Tíminn - 13.12.1979, Side 7

Tíminn - 13.12.1979, Side 7
Jólablað 1979 S1M5Æ 7 innra með mér, en að lokum tókst mér að losna við hann, og ég fór að leika mér með systur minni og bræðrum. — Mamma er ekki langt undan, og brátt kemur hún aftur með allar jólakræs- ingarnar. Næsta jóladag, fóru eldri börnin að heimsækja ömmu og afa, Helga og Margréti Tómasson að Reynisstað. Þetta var eitt það þýðingarmesta við jólahátiðina. Við vorum eins og sendiboðar, sem fluttum jólakveðjur á móti okkur. Frændur okkar Kristján og Gunnar léku við okkur og allir voru svo kátir. Afi settist við annan enda stóra langa borðsins og las úr Bibliunni. Við sátum allt um kring. Afi setti upp gleraugun sin. Allirurðu að vera þögulir, og svo hóf hann lesturinn. Okkur fannst lesturinn taka langan tima, en afi þurfti ekki annað en lita á okkur 'yfirgleraugun til þess að við værum stillt. Þegar afi hafði lokið lestrinum, kysstum við hann og ömmu og alla hina, og óskuðum gleðilegra jóla. Amma setti á sig stóru, hvitu svuntuna og bjó til handa okkur súkkulaði, og gaf okkur ýmislegt gott að borða. Allt, sem hún bjó til, var svo bragðgott, jafnvel þótt hún ætti ekki mikið til þess að láta i það. Að lokum bjó hún um nokkra smápakka, sem við áttum að fara með heim til mömmu og pabba. Ar er liðið og enn er kominn aðfangadagur. Við erum aðeins fjögur heima, börnin. Ég minnist þess ekki, að jólanna hafi verið beðið með eftirvæntingu i þetta sinn, né heldur nokkuð gert til þess að undirbúa þau. Jú — bræðurnir fóru út i skóg um morguninn og náði i jólatré. Það stóö inni i stofu allan daginn, en enginn fékk sig'til að skreyta það. Drengirnir voru úti mestan hluta dagsins við margvisleg störf. Þeir vildu ekki vera inni við. Litli bróðir minn er sá eini i húsinu, sem leikur sér. Nú er hann fjögurra ára. Ég er búin að klæða hann i rauðu fötin frá sið- ustu jólum. Þau eru orðin heldur litil á hann. Pabbi kemur inn og talar aðallega við litla bróður. — Við, karlmennirnir, segir pabbi, og tekur hann með sér inn i svefn- herbergiö. Ég heyri glaðlega rödd litla drengsins. Hann er sá eini á heimilinu, sem ekki er miður sin, vegna þess að hann skilur ekki al- vöru lifsins. Guði sé lof fyrir það, og þess vegna er pabbi svona mikið með honum. Hann finnur frið i þvi. Aftur og aftur geng ég út að norðurglugganum i eldhúsinu. Skammt fyrir norðan er kirkjan og kirkjugarðurinn. Oti er fjúk og ég sé svo greinilega gröfina, þar sem moldin er enn ekki farin að setjast. Mikið þyrlast snjórinn undarlega um gröfina. Þarna sem ég stend við gluggann er eins og snjórinn þyrlist i kringum mig, og kuldinn nistir mig. Nei, það verða engin jól hér i kvöld, en á morgun fer ég suöur eftir til ömmu og afa. Þar finn ég jólin. Þessi dagur liöur einhvern veginn eins og allir aðrir. A jóladag flýti ég mér með verkin. Þegar búið er að vaska upp eftir hádegismatinn, hleyp ég i einum spretti suður að Reyni- stað. En ég fann ekki jólin þar heldur. Afi og amma voru ástúð- leg eins og alltaf áður. Þegar amma kyssti mig, komu tár i augu hennar, og móðurbræður minir hvorki léku við mig né spauguðu i þetta skipti. Þóra systir min, sem nú býr hjá þeim, er þarna, en ég hafði enga ánægju af að leika við hana. Ég beið ekki eftir þvi að heyra afa lesa úr bibliunni. Jólin voru ekki þarna heldur. Það voru engin jól, vegna þess að i raun og sanni hafði mamma komið með jólin. Ég ákvað að hugsa ekki um þetta sem jól, heldur sem hvern annan venju- legan dag, kannski yrði það ekki eins átakanlegt. Ég dró gardin- urnarfyrir eldhúsgluggann og fór að sópa og hreinsa til. Þegar maður hefur eitthvað fyrir starfi fylgir hugurinn með, og sorglegar hugsanir komust ekki eins að i huganum. Um kvöldið kom stúlkan, sem hjálpaði mér við heimilisstörfin, frá þvi að halda jólin með fjöl- skyldu sinni. Það gladdi mig að sjá hana. Hún flutti ekki með sér sorgina. Hún hló og gerði að gamni sinu, og það var gott fyrir mig. — hvað eigum við að gera okkur til skemmtunar i kvöld? Eigum við að spila Marias? spurði hún. — Marias! Við megum ekki spila á spil á jólunum. Fullorðna konan sem þvoði fyrir okkur þvottana, hafði sagt mér margar sögur. Ein þeirra var um fólk, sem hafði setið og spilað á jólunum — skyndilega birtist aukatigulkóngur i spilun- um — það var sá vondi sjálfur. Já, það er syndsamlegt að spila á jólunum. En nú langaði mig ein- hvern veginn til þess að syndga, til þess að gera eitthvað, sem ég ætti ekki að gera, eitthvað ljótt, aðeins til þess að brjóta begn vilja annarra. — Ég skal spila Marias! Við fórum að spila, og það var skemmtilegt. Ég fann að ég gat hlegið, sérstaklega, þegar ég vann. Allt i einu kastaði ég spilun- um á borðiö og starði á þau skelf- ingu lostin. Þarna fyrir framan mig voru tveir tigulkóngar. Ég gat ekki tekiö augun af þeim. — Hvað er að þér? Vertu ekki svona hrædd, sagði vinkona min hlægjandi. — Ég kom með auka- tigulkóng með mér að heiman, og læddi honum i spilabunkann til þess að sjá, hvernig þér yrði við. Við skulum halda áfram að spila. Mig langaöi ekki til þess að spila lengur. — Ég vil fara að sofa. Ég er svo þreytt. Leitin að jólunum hefur einhvern veginn dregið úr mér allan mátt. Þannig liðu þessi jól, jól bernsku minnar. Jólin, sem fylgdu á eftir eru aö mestu gleymd, vegna þess að þau vöktu ávallt upp aftur sorgina og eftir- sjána, sem ég reyndi að gleyma. En timinn græðir öll sár, og þegar æskuárin eru liöin finnur maður jólin á ný i jólagleði og hamingju annarra barna og með dýpri in- sýn i jólaboðskapinn sjálfan. þfb R | Ingibjörg og Einar Páll Jónsson. :: t bók Ingibjargar Sigur- i: geirsson McKillop er að finna :: jóla endurm inningu frænku ■ hennar Ingibjargar Sigur- i: geirsson Jónsson. Margir E: munu kannast við Ingibjörgu :£ Jónsson. Hún var kona Einars £: Páls Jónssonar ritstjóra Lög- E: bergs — Heimskringiu og tók i! við ritstjórnblaðsins að manni I! sinum látnum. :£ Ingibjörg Jónsson var 5: föðursystir Ingibjargar Mc- I! Killop. í jólaendurminning- 5! unni lýsir hún sfðustu jólun- £: um, sem móöir hennar lifði, og ££ siðan fyrstu jólunum að henni :£ látinni. Leyfum við okkur að £: birta þennan kafla úr bókinni i £: Jólablaði Timans. £: Faöir Ingibjargar Jdnsson i; og afi bókarhöfundar var Vil- £: hjálmur Sigurgeirsson frá £: Sunnuhvoli á Mikley i Mani- :: toba og móðirin Kristin Helga- dóttir frá Reynistað. Hún dó 2. j febrúar 1907 á afmæli Ingi- >• bjargar dóttur sinnar, eftir aö K hafa alið barn. Vilhjálmur og : Kristin stofnuðu bú að Reyni- völlum á Mikley. Vilhjálmur ■■ var sonur Sigurgeirs Jakobs- j! sonar Péturssonar frá Breiðu- ■ mýri l Suður-Þingeyjarsýslu, :: og Ingibjargar Jónsdóttur. {■ Sigurgeir lézt áriö 1888, en þá | fluttist kona hans, sem alltaf •■ var nefnd madama Ingibjörg, ■■ ogbörn hennar sjö til Nýja Is- {{ lands. Foreldrar Kristinar konu ■• Vilhjáims voru Helgi Siguröur {{ Tómasson frá Hermundar- {{ fellsseli I Þistilfiröi, ættaður {{ frá Reykjadal og Eyjafirði. {{ Kona Ilelga og móðir Kristfn- {{ ar Margrét Þórarinsdóttir frá {{ Vestaralandi I Axarfiröi og {{ Klifshaga. Hún var I móðurætt {{ frá Birgi i Kelduhverfi. j{ :: Vilhjálmur aod Krisiin g {{ Þessar tvær myndir eru úr bókinni. Þær eru af Reynivöllum, :: 5: bænum, þar sem Ingibjörg Jónsson ólst upp, og sú neðri er af for- jj :; eldrum hennar, Vilhjálmi og Kristinu. 55 Þrautir Þrír kettir. Litla stúlkan er uppi i sveit, og hún er að leika sér'viö þrjá kett- linga. I dag hlupu þeir i burtu og földu sig. Getur þú hjálpaö henni til þess að finna þá aftur? Hverjar eru eins? Tvær myndanna eru eins. Reyndu nú að athuga þær vel, og komast að þvi, hverjar tvær þaö eru. Ef þú getur séð þaö á minna enn einni minútu, þá ertu býsna duglegur. suia naa d 8o a — usnea 'IJfSUIA U1 }s3ua( uinuiqqnispfj} j uuijbj ja ifQiJcj 5S So tuunSuiQjiS Jipun ja jeuuy ijjsuia jij js8uaj suispjj uinuiajS j ja uuijnSuijuasj uuig usne| —Hua>| jjjc]

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.