Ísafold - 03.07.1897, Side 3

Ísafold - 03.07.1897, Side 3
183 að vjer þiggjnm boöið. Gerurn nú ráð fyrir að vjer þiggjum það ekki. Hvað þá? Annaðhvort verSum vjer að halda áfram sjálfstjórnarbaráttunni við stjórn, sem oss er andvíg í hugsunum, orðum og gerðum, eins og vjer gerðum fram að síðasta. þingi með stjórnarskrárfrumvörpum og a.lgerðu vonleysi um árangur, eða vjer trjenumst upp á öllu amstrinu og leggjum árar í bát. Hvorttveggja er jafn-vænlegt til sigurs. Hvorttvegja leiðir til jafnvirðulegra úrslita á baráttunni fyrir sjálfstjórnarrjetti þjóðar vorrar! Því að það verða menu að hafa hugfast, enda er það öllum mönnum vitanlegt, að ann- hvort verðum vjer að sætta oss til bráðabirgða við það sem nii byðst, eða fá ekkert um lang- an aldur að öðrum kosti. AnnaShvort er að reyna nú þessa nýju ieið, eða halda áfram út í sömu vonleysisógöngurnar og' áður. Og einmitt með hliðsjón á sjálfstjórnarbar- áttu vorri á ókominni tíð er vert að gefa því fullar gætur, að með þessari breytingu er oss, auk annara hlunninda, boðinn nýr kastali, nýtt vígi í stríðinu. Því að ólíkt eigum vjer óneitanlega aðstöðu, þegar vjer höfum stjórn vora til fylgis við oss gagnvart Dönum, eða þegar vjer, eius og að undanförnu, höfum ráð- gjafa vorn, sjálfan dómsmálaráðherra Dana, ef til vill fyrir vorn helzta andstæðing. Er það hyggileg herstjórn að þiggja ekki vígið? Að öllum jafnaði eru menn að sækjast eptir kastölum á ófriðartímum. Alþingi sett. Landshöfðingi setti þingið í fyrra daga, eins og til stóð, í umboði konungs, að undangeng- inni guðsþjónustu í dómkirkjunni og stje Sig- urður próf. Jensson í stólinn. Þingmenn voru allir komnir og viðstaddir. Ben. Sveinsson hrópaði: lengi lit'i konungur vor Kristján hinn níundi, og rómaði þingheimur það á venjulegan hátt. Landshöfðingi las upp og lagði fram boðskap þann frá konungi til alþingis, er hjer fer á eptir. Með fundarstjórn hins elzta þingmanns, Sig- hvats Arnasonar, voru kosnir fyrst embættis- menn í samein. þingi, forseti Hailgrímur Sveinsson biskup, og skrifarar Sigurður Stefánsson og Þorleifur Jónsson. Þá skipuðu þingmenn sjer í deildir, og kusu neðri-deildarmenn sjer forseta Þórhall Bjarnarson lektor, og skrifara Einar Jónsson og Klemens Jónsson; en efri deild forseta Árna Thorsteinsson landfógeta, en skrifara Jón A. Hjaltalín og Þorleif Jónsson. Boðskapur konungs til alþingis. Vjer Kristján hinn Níundi, af Guðs náð o. s. frv. Vora konunglegu kveðju! Vjer þökkum hjartanlega fyrir hinar góðu oskir til handa Oss og Vorri konunglegu ætt, er neðri deild alþingis hefur tjáð Oss í ávarpi td Vor, og Vjer metum mjög mikils hollustu þá, er þar og svo opt áður hefir komið fram við Oss af hálfu alþingis. Vjer höfum mjög alvarlega hugleitt þings- ályktanir þær, er báðar deildir alþingis hafa samþykkt og mælt er fram með í ávarpinu til Vor, þar er skorað er á stjórn Voraaðkoma til leiðar mikilvægum breytingum á stjórnar- fyrirkomulagi hinna sjerstöku íslenzku mála, en Vjer höfum eigi sjeð Oss fært að taka þær til greina, og eru til þess þær ástæður, er ráð- gjafi Vor fyrir Island mun skýra frá á öðrum stað. Hinsvegar mun alþingi í ýmsum lagafrum- vörpum, er nú verða fyrir það lögð, mega sjá vott um tilraunir Vorar og stjórnar Vorrar til þess í samvinnu við þingið að efla og vernda at- vinnuvegi Islands, bæta samgöngur þess og gæta heilbrigðis almennings og einstaklinga og viuna' þannig að framförum í þeim greinum, er mest um varðar fyrir landið nú um stundir. Oss hefur verið það sönn ánægja að taka eptir þeim framförum, er orðið hafa þegar í þessum greinum á síðustu áratugum, og er það von Vor, að sá apturkippur, er hætt er við að hinir skaðvænu jarðskjálptar síðastliðið haust kunni að hafa í för með sjer fyrir þau svæði, er þeir gengu yfir, reynist skamm- vinnur. Með innilegri ósk um að starfi alþingis verði landinu til hamingju og blessunar, heitum Vjer því hylli Vorri og konunglegri mildi. Ritað í Amalíuborg 21. maí 1897 Christian R. Rump. 1 gær var ekki annað gert en að landshöfð- ingi lagði stjórnarfrumvörpin öll, þau er fyr hefir getið verið hjer í blaðinu, 22 alls, sinn helm- ingiun í hvorri deild. Sömul. lagt fram eptir- farandi stjórnskrárbreytingarfrv. frá dr Valtý: Prumvarp til stjórnarskipunarlaga um breyt ngar á stjórnarskrá um hin sjer- staklegu málefni Islands, 5. janúar 1874. Flutningsm.: Valtýr Guðmuudsson. I stjórnarskrá um hin sjerstaklegu máleíni Islands, 5. janúar 1874, breytist 3., 25., 34. og 61. gr. ásamt 2. ákvörðun um stundarsakir sem hjer segir: 1. gr. 3. grein orðist svo: I þeim málefn- um, sem getið er í fyrra lið 1. gr., ber ráð- gjafinn ábyrgð á stjórnarathöfninni. Aþingi kemur fyrir sitt leyti ábyrgð fram á hendur ráðgjafanum eptir þeim reglum, sem nákvæm- ar verður skipað fyrir um með lögum. 2. gr. 1. liður 25. gr. orðist svo: Fyrir hvert reglulegt alþing, undir eins og það er saman komið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir ísland fyrir tveggja ára fjárhagstímabil- ið, sem í hönd fer. Með tekjunum skal telja bæði hið fasta tillag og aukatillagið, sem sam- kvæmt lögum um hina stjórnarlegu stöðu Is- lands í ríkinu, 2. janúar 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sjerstaklegu gjalda Islands, þó þannig, að greiða skuli fyrirfram af tillagi þessu út- gjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar ís- lands, eins og þau verða ákveðin af konung- inum. 3. gr. 34. gr. orðist svo: Ráðgjafanum fyr- ir ísland skal heimilt vegna embættisstöðu sinnar að sitja á alþingi, og á hann rjett á að taka þátt í. umræðunum eins opt og hann vill, en gæta verður hann þingskapa. Ráðgjafinn getur einnig veitt öðrum manni umboð til að vera á þingi við hlið sjer og láta því í tje skýrslur þær, er virðast nauðsynleg- ar. I forföllum ráðgjafa má veita öðrum um- boð til þess að semja við þingið. Atkvæðisrjett hefir ráðgjafinn eða sá, sem kemur í hans stað, því að eins, að þeir sjeu jafnframt alþingismenn. 4. gr. 2. málsgr. 61. gr. greinar orðist svo: Nái uppástungan um breytingu á stjórnar- skránni samþykki beggja þingdeildanna, og vilji stjórnin styðja málið, skal leysa alþingi upp og stofna til almennra kosninga af nýju. 5. gr. 2. ákvörðun um stundarsakir orðist svo: Þangað til lög þau, er getið er í 3. gr., koma út, skal hæstirjettur ríkisins dæma mál þau, er alþingi höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir Island, eptir þeim málsfærslureglum, sem gilda við tjeðan rjett. Gufuskipið Jyclen, 400 smál., skipstj. C. Lund, kom hingað í nótt frá IVIiddlesbro með kol og salt. Það er aukaskip landsútgjörðarinnar; átti að vera »Constantin«, en hann forfallaðist. Með skipinu komu 2 Englendingar og cand. theol. Friðrik Hallgrimsson (bisknps). Frá útlöndum frjettalítið. Friður ekki full- gerður enn með Tyrkjum og Grikkjum. Það eru sendiherrar stórveldanna í Miklagarði, sem eru að sjóða hanu saman, með soldáni. Mælt er að Tyrkir haldi eigi síður ótæpt á herbúnaði og muni hugsa helzt til, að halda Þessaliu. Bmbættisprófi við háskólann í guðfræði lauk 12. f. mán. Friðrik Hallgrímsson með 2. einkunn (laud II.). Heimspekispróf eða forspjallsvisinda við háskólann tóku í f. m.: Guðm. Björnsson, Guðm. Finnbogason og Halldór Júlíusson með ágætis- einkunn; Steingr. Matthíasson, Arni Þorvaldsson, Edvald Möller og Skúli Magnússon með 1. eink., og Sveinn Hallgrimsson með 2. eink. Heiðurssamsæti. Milli 40—50 bæjarmenn, embættismenn og háskólagengnir menn (flestir) hjeldu dr. Finni Jónssyni háskólakennara sam- sæti í gærkveldi á hótelinu ísland. Síra Jón Helgason mælti fyrir minni heiðursgestsins, en hann fyrir minni Islands. — Dr. F. J. leggur af stað í næstu viku landveg norður á Akureyri. Utför Jóns Olafssonar útvegsbónda mánudag 5. júli kl. 11 ‘/a. Á morgun verður EKKI haldin eptir- middags-guðsþjónusta. Takið eptir. Enginn af þeim, er auglýst hafa hestajárn eða aðrar smíðar, selur eins ódýrt og undirskrifaður. Sömuleiðis ljábkka, sljettunar- spaða, grjótverkfæri, þakrennur, olíubrúsa, tekvarnir, torfljái og margt fleira, sem hvergi fæst nærri eins ódýrt. Allar smíðar, fljótt og vel af liendi leystar. Kristófer Sigurðsson járnsm., Rvík. Bnndizt hefir reiðbeizli á veginum úrtirinda- vík og niður í Almenning. Rjettur eigandi má vitja þess, hjá Bjarna Pjeturssyni í Hafnarfirði, en borga verður hann þassa auglýsing. MAÐUR, sem er alvanur skrifstofustörfum og hefir góð meðmæli, óskar að fá atvinnu. Ritstj. vísar á. Fundizt hefur silfurbúin svipa á Laugarvegi Ritstj. visar á finnanda. UflP Seltirningar geri svo vel að vitja ísafoldar í afgreiðslu blaðsins (Austur- I str. 8), þegar þeir eiga leið um.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.