Ísafold - 05.06.1897, Blaðsíða 2
150
fleiri dæmi, ef þörf væri. Enn þetta sannar,
að áliti Einars, ekki að slíkt sje leifilegt og
óaðfinnanlegt, heldur — hið gagnstceða\
Ef þetta er ekki að vera »m absurdum
redactus«, eða »rekinn í vörðurnar«, þá veit
jeg ekki, hvað það er.
Utúrdúrar frá efninu, persónuleg áreitni
og ókurteisi við mig, losa ekki hann Einar
minn úr klípunni, sem hann er kominn í.
Jeg gæti vel, ef jeg vildi, goldið þetta í sömu
mint. Enn slíkt álit jeg vera firir neðan mig.
Jeg læt þá hjer við lenda, og af því að mjer
er meinlítið við minn gamla lærisvein, leifi
jeg mjer að lokum að óska þess hans vegna,
að hann átti sig nú á »vörðunum«, sem hann
er kominn í, og takist að feta sig á þeim út
úr ógöngunum og þokunni.
Reikjavík 4. júní 1897.
Björn M. Olsen.
Þjóðfjandinn í þriðja sinn.
Nú er í þriðja sinn sóttnæmur fjárkláði
hjer á landi, sem vjer höfum sögur af.
Það var orðið að kenningarnafni að kalla
fjárkláðann, sem hjer var uppi á þriðja fjórð-
ungi þessarar aldar, þjóðfjanda og þá þjóð-
fjendur, sem mestir trassar voru að lækna
hann.
Jeg var á fundi í Reykjavík 11. maí 1866,
þar sem mættir voru fulltrúar úr öllum hrepp-
um Arness/slu, Kjósar og Gullbringus/slu og
Reykjavíkurbæ, kosnir með frjálsum kosning-
um að fyrirlagi nefndar þeirrar, er Hilmar
Finsen stiptamtmaður kvaddi sjer til aðstoðar
í kláðamálinu. Mjer er það enn í minni,
þegar fulltrúinn fyrir Reykjavík, Einar Þórð-
arson prentari, stóð upp og sagði meðal annars:
»þið eiturnöðrur og eiturplöntur úr Rosm-
hvalaneshreppi«; — þá gekk þar verst að
lækna. Þetta þótti fulltrúanum úr þeim
hreppi (Sveinbirni Olafssyni kaupmanni) hart
mælt, en forseti fundarins, Árni landfógeti
Thorsteinson, Ijet þessi orð standa óvítt sem
góð og gild. Þetta sýnir, livernig kláðatrass-
arnir voru þá skoðaðir.
Af þeim, sem á þessum fundi voru, munu
fáir lifandi; þeir, sem farnir voru að búa 1855,
eru flestir heimkallaðir eða hættir búskap,
enda synir það sig ljóslega, að hjer er nú að
mestu komin ný kynslóð, sem ekki man næstu
pláguna á undan; það sannar aðgjörðaleysið
og andvaraleysið.
Við, sem enn lifum og munum þotta tíma-
biJ, við, sem ýmist skárum eða læknuðum,
kostuðum verði heima eða heiman, heimsóttum
fleirsinnis æðsta valdsmann landsins til að fá
nauðsynlegar fyrirskipanir, en fengum opt í
fyrstu fremur kaldar viðtökur, — við ættum
að muna eptir stríðinu, þessu borgarastríði.
Fjártjónið var ómetanlegt, og það svo, að
ekki var hægt að meta rjett, þó að gjört hefði
verið á þeim tíma, sem það gekk yfir, hvað
þá nú; og svo þegar þar við bættist allur sá
ófriður, sem af þeim kláða leiddi milli ná-
granna-hreppa og hjeraða og hafði í för með
sjer stórtjón.
Það er nú fyrst að vottar fyrir einhverri
mannrænu og nokkrir menn eru farnir að
losa svefninn, því að nú eru yfirvöld og und-
irgefnir ekki lengur samtaka í því að leyna
kláðanum og láta málið afskiptalaust, og nú
kemst heimska og illgirni ekki lengur áfram
að drótta þvi að einum manni, að hann hafi
ástæðulaust sagt hjer fjárkláða. Páll Briem
amtmaður skrifar rækilega og skorinort um
málið í »Stefni«, Magnús prófastur Andrjesson
rekur Ijóslega sögu kláðans á því svæði, sem
hann er kunnugastur, og nú seinast lýsir síra
Þorkell á Reynivöllum, hvernig gengið hefir í
Kjósarhreppi, hvernig ástandið er þar, og ætla
jeg hclzt að þar sje ekki sagt of mikið.
Það vissu margir fyrir mörgum árum, að
hjer var uppi fjárkláði, en þeir þögðu. Hver
var ástæðan? Hún mun hafa verið sú, að, ef
upp úr hefði verið kveðið með kláða, mundi
það ónýta fjármarkaðinn erlendis. En það er
eins í þessu efni, sem hverju öðru: óhrein-
skilnin getur aldrei leitt nema til ills fyr eða
síðar. Af þessari þögn leiddi svo það, að
þjóðfjandi þessi var látinn ríða óhindraður
um hvert borgarhliðið af öðru, án þess að
veitt væri nokkur veruleg mótstaða.
Að kalla það lækningar, sem nú hefir verið
beitt móti kláðanum, er óverðugt nafn, en
rjettnefnt svikakák, og svo verður það, meðan
lögurn þeim, sem hjer við eiga, ekki er beitt
með fullri skerpu; en sje það gjört, getur
engum fjáreiganda enzt að ala kláða. Hann
verður undan að láta eða fjeð að ganga í
tóman þvingunarkostnað.
Reynslan er búin að staðfesta það fyr og
síðar, að sje kláði kominn fyrir alvöru, þarf
meira en að skipa 1 bað o. fl., jafnvel hvað
lítill kláðavottur sem er; sjeu blettirnir ekki
undirbúnir, rifnir upp og borið í kláðasmyrsl,
lifir kláðinn, hve opt sem er baðað. Því er
það, að skoðanir og annar undirbúningur eru
aðal-skilyrði fyrir, að böðun komi að notum.
Hve bendir ekki, auk eldri reynslu, ástandið
í Kjósarhreppi nú á það? Það bendir á, að
undirbúningurinn hafi verið ónógur. Þar hafa
þó ekki vantað liaðanir og baðgrobb.
Þarf þá ekki að gera meira, ef útrýma skal
fjárkláða þessum, en búa vel undir böðun og
baða?
Jú, margt og mikið fleira þarf að gera.
Hve nær á að byrja á verkinu?
Þegar í rjettum í haust.
En þar af leiðir, að nauðsynlegar fyrirskip-
anir um, hvað gjöra skuli, þurfa að vera
komnar til allra hlutaðeiganda Jöngu fyrir
rjettir, svo að ólöghlýðni, ómennska og trassa-
skapur geti ekki haft það skálkaskjól, að í
ótíma hafi verið skrafað og skrifað, heldur
hljóti þessar meinvættir að standa berhöfðaðar
með höfuðfötin í hendinni frammi fyrir öllum
heiminum, eða að öðrum kosti láta ekki sjá
sig, því að þá verða þær ekki löghlýðni,
manndáð og hirðusemi til fyrirstöðu. — Eitt
af því nauðsynlegasta, sem gjöra þarf, er að
banna alla milliflutninga á lifandi fje, meðan
á lækningum kláðans stendur, og eins lengi
og hann er ekki gjörsamlega upprættur. —
Þetta var eitt af þeim vopnum, sem sjálfsagt
þótti að beita, og neytt var í fyrra kláðanum
og kom opt að góðu liði, því að það ættu
allir að skilja, að þess erfiðara er að slökkva
eldinn, sem hann kemur víðar upp, og neist-
arnir eru fleiri, sem orðið geta að báli.
Það þarf ekki að rökstyðja það með mörg-
um dæmum, hvorki frá fyrra kláðanum eða
þessum nú. Þó skal jeg benda á 2 ný. Fyr-
ir fáum árum barst kind til llfs norðan úr
Miðfirði suður að Breiðabólsstöðum í Bessastaða-
hreppi, og sýkti þær kindur, sem fyrir voru,
og svo var kláðinn látinn lifa þar á þessum
afskekkta tanga úti í sjó á fáum kindum,
jafnvel svo árum skiptí. Og í fyrra var hann
keyptur vestan úr Mýrasýslu og plantaður á
Keldum í Mosfellssveit.
Það er ekki lögum samkvæmt að fyrirskipa
skurð á þeim kindum, sem kláði kann að finn-
ast í, á næsta hausti í rjettum eða þar til er
byrjað væri á lækningum, en að sjálfsögðu
ætti að skera allar slíkar kindur. Það mun
verða nóg verk fyrir hendi, þó að þær gangi
undan.
Það hefir mikið að þýða, að amtmenn, seui
hafa hjer aðalframkvæmdarvaldið, láti elckert
ógjört, sem þeir geta gjört, og þeim ber að
gjöra, en þeirra skipanir koma því að eins að
liði, að þeir af framkvæmdarvaldinu í þessu
máli, sem næstir standa almenningi, sjeu dug-
legir og sjálfstæðir menn, sem ekki hopa á
hæl fyrir trössum og þverhöfðum; en þessir
menn eru fyrst og fremst hreppstjórar og svo
skoðunarmenn og baðstjórar. Sýslumenn þurfa
að hafa nákvæmt eptirlit með, hvernig þessir
menn standa x' stöðu sinni, og fá þá óðara af-
setta, sem berir verða að óhlýðni og hirðuleysi.
Það var opt gjört í fyrra kláðanum að skipa
utanhreppsmenn.
Jeg hefi heyrt raddir, sem liafa viljað að
ýms stjórnarvöld önnuðust um meðalakaup, en
það álít jeg að gangi aptur á bak ofan í ves-
almennsku liðins tíma. Það væri líkast því,
þegar þjóðin kastaði áhyggjum fyrir daglegvx
brauði upp á dönsku stjórnina, og bað hana
um brauð, hve nær sem það þraut. En hitt
væri mjög gagnlegt, að gengið væri í stærri
eða smærri fjelagsskap með meðalapantanir,
svo að hvorki lyfsalar nje kaupmenn geri sjer
þessa plágu að fjeþúfu. Og þetta ætti að geta
vel gengið þar, sem hin mörgu pöntunarfje-
lög eru, eða þá á annan hátt. Það er enn,
að almenningur þarf að afla sjer þekkingar á
þv/, liver baðlyf eru kraptbezt og undir eins
ódýrust. Ekki er ráðlegt að byggja eingöngu
á lofi kaupinanna um þessa vöru.
Jeg get verið með því að karbólsýra sje
gott baðlyf, því að ekki hefi jeg trú á þeim
meðulum sem kláðadrepandi, sem ekki er í
eiturefni og lyktarlaus; getur líka verið við-
sjált að byggja eingöngu á áliti dýralæknis,
sem er ungur og óreyndur. Betra að geta
meðfram byggt á innlendri reynslu.
Einu varúðarráði skal jeg enn bæta við.
Það er, að skoðunarmenn, hvar sem þeir finna
kláða í kindum, ekki taki á öðru fje, hvorki
í þeim fjárhóp nje öðrum, fyr en þeir hafa
þvegið hendur sínar úr sterkum karbólsýru-
legi, því að það var full reynsla fyrir því, að
þeir fluttu sóttkveikjuna á höndum sjer iir
sjúku fje í heilbrigt.
Hvernig kláðinn horfir nú við Árnes- og
Rangárvallasýslunx, ætla jeg ekki óþarft að
skoða. Það er fullkunnugt, að samgöngur eru
óumfl.vjanlegar milli Árnes- og Borgarfjarðar-
sýslna og sömuleiðis við Kjósina. Einkum eru
það x Arnessýslu Þingvalla- og Grímsneshrepp-
ar, sem næstir standa voðanum. Sje nú kláð-
inn ekki á háu stigi, er það mikil óhamingja,
ef hann berst úr Borgarfirði austur yfir
stórvötnin í Árnessýslu. Þá mun margur
ætla, að ekki þurfi fremur að óttast Kjós-
arkláðanu. Þá segi jeg: hann er einmitt
einmitt hættulegastur. Vanalega er fje í Kjós-
arrjett úr flestum eða öllum hreppum Gull-
bringusýslu; verði nú í haust þetta fje látið
ganga óbaðað heim til sín, eða úr Kollafjarð-
ar- og Árnakróksrjett, ef þar fyndist kláði, — ó-
grunað gotur fje það ekki verið, sem úr Kjósinni
kemur, eptir ástandinu nú að dæma, ]>ó að
kláðinn ekki fyndist í rjettinni, því að rjetta-
skoðanir geta aldrei verið áreiðanlegar. Þá
er ætíð nóg fje í suðurhreppum Gullbringu-
sýslu, aðkeypt axxstan úr sýslum, sem sækir
til átthaga sinna á sumrum, og nú getur hvert
aplalamb gengið þurrum fótum yfir Olfusá og