Ísafold - 09.06.1897, Síða 3
155
nyir 3: Alfr. Hage landbúnaöarráðherra; H.
Y. Sthyr biskup (frá Falstri) fyrir kirkju- og
kennslumálum; og C. F. F. E. Tuxen ofursti
hermálaráðherra. Ofenginn maöur til að hafa
forstöðu utanríkismála, og stýrir þeim Ravn
flotamálaráðgjafi fvi’st um sinn.
Landskjálftagjafaskiptin.
Skiptafundurinri stóð, eius og fyr er getið,
dagana 2.—5. þ. m. Fundinn skipuðu sam-
skotanefndarmennirnir 5: amtm. J. Havsteen,
formaður nefndarinnar; Björn Jónsson ritstjóri,
fjehirðir; Jón Helgason docent, skrifari; dr.
Björn M. Olsen rektor; og Tryggvi Gunnars-
son bankastjóri; — og ennfremur 6 menn aðr-
ir nefndinui til ráðaneytis og leiðbeiningar:
tveir fulltrúar frá hvorri sýslunefndinni á land-
skjálftasvœðinu, þeir Eyjólfur oddviti Guð-
mundsson í Hvammi og síra Skúli Skúlason
í Odda fyrir austursýsluna, en síra Magnús
Helgason á Torfastöðum og Sigurður svslum.
Olafsson fyrir hina; loks yfirskoðunarmenn
þeir, er nefndin sendi austur, Þórður Guð-
mundsson amtsráðsmaður og Jón Sveinsson
trjesmiður.
Hjer skulu að þessu sinni að eins tilgreind-
ar nokkrar helztu ályktanir fundarins, en sjálf
skiptagerðin birt síöar, er þar að lútandi marg-
brotnum og seinlegum útreikningi verður lokið.
Samþykkt var, að landsdrottnar skyldu eiga
tilkall til landskjálftaskaðabóta eigi síður en
leiguliðar, eptir efnahag, enda margir þeim
jafn-bágstaddir. Síðar var ályktað, að nokkr-
ir tilteknir ríkir menn skyldu engar skaðabæt-
ur fá, hvorki sem landsdrottnar nje leiguliðar.
Miklum tíma og fyrirhöfn varði fundurinn
til þess að laga og hreinsa eptir megni grund-
völlinn fyrir útbvtingu gjafafjárins, skaðamats-
skýrslurnar m. m., sem var töluvert ábóta-
vant sumstaðar.
Aðalhreinsunin var í því fólgin, að ályktað
var í einu hljóði, að þessir 6 hreppar skyldu
enga hlutdeild fá í landskjálftasamskotunum:
Þingvallahreppur, Stokkseyrarhreppur, Land-
eyjahreppar báðir og Eyjafjallahreppar. Sömu-
leiðis var neitað að taka til greina skaðabóta-
málaleitun frá manni í Yestmannaeyjum og 3
í Kjalarnes- og Mosfellshreppum.
Skaðabótamatið laut yfirleitt að eins aðbeinu
tjóni, en þó hafði í flestum hreppum í Rang-
árvallasýslu og nokkrum í hinni verið tekið
til greina og metið með öðrum skaða heyfall
það, er orðið hafði vegna þess, að menn neydd-
ust til að fara að hreinsa rústir þegar eptir
slysið, og reyna að liugsa í tíma fyrir skjdum
til vetrarins, auk verkfalls þess, sem orsakað-
ist af hræðslu og fleiru. Þetta heyfallstjón
var ályktað að taka ekki til greina, heldur að
eins hafa nokkra hliðsjón á því, að verkfallið
í nokkrum sveitum varð 10 dögum fyr en í
öðrum.
í flestum hreppum Árnessýslu hafði verið
tvímetið og var hið síðara matið í vor eða að
áliðnum vetri miklum mun hærra, enda þar í
fólgið heyfall m. m. Þetta síðara mat var yfir-
leitt eklci tekið til greina, lieldur miðað við hið
fyrra, haustmatið, sem svo ýmist var hækkað
eða lækkað nokkuð í einstökum hreppum, sam-
kvæmt tillögum sýslunefnda og yfirskoðunar-
manna (sendimanna nefndarinnar) með ráði
sýslufulltrúanna. í einum hreppi í Rangár-
vallasýslu, Ásahreppi, var matið látið óhaggað,
°g tveimur í Árnessýslu, Skeiða og Selvogs,
nema hjá örfáum, einstökum mönnum.
Til þess að komast hjá að bæta mjög litlar
skemmdir, var ályktað að láta þær óbættar, ef
þær ekki næmu nema 15—60 kr., eptir mismun-
andi efnahag (hjá landsdrottnum 20—75 kr.),
og, þó að skaðinn væri meiri, að klippa þá neð-
an af sömu upphæðir fyrir jafnaðar sakir.
Með þessari hreinsun o. s. frv. tókst að þoka
skaðamatinu úr nálægt 260,000 kr. eptir síð-
ara matinu niður í hjer um bil 150,000, og
hafði nefndiu til umráða upp í það um 130,000
kr., eptir að tekinn hafði verið af óskiptu verka-
liðskostnaðurinn i haust, meðgjöf með fáeinum
tökubörnum og nokkur annar óhjákvæmilegur
kostnaður, en þó haldið eptir nokkrum þús-
undum til útbýtingar síðar, ef rjettmætar kröf-
ur nýjar kyunu fram að koma, eða þá að
öðrum kosti bætt við skiptahlutina. Verður
þá jöfn ítala hvers þiggjanda 86—87 aurar
af hverri krónu í hinu lagfærða skaðamati, og
er ætlazt til, að sú verði hlutarhæð bjargálna
manna eða nálægt því, en fátæklinga nokkuð
hærri og efnamanna að sama slcapi lægri (5
-—10% lægri).
Fáheyrður verðmunur. Fyrir hvert tbl.
»Þjóðólfs« eru áskrifendur látnir borga 62/s aura,
en Isafoldar minna en 4*/a eyri.
Þó er bvert blað af ísafold þriðjungi efnismeira,
bæði vegna stærðar á blaðinu og leturdrýginda.
Væri ísafold seld jafn-dýrt og »Þjóðólfur«, ætti
hún að kosta 9 kr. árgangurinn, en 10 aura hvert
tölublað.
í stað þess kostar hún að eins 4 kr., eða meira
en helmingi minna en hann. Hvert tbl. að eins
tæpl. 4þ‘2 e., í stað 10 aura.
Villandi og flekandi er auglýsing »Þjóðólfs«
um, að hann ætli að koma út frá næstu áramótum
í stærra broti en ísafold án verðhækkunar, ef
árangurinn á samt að verða færri blöð eða letur
svo ódrjúgt, að stækkunin verður lítil sem engin.
Og þó að þessu sje hvorugu til að dreifa, er aug-
lýsingin samt villandi og flekandi, nema hann
bæti við og segi: »í stærra broti en ísafold er «M«.
Að öðrum kosti getur svo farið, að kaupendur
hans telji sig gahbaða, ef hann verður eptir allt
saman í minna broti en ísafold verður þd, þ. e.
frá nýári 1898. — Þetta ætti maðurinn að hng-
leiða og vara sig á því. »Ekki veldar sá er varir«.
Og »sá er vinur er til vamms segir«.
liandsgufuskipið Vesta, kapt. Svensson,
kom hingað í gærmorgun. Hafði haft 2 sólar-
hringa viðstöðu 1 Leith, tekið þar mjög mikið af
vörum, um 400 smálestir, og auk þess tafizt nokk-
uð vegna þoku. Full-fermi hafði það hingað til
lands og um 50 farþega. Þeir Zöllner og Vidalín
höfðu sent með því mjög mikið af vörum til
pöntunarfjelaganna og hætt við að senda skip frá
sjálfum sjer með þær. En afleiðing þess er, að
nú getur skipið ekki tekið sjómenn eða kaupafólk
til Austfjarða, hefir ekkert skýli handa þeim.
Einar Hjörleifsson ritstjóri kom nú með
þessari ferð aptur, sunnan frá Korsíku; hefir nú
fengið mjög góða heilsubót.
Póstmeistari vor væntanlegur, cand. polit.
Sigurður Briem, kom nú hingað með Vestu, eptir
rúmlega missirisdvöl í Danmörku til þess að kynna
sjer póstmeistarastörf.
Skagafjarðar-læknishjerað (Sauðárkróks)
hefir konungur veitt cand. med. & chir. Sæmundi
Bjarnhjeðinssyni. Hann er og hingað kominn.
Dr. Finnur Jónsson háskólakennari kom
og með Vestu i gær, ásamt konu sinni (danskri)
og syni þeirra 10 vetra. Dr. F. J. hefir eigi
komið hingað frá þvi hanu útskrifaðist úr skóla
1878.
Eigandi Elliðaánna, Sir Payne, er og kom-
inn með Vestu, ásamt 2 förunautum. Hann hefir
látið reisa sjer dálitið sumarskýli í Elliðaár-
hólmum.
Frá Ameríku komu með þessari ferð 4 Is,
lendingar, 2 karlmenn og 2 konur, önnur þeirra
hálfsystir dr. Valtýs Guðmundssonar. Einar Guð-
brandsson frá Hvitadal er annar karlmaðurinn.
Hann mun vera alkominn og tekur við föðurleifð
sinni, Hvitadal.
Aðrir farþegar hingað með Vestu voru
helzt kaupmenn, hæði hingað og lengra áleiðis
umhverfis landið, svo sem H. Th. A. Thomsen,
Holger Clausen, Jón Vídalín með frú sinni, Her-
luf Bryde, O. Wathne (Seyðisf.) með frú sinni,
Olafur Ólafsson frá Keflavík. Enn fremur lækna-
skólakand. Skúli Árnason, cand. juris Jón Krahbe
Þórarinn B. Þorláksson málari, stúdentarnir Olaf-
ur Eyjólfsson, Páll Sæmundsson, Páll Vídalín og
Sigurður Eggerz. Fáeinir Englendingar, þeirra á
meðal Browning-Lund, trúboðinn aldraði frá
Glasgow.
Gufuskipið Egill, kapt. Olsen, kom hingað
i morgun austan að, og með hjeraðslæknir Guðm.
Scheving með fólk sitt, á leið til embættis sins,
Strandasýslu m. m. Nú geta sjómenn komizt með
honum austur, og eru ekki komnir upp á Vestu.
Botnverpingarnir ensku eru nú aptur komnir
hingað í flóann, Faxaflóa, á Norðnrsviðið, eptir
lijer um bil mánaðar brottvist, eða frá þvi i veðr-
inu mikla i npphafi f. mán. Af þvi að friður
hefir verið fyrir þeim, hefir nú aflazt vel hjer um
flóann siðustu vikurnar. En nú má búast við,
að fyrir það taki aptur að mestu, með því að
ómögulegt er að vera með lóðir innan nm þá,
hvað sem öðru liður.
Möðruvallaskóli- Burtfararpróf var
þar haldið í miðjum f. mán. skrifaðir: °g þessir 20 út- Eink. Stig.
Friðrik Sigurðsson . • • ág. 60
Halldór Stefánsson . . . • • ág. 60
Valdimar Guðmundsson . . I. 56
Indriði Benidiktsson . . . . . » 54
Páll Jónatansson . . » 54
Guðmundur Guðmundsson . . » 54
Jónatan Jósafatsson . . . » 53
Guðni Þorsteinsson . . . » 51
Guðjón Guðmundsson . . . » 50
Þorsteinn Jónsson . . » 50
Bogi Benidiktsson . . » 49
Þorvaldur Baldvinsson . . . II. 47
Sigurjón Gíslason . . » 47
Olgeir Benidiktsson . . . . . » 46
Sigurður Jónsson . . » 45
Jóhann Sigurðsson . . . . . » 44
Hallgrímur Jónsson . . . » 37
Halldór Jóhannsson . . . » 36
Eggert Einarsson . . III. 29
Aðalmundur Guðmundsson . . » 27
Sundmaga
kaupir hæsta verði
Th Thorsteinssen
Liverpool.
Saumavjelar.
Með »Vesta« komu hinar vönduðu og ódýru
saumavjelar, sömu tegund og jeg hefi áð-
ur flutt og reinst iiafa vel.
H- J. Bartels-