði Jónasar, eða »mentanna brunni að bergja á(( og »viskunnar helga fjalli á(( úr kvæðinu til Gaimards o. s. frv., o. s. frv. Hvers vegna má ekki sjera Valdimar leifa sjer það, sem öllum öðrum er leifilegt? Eru ekki nóg höft á íslenskum kveðskap, þó að ekki sje verið að gera sjer leik til að bæta við níjum að óþörfu'í Og þetta er sá eini rím- galli, sem ritdómarinn þikist hafa fundið í Biflíuljóðunum! Jú, það er satt! Hann vill ekki láta ríma von á móti son (í kvæðinu um Blessanir Isaks)! Enn hvað skildi annars vera á móti því? Imislegt er það í orðfæri ljóðanna, sem ritd. átelur. Hann kaun ekki við, að orðið »dinja« er stundum haft um rödd guðs, eða að guð er látinn tala »af miklum móð«. Enn hjer talar sjera Valdimar einmitt í hinum »sterka stíl« gamla testamentisins, sem ritd. annars dáist svo mikið að, og það með rjettu. Það kemtir margoft firir í gamla testamentinu, að guð talar í þrumum (t. d. við löggjöfina á Sínaí, Exodus 19, 19; 20, 18—19).1 Orðin duna og dinja eru mjög oft höfð um bljóð þrumunnar. Hvað er þá á móti því að hafa þetta orð um rödd guðs í kvæði, sem ort er út af gamla testamentinu og í anda þess? Orðin »af niiklum móð« þíða ekki annað enn ,af mikilli reiði1, eins og ritd. líklega veit, og hitt er honum víst ekki heldur ókunnugt um, að guð gamla testamentisins er reiðinnar guð, svo að þetta er líka sagt í anda gamla testa- mentisins. í kvæðinu um flóðið standa þessi vísuorð: Reiður varð rjettvís guð, rangan er sá hann gang. Hjer þikja ritd. hin auðkendu orð óhafandi. Veit hann þá ekki, að orðið gangur er bæði í fomu máli og níju haft í líkri merkingu og 1) Sbr. Job 37,2: »Heirið dun hans raddar . . . jafnskjótt öskrar bans raust; bann þrumar, með háum rómi«. 2. Sam. 22, 14 er þannig útlagt í Gnðbrandsbiflíu: »Drottinn dunaði af himnin- um og sá allra hæsti ljet út sínar reiðarþrumur«, sbr. (í útg. 186(1) Daviðs sálm. 18, 13: »0g drott- inn þrumaði i himninum og sá æðsti sendi út sína raust«. ,atgangur‘ eða ’ágangur, um ákafa hreifingu eða læti (sbr. orðtækið »mikið gengur nú á«). Ef hann trúir mjer ekki, þá getur hann fund- ið þetta í orðabókunum (sbr. einnig Konr. Gíslason, Efterladte skrifter I, 252. bls.). Líka þíðingu hefur orðið í ímsum samsetningum, t. d. öldugangur, eldsgangur, draugagangur. Jeg fæ því ekki betur sjeð, enu að orðið eigi hjer vel við; gangur þíðir hjer sama sem ,treiben‘ á þísku (rangan gang =’ [der mensehen] ver- kehrtes treiben'). (Niðurl.). Björn M. Olspn. Skepnufelli nokkrum hefir þegar brytt á undanfarnar vikur hjer í Mosfellssveit, á sunnxm bæjum (Blikastöðum o. v.) úr lungna- veiki, frá nægilegu fóðri og með allgóðum hold um, en sumum beinlínis af fóðurskorti, eða því sem heitir hor rjettu nafni, þótt það heiti á þeim hlut sje miður þokkað. Var því máli, horfellismálinu, hreyft á nylega höldnum s/slu- fundi í Hafnarfirði, þar sem meðal annars sýslunefndarmaður Mosfellssveitar og oddviti ljet eigi vel af ástandinu þar í hreppi, og beindi nefndin út af því almennri áskorun til amtmanns um eptirlit með að horíellislögunum væri framfylgt, en s/slumaður fór skömmu síðar þess kyns rannsóknarferð þangað upp eptir, að eins á oinn bæ samt, Reykjakot, líklega af því, að þar ljek lakast orð á með- ferð á skepnum vegna heyskorts, sem ekki er furða eptir ásetningunni þar í haust, er getið var um n/lega hjer í blaðinxi. Voru dauð þar fyrir nokkru tvö hross af fjórum, er sett höfðu verið á í vetur heima hjá búfræðingnum, og eitthvað af sauðkindum, ymist að sögn kvalizt alveg úr því lífið eða verið skorið, þegar því var ekki framar lífs von. Eti allra frjetta varðist búfræðingur um það fyrir s/slumanni, og fór hann við svo búið. Ljótast er það í málinu, að bóndi þessi, Reykjakotsbúfræðing- urinn, átti kost á nægri heyhjálp hjá nágranna sínum, Halldóri bónda Halldórssyni í Þormóðs- dal, fyrir tilhlutun 2 manna úr hreppsnefnd- inni, er skoðuðu hjá honum snemma á ein- mánuði og sáu, í hverjum voða skepnurnar voru, gegn ábyrgð, sem hreppsnefndin bauð; en hann hafnaði því boði. — Það er ekki einungis almæli, þar á meðal mikið merkra manna og kunnugra, heldur nábúa vitnisburður fyrir því, að heyforðinn hafi verið í haust hjá bónda þessum heldur töluvert undir en yfir 200 hestum, minni hlutinn taða, og talsvert af henni mjög skemmt, fyrir ákaflega gapalega hirðingu. Mjög er, því miður, hætt við, að þetta voða- norðankast, sem nú stendur yfir, riði að fullu fjölda fjár, sem langt hefir verið dregið áður. Það er raunalegur framfaraskorts-vottur í búnaði vorum, að enn skuli horfellir á skepn- um vera eins tíður eins og hann er, jafnvel í allgóðum árum. Það eru ekki smá-pyndingar, sem búfjenaði vorum eru veittar með þeim hætti, og eru auðvitað stundum þau tildrög að því, að mönnum verður fremur fyrir að vorkenna eigendunum en víta þá; en því mið- ur fara þeir opt svo samvizkulauslega að ráði sínu, setja svo frámunalega glannalega á vet- ur, að enginn, sem nokkurn meðaumkunar- neista ber í brjósti með saklausum skepnum, getur fengið af sjer að mæla þeim nokkura bót. Gufubáturinn „Reykjavík“, kapt. Vaardahl, kom hingað í gærmorgun snemma, frá Mandal; hafði komið við á Færeyjum og Fáskrúðsfirði eystra; hafði meðferðis þangað dálítið spítalahús tilhöggvið, er Frakkar láta reisa þar handa fiskimönnum sínurn. Með skipinu komu að austan nokki-ir (5) reykvískir sjómenn, og láta mjög vel yfir því. •— Lítið kveður að aflabrögðum eystra, að þeir segja. Norðanveður, mjög snarpt og með mikl unx kulda, hefir staðið hjer síðan á laugardags- kveld; snjó hlaðið á fjöll til muna og fest í byggð sumstaðar. Missifengur varð »Heimdallur« enu fyrir skömmu. Það var er hann var síðast staddur suður á Njarðvík. Þá kom þar mað- ur suntian úr Garði og hljóp allt hvað af tók, fekk sjer bát og menn og reri út í »Heim- dall« til þess að láta vita af botnverping, er lægi þar við veiði fáein hundruð faðma fram- undan Gerðunx eða Meiðastöðum. Heimdell- ingar rcngdxx fyrst, að svo gæti verið, með því að þeir hefðu fariðþarnærri fyrirskemmstxx og ekki orðið varir við neitt óhreint. Það varð þó lír, að þeir sneru suður með landi og hurfu fyrir Keflavíkurberg, en sendimaður hjelt til lands aptur á bátnxim í Keflavík. ;En brátt kemur »Heimdallur« í ljósmál aptur fram undan berginu og stefnir á leið inn flóa; hef- ir þá aldrei farið hálfa leið út í Garðsjó, hvað þá lengra, en svo slysalega viljað til, að dökkna bar yfir Skagann af jeli og brá hul- inshjálmi yfir botnverpinginn fyrir augum Heimdellinga. Hjelt hann, botnverpingurinn, sig ónæðislaus á sama stað þann dag allan og fram á nótt. Garðmenn settu á sig auðkenni á skipinu (tölxxstaf) og sendu s/slumanni kæru, svo að vonandi má koma á liann sekt síðar meir, ef hann verður höixdlaður einhvern tíma. En hraparleg slysni var þetta enn af »Heim- dalli«, ofan á það sem áðxxr var komið. Hrekkj- azt hafa þeir þó, botnverpingar, það við þetta lítið, som hann hefir að gert, að þeir eru nú hættir að halda sig nærri suður-landinu; —- nema það sje hitt, að þeir sjeu hættir að fá þar fisk og hafist við norður í flóanum hins vegna, að þeir verða þar betur varir. Það er merkilegt, að þeir, sem fyrir her- skipinu ráða, skxxli ekki xxtvega sjer og hafa með sjer einhvern góðan sjómann íslenzkan, er kunnugar væi’i allar leiðir hjer um flóann og væri fundvísari en þeir á fylgsni botnverp- inga. Er ótrúlegt, að þeim yrði þá hver skyssan á fætur annari. Skipastrand- Tvö skip frönsk rak hjer upp á höfninni í rokinu aðfaranótt sunnu- dagsins, annað, fiskiskútu, í Sölvhólsvör, en lxitt, spítalaskipið, St. l’aul að nafni, í ldett- ana niður undan Klöpp í Skuggtxhverfi. Til- raunir voru gerðar að ná St. Paul á flot apt- ur, af Heimdellingum einkanlega, fyrst á sunn- daginn og síðan aptur í gær af þeim og liði frá herskipinu franska, en árangurslaxxst. Verða því bæði skipin að strandi. St. Paul var ætlað að smala saman veikum mönnum af fiskiflotanunx franska hjer við land og flytja til hafna til spítalavistar á landi eða annarar hjúkrunar. Hafði í því skyni 6 sjúklingarúm, og /msan hjúkrunar- útbxxnað; sömuleiðis var bænahús á skipinu með pryðilegum frágangi. Yar skipið alltmjög svo vandað að öllum frágangi. Það var kost- að oggert út af guðsþakkafjelagi frönsku og með almennum samskotum þar; byrjaði ífyrra á því, að senda gamskonar skip til Newfound- lands, St. Pierre; og hreppti það sömu forlög þar eins og St. Paxxl hjer.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.