Ísafold - 30.06.1897, Síða 1

Ísafold - 30.06.1897, Síða 1
Kemur útýmist einu sinnieða tvisv.i viku. Yerð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis6 kr.eða l'/ídoll.; borgist fyrir mið.jan júlí (erlendis fyrirfram). ÍSAFOLDo Uppsögn (skritieg)bundm við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austumtrceti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 30 júni 1897- XXIV árg. W&“ Tvisvar i viku kemur ísafold út, miðvikudaga og laugardaga. Enclurskoðun stjórnarskrárinnar. Ágrip af þingmálafundarræðu eptir alþm., dr. Valtý Guðmundsson. Vjer höfum nú í 14 ár, eða jafnvel 16(þar sem kröfurnar í tillögu síSasta þings voru etrgu vægari en í fr.vörpum uudanfarinna þinga) reynt þá aðferS, að heimta það ýtrasta, sem vjei höfum getað hugsað oss. En hve nær höf- um vjer dæmi þess, er tveir mjög misstyrkir málsaðilar eiga í högg'i, annar lítils máttar, en hinn margfalt meiri máttar — þótt marga eigi sjer máttkari -—, að þeir semji frið með þeim skilmálnm, að lítilmagninn fái öllu því framgengt, er hann kys sjer frekast, en hinn gefist algerlega uppí Væri ekki rjettari aðferð og hyggilegri, að reyna að færa sig smátt og smátt upp á skapt- ið, taka fyrir þau atriðiti, sem mest er í varið og mest ríður á og geyma sjer rjett til að fá meira síðar. Þá er hægra að ná saínkomuiagi bæði vi'ð þann, sem maður á í höggi við, og eins sjálfir sín á milli, því ef farið er fram á gagngerða endurskoðun, er hætt við að vjer getum ekki einu sinni orðið sjálfir sammála um ýms atriði, enda hefir það synt sig í endurskoð- unarbaráttu vorri. En fáum vjer einhverjar verulegar umbætur, einhverju mikilsverðu at- riði eða atriðum hrundið í viðunanlegt lag, þá vex oss fyrir það ásmegin; þá erum vjer þrótt- meiri eptir en áður og stöndum betur að vígi að fá betur losað um höpt þau, er þá þykja enn á oss liggja, í nýrri baráttu. Flestar þjóðir hafa haft þá aðferð, að endur- skoða ekki í einu nema eitt og eitt eða ein- stök atriði í stjórnarskrám sínum, — nema Danir. Þeir ruku til og endurskoðuðu sín stjórnarlög, grundvallarlögin frá 1849, gersam- lega árið 1866, en tókst það hraparlega að flestra dómi nú orðið, enda stóriðrast eptir. Bandamenn í Norður-Ameríku t. d. hafaliaft það öðru vísi; þeir hafa aldrei lagt út í að endur- skoða sína stjórnarskrá alla í einu lagi, og er hvín þó orðin meira en 100 ára göniul, og margt tekið stórmiklum breytingum í högum og háttum þeirrar þjóðar, jafnvel meiri en dæmi eru til um nokkra þjóð aðra. Þeir hafa látið sjer lynda, að taka fyrir einstök atriði við og við, þau er reynslan sýndi brýnasta nauðsyn á í hvert skipti. Sama er að segja um Norðmenn o. fl., er þingbundna stjórn hafa haft um langan aldur. Onnur hyggileg tilbreyting í endurskoðun- araðferoinni væri, að vera ekki að hagga við öðrum atriðum í stjórnarskránni með stjúrn- /aíjra-breytingu heldur en þeim, sem ekki verð- ur breytt með öðru móti. Það sem gera má með einföldum lögum, er engin ástæða til að vera að beita hinni flóknari og fyrirhafnar- meiri aðferð til að breyta, þ. e. stjórulaga- brey tinga.r-aðf erði nni. Meðal annars má breyta skipun efri deild- ar með einföldum lögum (14. og 15. gr. Stjórn- arskr.). Sömuleiðis lögleiða innlendan lands- dóm (3. gr., sbr. ákv. um stundarsakir). Loks er hvergi á það minnzt í stjórnarskránni, hvort Islandsráðgjafinn eigi að sitja í ríkis- rdðinu eða eigi. Það þarf meira að segja eng- an lagastaf til þess að koma því af, sem nú við gengst, og gera hann alveg viðskila við þá samkundu. Það getur orðið, hve nær sem þeir inenn setjast í ráðherrasess i Danmörku, er viðurkenna það rjett að vera. Lang-tilfinnanlegasti agnúinn á því fyrirkomu- lagi, er nú eigum vjer við að búa, er sam- vinnuleysið milli þings og stjórnar. Af því stafa lagasynjanirnar lang-mest, en þær eru mjög opt ekki annað en óhjákvæmileg afleið- ing af slæmum eða ónógum undirbúningi mála þeirra, er þingið gerir að löggjafarsamþykkt- um. Þingmenn semja frumvörpin heima hjá sjer uppi í sveit, eða þá hjer um sjálfan þing- tímann, í flaustri og næðisleysi. Heima hjá sjer vantar þá ýmsar nauðsynlegar skýrslur og skýringar, og á þingi er of naumur tími til að útvega þær. Fyrir það verða svo lög- in ómynd. Það ber og ósjaldan við, að það er að eins eitt ef til vill ómerkilegt atriði, sem veldur staðfestingarsynjun, er til stjórnarinnar kasta kemur eptir þing. Væri sá, seiu þeim úrslitum ræður, ráðgjafinn, staddur sjálfur á þingi, þyrfti ekki til slíks að koma. Þá færi annaðhvort svo, að málamiðlun kæmist á milli hans og þingsins um þetta eina atriði, eða þá að þingið fengi að vita í tæka tíð afdráttar- laust, að þetta mundi verða frumvarpinu að fótakefli og slakaði þá heldur til en að láta málið allt ónýtast. En nú getur verið ýmist, að landshöfðingi þekkir alls ekki vilja stjórn- arinnar, þ. e. ráðgjafans suður í Kaupmanna- höfn, i því og því máli, er þingmenn bera upp, og getur því livorki sagt af nje á um það, hvort það muni hljóta staðfestingu, eða þá að hann er málinu mótfallinn frá sjálfs sín brjósti, en það sýnir sig þó eptir á, að ráð- gjafinn er því hlynntur. Verðum vjer fyrir það að bíða 2 ár í minnsta lagi eptir lögum, sem i sjálfu sjer er engin fyrirstaða fyrir, og stundum jafnvel 4 ár, ef stjórnin skýtur ein- hverju inn í fruinvarpið, er þingið vill eigi ganga að. Getur slíkt orðið í meira lagi bagalegt. Gjörum nú ráð fyrir, að vjer ættum kost 45. blað. á að fá sjerstakan, íslenzkan ráðgjafa, er sæti á þingi og hefði ábyrgð fyrir því (þinginu) allra sinna stjórnarathafna, mundi þá ekki varhugavert, að hafna slíku boði? Með því væri þó ráðin bót á hinu tilfinnanlegasta böli voru i þessu efni, samvinuuleysinu. Og þó að hann sæti í ríkisráðinu fyrst um sinn, þá gæti breyting orðið á því, þegar rninnst von- um varir, enda mikill munur að hafa þar talsmann fyrir vora hönd, mann, er talaði af- dráttarlaust voru máli, i stað þess að mega búast við hinu gagnstæða, þar sem danskur ráðgjafi ætti í hlut, kvaddur til sætis ein- göngu eptir því, hvernig við horfði um danskt floklcafylgi og eptir dönskum hagsmunum. — Með þessu lagi væri vissulegavænlegra til sigurs um meira. Þetta væri eins og að þiggja af- borgun af gamalli skuld. Það þætti flestum betra að fá nokkuð cn ekki neitt, en slepptu fyrir það alls ekki því sem eptir stæði, héld- ur gerðu sjer miklu fremur von um að standa betur að vígi en áður til að fá það, sem á vantaði, þegar búið væri að grynna dálítið á skuldinni, og hefði auk þess fengið betri og öflugri tæki í headur til þess að leita rjettar síns. ' Þingmálafundir. Dalamenn. Arið 1897, hinn 24. júní var haldinn þing- málafundur fyrir Dalasýslu að Asgarbi eptir fundarboði alþingismannsins, síra Jens Páls- sonar. I fundarbyrjun voru viðstaddir 33 kjósendur úr öllum hreppum kjördæmisins; síðar bættust nokkrir við. Fundarstjóri var kosinn alþm. síra Jens Pálsson og skrifari síra Kjartan Helgason. Eptir að alþingismaðurinn hafði stuttlega skýrt frá afstöðu sinni til stjórnarskrármálsins á alþingi, voru þessi mál tekin til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. Fundurinn samþykkti í einu hljóði svo látandi tillögu: Komi ekki frá stjórninni bcinlíuis eða óbeinlínis lagafrumvarp, er hafi í sjer fólgnar breyt- ingar á stjórnarskránni til verulegra bóta, þá vill fundurinn, að sjálfstjórnarkröfum Islendinga sje haldið fram í frumvarps- formi. 2. Samgöngumál. a. Fundurinn vill að alþingi veiti fje til frjettaþráðar til Islands eins og farið er fram á í fjárlagafriunvarpi stjórnarinnar. Samþykkt í e. ldj. b. Fundurinn vill að eimskipaútgjörð land- sjóðs verði haldið áfram og auk þess haldið úti eingöngu á landsjóðs kostnað fjórðungabátum, er standi undir sömu farstjórn, nema því að eins, að þingið fái tilboð um gufuskipaferðir, svo hag- anlegt í öllum greinum, að því þyki gild ástæða til að aðbyllast það um á-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.