Ísafold - 09.06.1897, Blaðsíða 2
154
sögumaður málsins á þingi. Hann náði nú
samkomulagi á milli nefndarinnar og annara
þingmanna, þannig, að þingið samþykkti til-
lögur hennar. Aðaltillagan var frumvarp til
stjórnarskrár, sem konungsfulltrúi sagði skyr-
lega, að ekki yrði staðfest, og nefndin og allir
þingmenn gengu auðsjáanlega »ð því vísu, því
að það má heyra á ræðunum, að allir settu
allt sitt traust og von til varauppástungu þeirr-
ar, sem kom frá nefndinni ásamt Bergi Thor-
berg, síra Þórarni, síra Helga, Grími Thomsen,
Jóni Pjeturssyni, Sig. Melsted, Þórði Jónassen
og Pjetri biskupi (alls 15 mönnum eða meiri
hluta alls þingsius — þá voru 27 þingmenn).
Hún var svolátandi:
»að ef H. H. konunginum eigi þóknist að
staðfesta stjórnarskrá þessa, eins og ln'tn
liggur fyrir, að hann þá allra-mildilegast gefi
Islandi að ári komanda stjórnarskrá, er veiti
alþingi fullt löggjafarvald og sjálfsforræði
og að öðru leyti sje löguð eptir ofanrituðu
frumvarpi svo sem framast má verða«.
Svo sáttfús og tilslökuuarsamur var B. S. þá,
að þegar minnzt var í ræðu á stöðulögin,
segir hann: »Ef menn vilja í þessti máli,
sem öllum mun koma bezt, slá striki yfir iíll
kappsmál, þá er bczt að láta þetta atriði
vera öldungis óumtalað og óafgjört í þing-
ræðunum að þessu sinni. Nefndin hefir líka
einmitt farið miðlunarveg til að komast hjá
þessu spursmáli, og væri æskilegt að mönn-
um gæti skilizt, að þessi aðferð getur orðið
. . . . til þess, að sameina hinar mismunandi
kappstefnur manna að undanförnu, án þess að
præjudicera1 landsrjettindi Islands í nokkurn
handamáta«.
Hjer er þá B. Sv. þeirrar skoðunar, að þótt
maður fari fram á minna en maður þykist
rjett til hafa, þá þurfi maður með því ekki
að afsala sjer neinum rjetti eða spilla rjetti
sínum. Hann gengur enda svo langt, að hann
með varatillögunni gefur allt upp á kóngsins
náð og selur honum sjálfsdæmi.
Svona langt hefir aldrei neinn maður geng-
ið eða farið fram á að ganga til samkomulags
í stjórnarbaiáttu Islands fyr nje síðar, eins og
Benedikt og alþingi gekk í þetta sinn.
Hvorki hann sjálfur nje stjórnin nje nokk-
ur annar hefir nokkru sinni síðar látið sjer
um munn fara, að alþingi hafi með þessu
»afsalað sjer hinum helgustu þjóðrjettindum«.
Menn blátt áfram ljetu í ljósi vilja sinn til
að þiggja það frelsi, sem fengizt gæti þá að
sinni, án þess að falla frá rjetti sínum til að
fá |)að síðar aukið.
Samkvæmt þessu gaf konungur út stjórnar-
skrá íslands í byrjun næsta árs, eptir beinni
áskorun (og þá auðvitað heimild) alþingis.
Valdboðin er hún því ekki.
Þannig vann Benedikt sem miðlunarmaður
hinn eina pólitiska sigur æfi sinnar, og hann
ekki lítinn. Fyrir það skal hann jafnan heið-
ur hafa. (Niðurlag næst).
Skagafirði 20. mai. Frjettir hjeðan eru nú
þær, að hinn 1. þ. m. hyrjaði norðanhríð, sem
var verst 2. þ. mán. Þá var vont norðanhriðar-
veður; hjelzt það marga daga, en eigi mjög hart.
Heyleysi var víða orðið allmikið og eru nú sögð
víða ill skepnuhöld, og drepast skepnur jafnvel
af fleiru en megurð. Sauðhurður verður efalaust
leiðinlegur og mikill lamhadauði er viða sagður,
það sem af honum er.
Daginn, sem Jóhannes sál. sýslumaður var jarð-
sunginn, 13. apríl, var þegar skotið saman 270
krónum af nokkrum vinum hans, til þess að reisa
honum minnisvarða á gröf hans. Samskotunum
á að halda áfram í sýslunni af frjálsum vilja, unz
nóg álízt komið fyrir sæmilegt minnismerki. Af
þessu sjest, að það var satt, að hann var vínsæll
og ljúfmenni.
Á sjónum hefir hylurinn í byrjun þ. m. orðið
hræðilegur og háskalegur; það herast frjettir um
marga og mikla skipskaða og manntjón. Fregnir
eru enn nokkuð á reiki.
Þessa dagana eru hlýindi að koma. í gær var
mesta rigning. Jörðin er meyr sem heili.
HoldsveikisspítaH
og hraðfrjettaþráður.
Tvenn stórtíðindi.
Holdsveikisspítalanum fyrirhugaða verður
komið upp nú á næstu missirum, hvort sem
alþingi veitir þar til nokkurn eyri eða ekki.
Útlent alheims-góðgerðafjelag, Odd-Fellow-
reglan, hin danska deild þess, hefir tekið þetta
líknarverk að sjer og ætlar að gera það ein-
göngu á sinu kostnað.
Formaður fjelagsins í Danmörku, Dr. Petrus
Beyer, læknir í Khöfn, hefir skrifað þetta nú
með Yestu þeim landlækni vorum, dr. J. Jón-
assen, og hjeraðslækni Guðmundi Björnssyni,
er hefir, eins og kunnugt er, fengizt" sjerstak-
lega við að undirbúa holdsveikisspítalastofn-
un hjer.
Spítalinn á að verða eins stór og ráðgert
var hjer, ef landið stofnaði hann, sem sje handa
60 sjúklingum, og auðvitað ekki miður frá
honum gengið að neinu leyti. Fjelagið er
stórauðugt og horfir ekki í kostnað, úr því
það ræðst í þetta.
Fyrnefndur formaður fjelagsins, dr. P. Beyer,
ætlar að koma hingað í miðjum næsta mán-
uði, til þess að skoða, sig um hjer, kaupa hús-
stæði fyrir spítalann og gera aðrar ráðstafan-
ir til undirbúnings málinu. Hann hefir með
sjer húsgerðarfræðing, er gert hefir þegar upp-
drátt til spítalans.
Þegar spítalinn er kominn upp, gefur fjelag-
ið landinu hann, með tilteknum skilyrðum.
Fjelagið, Odd-Fellow-reglan, var tekið til að
safna gjöfum til þessa fyrirtækis í fyrra sum-
ar, rjett áður en landskjálftaslysið bar oss
að höndum, en þá tóku allir að hugsa um að
bæta það, og dró það úr spítalasamskotunum.
En frumkvöðull þessarar velgerðar reglunnar
mun hafa verið Dr. Ehlers, og honum því
upphaflega að þakka, að vjer fáum nú jafn-
mikilsverða og áríðandi stofnun.
Samskot þau í sama skyni, er sfra Jón
Sveinsson, kaþólskur prestur í Ordrup á Sjá-
landi, stendur fyrir meðal trúarbræðra sinna í
ýmsum löndum, einkum á Frakklandi, mun nú
orðin um 20,000 kr. — ekkja mannvinarins
Hirsch barúns í París gaf nýlega 3000 franka
—• og er enn óráðið, eptir því sem hann skrif-
ar hjeraðslækni Guðmundi Björnssyni, hvort
þær gjafir verða lagðar til þessarar stofnunar,
Odd-Fellow-reglunnar, með tilteknum skilyrð-
um; eða stofnaður fyrir þær sjerstakur
spítali’eðurJijúkrunarhús fyrir holdsveika, t.d.
hjer í Landakoti, og mun það líklegra. Því ræð-
ur hinn kaþólski biskup Norðurlanda, Jóhannes
v. Euch.
Tíðindin um hraðfrjettaþráðinn eru þau, að
»Norræna hraðfrjettaþráðarfjelagið mikla«
(»Store Nordiske«) í Kaupmh. hefir afráðið að
taka að sjer að leggja hingað til lands hrað-
frjettaþráð á næsta sumri, ef alþingi veitir til
þess ákveðinn ársstyrk og ríkisþingið danska
meiri hluta þess, sem þá vantar að fyrirtækið
geti staðizt, en nokkur styrkur ætlazt til að
komi frá öðrum rtkjum, eitthvert lítilræði.
Hve mikill ársstyrkurinn frá þinginu er
ætlazt til að verði, er eigi fullkunnugt, en
mælt að það muni eigi verða ýkja- mikið, frá-
leitt meira en meiri hluti þingmanna tjáði sig
meðmæltan í hitt eð fyrra, erMr. Johu Mitchell
kom með sínar bollaleggingar um það mál.
Beztu vonir gera menn sjer um að ríkisþing-
ið láti ekki standa á sjer, og hefir fjelagið að
líkindum þreifað fyrir sjer um það, og sömu-
leiðis líklega tekið undir það utanríkis, þar
sem það hefir spurzt fyrir um málið.
Fyrnefnt fjelag, er hinn mikli framfara- og
framkvæmdarmaður C. F. Tietgen stofnaði fyr-
ir nær 30 árum, er stórauðugt, og hefir mik-
ið afrekað, lagt hraðfrjettaþræði víðsvegar um
heim, einkum austurálfu austanverða (Kína o.
s. frv.). Má ganga að því vísu, að þetta
mikla nauðsynja- og velferðarmál fyrir land
vort fái skjótan og greiðan framgang, úr því
að fjelag þetta hefir tekið það að sjer.
John Mitchell, Englendingnum, sem opt
hefir verið á minnzt, er ni'i alveg frá bægt
fyrirtæki þessu. En óvíst er samt, hvortDan-
ir hefðu undið svona bráðan bug að því, ef
hann hefði eigi komið til sögunnar og þeir
síður viljað láta gera sjer þann lcinnroða, að
önnur rílci ef til vill gengjust fyrir frjetta-
þráðarlagning hingað, hvort heldur fyrir hans
tilstuðlan eða annara.
Það er mælt, að fjelagið ráðgeri að leggja
þráðinn hingað milli landa á 6 vikum.
Arið 1898 verður þá mikið merkilegt í sögu
landsins: stigið spor, sem mun koma því í siðaðri
þjóð samboðið náið samneyti við hinn mennt-
aða heim.
Frá útiöndum.
Friðargerð með Tyrkjum og Grikkjum
enn ólokið, en í aðsigi. Sendiherrar stórveld-
anna í Miklagarði áttu að annast þá samninga.
Búizt við, að Tyrkir fengi að halda leiðar-
skörðunum víggirtu í fjöllunum milli Þessalíu
og Makedoníu, en byggð engri af landi því,
er þeir liöfðu unnið frá Grikkjum. Ekki lík-
legt, að Grikkir komist hjá að verða skyldað-
ir til að greiða Tyrkjum nokkurn herkostnað,
og ráðgert, að stórveldin settu þeim nokkurs-
konar fjárhaldsnefnd, er sæi um skilvíslega
greiðslu umsaminna skaðabóta eptir því, sem
þeir megnuðu frekast. Lið hvorratveggja á
Krít, Tyrkja og Grikkja, skyldi heim kvatt,
en stórveldin sjá um að varna þar óspektum.
Nýtt ráðaneyti í Danmörku sett á laggir
23. f. m., með forustu H. E. Hörrings, er
áður stóð fyrir innanríkismálum, en hefir nú
tekið fjármálin að sjer, auk formennskunnar.
Með honum eru 3 hinir sömu sem áður, þar
á meðal Islands-ráðgjafinn, Rump, en alveg
1) = afsala fyrir vangeymslu.