Ísafold - 05.06.1897, Blaðsíða 4
152
Tliyra, strandferðaskipið, kapt. Eyder, kom í
fyrra kveld norðan um land og vestan, aðra ferð
sína kingað til lands þ. á. Allmargt farþega var
með henni. 70—80, en varningnr lítill. —Með þvi
að vjer höfum fengið áður frjettir af viðureign
Tyrkja og Grikkja til þess tíma, er Thyra fór frá
Skotlandi, er engu við að bæta íramanskráðan
frjettapistil frá Khöfn.
Reykjavík nærri ströntlnð. Þegar
»Reykjavik«, Faxaflóagufabáturinn, lagði af stað
hjeðan í gær morgun upp i Borgarfjörð, var rnesta
myrkviðrisþoka, svo að skipið villtist á leiðinni
út af höfninni og rakst á flúð rjett hjá vörinni í
Engey. Utfall var, hjer um bil hálffallinn sjór,
og st.óð því skipið fast þar á flúðinni þar til að
fjell 1 gærkveldi, að það var róið bjer upp að
bæjarbryggjunni, en farþegar, nál. 30, fluttir fyrst
upp í Engey og siðan hjer á land. Blæjalogn var
allan daginn, og fór þvi svo vel um skipið, sem
verða mátti, enda reyndist það óskemmt, er skoð-
að var um fjöruna i nótt, nema að skrúfuhlifin,
járn-»flyðra« neðan undir skrúfunni, til þess að
net o. fl. gæti eigi flækzt í hana. hafði bognað
lítið eitt npp á við, of nærri skrúfuspöðunum.
Var gert við það í svip með því að höggva af
spöðunum sem svaraði */a þumlingi, en þeir eru
auðvitað jafngóðir eptir. Fór nú skipið suður í
dag, en Borgarfjarðar-ferðinni frestað til mánu-
dags.
„Heimdallur44, lierskipið okkar, kapt. Holm,
kom hingað i nótt frá Vestmannaeyjum. Hafði
höndlað 2 botnvörpnskip við ólöglega veiði úti
fyrir Ingólfshöfða og farið með til Eyjanna og
látið sekta um 60 pd. hvorn, og botnvörpur og
afli upptækt.
Horfellirinn í Mosfellssveit. Sýslumaður
sýndi þá rögg af sjer í gær á manntalsþingi að
Lágafelli, að hann gekk fast eptir skýrslu um þan
brot þar í sveitinni í vor: skoraði á oddvita, að
skýra afdráttarlaust frá því, er hann vissi um það
mál, með þvi að ella mundi tafarlaust hafin
rjettarrannsókn um málið. Oddviti, Guðmundur
bóndi Magnússon í Elliðakoti, var að vísu seinn
til svars nokkuð, en bar að lokum einarðlega og
afdráttarlaust fram, að þar í sveit mundu eitthvað
10 bœndur, er hann nafngreindi, hafa horfellt i
vor, meira og minna. Nefndi hann fyrstan í þeim
fræga flokki búfræðinginn mikla í Keykjakoti,
Björn Björnsson, þá hina 3, er getið er um í ísa-
fold síðast, og eitthvað 5—b aðra. Enginn maður
á þinginu mótmælti þessari skýrslu oddvita, þótt
súrt þætti í broti, og munn hinir seku yfirheyrðir
innan sltamms fyrir rjetti.
Hver brögð muni að fellinum í Reykjakoti, þar
sem 4 nautgripir og 4 hross voru sett á alls ekki
neitt í haust, má marka af þvi, að eptir nákunn-
ugra sögusögn eru að eins 2 ær-rollur lifandi þar
af 46, er maðurinn átti í haust, en lamb lifði
þó undir hvorugri. Af þessum 46 ám hafði hann
keypt í fyrra vor 34 austur í sveitum, en verið
hjálpað um 12 ofan úr Borgarfirði; var hjer um
bil sauðlaus undir. Þá hafði hann sett á í haust
um 50 lömb, og voru sögð nálægt 20 lifandi eigi
alls fyrir löngu.
Aflatregt nokkuð aptur hjer á inn-miðunum,
en þó sæmilegur reytingur, enda baga nú eigi
gæftir.
Veðurblíða hin mesta þessa viku, einkum 3
dagana undanfarna, eins og bezt og blíðast getur
verið um hásumar.
Landskjálftaskiptafunduririn hefir nú
staðið hjer á 4. dag samfleytt, á bæjarþingsstofunni,
ekki lokið enn, en verður þó líklega fyrir kveldið,
nema margvíslegur útreikningur þó eptir, sem
búizt er við að ekki veiti af hálfum mánuði til
eða meiru; en það gerir einhver vanur reiknings-
maður eptir fyrirsögn samskotanefndarinnar. —
Þarf því eigi að búast við að útbýting geti farið
fram fyr en eptir miðjan þ. mán. (18.—20.).
Farsóttir i Rvíkurlæknishjeraði í maímán.
1897. Hálsbólga 2. Kíghósti 2. Lungnakvef 24.
Lungnabólga (Pn. cat.) 2. Garnakvef 7. Gonor-
rhoea 1. Lungnatæring 7.
Hestafiutningaseðíum
er á suunudögum veitt móttaka í Gunnars-
húsi við Laugaveg.
Olafur Björnsson
Fúlntjörn.
SiiikIiiiíuím
kaupir Th Thorsteinsson
Liverpool.
KJ0T
af spikfeitum nautum fæst í
dag í verzlun
Jóns Þórðai’sonar.
Undirskrifuð tekur að sje í alls konar prjón
fyrir allra lægstu horgun. Prjónið er fljótt
og vel af hendi leyst.
Haukatungu 26. maí 1897.
Margrjet S. Hannesdóttir.
Verzlunin á Laugavegi nr. 17 selur alls
konar nauðsynjavörur með lægsta verði mót
peningum vit í hönd.
Rvík 5. júní 1897.
Sveinn Jón Einarsson.
Hjer rneð tilkynriist vinuni og vanda-
mörinum, að minn lijartkæri eiginrnað-
ur, Magnús Zakaríasson bóklialdari,and-
aðist lijer að heimiti sínu 31. f. mán.
Keflavik 1. júní 1897.
Krístín Eiríksdóttir.
Undirritaður talar fyrir fólkið í húsi kaup-
manns W. Ó. Breiðfjörðs frá kl. 7—8 í kvöld.
Fyrst verður talað um veraldarríkið, þar
næst um kirkju Krists eins og hún nú er og
síðast hvernig hún þarf og á að vera. Guð
fræðingar beðnir að vera viðstaddir.
Inngangar kostar 25 aura.
Staddur í Reykjavík 5. júní 1897
Einar Jochumsson.
Alpha-handstrokkur-
Nr. Hæð, cm. Þver- mál, cm. Tekur pd. St.rokk- ar pd. Verð, kr.
1 21 30 37 16 55
2 25 39 66 24 65
3 33 49 124 48 75
4 38 58 210 80 95
Fragt og umbúðir extra 5 kr,
Lengi hafa menn almennt þráð, að bráð-
lega tækist að fihna betri strokkunaraðferð
en áður, og hefir hlutafjelagið »Separator«
haft auga á því atriði. Upp frá því er fje-
laginu tólcst að afla sjer hinnar nýju upp-
fundningar mjólkurbúfræðings B. Evenders frá
Ástralíu, hefir það, eptir margar tilraunir, sent
á markaðinn frá sjer Alpha-handstrokkinn, sem
áreiðanlega mun þykja mesta þing hverjura
sem reynir. Biðjið um verðskrá!
Fr. Creutsbergs Maskinforretning,
Ved Stranden, 8. Kebenhavn.
Umboðsmaður vor á Islandi er herra stór-
kaupmaður Jakob Gunnlöjsson, Cort Adelersg.
4, og selur hann vjelina fyrir innkaupsverð.
|9* jÞessu blaði ísafoldar fylgir aug-
lýsingablað frá H. Th. A. Thomsens-
verzlun um »Ekta danska normal Mar-
seille sápu«, með fyrirsögn:
Xotið hana til allra þvotta.
Doe. Jón Helgason embættar alls ekki
á niorguu (hvítasuiiiiudag).
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 er hjer með
skorað á alla þá, sem til arfs telja eptir
Magnús Jónsson fra Höskuldsstöðum í Breið-
dalshreppi, sem andaðist 22. október 1894, að
gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn fyrir
undirrituðum .skiptaráðanda innan 12 mánaða
frá síðustu (3.) birtingu auglysingar þossarar.
Skrifstofu Suður-Múlasýslu, Eskifirði 12. maí’97.
A. V. Tulinius.
Með því að bú Árna bónda Halldórssonar
á Högnastöðum i Reyðarfjarðarhreppi hefir í
gær verið tekið til skiptameðferðar sem þrota-
bú eptir kröfu hans sjálfs samkvæmt lögum
13. apríl 1894, er hjer með sámkvæmt skipta-
lögum 12. apríl 1878 og opnu hrjefi 4. jan.
1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá
nefndum bónda, að lýsa kröfmn sínum og
sanna þær fyrir skiptaráðanda Suður-Múlasýslu
áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.)
birtingu þessarar innköllunar.
Skrifst. Suður-Múlasýslu, Eskifirði 12. maí 1897.
A. V. Tulinius.
Proclama.
Samkvæmt fyrirmælum laga 12. apríl 1878,
shr. op. hr. 4. jan 1861 er hjer með slcorað
á alla þá, sem til skulda eiga að telja í dán-
arbúi Jónasar Jónssonar frá Svansvík í Reykj-
arfjarðarhreppi, er andaðist 27. sept. f. á., að
tilkynna kröfur sínar og sanna þær fyrir und-
irskrifuðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá
síðustu birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Isafjarðarsýslna, 1. apríl 1897.
H. Hafstein,
Proclama.
Samkvæmt fyrirmælum laga 12. apríl 1878,
shr. op. br. 4. jan. 1861, er hjer með skorað
á alla þá, sem til skulda eiga að telja í dán-
arbú Pálma sál. Pálmasonar frá Hraundal í
Nauteyrarhreppi, er ljezt í síðastliðnum mán-
uði, að tilkynna krofur sínar og sanna þær
fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu ísafjarðarsýslna, 1. apríl 1897.
H. Hafstein.
Hið bezta Chocolade er frá sjoko-
ladefabrikkunni »Sirius« í Khöfn. Það er hið
drýgsta og næringarmesta og inniheldur mest
Cacao af öllum sjokoladetegundum, sem hægt
er að fá.
Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen
maí Hiti (á Celcius) Loptþ.mælir (millimet.) Veðurátt.
juni á nótt | um hd. fm. em. fm. em.
Ld. 29. + 4 + 9 756.9 749.3 N h b N h b
Sd. 30. + 4 + 9 749.3 751.8 0 b Nvh b
Md.31. + 6 + 11 756.9 762.0 Nv h b Sa h d
Þd. 1. + 7 + 11 767.1 767.1 Sa h d Sa h d
Md. 2. + 6 + 12 769.6 772.2 0 b 0 b
Fd. 3. +10 + 16 772.2 774.7 0 b 0 b
Fd. 4. + 8 + 14 774.7 (72.2 0 h 0 b
Ld. 5. + 8 772.2 0 h
Umliðna viku hefir verið stilliug á veðri opt-
ast logn og fagurt sólskin með miklum hita síð-
ustu dagana. í morgun sumarbliða, logn og hiti.
Meðalhiti í mai á nót.tu + 2.1 í fyrra + 3.6.
------- — - hádegi + 6.0 - — + 8.3.
Útgef. og ábyrgðarm.: Björn Jónsson.
Isafoldarprentsmiðja.