Ísafold - 02.06.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.06.1897, Blaðsíða 3
147 J’eir verða aldrei nema fiir, sem finna hvöt hjá sjer til að syngja, ef hörnum er ekki kennt að þekkja undirstöðuatriði sönglistarinnar, en sönglistin ætti að vera aðgengileg öllum mönnum háum og lágum, ætti að verða og getur orðið hvers manns yndi, jafnt kotnnga sem konunga. Langt er siðan að regluleg söngkennsla komst á í mörgum skólum hjer á landi og árangurinn er þjóðsýnilegur, og fyrir skömmu hefir frk. Bergström geíið út ágæta kennsluhók i þeirri grein. Kennslan er orðin skipuleg og eðlileg. Höfundurinn segist hafa farið til Parísar á Frakklandi og numið söngkennsluaðferðir í al- þýðuskólum þar. Hún lætur vel yfir þvi. Segir hún, að hörn þar hafi verið leikin i að taka skarpa og skýra tóna og framburður textans eða orðanna hafi verið sjerlega greinilegur; mest dáð- ist hún að, hvað þau voru viss að hitta tónana og breyta rómnum, gera hann ýmist veikan eða sterkan o. s. frv. J?ar eru líka tveir tímar á viku ætlaðir til söngkennslu í neðri bekkjunum. Alika kapp segir hún að lagt sje á rækilega söngkennslu i Belgiu og Sviss og viða á Jöýzkalandi. Svo heldur höf. áfram: Ef við viljum, að nokkur árangur verði af söngkennslunni, þá verður að koma eðlilegri skip- un á hana frá neðsta hekk skólans til hins efsta. Það verður að kenna hverjum hekk út af fyrir sig. I neðstu bekkjunum ætti að kenna börnum undir eins að þekkja nóturnar og gildi þeirra og slá takt, syngja tónstigana og nema fáein lög ut- an að. En i hinum bekkjunum ætti ekki að kenna nein lög utan að, heldur iðka tónagrip af kappi eða syngja eptir nótum og láta hverja iðkun enda á dálitilli vísu, svo námið verði ekki of þurrt eða fjörlaust. Lögin ættu ýmist að vera einrödduð eða tvírödduð, og í efstu bekkjunum ætti að halda áfram að iðka tónagripin, og þar ætti reglulegir kórsöngvar að komast á, eða láta eitt og eitt barn syngja til skiptis. Þá koma börnin úr bekkjunum saman. Þetta gerir kennsl- una breytilegri, skiljanlegri og skemmtilegri. Það er áreiðanlegast, að láta einn og einn syngja i einu. Ef öll börnin syngja að jafnaði, venjast þau á ýmsa kæki, draga andann óreglu- lega, bera orðin óskýrt fram, og reiða sig á aðra en sig sjálf. Vel skal þess gætt, að ofreyna ekki ungu raddirnar. Betra er að engin söngkennsla sje en að hún skemmi söngröddina. Skólunum hefir verið mjög ábótavant í því, en nú er mikil hót á því ráðin. Það ríður á fremst af öllu, að hörnin kunni að gera skarpa og skýra tóna, því að það styrkir röddina, svo að hún heldur sjer fram til elli. Mark og mið söngkennslunnar á að vera, að börnin geti, þegar þau fara úr skólanum, sungið af eigin ramleik með fjörugri, hljómþýðri röddu, svo þau sje fær um að talca þátt i söng, bæði i samkvæmum og söngfjelögum, og um fram allt, að j>au geti sungið heima hjá sjer, sjer og sinum til skem mtunar. Þetta, sem jeg nú hefi til fært, sýnir, að söng- kennslunni hjer á landi er ábótavant í meira lagi, og það er misráðið að gera hana ekki að skyldu- námsgrein i skólunum, ef annars á nokkuð úr þeirri kennslu að verða. Utanaðkennslan er árangurslaus. Bjarni Jónsson. Dagmar-Nilsen drukknaður- Frjetzt liafði hingað fyrir löngu, að sjezt hefði fyrir garðinn mikla í upphafi þ. m. til skonnort- unnar »Dagmar« frá Mandal, form. og eig- andi N. T. Nilsen, á hingaðleið milli Færeyja og Vestmannaeyja, með timi)urfarm að vanda. Nú er ísafold skrifað 25. þ. m. frá Vestmanna- eyjum, að ensk fiskiskúta, form. Dudman, hafi komið þar 2 dögum áður og sagzt hafa sjeð »Dagmar á hvolfi í hafi um 200 ensk- ar mílur undan Islandi; sagði hann, að lítið ineira en lijölurinn hefði verið upp i'ir; er þá eigandinn, Nilsen í Mandal, líklega drukkn- aður þar. Ekkert vildi D. eiga við að snúa skipinu við eða reyna að draga það til Iands«. N. T. Nilsen hafði verið hjer í förum 15— 20 ár, til suðurlands, og liaft mikil timbur- verzlunarviðskipti víðsvegar um suður-ogvest- urland. Hann var gæðamaður, vandaður og áreiðaulegur í viðskiptum. Síldarlaust fyrir austan. Heldur er það dauflegt afspurnar, að Aust- firðingar skuli hafa verið svo dauðans ófor- sjálir, að birgja sig eigi neitt að síld í íshúsin sín nýju, meðan tími var til í haust eða fyrri part vetrar, er nýja síld var að fá. I>au höfðu staðið tóm flest íshúsin hjá þeim núna í vor, þegar fór a.ð verða vart við fisk, nema ef til vill það á Vopnafirði; einhver ögn í tveimur á Seyðisfirði, sem þraut, óðara. Hið mikla íshús hans Wathne á Seyðisfirði galtómt í allan vetur. Þeir tímdu ekki, hvorid hann nje aðrir, að taka síldina í haust frá sölunni á útlendan markað, meðan hún var þar í svo góðu verði; treystu á, að hamingjan mundi bæta þeim fyrir græðgina þá og fyrir- hyggjulcysið með nýrri síldargöngu, —- eins og náunganum er tamt að treysta á góðan vetur og setja svo og svo mikið af pening sínum á alls eigi neitt. Þessi frámunalega óforsjálni getur dregið slæman dilk á eptir sjer: mjög rýra surnar- vertíð þar eystra. Því að ekki mun vandi til að síld fari að ganga þar að sumrinu fyr en einhvern tíma í ágústmánuði, svo að neinu nemi eða nýtileg sje. Og búast mega þeir við,Austfirðingar, að þeim verði miður vel tilum kaupafólk í verið til sín hjeðan í sumar, er það vitnast, að þeir hafa ekki búið sig betur undir að afla almennilega i sumar en þetta. Spítalaskipið franska, St. Paul, sem sleit upp hjer á höfninni i garðinum í upphafi f. mán., varð þó ekki að reglulegu strandi, heldur tókst að lokum og seint og siðar meir að slæma þvi ein- hvern veginn inn úr Skuggahverfisklettunum hing- að í fjöruna milli hryggjanna. Er svo verið að reyna um hverja fjöru að bæta það svo, að fleyta megi því utan einhvern tima í sumar til almenni- legrar viðgerðar. Skipið er framúrskarandi traust og vandað, úr hinum óbrothættasta við, sem hjer hefir nokkurn tíma sjezt, og allt eirvarið. En mjög er það skemmt allt neðan, nuddað sundur á mörgum stöðum við kjölinn af því að lemjast svo lengi við kiettana. Þessi viðgerð hjer er bú- izt við að standi yfir 8—10 vikur vegna þess, að ekki er hægt að vinna að henni nema um háfjöru, og alls ekki, ef smástreymt er. Aflabrögð við Faxaflóa. Hjer er nú dá- góður afli um flóann sunnanverðan, og mundi vera miklu betri, ef nóg væri síldarbeitan til taks og hún þá ekki spöruð. Sild hefir veiðst syðra að mun nú siðustu vikuna, og auðvitað mest afl- azt á hana, en oflitið virðast sjómenn hera sig eptir að ná í þá blessun hingað inn eptir, sem þó virðist eigi miklum tormerkjum bundið, þar »Eeykjavik«,— gufubáturinn,er núþvi nær daglega á ferð hjer á milli, og optast sama sem tómur. Embætti. Landshöfðinginn veitti 4. f. mán. prestaskólakandidat Páli Hjaltalin Jónssyni Fjalla- þing i Norðurþingeyjarsýslu. Hann var síðan vigður 11. sama mánaðar. Konungur veitti 13. april Benedikt Sveinssyni, sýslumanni í Þingeyjarsýslu, lausn frá því emhætti með lögmæltum eptirlaunum. Húnavatnssýsla og Þingeyjarsýsla auglýstar lausar; umsóknarfrestur til 22. júlí; laun jöfn í háðum 3500 kr. Steingrímur Jónsson frá Gaut- löndum, cand. jur. og assistent i íslenzku stjórn- ardeildinni, talinn eiga Þingeyjarsýslu visa. AuUalæknir. Oddur Jónsson læknaskóla- kandidat, er einu sinni var aukalæknir í Dýrafirði, hefir fengið sjer veittan lögmæltan styrk til að vera aukalæknir i Flateyjarhrepp og Múla- og Hufudalshreppum i Barðastrandarsýslu. Faxaflóagrnfubátuvinn »Reykjavík« gjörðimjer og fleirum, sem hjeðan ætluðu með hon- um inn eptir hinn 24. j>. m. þann ógreiða, að koma hjer ekki við i innleiðinni, þrátt fyrir það, þó ferðaáætlunin heri með sjer, að hann eigi að koma hjer við frá og til Reykjavikur þann dag. Þegar hann (o: gufubáturinn) fór frá Keflavík, var hverri opinni fleytu fært að flytja farþega út í hann hjer út á Njarðvík, og hlaut honum því að vera vel fært að koma hjer veðurs vegna. Það er varasamt, að raska ferðum hátsins frá því er áætlunin tilvisar, nema brýnustu nauðsyn beri til þess, þvi slikt getur leitt af sjer ærin ó- þægindi og spillt tilætlaðri notkun hans. Höskuldarkoti í Njarðvíkum, 25. mai 1897. Agúst Jónsson. Flensborgarskóli. J>eir voru 15, sem út- skrifuðust þaðan i vor, fyrir utan kennaraefnin. Það vantar einn í töluna i Isafold um daginn, Asgrím Magnússon, sem fekk aðaleinkunnina vel -J-. Gufuskipið «Egil!« fór af stað aptur austur á tilteknum tíma, aðfaranótt 1. þ. mán.. með flesta hina sömu farþega og suður, en fátt hjeðan annað, nema ef hann hefir fengið í sig eitthvað af sjó- mönnum ‘suður í Keflavik og Garði eða í Yest- mannaeyjum. »Ejós-lifandi« (!) segir »íslandið« manninn vera, sem sagt var frá i Isafold 19. f. mán., að beðið hefði hryllilegan dauðdaga í Khöfn þá fyrir nokkru. En ætli hann geti ekki vel verið »dökk- dauður«, þótt það segi hann margfaldlega »Ijós- lifandi« ? »Politiken«, sem flutti sögu þessa, eins og hún er sögð í Isafold, nema miklu ýtarlegar þó, hefir verið talið of alvarlegt blað og vandlátt að virð- ingu sinni til þess, að það færi að flytja þess kyns skröksögur að gamni sínu. Sje það skrök- saga, þá er hún samt miklu haglegar tilbúin en allt »Islands«-skáldliðið hefði getað gert, þótt lagzt hefði á eitt. Töluskekkja er i ísafold 1. tölubl. þ. á., 1. dálki á 3. hls.: 20,720 kr. fyrir 2,720 kr. Horfellisbrotin og yfirvöldin. Margur hefir um þessar mundir gaman að feluleik yfir- valdanna við horfellisbrotin. Þau geta varla snú- ið sjer við fyrir þeirn sumstaðar, en tekst þó að- dáanlega að hyrgja fyrir augun á sjálfum sjer. Um 3 bændur í Mosfellssveit hefir nú alkunnugt verið lengi, að þeir hafa drepið skepnur sinar úr hor í vor, og það að miklum mun. Er þar fyrst frægan að telja, sjálfan Reykjakotsbúfræðinginn, svo sem fyr hefir verið frá skýrt, og þar næst þá nafna, bændurna Sigurð á Úlfmannsfelli og Sig- urð á Mosfelli. Grunur er á um fleiri þar, þar á meðal jafnvel fullyrt um Magnús Olafsson, hús- mann á Reykjum. En auðvitað mun til litils að tala um grun við yfirvald, sem skiptir sjer ekki af fullri vissu. “Vikadrengur óskast. Ritstj. vísar á. Seltirningar vitji ísafoldar nú um tíma í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstr. 8. Sótrauður hestur, mark: biti aptan h., heil- rifað, st. fjöður fr. v., með síðutökum, kliptur á nárum, aljárnaður, er í óskilum hjá undirskrifuð- um. Þyrli, 30. mai 1897 Halldór Þorkelssson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.