Ísafold - 02.06.1897, Page 2

Ísafold - 02.06.1897, Page 2
140 auk þess ekki að vera sagt neinum til ámœl- is. Það er skiljanlegt, og ljóst af reynslunni, að sjerhver hugsar mest um sína stjett og stöðu, og má það eugum lá, því að allir erum vjer Adams börn. Sjerstaklega hafa surnir fært það fram, að Reykvíkingar rjeðu einir lögum og iofum í fjelaginu. En þó að þessu kunni að vera þannig háttað, sje jeg ekki ástæðu til að fárast um slíkt, því að, eins og áður er getið, er öllum fjelagsmönnum heimilt að hafa áhrif á gjörðir fjelagsins bæði beinlínis og ó- beinlínis. En svo er það þá annað, er menn geta gert og eiga að gera, og það er að fá fjelagslögun- um breytt. Jeg tel sjálfsagt, að þeim sje í ým8um greinum ábótavant, og væri því vel til fallið að endurskoða þau, þegar kostur er á. Jeg skal nefna t. d. fyrirmælin um full- trúana, sem eiga að vera 2 í hverjum hreppi eptir 8. gr. og 14. gr. En samkvæmt fjelaga- talinu er í mörgum hreppum ekki nema 1 fulltrúi og í sumum enginn, enda eru þessir fulltrviar nú orðið þvðingarlitlir, að því er mjer virðist. Mjer hefir dottið í hug, hvort ekki mundi ráð að fá fyrirkomulagi fjelagsins breytt þannig, að því væri skipt í deildir, og að í hverri deild væru t. d. 20 fjelagsmenn. Deild- irnar mætti líka binda við hreppa eða sóknir. Hver deild ætti síðan að velja 2 mennúr sín- um flokki til þess að mæta á fundum fjelags- ins. Þessir kosnu fulltrúar hefðu einir at- kvæðisrjett ásamt stjórn fjelagsins á fundum þess, en allir fjelagsmenn málfrelsi og tillögu- rjett. A þennan hátt gæfist öllum fjelags- mönnum kostur á, bæði beinlínis og óbein- línis, að taka þátt í gjörðum fjelagsins, greiða atkvæði um málefni þess o. s. frv. Það er einnig mjög sennilegt, að þetta fyrirkomulag myndi auka áhuga meðal fjelagsmanna, og væri þá vel að verið. Fyrir nokkrum árum kom sú tillaga fram, að gera fjelagið að einu allsherjar-búnaðarfje- lagi fyrir land allt, og hefir stjórn þess þeg- ar gert tilraunir í þá átt. Sjálfsagt væri það langæskilegast, að þetta tækist, og það er mín von, að þess verði skammt að bíða, að það mál komist til framkvæmda. Ef rjett er á litið, þá er Búnaðarfjelag suð- uramtsins framtíðarvon landbúnaðarins hjer, og það er eigi hægt að segja um það nú, hve miklu það getur til leiðar komið með tíð og tíma. Það er því bryn skylda, að styðja og efla þetta fjelag af fremsta megni á allan hátt. Fjelagsmaður. Meiabrúin og flutningsbraut upp Flóann. Það er einmæli manna hjer, að fátt hafi verið gert af meiri fáfræði og vanhugsun en Melabrúin, eða Nesbrúin, er sumir nefna hana, sem liggur upp yfir Breiðumýri frá Eyrar- bakka. Það er ekki svo að skilja, að vegarspotti þessi væri ekki í sjáJfu sjer nauðsynlegur; en hann er að frágangi öllvm og gerð eitt af lakari axarsköptunum í sunnlenzkri vegagerð, engu síður en Kambavegurinn gamli og ýmsir aðrir vegakaflar frá þeim tíma. Fyrir eitthvað nálægt 20 árum var byrjað á þessari Melabrú; gáfu þá sumir all-mikið fje til hennar, t. d. Þorleifur heitinn á Háeyri um 1000 kr., að því er sagt var. Margir gáfu vinnu til brúarinnar, sumir mörg dagg- verk, o. s. frv. Síðan byrjað var að leggja þessa »brú«, hefir verið varið til hennar all- miklu af almannafje að kalla má árlega, þvi' að einlægt hefir hún þurft aðgjörðar við og er þó mesta ómynd enn sem komið er. — Enginn veit að Jíkindum, hve niiklu fje er búið að verja til hennar, en það lilýtur að vera mjög mildð, sjálfsagt annað eins og flutn- ingsbrautin kemur til að kosta upp yfir Breiðumýri eða jafnvel upp að Olfusárbrú. 1 vor, þegar rigningarnar gengu um miðjan maí, og eptir það, var »brúin« ófær hverri skepnu, og þannig hefir hún opt verið áður tímunum saman, þrátt fyrir allt viðgerðarkákið, sem optast hefir verið handónýtt og þýðingar- laust. Bæði er það, að fjeð, sem veitt hefir verið í hvert sinn, hefir nú upp á síðkastið verið allt of lítið til þess, að »brúin« yrði bætt að verulegum mun, og svo hefir tíðast verið unnið að þessum endurbótum af lítilli þekkingu og enn minni verkhyggni. En er þá ekki von að mönnum sárni þessi meðferð á almannafje? Er það nokkur furða, þ(i að mönnum sárni, að jafndýr vegur, og þessi Melabrú er, skuli eptir allt saman vera ófær yfirferðar, nema ef til vill rjett um há- sumarið eða í þurkatíð? A síðasta sýslufundi Arnesinga voru veittar 400 kr. til viðgerðar brúnni, en að mínum dómi er það hjer um bil sama og að kasta þeim í sjóinn. 011 smá-viðgjörð á »brúnni« er ónóg og verri en ekki neitt. Brúin er þannig á sig komin, að óhugsanlegt er, að geta gert svo við hana, að vel megi við það una. Ef viðgeröin ætti að vera í nokkurri mynd og til frambúðar, mundi hún kosta stór- fje. En að kosta svo miklu til Melabrúarinnar er ógjörandi, mjer liggur við að segja heimsku- legt, og mun jeg bráðum sýna fram á það. Hvernig sýslunefndin hefir hugsað sjer þessa viðgerð á brúnni, veit jeg ekki, en einhver hefir sagt mjer, að það eigi að mylja grjót ofan í liana. Þetta grjót er nú reyndar hvergi nærri, og jeg hefi heyrt, að ráðgert væri, að flytja það á hestum austan úr Breiðumýri að brúnni. Mjer varð orðfall, þegar jeg heyrði þetta, en ábyrgist ekki, að saga þessi sje sönn. En hvað sem öðru líður, tel jeg rjettast að láta »brúna« eiga sig, því að öll viðgerð á henni hlýtur að verða kák og annað ekki, er enga staði sjer stundu lengur, nema þá með því meiri fjárframlögum. Það hefir nú fyrir löngu verið talað um að leggja flutningsbraut af Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú, og víst er um það, að þessi braut er bráðnauðsynleg. Flutningsbrautin er ætla/.t til að liggi nokkuru austar en Melabrúin yfir Breiðumýri upp hjá Sandvíkum að Ölfusárbrú. Þegar þessi brú er komin, verður Melabrúin alveg óþörf, sem sýsluvegur. Nú hefir sýslu- nefndin hjer í sýslu á síðasta fundi sínum heitið til þessarar flutningsbrautar 12,000 kr. eða allt að helmingi kostnaðarins, móti því, að landssjóður leggi fram hinn helminginn. Jeg skal nú ekki leiða neinar getur að því, hvort þessi áætlun sýslunefndarinnar muni nærri sanni, en ekki þætti mjer ólíklegt, að flutningsbrautin yrði nokkuru dýrari en 24,- 000 kr. Jeg er reyndar enginn vegfræðingur og get því fátt um þetta sagt, en miklu munar það að líkindum ekki. En hvað sem því líður, er þetta tilboð sýslunefndarinnar mjög virðingarvert, því fremur, sem vegalögin gefa ekkert tilefni til þess. Það er því fyllsta ástæða til að vonast eptir að alþingi í sumar líti á þetta drengilega tilboð Arnesinga og veiti fje til flutningsbrautarinnar. Ef þingið gerði þetta, yrði það sterk hvöt fyrir önnur hjeruð, að gera líkt tilboð, og er vert að líta I á það. Það er óhætt að fullyrða, að Árnes- ingum kæmi fátt betur nú, en að fá góðan veg frá Ölfusárbrúnni og ofan á Eyrarbakka, enda sýnir tilboð sýslunefndarinnar það bezt, hvílíkt áhugamál þessi flutriingsbraut er hjer- aðsbúum. Ef þingið veitir fjeð, ætti að vinna að brúargjörðinni næsta sumar, enda verður eigi annað sagt en að brýn nauðsyn reki á eptir. En þótt þingið leiði hjá sjer þessa sanngjörnu fjárveitingu, má ganga að því vísu, að málið verði haft á prjónunum, unz sigurinn vinnst um síðir. Það væri því fráleitt, eins og búið er að benda á, að fara nú að veita stórfje til Mela- brúarinnar, því að aldrei líða mörg ár, þang- að til flutningsbrúin kemst á, þó að hún verði að bíða um sinn. En að öllu óreyndu virðist mjer ástæðulaust, að kvíða ókomna tímanum í þessu efni, en treysta heldur þing- inu til hins bezta. Arnesingur. Söngkenuslan í barnaskólunum lijer á landi. (Niðurl.) Það orð hefir lengi leikið á okkur, að við værum söngmenn frábærir. En nú er svo komið, að sumir segja, að allur söngur og öll söngleg í- þrótt sje að deyja út hjer; óvíða sje minna sung- ið en í Svíþjóð nú á dögum. En þetta er vist orðum aukið. Söngfjelögin fjölga óðum út um landið, og það er að verða siður og góður siður, að allir syngi. Það er söngkennslan i alþýðu- skólunum, sem vakið hefir þessa söngfýsi. En það skal jeg játa, að mikið vantar á, að við get- um heitið söngþjóð með rjettu. Ef söngkennslan á að verða í lagi, þá þarf að ætla henni nœgan tíma. En það vantar til, að svo sje yfirleitt. Þeir skólar eru enn til hjer á landi, þar sem allir bekkir skólans til samans hafahálf- tímakennslu i söng á viku; því að aldrei getur hjá þvi farið, að söngkennslan bíði ekki mikinn skaða af því, þegar menn kenna nemendum úr mörgum bekkjum i einu lagi til að spara sjer tíma. Þá getur söngkennslan ekki orðið annað en það, að kennarinn syngur fyrir nokkur lög og lætur nemendurna hafa þau eptir, en engin veru- leg not verða að benni. Það er ómögulegt. Það þarf meira að gera en þetta til að halda vakandi áhuganum á sönglistinni hjá samtiðar- mönnum okkar. Svona löguð söngkennsla á sjer enga framtið: hún getur ekki tekið framförum. Þeir, sem nema söng »eptir eyranu«, eins og kall- að er, læra að visu nokkur lög i skólunum og hafa þau með sjer út um horg og hý; en þegar þeim tekur að leiðast að syngja þau, og þeir vilja taka upp önnur ný, þá standa þeir uppi ráða- lausir, geta þá ekki hjálpað sjer sjálfir. Þeir eru að sínu leyti eins og »lirukassarnir« eða »spila- dósirnar«. Ef við viljum gera uppvaxandi kynslóðina að söngþjóð, gera hana svo, að hún hafi alla æfi yndi af að syngja, þá verðum við að leggja þann grundvöll fyrir hana í sönglegum skilningi, að hún geti sí og æ byggt þar ofan á. I skólun- um verðum við að kenna börnunum nótnalestur, rjett eins og þegar við kennum að lesa á bók, kenna þeim að þræða sig eptir nótunum og læra lögin með þeim hætti, en láta þau ekki byggja allt á heyrninni einni Nú er svo komið, að við dæmum þann kenn- ara óvægilega, sem kennir allt utan að, en kærir sig kollóttan, þó börnin ekkert skilji, hvað þau eru að fara með, og geti því ekki aukið þekk- ingu sína af sjálfsdáðum. En, sá sem kennir söng svo, að börnin fá enga bendingu um, hvernig eigi að lesa nóturnar eða mæla tímann, sem þær eiga að vara (slá taktinn eða telja), hann gerir sig sekan i utanaðkennslu, og afleiðingin verður, eins og annarstaðar, að börnin gleyma og verða ein- att leið á því, sem annars er öllu inndælla.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.