Ísafold - 26.05.1897, Blaðsíða 4

Ísafold - 26.05.1897, Blaðsíða 4
140 muni gerð óháS soldáni upp frá þessu öðru- vísi en rjett að eins í orði kveðnu. En auð- vitað loku skotið fjrir samlimunina við Grikk- land að svo stöddu eða í bráð. Ráðaneytið danska, þeir Reedtz-Thott og hans fjela.gar, höfðu orðið að selja völd af hendi sjer snemma í þ. mán., fyrir misklíð, er þeir komust í við meirihlutann í landsþing- inu, hægrimenn. Hafði Estrúp gamli verið þeim einna örðugastur, enda stóð til, að hann tæki aptur við stjórn. En eigi hafði hann enn komið nyju ráðaneyti á laggir, þegar síðast frjettir, þar á meðal engin vitneskja um, hver verða mundi Islands-ráðgjafi. Stórslys í París, m. m. Þar urðu þau voðatíðindi 4. þ. m., að eldur kviknaði í geysi- mikilli sölutjaldbúð, er reist hafði verið til bráðabirgða og verzlað í með gefna n.uni í guðs þakka skyni, eins og alt/ðkanlegt er (baz- ar), en söluna önnuðust hefðarkonur fjölda- margar, frúr og meyjar. Brunnu þar inni eða tróðust undir til bana hátt, á annað hundrað manna, flest hágöfgar konur, bertogafrúr og annara stórhöfðingja, flestar franskar, en nokkr- ar útlendar, þar á meðal nefndar kona og dótt- ir hins danska yfirkonsúls í París, Hoskiærs að nafni. Meðal hinna innlendu kvenna var tignust kona (eða ekkja?) hertogans af Alen- gon, sonarsonar Lúðvígs Filipps Frakkakonungs (sonar hertogans af Nemours). Skömmu síðar ljezt á sóttarsæng yngsti son- ur Lúðv. Filipps konungs, síðastur þeirra barna, hertoginn af Aumale, hið mesta göfugmenni, fræðimaður mikill og frömuður mennta og vís- inda. Hann var lengi hershöfðingi. Hann var maður stórauðugur. Hann var nálfáttræður, er hann ljezt. Fyrirlestur um Ameríku flutti Jún Ólafsson hjer í G.-T.-húsinu sunnudagskvöldið 23. þ. mán., mikið fróðlegan og jTarlegan. Ljet meðal annars ekki vel af atvinnuhag og atvinnuhorfum verkalyðs, daglaunamanna, í bæjunum, hvort heldur er í Canada eða Banda- ríkjum, en betur af sveitabúskap í hinum ís- lenzku nýlendum, einkum meðal þeirra, er fyrstir eða framan af hafa tekið sjer þar ból- festu, sjerstaklega í Minnesota, og þá f Dakota. Með því að fyrirlestur þessi mun eiga að birtast á prenti sjer, í heilu líki, skal hjer eigi frekara skyrt frá innihaldi hans. Til fróðlciks og skemmtunar: Eimreiðin (frá npphafi), Bókasafn alþýðu 1—2 h. Bjarki (ritstjóri Þorst Erlingsson) fæst hjá bókh. Sigurði Jónssyni, Skólastræti 5, Reykjavík. IVIeyer &. Schou hafa hinar mestu og ód/rustu birgðir af alls konar bókbandsverkefni, öll áhöld til bókbands, n/justu vjelar, og st/1 af öllum tegundum. Yiingaardstræde 15. Kjöbenhavn K. r Islenzk imiboðsverzlun. Undirskrifaður selur íslenzkar verzlunar vörur á marköðum erlendis og kaupir alls konar útlendar vörur fyrir kaupmenn og sendir á þá staði, sem gufuskipin koma. Söluum- boð fyrir ensk, þyzk, sænsk og dönsk verzl- unarhús og verksmiðjur. Glöggir reikningar, lítil ómakslaun. Jakob Gunnlögsson, Cort Adelersgade 4, Kjöbenhavn K. Stúdentarnir árið 1887 eru beðnir að minnast þess, að vjer komum oss saman um að eiga mót með oss þá er 10 ár væru liðin frá stúdentsprófi. Yið undirritaðir leyfum okkur þessu sam- kvæmt að skora á alla bekkjarbræður okkar að mæta í Reykjavík 11. ágúst næstkom- andi. Ólafur Helgason, G. Björnsson, prestur á Eyrarbakka. hjeraðslæknir í Rvík. Til sölu 5 vetra kýr bráð snemmhær. Semja má við Einar Magnússon, Holtastöðum, Reykjavík. í húsi frú Sivertsen fæst mikið af blómstur- bukettum og krönzum hæði af þurkuðum og lif- andi hlómstrum. Þann 15. þ. m. fann jeg undirskrifaður vestur á Skagahraunnm sem svarar 1 netatrossu eptir kúlu- tali, ásamt akkeri með 4—5 faðma færishút úr hik- tógi. Herki er á nokkrum kúlum. Rjettur eigandi getur vitjað þessa móti horgun fyrir hirðingu og þessa auglýsingu. Keflavik, 22. mai 1897. Arni Geir Þóroddsson. Fineste Skandinavisk Export KaffeSurrogat er hinn ágætasti og ód/rasti kaffibætir, sem nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaupmönnum á íslandi. F. Hjorth & Co, Khöfn. Hjátrúin 1 höfudstadnum. Svo mikils sem jeg virði hina vísindalegu nákvæmni og áreið- anlegleik hans »Þjóðólfs« míns gamla, þá get jee samt ekki skilið, að hann fari alveg rjett með það, að höfuðstaðarlýðurinn sje svo hjátrúarfullur, að hann eigni prestsvigslunni um daginn á rúm- helgum degi þetta slys, er hann segir að nærri hafi verið orðið hjer á höfninni um kveldið, sem »Yesta« lagði af stað austur síðast. Jeg hef nú ekki heldur vanizt að heyra það kallaðan lífs- háska, þó að vel syndur maður detti snöggvast í sjóinn af hát við skipshlið inni á höfn — af þvi, að hann var að hjálpa kvennmanni ofan í hát- inn — og þar á ofan að fjölda manna viðstöddum til hjálpar, ef áhefðiþurft að halda; enda sje jeg, að öðrnm hlöðnm hefir eigi þótt þetta atvik frá- sagnarverð tíðindi. En hannnm það, hann »Þjóð- ólfur« minn. En hinu leyfi jeg mjer að mótmæla, að hjátrú sje svo rik hjer i höfuðstaðnum, sem hann gefur í skyn með tjeðri grein sinni. Borgari. Andrew Johnson, Knudtzon & Co., Hull (England), Telegramadresse: )>A ndrew, Hull((. Import, Export & Commissionsforretning, anbefaler sig til Forhandling af Klipfisk og alle andre islandske Produkter. Prompte og reel Betjening, Afregning & Re- misse strax efter Salget. Grundet paa gode Forbindelser blandt dt störste spanske Klipfiskkjöbere, ser vi os al- tid istand til at placere hele Lasten til for- delagtige Priser. Garanterer en vis Minimumspris. Nærmere Oplysninger ved Henvendelse til Firmaet. Prima Referencer. »LEIÐARVISIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.med. J. Jónas- sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lff sitt, allar nauðsynlegar uppl/singar. Ó. R. G. T. Annað kvöld heklur stúkan »Einingin« nr. 14 fund á venjulegum stað og tíma. Árfð- andi málefni. Allir meðlimir beðnir að mæta. Laukur og Appelsínur n/komið í W. Cliristensens verzlun. ísl smjör í belgjum fæst keypt mjög ódyrt gegn peningaborgun í verzlun Eyþórs Felixsonar. Hjálpræöisherinri. A morgun, uppstigningardag, verður opin- ber samkoma haldin í fundarsal hersins kl. 6 e. m. — Almennir fundir haldnir hvern mánudag, miðvikudag, föstudag og laugardag kl. 8*/2 e. m. og hvern helgan dag kl. 6 e. m. Isl. smjör, tólg og saltað sauðakjöt, selur lang-ódyrast W. Christensens verzlun. Hjálpræðisherinn heldur samkomu í Skólahúsinu á Álptanesi, sunnudaginn 29. maí kl. 5. Inngangseyrir 5 aurar. Brúkuð íslenzk frímerki kaupir Ólafur Horláksson, Lækjargötu nr. 4. Hjólreiðar. Þeir, sem vilja læra að fara á hjólum, snúi sjer til formanns »Hjólmannafjelags Reykjavík- ur« konsúl G- Finnbogason. Hann vísar mönnum á kennslu og veitir áheyrn, þeim sem vilja ganga í hjólmannafjelagið. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn hinn 14. júní næstkom. verður opinbert uppboð á Vigdísarvöllum í Grinda- víkurhreppi og þar seld /misleg bús-áhöld, hross, sauðfje og annað fleira tilheyrandi dán- arbúi Brynjólfs Jónssonar samastaðar. Upp- boðið byrjar kl. 10 fyrir hádegi og verða söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.s., 24. maf 1897. Frauz Siemsen. Heimsins vönduðustu og ód/rustu orgel og fortepíanó fást með verksmiðjuverði beina leið frá Carnish & Co., Washington, New Jersey, U. S. A. Orgel úr hnottrje með 5 oktövum, tvöföldu hljóði (122) fjöðrum, 10 hljóðbreytingum (re- gistrum), octavkúplum í dfslcant og bass, 2 hnjespöðum, með vönduðum orgelstíl og skóla kostar í umbúðum c. 133 krónur. Orgel úr hnottrje með 5 octövum, ferföldu (38/5) hljóð (221 fjöður), 18 hljóðbreytingum osfrv. á c. 230 krónur. Orgel úr hnottrje með 6 octövum, ferföldu (3’/2) hljóði (257 fjöðrum) á c. 305 krónur. Oll fullkomnari orgel og fortepfanó tiltölulega jafn-ód/r og öll með 25 ára ábyrgð. Flutningskostnaður á orgelum fi*á Ameríku til Kaupmannahafnar c. 30 krónur. Allir kaupendur eiga að snúa sjer til mín, og hjá mjer geta þeir fengið verðlista með myndum og allar nauðsynlegar uppl/singar. Einkafulltrúi fjelagsins hjer á landi Uorsteinn Arnljótsson, Sauðanesi. Húsnæfti með ölluni þægindum, 2—3 herhergi 1 skemmtilegu húsi rjett hjá alþingishús- inu, geta alþingismenn eða aðrir fengið leigð frá 15. júni til ágústmán.loka. — Ritstjóri visar á. Útgef. og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.