Ísafold - 30.06.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.06.1897, Blaðsíða 3
179 styrk, eins og áður, og auk þess hagfelld lán handa sveitarfjelögum til jarðahóta o. s. frv.; vill láta afnema eða takmarka að miklum mun kennslu í latínu og grísku í lærSaskólanum, styrkja hússtjórnarskólann í Reykjavík, en veita ekki fje til að stofna nýjan spítala (landsspítala) í Reykjavík, nema því að eins að hærinn leggi fram talsverðan hluta kostn- aðarins. Loks vildi fundurinn fá löggiltan verzlunarstaö við Haganesvik og jarðamat landsins endurskoðað. Aths. Borgfirðingar vildu því að eins ganga að samningum við gufuskipafjelagið sameinaða, að viðunanlegir samningar fengjust. Synodus var haldin í gær, 29. júní, undir forsæti J. Havsteens amtmanns og Hallgr. Sveinssonar biskups, í efri deild alþingis. Síra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti prjedikaði á undan út af II. Tím. 2, 19—20. Fundinn sóttu 33 prófastar og prestar, auk stiptsyfirvaldanna. í upphafi fundarins hjelt hiskup all-langa inngangsræðu um þ/ðingu synodusar í nútíð og framtíð, og kvaddi lektor Þórhall Bjarnar- son til skrifara. Styrkveitingar. Fyrst var skipt .kr. 3781,40 milli 13 upp- gjafapresta og 78 prestsekkna. Eptir að hisk- up hafði fært rækilegar ástæður fyrir tillögum stiptsyfirvaldanna um styrkveitingar í ár, hvað burt hefði fallið og hvar þyrfti við að hæta, voru tillögurnar samþykktar óbreyttar í einu hljóði. Þá lagði biskup fram reikning Prestaekknasjóðsins fyrir árið 1896, og var sjóðurinn við síðustu árslok kr. 21.007,67, hafði aukizt á árinu um kri 382,79. Gjafirnar námu á árinu krónum 193,27 úr 12 prófastsdæmum. Biskup lýsti yfir þeirri von sinni og ósk, að tillögin yrðu sem jöfnust vir öllum prófastsdæmum landsins á ári hverju, þótt ekki kæmi mikið frá hverj- um einstökum. I samhandi við þessa sk/rslu sk/rði biskup frá því, að hann hefði fengið formlegt gjafabrjef til Prestaekknasjóðsins frá sálmabókarnefndinni fyrir útgáfurjetti sálma- bókarinnar, 1/sti jafnfiamt yfir því, að eigi væri ætlun sín að fara þannig með útgáfu- rjettinn, að verð bókarinnar hækkaði að nein- um mun, en samt mætti treysta því, að út- gáfurjetturinn yrði töluverður tekjuauki fyrir Prestaekknasjóðinn, og þakkaði gjöfina fyrir lrönd sjóðsins. Síðan lagði biskup fram fmmvarp til endurskoðaðrar handbókar fyrir presta á íslandi og til breytinga á kirkju- rítúalinu frá nefnd þeirri, sem skipuð var í því máli 1892, og gerði ráð fyrir, að hið prentaða frumvarp yrði sent öllum þjónandi prestum á landinu, og áuk jþess [mundi það verða á boðstólum til sölu. Biskup ljet í ljósi þá ósk sína, að prófastsdæmin hefðu sent til sín athugasemdir sínar um frumvarpið eigi síðar en um miðján maímánuð næsta ár, svo að þær athugasemdir gætu orðið ræddar í nefndinni fyrir næstu synodus, og var fundur- inn því samþykkur. Svo var samþykkt, að bæta 2 mönnum við nefndina, og voru kosnir: doeent síra Jón Helgason með 23 atkv. og sira J ens Pálsson í Görðum með 13 atkvæðum. Næst honum hafði prófastur síra Jóhann Þor- kelsson 12 atkvæði. Biskup hreyfði því næst samskotum til 400 ára minningar Melanktons, sem hann á síðastliðnum vetri hafði sent út boðsbrjef um, en litinn árangur hafði enn bor- ið, og lagði fundarmönnum á hjarta það mál, er þeir kæmvi heim til sín, því að innan skamms þyrfti að senda samskotin hjeðan. Borgun handa sal'naðar- fulltrúum. Biskup gat þess, að hann hefði fengið ítrek- aðar áskoranir um að gangast fyrir lögum um borgun handa safnaðarfulltrúum fyrir að sækja hjeraðsfundi, en 1/sti jafnframt yfir því, að hann væri með öllu mótfallinn slíkri lagasetn- ing, með því að ef til slíkrar borgunar þyrfti að koma, ætti hún að greiðast af hlutaðeig- andi söfnuði. Þeir sem tóku til máls um það atriði, voru yfirleitt biskupi samdóma. Þó var Jón prófastur Sveinsson því ekki mótfall- inn, að lög væru samin, er heimiluðu að jafna slíkum gjöldum á safnaðarmenn. Málið fjell niður án nokkurrar ályktunar. Innheimta á tekjum presta. Biskup sk/rði frá því, að sumir hjeraðsfund- ir hefðu borið fram óskir um að innheimtan á tekjum presta væri falin öðrum, þó að und- anskildum fasteignartekjum og borgun fyrir aukaverk. Síra porkell Bjarnason gerðist aðalflytjandi málsins, kvað innheimtuna geta veikt það góða samband, sem vera ætti milli prests og safn- aðar, ef presturinn ætti ekki að fara á mis við það sem honum bæri. Hún gæti og enda orðið skaðleg fyrir andlegt líf safuaðanna, því að sumir kynoki sjer við að fara til kirkju, ef þeir skuldi prestinum. Bezt mundi að fela s/slumönuum innheimtuna. Fyrirhöfnin mundi verða lítil fyrir þá, því að peuingum rigni yfir þá á þingstaðnum, en prestar eigi allt örðugra aðstöðu. S/slumenn muni því fúsir að taka að sjer innheimtuna fyrir 4 af hundr- aði, sem sje vel tilvinnandi fyrir prestinn. Hörmulegt sje fyrir presta að þurfa að vera að ganga eptir peningum hjá bláfátækum mönn- um, stundum enda óvíst, hver gjöld prest- inum beri, og s/slumanni veiti auðveldara að komast að niðurstöðu um það. „ Amtmaður kvað ekki hægt að skipa s/slu- mönnum þetta, nema þá með lögum, ogflest- ir hefðu þeir þegar of mikið að gera. Allt kæmi þetta í sama stað niður, hvað vinsældir prestanna snertir. Benti á, að innheimta á alþ/ðustyrktarsjóðsgjaldinu hefði farið hrepp- stjórum illa úr hendi, og surnir s/slumenn • telji ófært að demba henni á sig. Þeir muni því ófúsir á að taka að sjer innheimtu fyrir prestana. Síra Brynjólfur Jónsson vildi fela sóknar- nefndum innheimtuna fyrir 6%. Síra Jóh. L. L. Jóhannsson kannaðistekki við að innheimtan ylli prestum óvinsælda, væru þeir óvinsælir, mundi eitthvað annað og meira að þeim. Taldi illa til fundið, að senda s/slumenn á fátæklingana, í stað þess að prestur miðli sjálfur málum. Þetta að eins n/ bót á gamalt fat, og fríkirkjan standi fyr- ir dyrum, livort menn vilji eða ekki. Síra Árni porste nsson tók í strenginn með málinu en Síra Eyjólfur Kolbeins var því mótfallinn, kvað ekki duga að líta eingöngu á hag prest- anna í þessu efni, heldur yrði jafnframt að gæta þess, að breytingin væri til hins verra fyrir bændur; þeir þyrftu að borga í pening- um, ef s/slumenn færu að innheimta gjöldin. S'vra Jóh. próf. porkelsson benti á, að víða vantaði sk/r lagaákvæði um tekjur presta, enda hafi mismunandi venja myndazt á /ms- um stöðum. Hyggur að þingið muni neita að losa presta við innheimtuna. En hinu geti það ekki frá sjer vísað, að gera sk/rari á- kvæði um 3'mislegt, sem líti að gjöldumprests og kirkju. Sumir baldi þetta spilli fvrir frí- kirkjumálinu, en engin vissa sje fyrir að frí- kirkja komist á hjer á landi. Annars sje það ekki rjett, heldur siðspillandi, að mönnum haldist uppi ár frá ári, að borga ekki skyldu- gjöld sín. Stra Sigurður próf. Gunnars^on var sám- dóma flutningsmanni um agnúana, sem væru á innheimtu prestanna, og vitaskuld væri sárt að taka fje af fátæklingum. En það yrði ekk- ert betra, þótt s/slumaður yrði settur til höf- uðs þeim og tæki gjöldin í peningum. Aðal- atriðið sje, að allur gjaldmátinn sje óeðlilegur og svo lögin óskír í /msum greinum. Megi ekki búast við fríkirkju í næstu framtíð, þyrfti gjaldmátinn að breytast og prestar að komast á föst laun. Eina rjetta fyrirkomulagið sje í fríkirkjunni. Yill að svo stöddu ekki hreyfa við málinu. Sira Pjetur Jonsson. Gjöldin eru ekki ó- ákveðin eptir löggjöfinni. En misjöfn venja hefir myndazt. Gjaldafyrirkomulag fríkirkj- unnar er byggt á sandi. Síra porkell Bjarnason. Prestar eru em- bættismenn landsins, og það er landsins skylda að sjá fyrir þeim. Breytingunni mundi mega koma svo fyrir, að ekki þyngdi neitt á bænd- um. Samdóma Sig. Gunn. um þörf á algerðri endurskoðun. En það mál er svo víðtækt, að því fæst ekki framgengt um sinn. Þetta aptur á móti auðgert, ef þingið vill. Síra Brynj. Jónsson kvað lambsfóðrin illa tekjugrein, þegar búið væri að drepa allt úr hor. — Klukkan var nú langt gengin 4 og fundi frestað til kl. 6. (Niðurl. næst). Um selafriðun. Eptir Otto Wathne á Seyðisfirði. Jafnvel þótt þetta mál snerti ekki beinlín- is mig, vil jeg þó leyfa mjer að vekja ept.ir- tekt manna á því, hve háskalegt sje að friða þetta ránd/r. Það virðist svo sem ekki ætti að þurfa að eyða mörgum orðum að því, að fá selnum útr/mt. I flestum löndum, sjerstak- lega í Noregi —■ en þar var fyrir ekki all- löngu kynstur af sel —, er nú búið næstum alveg að útr/ma honum, og nú er ekki laxinum bvíin nein hætta af honum í nokkurri veiðiá. Hinn litli arður, sem eigendur að þeim stöð- um, þar sem selveiði er atvinnuvegur, hafa af honum, kemst ekki í neinn samjöfnuð við ágóða þann, er þeir eptir fá ár mundu hafa af laxi og öðrum matfiski, ef selnum væri út- r/mt. Það er alkunnugt, að þar sem selur er að nokkrum mun, fl/r lax og allar aðrar fisk- tegundir. I Stöðvarfirði og Berufirði hjer eystra er nægur fiskur, en í Breiðdalsflóa, sem er milli hinna, fæst enginn fiskur, en þar er hundruðum saman af sel; er þetta ótvíræð sönnun fyrir því, að selur og fiskur eiga ekki sambúð. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að ef selnur, væri útrfmt mundu Islendingar að fáum ár-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.