Ísafold - 16.06.1897, Blaðsíða 3
163
(Alþ.t. I, 894). Fyrirsjáanlegt var, aS 6 kon-
ungkjörnir menn í efri málstofu gætu opt ráðið
þar lögum og iofum, ef þeir svo vildu, og
1887 þótti B. Sv. sú skipun svo óhafandi, að
hann vildi breyta henni fyrir hvern mun. Já,
hann sagSi (Alþt. B, bls. 1199—1200) um
»þetta hlutfall, 6:6... milli tölu þeii-ra
konungkjörnu og hinna þjóðkjörnu þingmanna
í efri deild«: »Að þessu kveður svo vammt,
að þetta eitt . . . gjörir hina núgildandi
stjórnarskrá, eins og hún er, alveg óhafandi
í mínum, og, að jeg vona, allra rjettsynna
manna augum«.
Eptir frv. stjórnarinnar 1867 hefðu hinir
föstu þingmenn orðið 6 gagnvart 21 þjóð-
kjörnum. Eptir tillögu B. Sv. var þiuginu
tvískipt, og konungkjörinn helmingur annarar
þingdeildarinnar!
Bened. Sv. berst þannig 1867 fyrir því, að
auka áhrif stjórnarinnar, en veikja áhrif þjóS-
arinnar á alþingi.
Ákvæðiu um þetta efni í stjórnarskránni
eru verk B. Sveinssonar, knúin fram gegn ósk
stjórnarinnar. Og þessa sína eigin smíð telur
hann svo sjálfur 1887 svo hatramlegt axar-
slcapt, að það eitt sje nægt til að gera alla
stjórnarskrána óhafandi!
Fyr og síðar hefir B. Sv. haldiö fram rjetti
íslenzkrar tungu í stjórnarfari voru, og er það
þakkar vert. En enginn maöur hefir víst
nokkuru sinni setiö á alþingi fyr nje síöar,
sem hefir blandað sem hann ræður sínar með
dönskum oröum og setningum, og hefir kveðið
svo ramt að því, að forseti (Jón Sig. frá Kmh.)
varð að áminna hann um, að tala ekki dönsku,
heldur íslenzku (Alþt. 1867 I, 853).
Ekki vantar það, að ekki hafi það einatt
mátt heyra á B. Sv., að hann þættist vilja
halda fram rjetti Islands gagnvart Danaveldi
í ýtrustu lög. Það mun því koma sumum
kynlega fyrir, að hitta hann sem frumkvöðul
ákvæða, er takmarka rjett Islands fram yfir
það, sem jafnvel stjórnin sjálf hefir fram á
farið. En þeir, sem muna nokkuð fram í
liðna tíð, munu þó kannast við hann einnig
í þessum ham.
Stjórnin leggur 1867 frumvarp fyrir þing
um stjórnarskipun Islands; var í því bæði á-
kveðin staða Islands í ríkinu (stöðulagafrv.)
og stjórnarskrá fyrir sjerstök málefni landsins.
Þar voru talin upp þau málefni, er sameigin-
leg skyldu vera (og eru) alríkinu, og svo á-
kveðiö, að ull önnur mál skyldu vera sjerstök
málefni íslands.
I stað þessa vildi Ben. Sv. telja upp hin
sjerstöku mál. Bæði konungsfulltr. og Arnlj.
Olafsson o. fl. bentu Ijóslega á, að þetta væri
íslandi í óhag. Ef hvortveggja upptalningin
væri alveg nálcvæm og tæmandi, kæmi allt í
sama stað. Það játaði og B. Sv. (Alþt. I, 80(f).
En sje húti ófullkomin — »og hún verður
það með tímanum, af því að aldirnar skipta
og með þeim þarfir og hugmyndir manna«
(kgsfulltr., bls. 804), — þá yrði það íslandi í
hag, að sameiginlegu málin væri upp talin.
Enda virðist B. Sv. kannast við, að tillaga
hans færi fram á minna rjett handa lslatidi
en stjórnin bauð (bls. 807).
Fyrir B. Sveinssonar tilstilli er þannig nú
t stöðulögunum sú ákvörðunin, sem íslandi er
óhagfelldari.
1869 segir B. Sv. á þingi í stjórnarskrár-
ntálinu (Alþt. I, 656): »Vjer megum hvorki
slaka of mikið til, nje halda rjetti vorum allt
°/ fast fram«. Hjer viðurkennir hann sem sína
skoðun, að vjer megum og eigum að »slaka
til« nokkuð — að eins »ekki of mikið«. —
En hvað þvðir hjer »að slaka til«? B. Sv.
skyrir það með mótsetningunni (»halda rjetti
vorum of fast frant«). Að slaka til þyðir því
hjer hjá honum að gefa eitthvað (þótt lítið
sje) eptir af rjetti vorum.
Þetta ár er hann miölunarmaður.
Hann er 1871 iðrunar- og apturhvarfsmað-
ur frá sinni miðlunar syndastefnu. Þá segir
hann (Alþt. 1871, 1.751): »Mjer hefir aldrei
komið til hugar, að sleppa með vilja mínum
einni hinni minnstu hársbreidd af þeim rjetti,
sem Islandi ber«.
Hjer þekkir maður hinn stálklædda Þang-
brand »vorra helgu þjóðrjettinda«, sem slær
á »korðann sinn«, eins og valdsmaðurinn í
»Gandreiðinni«, þegar honum heyrðist »kóng-
urinn blammeraður«.
En hvað lengi var Adam í Paradís? . I
þetta sinn eklci nema tvö ár. »Allt hold er
hey«. Ben. Sv. er 1873 fallinn aptur í sína
fyrri villu, hrasaður í miðlunarbrall af voða-
legasta tagi. Þá »slær hann striki yfir öll
ágreiningsatriði«, og biður konung:
»að ef hans hátign þóknist ekki að stað-
festa stjórnarskrá þessa [o: þingsins frv.,
sem konungsfulltrúi skýlaust hafði lyst yfir,
að ekki yrði staðfest], eins og hún liggur
fyrir, að hann þá allra-mildilegast gefi Is-
landi að ári lcomandi stjórnarskrá, er veiti
alþingi fullt löggjafarvald og fjárforræði, og
að öðru leyti sje löguö eptir ofannefndu
frumvarpi, sem framast má verða«.
Þessa er beðið í bljúgri auðmýkt alveg
skilyrðistaust. Með því að styðja eindregið
þá menn, er eiginlega voru höfundar þessarrar
breytingartillögu (síra Þórarinn Böðvarsson og
síra Helgi Hálfdánarson), og taka hana að sjer
sem sína og berjast fyrir heimi, lagði B. Sv.
sinn mikla (og eina) skerf til þess, að vjer
fengum stjórnarskrá 1874; því að nefndin,
sem B. Sv. var framsögumaöur í, tók til greina
allar bendingar konungsfulltrúa um það,
hversu svo skyldi orða niðurlagsatriði þau, er
þingið samþykkti, og svo varð konungur við
bæn þingsins.
Sfðari árin hefir sá gamli Adam vaknað
aptur í B. Sv., og hann hefir leitazt við að
draga fjöðuryfir þessa skilyrðislausu og bljúgu
miðlun. Minniö er nú, að því er virðist, farið
að bila hann, og því hefir hann, þegar hann
minnist á þetta »miölunar-brall« sitt, orðið
sannleikanum nokkuð nærgöngull. Þannig
segir hann í »Andvara« 1893, að það hafi
verið »fyrirvari« í ofannefndri vara-uppástungu
alþingis 1873 (bls. 94). Á næstu blaðsíðu
(95.) færir hann sig upp á skaptið og kallar
þenna »fyrirvara« (sem enginn var til) »skil-
daga<i, sem fylgi samþykktar-atkvæði þingsins.
Síðar á sömu síðu segir hann: »Frá 1875---
81 má bera stjórnarskrána saman við grund-
vallarlög hinna nyrri tíma (constitution), þrátt
fyrir það, þó hún sje einkennilega til orðin,
þar sem hún, eins og hún er orðuð, er gefin
af konunginum einum, þó með undanfarandi
skildöguðu samþykki þingsins sje«. Skildaginn
segir hann hljóði upp á, að stjórnin eptir til-
tekinn tíma bjóði önnur kjör.
Þetta lýtur að því, að niöurlagsatriði það
í bæn þingsins, er hjer að framan var til fært,
hjelt svo áfram:
»Og leyfir þingið sjer áð taka sjerstaklega
fram þessi atriði: a)... b)... c).. .
d) að endurskoöuð stjórnarskrá, byggð á
óskertum landsrjettindum íslendinga, verði
lögð fyrir hið fjórða þing, sem haldið verð-
ur eptir að stjórnarskráin öðlast gildi«.
Því segir B. Sv. (Andv. 1. c.): »Aptur á
móti er stjórnarskráin í eðli sínu að eins kon-
ungleg tilskipun eptir að fresturiun (þ. e. 4.
þing) er liðinn og fram á þennan dag«.
Með öðrum orðum: konungur hefir ekki
haldið skilyrði það, sem alþingi með samþykkt-
arvaldi batt sitt undanfarna samþykki við.
Stjórnarskráin er því búin að missa sitt gildi
sem stjórnarskrá. Af kurteisi við kónginn
nefnir B. Sv. hana nú konunglega tilskipun.
En með því að konungur aldrei hefir lagt
þessa tilskipun fyrir þingið, þá er auðsætt,
að B. Sv. álítur hana í raun rjettri valdboðs-
lög.
Allt þetta byggir hann á því, að alþingi,
sem hafði fullt samþykktaratkvæði í málinu,
hafi gefið konunginum þá heimild, sem það
gerði með varauppástungunni tilfærðu, að eins
með skilyrðum, og eitt þeirra hafi verið fram-
laga endurskoðaðrar stjórnarskrár fyrir 4. lög-
gjafarþing (1881).
Segir hann nú þetta satt?
Upphaflega stóð í tillögu B. Sv.:
»Þó með þeim skilyrðum:
a), b), c), d),« o. s. frv.
Landshöföingi (kgs.fulltr.) lýsti því, að
þessi skilyrði væri óaðgengileg fyrir konung;
rjeð nefndinni til að breyta, og láta þessi at-
riði koma fram, ekki sem skilyrði, heldur að
eins sem bendingar.
Og þetta gerði B. Sv. og nefndin; breytti
því orðunum: »þó með þeim skilyröum« í orð-
in: »og leyfir þingið sjer að taka sjerstaklega
fram«.
Og svo að enginn efi skyldi á því leika, að
nefndin fjelli frá öllum skilyrðum, segir fram-
sögumaður, sjálfur B. Sv. (Alþ.tíö. 1873, I. 329):
»Þa.ö er enn eitt atriði, sem þingmenn, ef
til vill, ekki hafa fullkomlega skilið viðvíkj-
andi stafliöunum a), b), c), d) í varauppást.
nefndarinnar. Mjer virðist konungsfulltrúi
hafa skilið atkvæðaskrána svo, að þessi atriöi
væru sett sem skilyrði fyrir því, að varauppá-
st. sjálf yrði samþykkt. Meiningin í þessum
stafliðum er sú, að þingið vill sýna, að það leggi
þá áherzlu á þau1, að það álíti ekki neina þá
stjórnarskrá, þar sem þessi skilyrði ekki sjeu
tekin til greina, eðlilega og samboðna kröfum
nauðsynjar vorrar. En að öðru leyti verður
það að vera á valdi og ásjá konungs, hvort
hann vill taka þessi atriði til greina eða ekki«
Hjer er það svo skýrlega tekið fram, sem
auðið er, að þingið setji ekkert skilyrði við
aöalbeiöni sína í varauppást. Enda mætti, ef
þörf gerðist, færa til annan ræðukafla B. Sv.,
er ljóslega sýnir hið sama.
Allt það, sem B. Sv. því í »Andvara« og
víðar byggir á »skilyrðum« þessum, það fellir
hann sjálfur um koll, því að hans eigin orð
og tillögur eru þess órækur vottur, að hann
og alþingi 1873 með berum orðum falla frá
því, að setja þau skilyröi, sem hanu upphaf-
lega hafði hugsað sjer, og breyta þeim í allra-
þegnsamlegasta bendingu, sem hann sjálfur
segir, að hann eins vel búist við að eigi verði
gaumur gefinn.
Hugmyndir B. Sv. um fyrirkomulagið á
hinni æðstu stjórn íslands hafa verið nokkuð
reikular, og svo að segja staöið sín úr hverri
áttinni. Stundum hafa enda stór áttabrigði
1) Stafliður a) var um, að þingið yrði ekki bund-
ið fastri fjárhagsáætlun; b) um sjerstakan ráðgjafa-
c) um að ekki verði lögð á landið án þess sam-
þykkis útgjöld til alrikisþarfa; a) og c) er tekið
til greina i stj.skránni.