Ísafold - 16.06.1897, Blaðsíða 1
ftemur út ýmist einu sinnieða
tvisv.l viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr., erlendis 5 kr.eða
D/s doli.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD„
Uppsögn (skrifieg)bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXIV, árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 16- júní 1897-
41. blað.
Tvisvar í viku kemur ísafold
út, rniðvikudaga og laugardaga.
Stjórnarfrumvörp 1897.
Þau eru rúm 20, er leggjast eiga fyrir al-
þingi í sumar, og hefir landshöfðingi gert svo
vel að veita oss kost á að yfirfara þau og
birta nú þegar nokkur helztu atriðin úr þeim,
almenningi til fróðleiks og þingmönnum til
hægðarauka.
Fjárlag-afrumvarpið.
Mestmn tíðindum rnunu þar þykja sæta til-
lögur stjórnarinnar viðvíkjandi gufuskipaferð-
um og frjettaþræði milli Islands og útlanda.
Gufuskipaferðir.
Gufuskipafjelagið sameinaða hefir, eins og
áður hefir verið sk/rt frá í ísafold, boðið !19
ferðir á ári fyrir 35,000 kr. ársstyrk (auk
styrksins frá dönsku póststjórninni, 40,000 kr.),
en tilboðið bundið þeim skilyrðum, að hætt
verði við eimskipaútgerð landssjóðs og samn-
ingar gerðir fyrir 5 ár. Til þess að halda
uppi þessum ferðum ætlar fjelagið að hafa 3
skip í förum að staðaldri, Lauru, Vestu og
Thyru, og auk þess Botníu eina sumarferð,
eins og nú. Vesta á að ganga beina leið til
íslands og frá, fram hjá Færeyjum. Stjórn-
in vill ganga að tilboðinu, en býst við að tak-
ast muni að fá styrkinn lækkaðan. Gufu-
sltipafjelagið ætlar að senda fulltrúa hingað í
sumar til þess að semja við þingið.
Frjettaþráður.
Til frjettaþráðarins er gert ráð fyrir 35
þús. kr. árlega í 20 ár, i fyrsta skipti 1899.
Umsóknir hafa komið úr tveimur áttum, frá
Mr. Mitchell og öðrum manni í Lundúnum
annars vegar, og stóra norræna frjettaþráða-
fjelaginu í Kaupmannahöfn hins vegar. Stjórn-
in mælir fremur með frjettaþráðafjelaginu,
kveður sjer ókunnugt um, hvort Englending-
arnir hafi nægt fje til umráða, en engan vafa
á, að fjelagið sje svo efnum bviið, að því sje
innan handar að koma þessu í verk. Fjelag-
ið biður um 40,000 kr. á ári í 20 ár, en
stjórnin vill ekki fara upp úr 35,000. »Stjórn-
arráðið hefir fengið vissu fyrir því, að stjórn-
arráð irmanríkismálanna er fúst til að styðja
að framgangi þessa máls, og ef til kemur að
leita ríflegs ársstyrks úr ríkissjóði, en [álítur
fyrir sitt leyti rjettast að sækja um styrk
þennan til handa stóra norræna frjettaþráða-
fjelaginu, en telur þó ekki neitt því til fyrir-
stöðu, að fjárveiting þessi, að því er ísland
snertir, verði ekki fyrir fram bundin við neinn
ákveðinn umsækjanda«.
Vegabætur.
Til þeirra er farið fram á hækkun nokkra,
5,000 kr. hækkun hvort árið til flutningabrauta
ogl,500 kr. tilfjallvega. Er ætlaðalls hvort árið
(1898ogl899)til flutningabrauta 50,000 kr., til
þjóðvega 25,000 og til fjallvega 3,500 kr.
Flutningabrautafjenu er fyrirætlunin að verja
sumpart til framhalds brautinni frá Reykja-
vík austur á Rangárvöllu, — frá Þjórsá að
Ytri-Rangá yfir Ásahrepp; fyr getur Þjórsár-
brúin eigi orðið Rangvellingum og Skaptfell-
ingum að tilætluðum notum; og sumpart til
flutningabrautarinnar frá Blönduósi vesturept-
ir Húnavatnss/slu. Þjóðvegafjenu á að verja
til vega-bóta víðsvegar um land, einkum norð-
an-lands og austan.
Skólarnir.
Farið er fram á allmikla hækkun á fjár-
veitingum til þeirra, ölmusustyrkur hækkaður
við prestaskólann og læknaskólann, sömuleiðis
styrkur til bóka- og verkfærakaupa við lækna-
skólann og húsaleigustyrkur þar. Hús lærða-
skólans á að taka töluverðum breytingum,
n/tt leikfimishús á að reisa og fleiri umbæt-
ur þar í vændum fyrir 7,545kr. Auk þess hækk-
aður ársstyrkur til bókasafns skólans, eldivið-
ar og ljósa og skólahússins utan og innan.
Fimleikakennarinn 1000 kr. til utanfarar. Til
st/rimannaskólans: laun forstöðumanns hækk-
uð upp í 2000, n/r kennari sje skipaður þar
með 1000 kr. á ári. Til skólahúss 17,000kr.
(í stað 8000 kr., sem veittar voru í síðustu
fjárlögum), og svo auknar fjárveitingar til
tímakennslu, áhaldakaupa og eldiviðar ogljósa.
Landsbókasafnið.
Fjárveitinguna handa því skal hækka upp
í 3000 kr. á ári, laun bókavarðar upp í 1,800
og aðstoðarmanns upp í 1000.
Ýmsar styrkveitingar.
Helztu styrkveitingar til einstakra manna
og fjelaga halda sjer frá síðustu fjárlögum.
Þó er skáldstyrknum til Þorsteins Erlingsson-
ar sleppt, listamannastyrkurinn (Skúla, Þórar-
ins, Einars) aptur á móti færður upp í 600
kr. á ári (úr 500 kr.), tannlæknisstyrkur upp
í 1000, fiskifræðings (Bjarna Sæmundssonar)
upp í 1000. Ishúsasmiðirnir Jóh. Nordal og
ísak Jónsson 500 kr. hvor til endurgjalds fyr-
ir ferðakostnað frá Vesturheimi til íslands, og
ísak auk þess 500 kr. á ári til þess að ferð-
ast og leiðbeina mönnum við útbúning
íshúsa og notkun þeirra. Otti Guðmunds-
son timbursmiður 1000 kr. til að læra
skipasmíðar í Danmörku. Guðmundur Jakobs-
son timbursmiður í Keflavík 1500 kr. tilþess
að kynna sjer erleudis, livernig bústaðir al-
þ/ðufólks sjeu byggðir, og hvaða efni væri
bezt til bygginga á íslandi. Kand. mag.
Helgi Jónsson 2,500 kr. á ári í 2 ár til grasa-
fræðisrannsókna á íslandi. Síra Bjarni Þor-
steinsson í Siglufirði 1000 kr. til að safna og
gefa út íslenzk þjóðlög (kirkju- og kennslu-
málastjórnin veitir 500 kr., ef alþingi veitir
þessa upphæð).
Vestmannaeyjakirkja á að fá 350 kr. til
orgelkaupa.
Tekjuhalli.
lekjur landssjóðs á fjárhagstímabilinu eru
gerðar 1,256,400 kr. (nú 1211 þús.) og búizt
við að 113 þús. kr. muni vanta á að þær
hrökkvi fyrir útgjöldum. Þann tekjuhalla
skal taka af viðlagasjóði.
Og er þá þess getið, er oss eptir hraðan
lestur virðist frásagnaverðast í fjárlagafrum-
varpinu.
Botnvörpuveiðarnar.
Um þær kemur frumvarp til n/rra laga;
hæsta sekt fyrir þær í landhelgi færð niður í
4,000 kr. (úr 10,000), og sektarákvæðunum
fyrir að kittast í landhelgi með botuvörpu inn-
anborðs, sem eru hin sömu og í lögunum frá
1894, skal eigi beitt:
1. ' Þegar slcip eru í nauð, og eru þar með
talin skip, er leita lands vegna skorts á vist-
um og kolum. En eigi gildir undanþágan
þessi síðast töldu skip nema einu sinni á sömu
veiðitíð, og er þeim að eins heimilt að fá sjer
vistaforða, vatn og kol, er nægi þeim til næstu
hafnar utan Islands.
2. Þegar skip á leið til veiðistöðva eða frá
einni stöð til annarar halda í gegnum sundið
milli Vestmannaeyja og meginlands eða milli
Reykjaness og Fuglaskerja, þótt í landhelgi
sje, ef þau nema þar eigi staðar.
3. Þegar skip, eptir því sem ætla má eptir
atvikurn, eru í landhelgi korain án vilja þeirra
og vitundar, hvort sem veldur straumur eða
veður, eða þoka hefir bannað lands/n.
Þessar undanþágur gilda því að eins, að
veiðarfæri öll sjeu höfð í búlka innanborðs,
meðan skipið er í landhelgi.
1 athugasemdunum tekur stjórnin það fram,
að sjer hafi þótt lagafrumvarpið frá 1894 um
botnvörpuveiðabannið ísjárvert þegar í fyrstu
og varhugavert að láta það verða að lögum,
en þó sætt sig við það sökum yfirgangs hinna
útlendu botnvörpuskipa. Svo komu brátt kvart-
anir frá ensku stjórninni: »talið eins dæmi, að
hegning lægi við, cf fiskiskip ljeti að eins sjá
sig í laudhelgi með hotnvörpu innauborðs, og
það því fremur eins dæmi, sem undanþága
greinarinuar fyrir skip, er leita hafnar í neyð,
hefði allt of þröng takmörk, þar sem hún
næði eigi til skipa, er að ósekju, svo sem fyr-
ir óveður, þoku eðv\r af vangá kæmu í land-
helgi, en þó væru í engri neyð stödd og þyrftu
því eigi að leita lauds«. Enda þótt ensku
stjórninni væri gefið í skyn, að lögunum mundi
ekki beitt stranglega, þá fór hún fram á, að
þeim yrði breytt á þá leið, að þau kæmust í
meira samræmi við alþjóðarjett og rjettarvenj-
ur. Þegar svo botnvörpuskipin voru hept og
sektuð hjer í fyrra sumar, vakti það liina
»megnustu óánægju á Englandi og mótmælti
Bretastjórn þessari framferð harðlega, og urðu
þessi mótmæli og önnur málsatvik til þess,
að stjórnin kom því til lciðar, að H. H. kon-
ungurinn gaf upp sektir þær, er áfallnar voru,
og var einnig lagt fyrir skipstjóra á varð-
skipinu »Heimdal«, að heita með gætni og
varúð 3. gr. laga 1894«.
Þá er minnzt á bráðabirgðasamning þann,
er þeir gerðu í fyrra, landshöfðingi og Atkin-
son flotaforingi, um »að botnvörpuskipin mættu
ekki stunda veiðar á tilteknum hluta Faxaflóa,