Ísafold - 30.06.1897, Page 2

Ísafold - 30.06.1897, Page 2
178 kveðinn tíma, og sje framkvæmd eim- skipaútgjórðarlaganna frestað um jafn- langan tíma, en þau alls eigi úr gildi numin. Samþykkt með öllum atkv. móti 2. Fundurinn óskar einnig, að íslendingum, sem vilja kynna sjer hag manna í út- löndunx eða nema eitthvaö stuttan tíma, gefist kostur á, að fara í öSru farþega- rúmi til útlanda fyrir 25 kr. fargjald, en ókeypis til landsins aptur í sama farþegarúmi, en fæði hafi þeir hjá sjálf- um sjer. Samþykkt í eiuu hljóði. c. Fundurinn óskar, að landpóstur verði látinn ganga úr iiorgarnesi einu sinni í viku, mánuðina júní, júlí, ágúst og september við komu gufubáts Faxaflóa þangað, og fari pósturinn um Amarholt vestur um I ialasyslu aS Bæ Króksfirði og til baka aptur. Samþ. í e. hlj. 3. Landbúnaðarmál. Fundurinn skorar á al- þingi að styðja landbúnaðinn svo sem það sjer sjer frekast fært með fjárframlögum og á annan hátt. Sjerstaklega telur fund- urinn æskilegt: a. Að stofnað sje búnaðarfjelag fyrir allt landið. b. Styrkurinn til búnaðarfjelaga sje aukinn. c. Komið sje upp lánsstofnun, er veiti bændum lán til jarðabóta með mjög vægum kjörum. d. Akveöinn verði með lögum styttsti á- búSartími á jörðum, sem eru einstakra manna eign, en lögleidd arfgeng ábúð á öðrum jörðum. e. Stofnaður verði tilraunagarður til að fá reynslu fyrir því, hverjar útlendar jurtir og trje sjeu fallnar til ræktunar hjer á landi og með hvaða aðferð, og sje við þá stofnun veitt tilsögn í garð- yrkju. f. Þingið leggi fram fje til fóðurjurtarann- sókna og efnarannsókna. g. Hár tollur verði lagður á smjörlíki. h. Þingið hlutist til um, að bændur geti fengið lán í landsbankanum með 4°/0 vöxtum og 28 ára afborgunartíma. 4. Lœknaskipunarmálið. Fundurinn leggur til að landinu verði skipt í 40 læknishjeruð á þann hátt, sem frumvarp stjórnarinnar fer fram á. Læknarnir í Reykjavík, Isa- firði, Akureyri og Seyðisfirði fái í laun 2000 kr., en aðrir 1500 kr. Eptirlaun þeirra verði ’/5 af launum þeirra og auk þess 10 kr. fyrir hvert embættisár. Lækna- taxtanum vill fundurinn í engu breyta. Fundurinn álítur æskilegt, að í hverju sveitalæknisumdæmi leggi landssjóður til jörð á hentugum stað fyrir læknissetur gegn eptirgjaldi. Samþ. í e. hlj. 5. Fundurinn skorar á alþingi að stofna al- mennan landsspítala í lieykjavík og gera læknaskólann sem fullkomnastan. Samþ. í einu hljóði. 6. Fundurinn skorar á þingið að stofna sem fyrst geðveikraspítala í landinu. Samþ. í einu hljóði. 7. Fundurinn óskar að alþingi veiti Hjálm- geir Jónssyni dyralækni styrk til aðstunda dyralækningar í vestur-amtinu vestan Bröttubrekku, með því skilyröi, að hann hafi aösetur fyrir sunnan Þorskafjarðar- heiði. Samþ. í einu hljóði. 8. Fundurinn óskar, að þingið skori á stjórn- ina, að setja milliþinganefnd til að undir- búa frumvarp til laga um aðskilnað ríkis I og kirkju. Samþ. með 32 atkvæðum á móti 1. 9. Fundurinn vill að þingiö semji einkaleyfis- lög fyrir Island. Samþ. í e. hlj. 10. Fundurinn vill, að þingið hlvnni sem rnest og be/.t að alþýðumenntun, sjerstaklega sjái kennaraefnum fyrir góðri undirbúnings- menntun, styrki barna- og unglingaskóla engu síður í sveitum en sjóþorpum. Samþ. í e. hlj. 11. Fundurinn skorar á alþingi, að veitaskóla- stofnun Islendinga í Vesturheimi í eitt skipti fyrir öll verulegan fjárstyrk. Samþ. með öllum atkv. móti 1. 12. Fundurinn skorar á alþingi, að semja lög, er veiti hverju lögsagnarumdæmi samþykkt- arvald til að banna vínsölu innan sinna takmarka. Samþ. i e. hlj. 13. Fundurinn skorar á alþingi, að veita nægi- legt fje til þess, að vegagerð á hinum ill- færa þjóðvegi í Dalasyslu verði tekin til fullnustu á næsta fjárhagstímabili. Samþ. í einu hljóði. 14. Fundurinn mælist til þess að alþingi veiti styrk til brúargjörðar á Bakkaá í Hörðu- dal. Samþ. í e. hlj. 15. Fundurinn skorar á alþ., aö tolla allskon- ar »bittera« og kynjalyf. Samþ. í e. hlj. 16. Fundurinn slorar á alþingi, að hækka toll á áfengum drykkjum. Samþ. með 13 at- kvæðum móti 5. 17. Fundurinn óskar að þingið takmarki erfða- rjettinn þannig, að engir sjeu arftækir nema í beinni upp- og niðurstígandi línu, en erfðafje það falli til landsjóðs. Til vara óskar fundurinn, að erfðafjárgjald af arfi er gengur til útarfa verði fært upp í 10 af hundraði að minnsta kosti. Reykvíkingar. Fundur 26. júní. með húsfylli hjer um bil, en fremur fátt kjósenda. Umræður mestar um stjórnarskrármálið, — meðal annara tal- aði dr. Valtýr Guðmnndsson og flutti framan- skráða ræðu — og var að lokum samþykkt með 31 samhlj. atkv. svolátandi ályktun: »Komi fram vissa fyrir því á þinginu. að stjórnin sje fús til samkomulags um veruleg- ar umbætur á stjórnarfyrirkomulaginu, skorar fundurinn á þingið að hafna eigi slíku, enda þótt allar kröfur vorar híngað til eigi fáist í einu, en án þess þó, að gefa upp neitt af rjettarkröfum vorum«. Um samgöngumál samþ. fundurinn að skora á þingið að fresta að sinni útgerð landssjóðs til millilandaferða, en leitast við að ná sem beztum samningum um þær við eitthvert fje- lag, en landssjóður kosti að öllu 2 strandferða- báta (austan um land ‘og vestan, samfara mik- illi fækkun á viðkomustöðum rnillilandaskip- anna umhverfis land). Vildi láta veita þann ársstyrk sem þyrfti til þess að frjettaþráður fengist lagöur hingað til lands; gæta varúðar í lœknalauna-hækkun; leggja nægilegt fje til árlegs kostnaðar við hinn fyrirhugaða holcls- veikisspítala, — tillaga um, að hann væri eigi hafður nær Reykjavík en í Laugarnesi, var felld með 11 : 10 atkv.; þilskipakaupalán veitist með sem vægustum kjörum og engin föst tak- mörk, er eigi megi fara fram úr handa einu skipi; mótfallinn smjörlíkistolli. Húnvetningar. Fundur að Þingeyrum 19. júní. Þessi mál tekin til umræðu og ályktunar: Stjórnarskrármólið. Felld var með 13 at- kvæðum móti 4 svohljóðandi tillaga: Fundur- inn skorar á alþingi, að það komi sjer sam- an um eitt frumvarp til stjórnarbótalaga fyr- ir Island, er innihaldi hinar minnstu kröfur til stjórnarbótar, er gangandi sje að, og sam- þykki það frumvarp þing af þingi, unz málið vinnst. Verði ekki þetta samkomulag, telur fundurinn ráðlegast, að láta málið bíða þetta kjörtímabil. Aptur á móti var samþykkt með 22 atkv. móti 1 svofolld tillaga: Fundurinn lýsir yfir, að hann óskar eiu- dregið endurbóta á stjórnarskránni, en telur þó þýðingarlaust til nokkurs árangurs, að uæsta þing taki upp stjórnarskrárfiumvarpið frá síðustu þingum. Ef aptur á móti stjóru- in svarar tillögu síðasta þings með því aö bjóða einhverja kosti til verulegra bóta í þessu máli, þá telur fundurinn rjett að að- hyllast þau boð, án þess að nokkru sjesleppt af sjálfstjórnarkröfum landsins. Þessi viðbót við tillöguna var samþykkt með 13:8 atkv.: »En að öðru leyti felur fundur- inn þingmónnum sýslunnar að leita þess sam- komulags í málinu, sem vænlegast væri til að þoka því áfram«. Frjettaþráðarlagning til landsins vildifund- urinn láta styðja sem dyggði; sömuleiðis að millilandaferðir gufuskipa og strandferðir verði sem greiðastar og bagfeldastar, landssjóði sem kostnaðarminnst, með 2 strandferöabátum aust- an um land og vestan; einhuga með lækkun eptirlauna, stofnun holdsveikisspítala, móti hækkun á launum lækna og læknataxtanum, með fjölgun læknahjeraða (allt að 40); vildi fá veittan ríflegan styrk til Hólaskóla og Ytri-Eyjarskóla, sömuleiðis meðmæltan styrk til matreiðsluskóla í Reykjavík, loks með styrk til búnaðarfjelaga eins og hann nú er veittur, en að viðbættum lánum úr landssjóði handa einstökum mönnum til búnaðarframfara með vægum kjörum. Skag'firðingar. Fundur að Sauðárkrók 17. júní. Urn stjórn- arskrármálið sarnþ. í einu hlj. áskorun til þingsins um, að það skori á stjórniua að skipa milliþinganefnd til að i-æða og koma fram með tillögur um endurbætur á stjórnarfyrir- komulagi landsins eigi síðar en svo, að stjórn- in samkvæmt þeim tillögum geti lagt fyxár alþingi 1899 frv. til nýrra stjórnarskipunar- laga fyrir ísland, og skipa nefndina 4—6 mönnum kosnum af alþingi 1897 og jafnmörg- um dönskum mönnum, er kosnir væru af l)ana hálfu. Um gufuskipaferðir vildi fundurinn aðhyll- ast aðgengil. tilboð frá sameinaða gufuskipa- fjelaginu 2 árin næstu, ef millilandaferðunum. verður haganlega fyrir komið og hagfelldar strandferðir standi í sambandi við þær, og að ekkert aukagjald leggist á vörur þær. sem frá xitlöndum koma og til útlanda eiga að fara til og frá viökomustöðum strandferðaskip- anna. Þetta sje þó bundið þeim skilyrðum, að farmeyrir og fargjald sje ekki hærra en hjá landskipinu og samningur ekki bindandi engur en til 2 ára. Til vara samþ., að ef eigi fengist viðunanl. samningur við samein- aða gufuskipafjelagið, þá skuli landsskipsút- gerðiuni haldið áfram og jafnframt lagt fje til 2 gufubáta til strandferða austan um land og vestan frá Reykjavík. Meira fje vildi fundurinn fá til vegagerðar í Norðlendingafjórðuni en að undanförnu; yfirleitt mótfallinn akbrautum; óskaði fast- lcga styrks til brúargerðar á Vestur-Hjeraðs- vötn; eindregið með fjárveiting til frjettaþráð- ar til Inidíins; ícnxul. n íð búnaíarfjelaga-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.