Ísafold - 26.05.1897, Page 1

Ísafold - 26.05.1897, Page 1
Kemurútýmisteinu sinnieða tvisv.i viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis 6 kr.eða l*/» doll.; borgist í'yrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLR Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er f Austurstrœti 8. XXIV. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 26- maí 1897- 35. blað. Tvisvar í viku kemur ísafold út, miðvikudaga og laugardaga. Meinvillandi málaflækjuskjal frá Ben. Sveinssyni. I. Svo hefði hann þurft að heita, bæklingurinn, sem alþm. Benidikt Sveinsson hefir prenta lát- ið fyrir nokkrum vikum, og kallar )>A thugasemd- ir um s jálfstjórnarmáliðo. Hann er framhald og ítrekun vandræða-tilraunar þeirrar, er hann og nokkrir fylgifiskar hans í fyrra sumar gerðu til þess, að ranghverfa gersamlega málstað »tillögumanna« í stjórnarskrármálinu, og koma þeirri ramvitlausu skoðun inn hjá almenningi, að frumverpingar einir hafi verið hollir og dygg- ir fulltrúar þjóðarviljans á síðasta þingi, stefnu- fastir og einbeittir formælendur hins eptir- æskta sjálfsforræðis, en tillögumenn liðhlaupar og sjálfsagt sama sem landráðamenn, — þótt eigi sje það sagt berum orðum. Bæklingurinn er vitaskuld að eins villandi fyrir þá, sem hvorki er málið, stjórnarskrár- málið, ljóst í öllum atriðum þess, nje kunn- ugir eru afstöðu þess og meðferðinni að því á síðasta þingi. En þeir munu því miður vera helzt til margir og því engin vanþörf á að láta eigi þessa bíræfnu blekkingartilraun hlutlausa. II. Höf. dylur fyrst og fremst fyrir lesendum sínum, hvert var ágreiningsefnið á þinginu í fyrra, — hvers vegna þingmenn skiptust í tvo flokka, er síðar voru nefndir tillögumenn og frumverpingar. Hann þegir um það, hið rjetta ágreiningsefni, en leitast í þess stað við að koma þeirri ímyndun inn hjá almenningi, að tillögumenn hafi viljað hafa fram »afsal eða uppgjöf á lögleiddum sjálfstjórnarrjettindum íslands«. Agreiningurinn var um það, í neðri deild, hvernig málinu, stjórnarskrármálinu, yrði væn- legast fram haldið af þingsins hálfu, þrátt fyr- ir það, þótt stjórnarskrárfrumvarpið (frá 1893 og 1894) gæti ekki náð samþykki efri deild- ar. Því það vissu þingmenn þegar í þing- byrjun, að í efri deild stóðu 7 atkvæði í móti frumvarpinu, þ. e. að það átti víst að falla þar. Barátta Ben. Sveinssonar fyrir því, að stjórn- arskrárfrv. yrði tekið fyrir og samþykkt í neðri deild, var því í raun rjettri barátta fyrir því, að það yrði fellt, eða því á annan hátt hleypt í strand, eins og raun varð á. Það var með öðrum orðum um tvo vegi að tefla fyrir neðri deild eða nefndina þar, eins og á stóð: að senda frumvarpið í dauðann upp í efri deild, sem var bersýnileg óför fyrir málið, eða að aðhyllast tillöguna með vissu fyrir fylgi allr- ar efri deildar, ekki einungis þjóðkjörinna þing- manna þar, heldur einnig hinna konungkjörnu; en skýlaust fylgi þeirra allra með öllum und- irstöðuatriðum sjálfstjórnarmálsins var mikil- vægur ávinningur, sem málinu hafði eigi fyr hlotnazt, en hinir hyggúustu og framsynustu stjórnmálamenn vorir hafa fyr og síðar þráð og talið líklegasta ráð til að sannfæra stjórn- ina um, að sjálfstjórnarkröfur vorar sjeu á góðum og gildum rökum byggðar, og að oss sje nauðsynlegt að þeim sje sinnt. Hvorir vildu þá málinu betur, þeir sem vildu ólmir hleypa því vísvitandi í strand á þinginu, eða hinir, sem vildu bjarga því á- fram gegnum þingið með fylgi bæði þjóðkjör- inna og konungkjörinna þingmanna? Þeirri spurningu er svo auðsvarað af hverj- um heilskygnum manni, að óþarfi er að eyða þar að frekari orðum. Svo framarlega sem stjórninni var, eins og út hefir litið fyrir, mest um það hugað, að eyða málinu, láta það ón/tast í höndum sjálfra vor hvað eptir annað, þá hefði hún eigi getað betra kosið sjer en það, sem frumverpingar fylgdu fram. Hefði hún átt að kjósa sjer lið úr flokki þingmanna, þá hlutu frumverpingar að hafa orðið fyrir þeirri útvalningu,—þeir Ben. Sveinsson og hans fylgifiskar. Það voru menn eptir hennar höfði, boðnir og búnir til að koma því til leiðar, sem henni var geðfeldast: að láta málið falla á þinginu og ónýtast. III. En gjörum nú, til enn frekari skýringar, ráð fyrir því, sem ekki var og ekki lá nærri görðum: að stjórnarskrárfrumv. hefði átt víst samþykki meira hluta í báðum deildum, — hvort mundi þá stjórninni hafa komið betur, að þurfa ekki annað en að hafa yfir aptur alveg sama svar — þurrt og þvert nei — eins og áður, er hún fekk í hendur stjórnarfrumv. samþykkt af báðum deildum alþingis, eða hitt, sem aðferð tillögumanna hafði í för með sjer: að mega til að gefa sig almennilega á tal við þingið um málið og leita húfanna um eitt- hvert sennilegt samkomulag? Yjer segjum »mega til«; því að hinn kost- inn, að svara alls engu, er henni fyrirmunað að taka vegna þess, hvað sem öðru líður, að það væri sama sem að neyða báða flokka þingsins til látlausrar mótspyrnu móti sjer og þráhalds í þessu máli. Það ráð væri svo ó- viturlegt af hennar hálfu, að hún neyðist til hins, hvort sem henni er það ljúft eða leitt. Svo mikið hafa tillögumenn bætt taflið með sinni aðferð, þar sem hinir, frumverpingar, vildu í rauninni ekkert annað en láta máta sig með sama leik og áður. IV. Til þess að sýna, hve brigzlið um »afsal eða uppgjöf á lögleiddum sjálfstjórnarrjettindum lslands« er gersamlega átyllulaust, er nóg að benda til orðanna í upphafi tillögunnar, eins og hún var samþykkt í báðum deildum: (Deildin) »lýsir því yfir, að hún heldur fast við sjálfstjórnarkröfur Islands, eins og þcer hafa komið fram á undanýornum þinqum<i (í efri deild: »með svo fullri tryggingu, sem komið hefir fram« o. s. frv.). Til »afsals eða uppgjafar á lögleiddum sjálf- stjórnarrjettindum íslands« virðist þingið hefði þurft að beiðast afnáms hinnar núgild- andi stjórnarskrár og jafnvel stöðulaganna með, án þess að neitt kæmi í staðinn. En að slíkt geti falizt í tillögunni, mun enginn heilvita maður treysta sjer til að skilja. Með orðun- um: »eins og á undanförnum þingum« er beinlínis vitnað í stjórnarskrárfrumv. frá 1893 og 1894, og mundu frumverpingar líklega ekki hafa tekið öðru eins ástfóstri við það og allir vita, ef jafn-viðsjáll fiskur lægi þar undir steini. Það sem sagt er með tillögunni er það, að vjer viljum eigi einungis halda þeim sjálf- stjórnarrjettindum, sem þegar höfum vjer fengið (með stjórnarskránni 1874 og stöðulög- unum 1871), heldur fá þau aukin og endur- bætt í þá átt eða samkvæmt þeim meginregl- um, sem frumv. frá 1893 og 1894 hefir að geyma. Af þeim meginreglum er síðan til- nefnt sjerstaklega þrennt, þrjár rjettarbætur í stjórnarskipun vorri, er sízt megi án vera: 1. að íslenzk sjermál sjeu fráskilin ríkisráðinu; 2. fullkomin ráðgjafastjórnarábyrgð fyrir al- þingi; 3. landsdómur. Þetta er uppgjöfin! V. Þá kveður eigi minna að meinvillandi rang- færslum höfundarins, þar sem hann er að lýsa þjóðarviljanum í þessu máli, eins og hann kom fram á þingmálafundum í fyrra vor. Hann fær það út og stendur á því fastara en fót- unum, að þjóðin hafi gefið fulltrúum sínum á alþingi 1895 skýlausa áminningu og áskorun um að samþykkja endurskoðunina frá 1893— 1894 að nýju óbreytta. Þetta þykist hann sanna með þingmálafunda-ályktunum úr 15 kjördæmum af 21, auk Þingvallafundar; hin 6 kjördæmin höfðu ýmist verið alveg á móti því, að málinu væri hreyft á þingi í það sinn eða þá óskað, að farin væri önnur leið. En sannleikuriiln er sá, að það var að eins í 8 kjördæmum, km hlutaðeigandi þingmönnum eða öðrum tókst að fá samþykkta, sumstaðar með örlitlum atkvæðamun, áskorun til þings- ins um, að »samþykkja endurskoðunina frá 1893—1894 að nýju óbreytta«, eins og höf. kemst að orði, — »í óbreyttu frumvarpsformi«, »óbreytt frumvarp síðasta þings« o. s. frv. Hin 7 af þessum 15 vildu að eins láta halda málinu áfram »í sömu stefnu«,, »á sama

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.