Ísafold - 23.06.1897, Side 2

Ísafold - 23.06.1897, Side 2
170 hver er tilgangurinn meö þetta mikla starf? Er hann aðallega sá, að koma biblíusögunum í stuðla, höfuðstafi og hendingar, svo að oss skuli veita ljettara, að læra þær og muna? Og jafnframt segir rnaður við sjálfan sig, að síra Valdimar Briem sje of mikið og gott skáld til þess að eyða kröptum sínum í annað eins. Það er hvorttveggja, að ekki er til neins f'yrir höf. að slá neinn slíkan varnagla, og að hann þarf þess ekki. Allir vonast eptir rniklu, þar sem ræða er urn slíkt yrkisefni í höndun- um á slíkum höfundi, og sú von bregzt ekki heldur. Ekki svo að skilja, að með öllu verði von- brigðalaust fyrir þeim mönnum — ef nokkrir eru — sem lagt hafa fullan trúnað á hið ofsa- lega lofsorð, er lokið hefir verið á bókina, og fara svo að lesa haua á eptir. Þeim hefir verið talin trú um, að þessi ljóð sjeu óslitið snilldarverk frá upphafi til enda, »merkilega jafn-fullkomin«. En svo komast þeir flestir að þeirri niðurstöðu, að kvæðin sjeu harla misjöfn — eða að minnsta kosti trúum vjer ekki öðru. Það getur naumast dulizt þeim, að sum þeirra - jafnvel tiltölulega mörg — sjeu sannir gimsteinar í íslenzkri ljóðagjörð, kvæði, sem vera mundu hverju skáldi og hverri þjóð til sóma. En svo verða fyrir þeim önnur kvæði, sem eru mjög fjarri því, að skýra að neinu leyti þá mynd, sem biblían sjálf hefir dregið upp af mönnum og atburð- um, kvæði, sem örðugt er að sjá, að hafi neina bókmenntalega eða trúarlega eða siðferðilega þyðingu. Og við og við reka þeir sig enda á orðatiltæki, sem í augum þeirra, sem eru eins og fólk flest, eiga heima í óþægilega mikilli nálægð við það, sem kallað er smekkleysur— enda þótt þau orðatiltæki kunni jafnvel að geta aukið á aðdáun þeirra, sem gagntekn- astir eru af skáldskap höfundarins, því að smekkurinn er svo undarlega og óskiljanlega sundurleitur. Sjálfsagt er það misjafnt, eptir hverju menn vonast í slíku riti. Vjer skulum eigi dyljast þess, að vjer höfðum meðal annars búizt við dýpri, andríkari skilningi á sumum hetjum gamla testamentisins en þar kemur fram. Einkum á það við Sál. Saga þessa glæsilega, hrausta, viðkvæma, þunglynda konungs, sem finnur að guð er ekki með sjer og að allt sitt starf því er til ónýtis, er ein af átakan- legustu og hugðnæmustu sögum gamla testa- mentisins. En myndin af hohum er ekki eins skýr þar eins og af svo mörgum öðrum. Þar er svo mikið eptir handa skáldinu. Eu höf. liefir enga rækt við hann. lagt, og Sál verður hjá honum eitthvað svo óþekkilegur, að þegar komið er að saknaðarljóðunum, sem Davíð kveður eptir hann, minna þau lesandann á erfiljóðalofið, sem siður er að bera á alla dauða, jafnt misindismennina og valmennin. Fyrir kemur það og, að liið fegursta í frá- sögn biblíunnar um einstaka atburði hefir einhvern veginn farið fram hjá skáldinu, svo að þess sjer ekki merki í kvæðunum, sem út af þeim atburðum hafa verið ort. Til dæmis í kvæðinu» Absalon«. Biblían segir frá því af hinni mestu snilld — þótt orðin sjeu ekki mörg —, þegar Davíð bíður eptir frjettunum. Hann hugsar sýnilega um ekkert annað en þetta, að ekkert verði að Absalon, syninum, sem er að gera uppreisn gegn honum, synin- um, sem hann elskar svo heitt. Hann spyr um það eitt: »Líður unglingnuin Absalon vel?« Honum ferst átakanlega barnalega, þegar hann er að telja sjer trú um, að öllu sje óhætt, tekur mark á því, að það sje góð- ur maður, sem menn sjá að er á leiðinni með frjettirnar — »hann kemur með góðan boS- skap«. Og í frásögninni er stöðugur stígandi, eptir þvi sem nær færist því, að sorgarfrjett- irnar dynji yfir konunginn. Yfir þessa yndis- legu frásögu er farið mjög lauslega í kvæðinu, svo að ekkert að kal-la verður úr henni. Og allt kvæðið út af þessari »tragisku« sögu um uppreist og ófarir hins fagra konungssonar og elsku og harm föðurins, er furðu Ijelegt. Viðkvæðið (Sigur mun um síðir vinna sann- leikurinn) er óheppilegt, stendur i nyög óljósu, eða engu sambandi við efni kvæðisins. Og sum orðatiltækin í kvæðinu (»illur þegn«, »herjans ræninginn«, »herjans þorparinn«) vekja hjá lesandanum endurminningar um löngu gleymdan rímna-leirburð. I fáeinum kvæðum er efninu svo farið, að vjer skiljum ekki, hvernig höf. hefir komið til hugar að yrkja út af því. Meðal þeirra kvæða má nefna »Fólkstalið«. Það liggur all- fjarri hugsunarhætti vorra tíma, að Davfð hafi drýgt mikinn glæp með því að telja fólkið, sem hann átti yfir að ráða, enda er engin grein fyrir því gerð í kvæðinu. Ekki heldur fyrir því rjettlæti, að láta hegninguna fyrir þá synd koma niður á þjóðinni í stað kon- ungsins, sem í þetta skipti hafði einn ráðin. Allt er hjer jafn-óskiljanlegt í kvæðinu eins og í gamla testamentinu. Fleiri kvæði eru í bókiuni, sem oss virðist rjettara, að sleppt hefði verið, enda þótt vjer hirðum eigi að nefna þau hjer. Það er miklu ánægjulegra og nytsamlegra, að nema staðar við góðu kvæðin, þar sem snilld skáldsins kemur frarn í sem ríkustum mæli. Lesum t. d. aðra eins náttúrulýsing og þessa (í «Köllun Mósesar«): »Næturskuggar læðast fagra fjalls við rót, felast meðan geislar kveðja dalamót; síðan feta þeir upp kliðar hljótt, er hefur sólin boðið góða nótt. Sumarnóttin breiðir hlæju sina blitt og rótt yfir grænan dal. Bak við fjöllin hlá á hvelfing skína brúðarljósin í himinsal. Silfurþræðir mánans hlika’ á blómga storð, hera milli himins og jarðar dularorð. Þegja vindar, þegir fugla hjörð, og þögul hlustar nótt, er dreymir jörð«. Það eru víðar snilldarlegar náttúrulýsingar í kvæðunum, eins og t. d. óveðurslýsingin »A Síuaí«. Það kvæði er svo dýrt kveðið og jafn- framt svo leikandi ljett og lipurt, aðþaðjsýn- ir það ómótmælanlega, að síra Valdimar Briem er einn af hagorðustu mönnunum, sem ort hafa á íslenzka tungu. Hjer er eitt erindi, valið af handa hófi: »Titra tók og nötra Fold gekk öll i öldutn, tröllaherg i fjöllum. allar rætur fjalla Allir hamrahellar fullar helgum hrolli hrundu’ og tættust sundur. hristust i gnýhyrstum«. Skemmtilegt er og í meira lagi, að sjá eirrs leikið sjer með »Höfuðlausnar«-bragarhátt Eg- ils gamla Skallagrímssonar eins og höf. gerir í kvæðinu »Fall Sáls«. Það yrði allt of langt mál, að minnast á allt það í þessum ljóðum, sem vel er kveðið og yndislega. Hjer verður örfátt eitt nefnt að þessu sinni. Þegar síðara bindið er komið út, verður tilefni til að minnast á ritið rækilegar, og þá ætti jafnframt að verða auðveldara að hasla snilld höfundarins völlinn, benda á, hvert hún kemst með hægu móti og hvar takmörk- in eru, sem henni eru sett, eins og snilld allra annara skálda. »Jeríkó« er ei'tt afafbragðs-kvæðunum. Þar í er þetta tignarlega erindi: »Þannig varð horgin að rústum hin rlka, ramgjör og há. Ei stóðnst mannvirkin atlögu slika anda guðs frá. Múrar og kastalar megna’ ei að standa móti guðs anda. Við standast jafnvel ei verkin guðs handa, sjálfur ef andar hann á«. Sigur Gídeons« er álíka vel ortur frá ttpp- hafi til enda, og er þó 19 löng erindi. Þá er ekki kvæðið »Synir Ísaí« lakara. Samúel er að velja konungsefni úr þeim. Fyrri Samúels bókin segir frá því, að honum hafi litizt svo vel á elzta soninn, sem fyrst kom, að hann hugði haun vera konungsefnið. En drottinn sagði honum, að líta ekki á skapnað hans uje vöxt, því að »drottinn lítur á hjartað«. Svo koma þeir hver af öðrum, sjö, sem ekki voru útvaldir. En þeim er ekkert lýst í biblíunni. Skáldið lýsir þeim öllum, og gerir aðdáanlega grein fyrir því, að kostir þeirra eru ónýtir, þegar þeir eru krufnir til mergjar. Viðkvæð- ið við öll erindin er: »Drottinn á hjartað eitt hyggur«. Það kvæði, eins og svo mörg önn- ur, er meira en »biblíusaga í ljóðum«. Það ræður að líkindum, þar sem sá höf. á í hlut, sem af mörgum er talinn helzta sálma_ skáld Islands, síðati Hallgrím Pjetursson leið, að þá muni mörg af þeim kvæðum, sem sjer- staklega eru trúarlegs efnis, vera fögur. Enda er því og svo farið. Boðorðin — ekki skáld- legri en sumum kunna að finnast þau — hafa orðið efni í einfalt og hjartnæmt kvæði. Must- erisvígsla Salómons sömuleiðis. »Elías i hellin- um« er eitt af allra-tilkomumestu kvæðunum, enda vafasamt, livort annað yrkisefni er til yndislegra í gamla testamentinu, en um storm- inn, jarðskjálftann og eldinn, sem drottinn er ekki. í, og um vindblæinn blíða, sem drott- inn er í. Úr »Spádómunum um Messías« skal bent á þetta sem sýnishorn: »0, fagna, Síons dóttir dýra, þinn drottinn sjálfur kemur nú, með sigurfrægð, en hógværð hýra; mót honum glöð þú faðmi snú! Hans skrúð er dýrð, hans skjómi sigur, hans skjöldur friður, sproti náð, hans dýrðarhástóll dásamligur ei dvín um himin, sjó og láð. Og svo skal að endingu eitt tekið fram, enda þótt ekki ætti að vera þörf á því. Eins og það er víst, að það gengur barnaskap næst og er engiun greiði við höfundinn, að telja sjálfum sjer eða öðrum trú um, að 120 kvæði sjeu öll jafn-góð og jafn-fullkomin, eins víst er það, að skáldin verða að dæmast eptir því bezta, sem þau bjóða oss, ef ekki að eins nokkur sanngirni heldur og nokkur andi á að vera í dómum vorum, en ekki eptir hinum og öðr- um blettum, er kunna að vera á því, sem þeir leysa af hendi. Hve nær sem skáldi tekst að fylla huga vorn með fögrum, hreinum, við- kvæmum, aflmiklum, háleitum sýnum og hugs- unum og eyru vor með snjöllum, sterkum eða mjúkum hljómum, þá verður hann velgerða- maður þjóðar sinnar, og við það verður þakk- læti vort og fögnuður vor að miðast. Bókin er af kostnaðarmannsins hálfu prýði- lega úr garði gerð.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.