Ísafold - 19.05.1897, Qupperneq 3
131
og góð kona. I’au hjón Árni og Guðfinna höfðu
verið saman í hjónahandi i 48l/2 ár (gipt 15. nóv.
1848)«.
Hinn 29. dag aprílm. andaðist að heimili sinu
Kamhshól í Hvalfjarðarstrandarhreppi fyrrum
hóndi þar, Þorsteinn Jónsson, háaldraður, fædd-
ur 1804, hinn 20. dag júlímánaðar. Átján siðustu
æfiár sin var hann alhlindur, en hafði þó jafnan
fótavist, að undanteknum siðasta mánuðinum, sem
hann lifði. Allan búskap sinn bjó liann að Kamhs-
hól, vel efnum húinn, reglufastur, sparsamur og
útsjónarmaður mikill. Konu sína Sigrúnu Odds-
dóttur missti hann 24. sept. 1890. Sex hörn
þeirra eru á lífi, 4 mannvænlegir hændur í Hval-
fjarðarstrandarhreppi og 2 dætur, önnur gipt, hin
ógipt.
Hryllilegur atburður i Khöfn.
Mannætur myrða mann og snæða.
Meðal annara furðulegra og fásjeðra hluta
hafði fimleikas/ningarhúsið (Cirkus) í Khöfn í
vetur upp á að bjóða 3 mannætur frá Afríku
eða Ástralíu, — ekki getið, hvort heldur var.
Yoru villimenn þessir geymdir einir sjer í
lokhvílu í horni einu í s/ningarskálanum og
varazt framan af að koma nærri þeim fremur
en óarga dyrum öðru vísi en við marga menn.
Þar til um kveldið laugardaginn fyrstan í
sumri, að yfirmaður einn við leikhúsið, Carl
Scheel-Vandel að nafni, var svo ógætinn, að
fara einn inn til þeirra, í því skini að líta
eptir, hvort vel mundi fara um þá um nótt-
ina; hann var farinn að venjast þeim svo vel
og þeir honum, að honum stóð enginn stugg-
ur af þeim, enda höfðu þeir látið friðsamlega
og meinlauslega upp á síðkastið. Morguninn
eptir, er færa átti mannætunum morgunverð,
kom það í ljós, að þeir voru eigi matarþurfa.
Tveir þeirra sátu saman í bezta skapi og voru
að stanga úr tönnum sjer með prjónum þeim,
er þeir bera gegnum miðsnesið, en hinn þriðji
raulaði eitthvað fyrir munni sjer, er gizkað var
á að vera mundi borðbæn hans. Veggir og
gólf í klefanum var allt atað í blóðslettum, en fá-
einar hálfnagaðar mannshnútur á gólfinu. Uti í
horni lágu fötin af C. Scheel-Vandel, vafin kyrfi-
lega saman, og silkihattur hans ofan á, n/strok-
inn og óbrenglaður.
Gizkað er á, að mannæturnar hafi framið
þennan hryllilega verknað með þeim hætti,
að einn þeirra hafi stokkið aptan á Scheel-
Vandel óvaran óðara en hann kom inn og
gripið fram fyrir kverkar honum með því
heljarafli, að hatni hafi kyrkzt að vörmu spori,
en hinir þá ef til vill þrifið samstundis um
hendur hans og fætur. Síðan hafa þeir flett
líkið klæðum og gengið snyrtilega frá fötun-
um, að sið villimanna, eptir sögn, og sezt að
því búnu að krásinni. Maðurinn hafði verið
vel feitlaginn, og því mjög svo girnilegur til
átu í augum villidyra þessara í mannsmynd.
Hann hafði og verið karlmenni að burðum, og
þykir því ólíklegt, að mannæturnar hafi ráðið
niðurlögum hans öðru vísi en að svíkjast að
honum. Lærleggina höfðu þeir brotið til
mergjar; kvað mannætum þykja mergur hið
mesta hnossgæti.
Mannæturnar voru þegar höndum teknar
af lögreglumönnum, og báru sig eigi hót á
móti; þó urraði einn svo geigvænlega, er
handjárnin voru lögð á hann, að hrollur fór
um þá, sem við voru staddir.
Maður sá, er fyrstur kom að klefanum eða
lokhvílunni þeirra mannætanna á sunnudags-
rnorguninn og sá hin hryllilegu verksummerki,
missti vitið síðar um daginn; svo mikið hafði
honum orðið um. Hann æpti og hvein í sí-
fellu, og mælti óra-orð á stangli, er af mátti
ráða, að hann væri hræddur um, að einhver
ætlaði að jeta sig.
Carl Scheel-Vandel heitinn hafði borið á sjer
handrit af bók, er hann hafði nær fullsamið
(kennslubók í þ/zku); hún fannst hálf-sundur-
tætt úti í einu horni í klefanum.
Áformað hafði verið að lögsækja mannæt-
urnar fyrir morðið, en bviizt við af sumum
lögfræðingum, að þeir yrðu ekki sakfelldir
vegna þess, að þá skorti alla rjettarmeðvitund.
Slæmur f.jallvegur.
Einn hinn torsóttasti og þó fjölfarnasti fjall-
vegur á Vesturlandi er Þorskafjarðarheiði, sem er
aðal-póstleið allan ársins tima. — Það virðist í-
skyggilegt fyrir ferðamenn, að þurfa að eiga leið
um slíkan fjallveg að vetrinum, þar sem ekki sjest
nokkursstaðar steinn yfir steini, er til leiðbeining-
ar gæti orðið i vondu veðri, á þeim vegi, sem
farinn er, eða er i stefnu við hið svonefnda sælu-
hús.
1 vetur hafa verið hinar verstu ófærðir á Þorska-
fjarðarheiði, enda hefir hún verið hinn versti
þröskuldur fyrir ferðamenn, þar sem póstur ásamt
fleiri ferðamönnum hefir í mörgum ferðum orðið
að liggja úti og ekki komizt yfir heiðina á skemmri
tíma en tveimur til þremur dægrum, og stundum
orðið að ganga frá hestum og farangri fram á
há-heiði. Það varð jeg að gera í póstferðinni
fyrir jólin í vetur; hestarnir mínir urðu að standa
í svelti því nær fimm dægur, og varð loks komið
til hyggða á sjötta dægri. Slíku hafa fleiri en
jeg orðið fyrir, sem leið hafa átt um heiðina í
vetur.
I sæluhúsinu er opt vatnsuppgangur (eða inn-
rennsli) svo mikill, að neðri partar hurðanna hafa
staðið fastir í klaka, og hefir þeim þvi ekki orðið
lokið upp, svo að hestum yrði komið inn, þótt líf
þeirra hafi legið við Hitavjel ætti að vera í
sæluhúsinu, þar sem menn koma að ýmislega til
reika hæði heitir, þreyttir og votir; virðist mjer
lifi og heilsu manna hætta búin, af því að verða
að setjast fyrir í gaddhjeluðu húsi í hörku-frostum.
I fehrúar-ferðinni í vetur vorum við sjö saman
með tvo hesta á leið yfir heiðina. Sökum ófærð-
ar og dimmviðris komumst við ekki lengra en i
sæluhúsið um kveldið. Hm nóttina voru ekki svo
mikil hlýindi i sæluhúsinu af sjö mönnum og
tveimur hestum, að við mættum liggja fyrir nema
litla stund í einu án þess að bríðskjálfa, og var
þó ekki nema 6—7 stiga frost.
Það má teljast sjerstakt lán. að ekki hefir orðið
stór-slys á Þorskafjarðarheiði, jafn-opt og hún
er farin á vetrum og jafn-mikið skeytingarleysi,
sem hefir átt sjer stað af hálfu hins opinbera — að
láta ekki varða heiðina og gera við sæluhúsið,
svo að ferðamenn geti gist þar, þegar þörf gerist-
Þar er landssjóður hefir lagt út 800 kr. til að
hyggja þetta sæluhús uppi á heiðinni, þá er von-
andi að það verði endurbætt eins og þarf, ef það
á að koma að tilætluðum notum; ella sýnist því
fje ekki varið til gagns, sem til húsbyggingarinn-
ar hefir farið.
Enn fremur virðist mjer brýn nauðsyn að hafa
hey við sæluhúsið. Það væri góður styrkur, þótt
ekki væri meira en 3—4 hestar af þurru og goðu
útheyi, sem póstinum væri einum ætlað og geymt
i aflæstum klefa, svo að aðrir ferðamenn ásældust
það ekki. Yegna þess, að póstur verður jafnan
að hafa þungar klyfjar á hestum sínum að vetr-
inum og færðin er slæm, þa getur hann ekki flutt
með sjer svo mikið hey, að nægdegt sje, ef hann
verður að liggja úti, eins og komið hefir fyrir í
vetur.
Með því að landsstjórninni beinlínis tilheyrir
þessi fjallvegur til umhirðingar, er vonandi, að
hún láti ekki lengi dragast, að gera við hann,
svo að það mætti teljast íorsvaranlegt fyrir þá,
sem leið eiga um heiðina, að fara hana að vetr-
Sumarvegurinn á Þorskafjarðarheiði er grýttur
mjög og seinfær, og er það eðlilegt, þar sem
aldrei hefir verið kastað þar steini úr götu, síðan
jeg tók fyrst að fara um heiðina.
Oskandi væri, að umkvartanir þessar, sem jeg
hefi gert um Þorskafjarðarheiði, hefðu góðan á-
rangur. Ollum þeim, sem um heiðina fara, mun
finnast full þörf á að gera við hana — hvað sem
gert verður.
Jóhannes Þórðarson, póstur.
Grafolon-Konsert.
Laugardaginu 22. þ. m. kl. 9 e. m. verður
s/ndur Grafófón í Good-Templarahúsinu, sem
spilar og syngur /ms lög, þar á meSal hið
alkunna þjóðlag »Eldgamla Isafold«. Flest
lögin eru samstillt með mörgum hljóðfœrum
og eptir frægustu tónsnillinga.
Aðgöngumiðar fást í bóksöluhúö
Sigfúsar Eyimindssonar
og við innganginn, og kosta 50 aura-
■ æfður og reglusamur, sem hefir
nhaft á hendi bókfærslu og skrif-
stofustörf, óskar eptir atvinuu.
' Uppl/singar fást á afgr.st. Isaf.
Kvennfjelagsfundur
verður haldinn í Good-Templarahúsinu föstu-
daginn 21. þ. m. kl. 8’/2 e- hád. Fyrirlestur
um Noreg heldur síra Júlfus Þórðarson.
Baðhúsið
í Reykjavík er frá miðjum þessum mánuði
opið á hverjum rúmhelgum degi frá morgni
til kvelds og á sunnudagsmorgna, að undan-
genginni rækilegri viðgerð og ræsting.
Gufubað.
Steypibað.
Kerlaug.
Vildarkjör fyrir þá sem vilja fá sjer steypi-
bað á hverjum degi.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. op.
br. 4. jan. 1861, er hjer með skorað á alla
þá, sem til skuldar telja í dánarbúi Guð-
mundar Hallasonar frá Hreimstöðum, er ljezt
17. febr. þ. á., að koma fram með skulda-
kröfur sínar og sanna þær fyrir skiptaráðand-
anum í Norður-Múlas/slu innan 6 mánaða frá
síðustu birtingu auglj'singar þessarar.
Skrifstofu Norður-Múlasyslu, 3. maí 1897.
Eggert Briem,
settur.
Brúkuð frímerki
keypt háu verði, þannig:
3 a. gul kr. 2,75 16 a rauð... kr. 15,00
5 - blá —100,00 20 - lifrauð — 40,00
5- græn — 3,00 20 - blá.... — 8,00
5- kaffibrún— 4,50 20- græn.. — 14,00
6- grá — 5,00 40- — .. — 80,00
10- rauð — 2,50 40- lifrauð — 12,00
10- blá — 8,00 50- — 40,00
16- kaffibrún— 14,00 100- — 75,00
Allt fyrir hundraðið af óskemmdum, þokka-
legum og stimpluðum frímerkjum. Ef þess
verður óskað, fást 2/3 hlutar borgunarinnar
með eptir-tilkalli. Annars verður borgun send
með næstu póstferð.
Olaf Grilstad,
Trondhjem, Norge.
Fineste Skandinavisk Export KaffeSurrogat
er hinn ágætasti og ód/rasti kaffibætir, sem
nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaupmönnum á
íslandi. F. Hjorth & Co, Khöfn.
mum.