Ísafold - 13.06.1897, Qupperneq 2
158
eigi fram ákvæðum 3. gr. í botnvörpuveiða-
lögunum. Hann vill leiða málið til iykta á
þann hátt, að Islendingar sjeu látnir einir
um hituna í Faxaflóa, en brezk fiskiskip fái
að stunda veiðar innan landhelgi »fyrir vest-
urströnd íslands«.
Blaðið »Eastern Morning News« í Hull flyt-
ur svo langa ritstjórnargrein út af brjefum
þeim, sem minnzt hefir verið á hjer að fram-
an, og tekur afdráttarlaust málstað Islendinga,
leggur meðal annars mikla áherzlu á laga-
brotin, sem botnvörpuveiðendur vitanlega hafi
frainið, og ber rnálið saman við rekistefnu,
sem orðið hefir út af fiskiveiðum útlendinga í
Moray-firðinum við Skotland. Þar er mjög
líkt ástatt og hjer í Faxaflóa, og Skotar hafa
kunnað þeim yfirgangi í meira lagi illa. Blað-
ið heldur því fram, að svo framarlega sem
það sje rjett gert af brezkum fiskimönnum, að
níðast á Islendingum á þann hátt, sem þeir
geri það í Faxaflóa, af þeirri ástæðu einni, að
þar sje mikið af fiski, þá sje engin ástæðatil
þess að amast við norskum, þýzkum, dönsk-
um og frönskum botnvörpumönnum, sem gera
usla mikinn og tjón í þessum skozka firði.
Loks kemur grein frá Frank Barrett, rit-
ara útgerðarmannafjelagsins í Grimsby, og er
hún merkileg að því leyti, að hún gerir hvort-
tveggja, að taka skilmerkilega fram, hvernig
eigendur botnvörpuskipanna líta á deiluna, og
jafnframt koma með tillögu um samning, sem
svo er vaxin, að ástæða er fyrir oss að hugsa
oss vandlega um, áður en slíku tilboði yrði
hafnað. Vjer þ/ðum hjer kafla úr grein hans:
»Oánægjuefni vort er það, að það skuli
mega taka skip föst fyrir þær sakir einar að
flytja botnvörpur í landhelgi, og vjer höldum
því fram, að Islendingar hafi engan rjett til
að framfylgja lögum, sem eru andstæð alþjóð-
legum siðum og venju. Setjum svo t. d., að
herskipið Jackal, sem er á lögregluverði í
Moray-firðinum tæki fast þ/zkt botnvörpuskip,
sem færi gegnum Pentlandsfjörðinn. Hvernig
mundi slíkum frjettum verða tekið í Ham-
burg? Og getur nokkur látið sjer til hugar
koma, að Bretar mundu gefa samþykki sitt
til annars eins ? En slíkri meðferð hafa nokk-
ur botnvörpuskip vor orðið að sæta. Þau voru
á leiðinni gegnum sundið milli Fuglaskerja og
Reykjaness, og voru tekin þar föst og sektuð.
Flestar af þessum sektum hefir danska stjórn-
in gefið upp, og geta menn af því ráðið, hvort
umkvartanir vorar muni ekki vera á nokkru
byggðar . . .«
»Fjelag fiskiskipaeigenda í Hull og Grimsby
hefir haldið þrjá fundi í vetur, og jeg get
ekki sett fram þeirra málstað betur á annan
hátt en þann, að birta hjer fundarsamþykkt
þeirra frá 6. jan., samþykkt, sem báðar stjórn-
imar hafa síðan verið að semja um: »Jafn-
framt því sem þessi fundur heldur fast við þá
skoðun, að brezk fiskiskip hafi rjett til að
sigla í landhelgi við ísland, mælir hann með
því, að á veiðitímabilinu 1897 verði ekki stund-
uð veiði innan línu þeirrar í Faxaflóa, sem
Atkinson samdi um, svo að stjórnunum veitti
ljettara að semja um málið til fullnaðar; en fyrir
þessa tilhliðrun komi svo það, að danska stjórn-
in bjóði varðskipum sínum að leyfa fiskiveiðar
í landhelgi milli Vestmannaeyja að vestan og
Papeyjar að austan, með því að fiskur gengur
þar rnjög nærri landi, en land þar svo að kalla
óbyggt«.
Mr. Barrett heldur því fast fram, að eptir
samningnum frá í fyrra hafi Bretar ekkert feng-
ið fyrir tilhliðrun sína. Þeir hafa með hon-
um verið reknir af ágætum veiðistöðvum, þar
sem þeir hafi fullan rjett til að stunda atvinnu
sína, og ekkert fengið í staðinn annað en það,
sem mönnum sje hvervetna heimilt meðal sið-
aðra þjóða. Sje nú Islendingum jafn-hugleik-
ið og þeir láti að vera einir um hituna á mið-
unum í Faxaflóa, sem þeir eigi ekki meira
tilka.ll til en hverjir aðrir, þá virðist greinar-
höfundinum, sem talar fyrir hönd botnvörpu-
útgerðarmannanna, að ganga megi að því vísu,
að Islendingar syni á móti þessa tilhliðrun,
sem í raun og veru sje svo lítil.
Moldviðri í pilsunum.
Mikið dæmalaust moldviðri er það, sem hún
þeytir upp með pilsunum sínum, »Sveitakonan« í
4. tbl. »Kvennablaðsins« þ. á. Jeg var lengi að
átta mig á því, hvort manneskjan væri að fara
með grein sinni, og loksins komst jeg að þeirri
niðurstöðu, að þessi moldviðrisgrein ætti að and-
mæla grein nokkurri, er stóð í 2. tbl. »Framsókn-
ar« þ. á., með fyrirsögninni »Persónulegt frelsi*.
Jeg þykist nú vita, að útgefendur »Framsókn-
ar«, nú sem fyr, vilji ekki ljá neinum deilugreinum
rúm í blaði sínu, og því ekki svara, þó á þær sje
ráðizt, — til þess að varðveita blað sitt frá því
að lenda í þeirri skamma-þvælu, sem svo mörg
íslenzk blöð hafa flækt sig í, til litillar uppbygg-
iugar fyrir lesendurna.
En sökum þess, að í grein þessari er svo mjög
hallað rjettu máli, og hún hefir vakið megna óá-
nægju í sveit minni, vil jeg leyfa mjer að fara um
hana nokkrum orðum.
JÞað, sem fyrst og fremst auðkennir grein þessa,
er visvitandi rangfærsla á grein þeirri, sem hún
ræðir um, eða þá algjör misskilningur. »Sveita-
konan« þeytir upp þvílíku moldryki í augu les-
endanna, sem auðvitað á að villa þeim sjónir, og
er hún svo stórstíg og ókvennleg í allri framkomu
sinni i greininni, að menn gætu efazt um, að kvenn-
maður hafi ritað slikt.
Hver, sem vili, getur lesið þessa »Framsóknar«-
grein, sem »Sveitakonunni« gremst svo mjög, og
mun enginn finna þar neitt í þá átt, að andmæla
því »að stúlkur lærðu það, sem nauðsynlegt væri
og þær gætu haft gagn af«. Það er mjög óheið-
arleg blaðamennska, að kasta slíkum staðhæfing-
um fram, þvert ofan í sannleikann. Hve nær hefir
»Framsókn« »hneykslazt« á því, að heimtað sje að
ungar stúlkur hafi »gagn af námi sinu« og
að þær »læri sjer til gagns það, sem þær læra?«
Öll sú moldviðris-klausa, sem »Sveitakonan« þylur
út af þessu, er töluð út í hött til að mótmæla
þvi, sem enginn hefir sagt, og i einkis manns hug
eða hjarta hefir komið. í þessari umræddu »Fram-
sóknar«-grein er einmitt lögð áherzla á, að stúlkur
þurfi fyrst og fremst að læra að vinna hin nauð-
synlegu heimilisstörf, helzt áður en þær læra
nokkuð annað, »það sje eins sjálfsagt og það, að
þær þurfi að kunna að lesa og skrifa, áður en
þær byrja á öðru bóklegu námi«. Þetta eitt næg-
ir til að sýna, hve samvizkusamlega »Sveitakonan«
fer með sannleikann.
Þá eyðir hún og mörgum orðum og miklu mold-
ryki til þess að reyna að gjöra gys að þeim
stúlkum, sem vilja verða »hálærðar« og »sitja á
tali við þessa hálærðu herra« ; en allur sá orða-
fjöldi sannar ekkert annað en það, að manneskj-
an hefir enga hugmynd um, hvað menntun er, hvert
gildi hún hefir, og hver hennar áhrif eru. Að
stúlka, sem verið hefir sett til mennta, og er orð-
in svo »hámenntuð«, að hún getur rekið vel lærða
menn i vörðurnar, sitji á tali við menn »með
tærnar út úr skóm og sokkum«, — er svo dónaleg
hugsun, að jeg vona, að hún eigi hvergi heima,
nema i höfði þessarar makalausu »Sveitakonu«. Hún
hefir sannarlega verið óheppin með liana dóttur
sína, ef hún hefir þurft að »tína saman fatagarm-
ana af henni innan um allan bæinn«, eptir að hún
kom heim af skólunum; það gefur næstum því i
skyn, að henni hafi láðst að innræta henni þrifn-
að og reglusemi í uppvextiuum, áður en hún fór
á skólann, því hvað »ungur nemur, gamall temur.«
— Það situr í sannleika illa á «Kvennablað-
jnu«, sem læzt þó vilja tala um reglnsemi á heim-
ilum, að gefa í skyn með grein þessari, að is-
lenzkar mæður sjeu svo lítt færar til að uppala
dætur sínar.
Mjer finnst öllum íslenzkum konum stór van-
sæmd gjör með annari eins grein og þessi er. Jeg
álit það liart, ef ekki bæði jeg og aðrar konur,
sem jeg þekki, erum full-færar t-il að kenna dætr-
um okkar að prjóna sokk og gera skó, og það
þegar á barnsaldri, svo vel, að þær þurfi ekki að
fara í skóla til að læra slíkt. Og þá er niín
skoðun, að þær muni ekki týna þessu námi niður,
þó þær fari seinna að heiman til að mennta sig.
Öll menntun, hvers konar sem hún er, á að glæða
smekk og fegurðartilfinningu bæði karla og kvenna,
og þar af leiðandi reglusemi, og gjörir það lika;
en fegurðartilfinningin er nú víst bæði óþörf og
ógagnleg, eptir áliti »Sveitakonunnar«.
Að endingu vil jeg óska þess, að »Sveitakonan«
og hennar líkar láti ekki slikt pilsa-moldviðri
birtast á prenti framar, og þó það núskyldi verða,
þá vil jeg óska og vona, að svo sterkur andlegur
straumur vakni í voru landi, að hann feyki þessu
og þvílíku moldviðri út í hin yztu myrkur, hvað-
an það aldrei eigi apturkvæmt.
Svcitakona.
Póstskipið Liaura (Christiansen) kom hing-
að í fyrri nótt. Með henni var jtöluvert af far-
þegum.
Dr. Valtýr Guðinundsson, háskólakennari
og alþingismaður, kom til Vestmannaeyja með
Vestu um daginn og nú með Lauru þaðan. Hann
hjelt þar þingmálafund 8. þ. mán.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen kom með
Lauru í fyrri nótt frá Kaupmannahöfn. Aðalverk
hans í sumar verður að skoða landskjálftasvæðið
frá í fyrra. Hann byrjar þá ferð að viku liðinni.
Dr. Jón Stefánsson kom nú með Lauru
frá Englandi. Hann á heima í Lundúnum. Hann
er í för með nokkrum enskum ferðamönnum.
Mr. Collin-Wood heitir einn þeirra. Hann
er pentlistarmaður nafntogaður. Hann ætlar að
ferðast hjer víða um land í sumar og kynna sjer
sögustaði (úr Eyrbyggju, Laxdælu, Grettlu, Kor-
mákssögu m. m.) og gera myndir af. Dr. J. St.
verður með honum í því ferðalagi.
Dr. Kahle heitir þýzkur prófessor, kennari í
norrænu í Heidelberg. Hann kom með Vestu um
daginn og ætlar að ferðast hjer um land í sumar,.
til Geysis og Heklu, og siðan norður. Hann
kann dönsku og talsvert í islenzku.
Aðrir farþegar með Lauru hingað voru:
ekkjufrú Caroline Jonassen, frú Guðrún Hjaltalin
með fósturdóttur sinni, Björn Sigurðsson kaup-
maður, Hjálmar J. Guðmundsson og M. P. Riis
verzlunarmenn, og stúdentarnir Bjarni Hjaltested,
Jón Sveinbjörnsson og Kristján Sigurðsson. —
Með Vestu komu um daginn enn fremur stúdent-
arnir Ölafur G. Eyjólfsson (verzlunarfræðingur)
og Vilhjálmur Jónsson.
Aintsráðsfutidur vesturamtsins var haldinn
9.—10. þ. mán. í Borgarnesi, að viðstöddum öll-
um amtsráðsmönnunum, nema Davíð Schev. Thor-
steinson hjeraðslækni (fyrir Vestur-Barðastrandar-
sýslu).
Dáínn er 31. f. mán. í Keflavik verzlunarm.
Magnús Zakaríasson, hálffertugur að aldri,
upprunninn i Reykjavik, nokkur ár aðstoðarmaður
póstmeistarans hjer, valinkunnur maður og vel að
sjer gjör.