Ísafold - 07.07.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.07.1897, Blaðsíða 1
Kemur útýmisteiuu sinnieöa tvisv.í viku. Yerð árg.(90arka ruinnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l'/sdoll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (ski iíieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Atgreiðslustota blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 7- júlí 1897 XXIV árg. I sar* Tvisvar í viku kemur ísafold út, miðvikudaga og laugardaga. Oilda grundvallarlög Dana hjer á landi? Full ástæða er til þess fyrir oss, að láta oss þykja vænt um tillögur landshöfðingja í stjórn- arskrármáliuu. Bak við þær stendur synilega sjálfstæð sannfæring. Þær eru vitaskuld, því miður, andvígar þinginu að því er snertir búsetu ráðgjafans og innlendan landsdóm. Og ástæðurnar, sem fyrir honum vaka, fyrir ráðgjafa-búsetunni, eru oss ekki sem allra-skiljanlegastar, einmitt frá hans sjónarmiði. Það er enginn vandi að láta sjer skiljast það, að búseta ráðgjafans í Kaupmannahöfn ér óhjákvæmileg, meðan sjermálum vorum er haldið í ríkisráði Dana. Hitt er torskildara, að ráðgjafinn skuli með engu móti mega eiga heima hjer á latidi, og ekki geta látið sjer nægja þau samgöngufæri rnilli landanna, sem til er að dreifa, eptir að aðskilnaður hefði fengizt frá ríkisráðinu, og ráðgjafinn því ætti við konung einan að eiga, þegar frá þinginu væri komið. A þessari skoðun sinni viðvíkj- andi aðsetri ráðgjafans byggir hann svo aptur að hálfu leyti tillögur sínar móti landsdómin- um, svo að þar bindur hvað annað. En með tillögum hans, að því er snertir lausn sjer- mála vorra frá ríkisráðinu, virðist oss allmik- ið fara að losna um þá hleðslu. Ett geti landshöfðingi ckki fellt sig við all- ar kröfur síðasta þings, þá er það auðsætt, að hann fellir sig því síður við það stjórnar- fyrirkomulag, sem vjer nú höfum. Vjer höf- um fengið afdráttarlaus meðmæli hans með þeim kröfunt vorum, að' skipaður sje sjerstak- ur ráðgjafi fyrir Island, að sá ráðgjafi mæti á alþiugi, að hann beri ábyrgð eigi einungis á stjórnarskrárbrotum, heldur og á öllum sínum stjórnarathöfnum, og að sjermál lands vors sjeu eigi borin upp í ríkisráðinu. Oss skilst svo, sem stjórnin hafi að lokum fallizt á þessar tillögur landshöfðingja, að þeirri undantekinni, sem snertir samband vort við ríkisráðið, — enda þótt aðferðin við að gera oss það samþykki vitanlegt sje meira «n kynleg, næstum því meira en kátleg, sjálf- sagt dæmalaus í sögu þjóðanna. Það er nú fróðlegt, að athuga mótbárur stjórnarinnar gegn þeirri tillögu landshöfðingja, sem hún fellst ekki á. Landshöfðingi byggir tillögur sínar á 1., 2. og 3. gr. stjórnarskrárinnar. Fyrsta greinin segir, að í öllum þeim málefnum, sem varða Island sjerstaklega, skuli landið hafa löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig. Onnur grein- in kveður svo á, að konungur láti ráðgjafann fyrir Island framkvæma vald sitt yfir öllum hinum sjerstöku málefnum Islands (með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnarskránni), og þriðja greinin segir, að þessi ráðgjafi skuli hafa ábyrgð á því, að stjórnarskránni sje fylgt. Samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinn- ar lítur landshöfðingi svo á, sem hinir aðrir ráðgjafar konungs hafi enga heimild til þess að hafa áhrif á sjermál Islands. Þeirra er að engu getið í stjórnarskránni. Þar af leiðandi eiga þeir alls ekki að hafa sjermál vor að neinu leyti með höndum. Svar stjórnarinnar er í stuttu máli þetta: Það má ekki leggja þennan skilning í stjórn- arskrána, af því að sá skilningur kæmi í bága við grundvallarlög Dana; samkvæmt þeim eiga ráðgjafarnir að sitja í ríkisráðinu; þar af leið- andi á ráðgjafi Islands að sitja þar og sjer- mál Islands að berast þar upp. Aðalspurn- ingin verður þá þetta: gilda grundvallarlög Dana hjer á landi? Gildi þau hjer ekki, er svar stjórnarinnar út í hött. Gildi þau hjer, er ekkert um að tala. Það væri mikilsvert, að um það efni væri rækilega ritað af færum, lögfróðum íslending- um. Hjer skal að eins á það bent að þessu sinni, að því fer svo fjarri, að skilningur stjórnar vorrar á þessu atriði hafi ávallt ver- ið skilningur Danastjórnar, að bæði er til að minnsta kosti eitt dómsmálastjórnarbrjef, sem er honum allsettdis andstætt, og að ein lög sjerstaklega og þar að auki öll löggjöfin fyrir lsland 1849 til 1874 kemur beint í bága við grundvallarlögin, ef þau ltafa gilt hjer á landi. Árið 1857 kom kaþólskur prestur, Bernard- Bernard, hingað til lands, og spurðist fyrir um það, hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu, að hann mætti reisa hús á Seyðisfirði, til þess að veita þar móttöku frakkneskum fiskimönnum, og vera þeim til aðstoðar bæði í veikindum þeirra og andlegum þörfum. Ef grundvallar- lögin, sem veittu mönnum trúarbragðafrelsi á sínu valdsviði, giltu hjer á landi, þá gat eng- inn vafi á því verið, að presturinn hafði full- an rjett, eigi að eins til að reisa hús þetta, heldur og til að boða, trú sína. Hann fjekk líka leyfi til að reisa húsið með brjefi frá dóms- málastjórninni dags. 14. júlt 1859. En jafn- framt sló stjórnin þann varnagla, að grund- valla,rlögin gildi ekki hjer á landi, enda var leyfið bundið þvi skilyrði, að það yrði »ekki misbrúkað á nokkurn hátt, og sízt til að telja Islendinga á kaþólska trú«. Þá komum vjer að löggjafar-atriðinu. Þar er að ræða um einhver alkunnustu lögin í öllum lagabálk vorum: hegningarlögin sjálf. I grundvallarlögum Dana er svo fyrir mælt, að handteknir menn skuli færðir fyrir dómara áður en tiltekinn tími sje liðinn, að dómsúr- 47. blað. skurður skuli kveðinn upp iunan tiltekins tírna um það, hvort handteknum rnanni skuli haldið í varðhaldi, að ekki megi setja mann í gæzluvarðhald fyrir smá-yfirsjónir, og að til ranttsóknar á heimili manns eða kyrrsetningar og rannsóknar á brjefum og öðrum skjölum þurfi dómsúrskurð, nema eitthvert lagaboð heimili undantekning frá því. Ef grundvall- arlög Dana giltu hjer á landi, þá hlaut það að varða sektum eða þyngri hegning, að bregða út af þessunt fyrirntælum. Hvað segja svo íslenzku hegningarlögin frá 1869? Þau segja, að verði þessi ákvœði tekin upp í íslenzk stjórnarskipunarlög, þá skuli brot gegn þeim varða sektum eða þyngri hegning. Ákvæðin eru því ekki þá í lögum á Islandi, eptir því sem hegningarlögunum farast orð. Það er dr. Valtyr Guðmurtdsson, sem hefir í fyrirlestri sínum um »landsrjettindi Islands og stjórnarbaráttu«, prentuðum í Eimr. II, 1, sýut og sannað, að skilningur stjórnar vorrar á þessu atriði er alveg ósamrýmanlegur við margra ára löggjöf vora. Hann. kemst svo að orði: »Á öllu tímabilinu frá 1849 til 1874 var íslenzk löggjöf í höndum konungsins eins sem einvaldskonungs. Á þessu tímabili komu út all-mörg íslenzk lög, er að vísu voru lögð undir ráðgjafaratkvæði alþingis, en sem voru gefin út af konunginum einum, án þess að nokkurt löggefandi þing ætti hlut í þeim. Sjálf stjórnarskráin 5. jan. 1874 var gefin af konunginum einum af frjálsu fullveldi, án þess að nokkurt löggefandi þing ætti hlut í henni. Hvernig hefði nú þetta getað átt sjer stað, ef grundvallarlögin hefðu gilt á Islandi? Samt er engin ályktun til frá ríkisþinginu, er veiti konunginum heimild til að gefa út lög fyrir Island, án þess að það eigi hlut í, og þar sem engin mótmæli hafa kontið fram frá þess hálfu, þegar þetta hefir verið gert, þá sýnir það fyllilega, að það hefir líka litið svo á, sem grundvallarlögin giltu ekki á lslandi«. Það má margt tleira til tína því máli til sönnunar, að stjórnin í Danmörku hafi ekki talið grundvallarlögin í gildi hjer á landi. Að minnsta kosti er eitt dæmi þess ótalið: Ef grundvallarlögin giltu hjer á landi, þá voru stöðulögin frá 1871 grundvallarlagabreyting. En með þau var ekki farið á þann liátt, og það er ljós sönnun þess, að þá var ekki litið svo á, sem grundvallarlögin giltu hjer. I þessu sambandi er og vert að minna á það, sem dr. V. G. hefir líka bent á, að tveir að minnsta kosti af lagakennurunum við Kaup- mannahafnarháskóla, Deuntzer, og sjálfur rtk- islagaprófessorinn, Matzen, segja báðir í lög- fræðiritum sínum, að grundvallarlögin gildi ekki hjer á landi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.