Ísafold - 26.05.1897, Síða 3

Ísafold - 26.05.1897, Síða 3
139 kaup en að minnsta kosti sumir þeirra ætluðu að setja upp. En mest fundu menn þó að því, að aðrar kláðasveitir voru eigi látnar sæta hinu sama, sem Kjósarhreppnr. I fyrra vor i apríl var skipuð almenn fjárskoð- un i hreppnum og fannst þá kláði á nokkrum hæjum, likl. 4—ö. Höfðu flestir sjálfkrafa haðað fje sitt fyrri part vetrar — allir, að jeg held, gemlinga. Hvað gjört hafi verið aprílkláðan- um til útrýmingar, er mjer ekki kunnugt, nema hvað mig sjálfan snertir. Mjer var ekki sagt að haða og enginn haðstjóri skipaður hjá mjer. En jeg fekk einn baðstjórann til þess að haða hjá mjer veiku kindurnar, og voru það bæði ær og gemlingar. í vetur, — áður en hinar almennu haðanir fóru fram, fyrir og eptir jólin, og voru þá á hverjum hæ haðstjórar við, — fóru alstaðar fram fjár- skoðanir, og mun þá kláði óvíða hafa fundizt, ef það annars hefir nokkurs staðar verið. Mismun- andi var baðið að styrkleik á hinum ýmsu hæj- um. Hjá mjer fóru 22 pd. af karbólsýru á 100 kindur og 11 pd. af sápu, og svo mun baðið al- staðar hafa verið sterkt, þar sem Þorleifur bóndi Þórðarson í Hækingsdal var haðstjóri. Hann vildi vera viss um, að baðið væri nógu sterkt, enda vandaði hann mjög allan frágang baðsins. En nú í apríl kom kláðinn í ljós eins á þeim bæj- um, þar sem höðin voru sterkari, eins og hinum, þar sem ekki voru höfð nema 14 pd. i 100 kindur. I marz fór fram önnur almenn skoðun, en hún var bæði óþörf og gagnslaus, enda aldrei skip- uð af sýslumanni. Fundu þá baðstjórarnir norð- an Laxár vott óþrifa, sem þeir þó ekki vildu hik- laust kalla kláða, í 7 kindum, og voru 4 af þeim hjer á hæ. Báru þeir í kindur þessar hjer kláða- meðui og án efa á hinum hæjunum. Kláði þessi fannst hjá mjer í kofa, þar sem voru 13 hrútar og 1 geldingur. 10. marz skoðaði jeg með vinnu- manni mínum 1 af þessum grunuðu hrútum, og gat ekki betur fundizt en að í honum væri kláða- vottur, sem jeg ljet hreppstjóranum í ljósi tveim dögum seinna, er hann skoðaði þessi 14 lömb, sem hann þá fann engan kláða i. En snemma í april fundust, i hinni almennu skoðun, nokkur þessara lamha með kláða. Eimmtudaginn fyrir pálma — en um það leyti fór aprílskoðunin fram, — fundu skoðunarmennirnir engan kláða á hæ, þar sem húsbóndinn þó fann mikið kláðugan gemling næsta mánudag á eptir, og sýnir það, að annaðhvort er kláðinn fljótur að brjótast út eða að jafnvel skoðunarmönnum getur sjezt yfir að finna hann. I aprilskoðuninni sá Þorleifur í Hækingsdal, sem er mjög gætinn og glöggur mað- ur, kind á milli bæja, er hann sá strax að í var kláði og hann hafði ekki skoðað. Komst þá upp, að því er mjer hefir sagt verið, að kind þessi hafði eigi verið höðuð nje skoðuð af baðstjór- unum í vetur. Eigandi kindarinnar er að allra dómi vandaður maður, sem alls ekki hefir hug- leitt, hvern skaða hann hefði getað gjört með þvi, að láta kind þessa ganga úti — en hún hafði nú að vísu sloppið óvart út.—En eins og hjer er ástandið, kom þetta ekki að baga. »Kkki nmnar um blóðmörskepp í sláturtíðinnic, segir máltækið. En þetta dæmi sýnir, hversu þetta kláðamál er viðsjált og hefir marga króka. Sumstaðar er biíið hjer að baða, þar sem kláð- inn fannst og verður líklega baðað allt sjúkt fje og gemlingar, sem hafa gengið saman við þaðj en ekki mun eiga að baða ær, þó þær hafi haft samgöngur við veikt fje. Sagt er, að baðstjórarnir eigi að fá aukið dag, kaup sitt að fjórðungi fram yfir það, sem var 1892—93. Hversu mikið fje það verður, er til þeirra gengur frá hreppsbúum, er ekki gott að segja, en hátt hugsa jeg að það muni slaga upp i baðmeðalakostnað sveitarinnar, og er það of mikið fyrir jafn-árangurslitið starf. Viss er jeg um, að baðstjórarnir hafa leyst skoðanir og baðanir svo vel af hendi, sem þeir gátu og höfðu kunnáttu og þekkingu til, og eng- um mnndi kærara en þeim, að lækningar hefðu tekizt hjer. En samt sem áður var kláðinn nú á þvi stigi, að eigi vita menn til, að hann hafi nokkru sinni hjer verið á fleiri bæjum en hann var nú í apríl. Þykjast sumir jafnvel eigi geta gert sjer grein fyrir þessu á annan hátt, en að kláðinn berist með skoðunarmönnunum frá einum bæ til annars, t. d. á höndum þeirra og fötum, og skal jeg láta ós.tgt, hvort svo er; — en ekki væri af vegi, að þvo sjer, eptir að hafa skoðað kláð- ugt fje. En víst er það, að hann hefir nú komið þar upp í sveitinni, er hans hefir aldrei orðið vart áður, gat þvi eigi koroið þar úr hú«um nje af samgöngum við fjenað, nema ef verið hefði á fjalli í sumar er lcið. Jeg þekki kláðann að fornu fari, síðan jeg bjó á Mosfelli i Mosfellssveit, og veit, hversu örðugt er við hann að eiga. Þar var verið að lækna ár eptir ár samkvæmt lögum 5. jan. 1866 og gekk illa. Loksins myndaðist þar 0 manna nefnd af hreppsbændum, til að stknda fyrir kláðalækning- um, sem amtið samþykkti, og þá tókst loksins að lækna. Ekki man jeg nú, hvort kláðinn kom þangað eða ekki aptur. Jeg er sannfærður um, að Jón heitinn ritari muni aldrei hafa útrýmt kláðanum úr Borgarfirðinum. Jeg heyrði þar getið um óþrif stuttu eptir, og síðan hefir kláðinn einlægt verið að færast suður og austur á bóginn. Því miður mun reynast örðugt að útrýma kláð- anum algjört, eins viða og hann er kominn að sögn. Til þess þarf öruggt fylgi sýslunefnda og hreppsnefnda við yfirvöld og sannfæring almenn- ings um, hversu gagnlegt og nauðsynlegt er að þrífa fje sitt með böðum, og hversu margfaldlega sá kostnaður borgar sig. Einkum verða baðstjór- ar og hreppstjórar að varast að setja meira upp, en sennilegt er, fyrir það verk, er þeir venjulega ekki eru færari um að leysa af hendi en allur al- menningur. Það, sem hjer hefir tálmað lækningunum, er að mínu áliti: 1., að hús hafa eigi verið sótthreins- uð, þó kláðasjúkt fje hafi verið í þeim; 2., að eigi hefir verið baðað tvisvar með átta daga millibili, sem álitið var sjálfsagt í hinum fyrra kláða; 3., að eigi hefir að vorinu og verður heldur eigi í vor það fje allt verið baðað, sem menn vita til að haft hefir samgöngur við sjúkt fje. En jeg hefi reynslu fyrir því, bæði frá í fyrra og frá því jeg var á Mosfelli, að óhætt er að baða lamb- fullar ær, ef gætilega er með farið. Kláðalögin þekkja heldur eigi neinar undanþágur frá þvi, að lækna fje á hverjum tíma árs sem er. En mjög finnst mjer það fyrirgefanlegt, þó eigi sje beitt hjer strangara lækningalögunum en verið hefir, þar sem menn vita, að viðast annarsstaðar hefir verið farið miklu skemur, og menn geta á meðan átt hjer von á kláðanum annarsstaðar að, þó að hjer væri al-læknað. Menn hafa kennt það ólöghlýðni almennings, hversu linar framkvæmdirnar hafa í vetur verið í kláðalækningunum; en mjög mikið gætu hrepp- stjórar stuðlað að löghlýðni almennings, ef þeir gjörðu sjer far um það. Jeg held að það sje mjög skaðlegt, ef viða er eins og hjer, að hætt er að birta almenningi lögin öðru vísi en í Stjórnartíð- indunum, sem eru í fæstra höndum. Það væri án efa nauðsynlegt, að hreppstjórar birtu mönnum lög þau, er þeir eiga að lifa eptir, og brýndu það jafnframt þá um leið fyrir mönnum, hversu það er ómissandi hverju þjóðfjelagi til heilla og þrifa, að meðlimir þess beri virðingu fyrir lögum þess og álíti það sína helgustu skyldu, að hlýða þeim og styðja þau. ReynivöBum, 8. mai 1897. porkell Bjarnason. Höfðingleg afmælisgjöf- »Þjóðólfur« ætlar heldur en eigi að ryðja sig í haust, um leið og hann byst við að komast á sextugs- aldurinn. Hann segist ætla að stækka á sjer brotið, gera það stærra en á Isafold,— líklega þó eltlti mikið stærra, úr því hann nefnirþað ekki—, án verðhækkunar. En hann minnist ekki hót á það, hve mörg númerin eigi að verða um árið. . Skyldi þau verða enn færri en nú, gæti vel farið svo, þrátt fyrir brot- ’ stækkunina, að »afmælisgjöfin« yrði ekkistór- vægileg; fleiri verða þau fráleitt; eigi muudi látið liggja í láginni, ef það stæði tif. Annars mun mörgum hafa þótt tími til- kominn að blað þetta (»Þjóðólfur«) færi að laga dálítið hið hóflausalega uppskrúfaða verð, sem A því hefir verið nú á 9. ár, í saman- burði við ísafold að minnsta kosti. Hann hefir verið síðan 1889 alltað 100°/0 dýrari en Isafold að tiltölu, þ. e. þegar saman er bor- inn munurinn á brot-stærð og tölublaðafjölda. Fyrir það (að vöxtum),sem kaupendur Isafoldar hafa fengið fyrir 4 kr., hefir Þjóðólfur látið kaupendur sína borga 8 kr. sjálfsagt. Munurinn felst sjálfsagt í gæðunum; einhversstaðar verð- ur hann að vera. Afmælisgjafarfyrirheitið þyðirþá það, að hann ætli nú loks að hætta að leggja 100% á kaupend- ur sína, á móts við Isafold, eins og hann hefir gert undanfarin 8—9 ár, heldur ef til vill ekki nema 90, 80 eða jafnvel 70%. Það er meira en lítil rausn. Það er heldur en ekki höfðingleg náðargjöf! Til þess að eins að jafna upp aptur það sem hann liefir »lagt á« »Þjóðólf« undan- farin 8—9 ár, hefði hann þurft annaðhvort að láta kaupendur fá sig gefins önnur (næstu) 8—9 ár, með viðllkri stærð og nú; eða þá að stækka sig um fullan helming (ekki stækka að eins brotið, heldur koma einnig út tvisvar í viku hjer um bil), og selja þó ekki árgang- inn nema á 2 kr. Frá útlöndum, Af Ófriðinum. Frjettir höfum vjer nú af viðureign Tyrkja og Grikkja fram til 19. þ. m. Höfðu þá Tyrkir náð á sitt vald mest- allri Þessalíu, síðast borginni Yolo, við flóa þann, er við þann bæ er keundur. Höfðu Grikkir að vísu barizt vel og hraustlega, og háð margar snarpar orustur við Tyrkjaher á leiðinni suður eptir Þessalíu, en eigi mátt við margnum, því ofurefli liðs, er Tyrkir höfðu á að skipa, og auk þess miklu hervanara, bæði yfirmönnum og óbreyttum liðsmönnum, meðal annars vegna ófriðarins við Rússa fyrir 20 árum. I annan stað tók Grikkjum einnig að veita miður í Epirus. Og á sjó hafði ekkert orðið af fundum með skipaliði Grikkja og Tyrkja, svo að í frásögur sje fært, en þar höfðu flest- ir spáð betur fyrir Grikkjum. Þegar hjer var komið, ljetu Grikkir á sjer skilja, að þeir mundu þýðast meðalgöngu stór- veldanna til fiiðar eða vopnahljes, og rituðu þau þá soldáni eða sendiherrar þeirra íMikla- garði sameiginlega áskorun um að stöðva ó- friðinn. Fór soldán fyrst undan í flæmingi, en þá árjettaði Rússakeisari áskorunina með hraðskeyti frá sjálfum sjer, og ljet soldán að orðum hans. Grikkir ljetu borginmannlega, ráðgerðu að berjast meðan nokkur vopnfær maður stæði uppi síns liðs, ef eigi fengist vopnahlje eða viðunanlegir friðarkostir. Það var 18. maí, sem vopnaviðskiptum Ijetti. En ókunnugt um friðarkosti, nema hvað bor- izt hafði lauslega, að soldán mundi fara fram á að halda Þessalíu og heimta 10 milj. punda herkostnað af Grikkjum (hátt á annað hundrað milj. kr.). En hvorutveggju tekið fjarri af stór- veldunum, eða þeirra fulltrúum, sízt að soldán fengi eina þúfu af landeign Grikkja, en um fjebætur svarað svo meðal annars, að af Grikkj- um væri ekkert að hafa; ríkið hefði verið fjár- þrota á undan ófriðinum, hvað þá heldur nú. Það er og talið engum vafa bundið, að Krít

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.