Ísafold - 07.07.1897, Blaðsíða 3
187
allnr fjöldi manna kominn á |>rot fyrir allar skepn-
ur aö kalla mátti. Fáeinir bændur áttu að vísu
fyrir sinar skepnur, en voru ekki aflagsfærir. —
Samt miðluðu þeir hinurn, sem nú voru miklu
fleiri, og það án efa meira af vilja en mætti, og
sumir sjer i baga, — þess er vert að geta —, og
lögðu fram ýmsa lijálp og aðstoð bæði i orði og
verki, að fráteknum einum manni, sem á nú eptir
talsverðar fyrningar, en fekkst ekki til að' bjálpa
svo neinu næmi, og það þó hreppsnefndin byði
ábyrgð; en slíkir menn eru hjer ekki til, nema sá
eini maður, enda kom það eugum á óvart um
liann.
Kafald, snjór og innistaða mátti kalla að hjeld-
ist hjer til 13. mai, og kýr stóðu viðast inni fram
yfir þann 20. Allan þann tima frá því fyrir
sumarmál var á mörguin bæjum lítið annað til að
gefa kúm og fje en rúgur, sem sóttur var á Þing-
eyri úr báðum hreppum Dýrafjarðar, og má óhætt
fullyrða, að hjer hefði mjög viða orðið sumpart
fellir eða þá lang-dreginn hor, ef þar hefðu ekki
verið nægar birgðir bæði af rúgi og rúgmjöli,
sem hæði var selt og lánað', hverjum sem hafa
vildi, án allrar tregðu. Það v«r að eins fáum
dögum áður en »Laura« kom, sem rúgur var loks
upp genginn, eptir alla aðsóknina af meiri og minni
háttar bændum, því nú urðu »fiestir Jónar jafnir«,
en rúgmjöl, bankabygg og flestar aðrar matvöru-
tegundir þrutu aldrei, og rúgmjölið var sótt og
brúkað fyrir skepnur, meðan þurfti, og kom að
sama gagni, cnda er full reynsla fengin fyrir þvi,
að enginn fóðurauki kemst í samjöfnuð við rúg eða
rúgmjöl, þegar rjett er að farið' og skepnum gef-
ið það í tima, meðan menn hafa eitthvað af heyi
til að gefa með, ef ekki verður látið út.
Laura kom hjer 8. maí, og sá tími, sem rúgur
var ekki til, var frá 4. til 16. maí; þvi þá kom
rúgur með segiskipi, og i millibilinu var nægt af
mjöli og bankabyggi, sem sótt var hvaðanæfa að.
(Það er því að visu rjett, sem stendur i Isafold 12.
mai, að þá, þegar Laura var þar á ferð um það
leyti, fekkst þar enginn rúgur og kom enginn með
henni, en vantaði að geta þess, að hann hafði
fengizt og verið óspart úti látinn þangað til fám
dögum áður).
Hjer hefir enginn fellir orðið, þó liklega sjeu
misjafnlega feitar skepnur, og hjá sumum, sem þó
urðu heylausir að síðustu, er fjenaður vel til fara
og engu siður en þegar vel hefir árað áður, og
er hægt að sanna, að það er eingöngu að þakka
kornbirgðunum á Þingeyri, sem hafa í vor frelsað
marga skepnuna frá sárum sulti, þegar dauðinn
var fyrir dyrum, eins og optar hefir komið lijer
fyrir áður, þegar harðast hefir verið og alveq
fokið í 'önnur skjóU.
Þingmálafundir.
Kjósar- og Gullbringrnsýsla.
Þar voru haldnir 2 fundir, i Keflavík og Hafn-
arfirði.
1. Keflvíkingar (26 kjósendur á fundi, auk beggja
þingmannanna, 24. f. m.) vildu alls eigi láta hreyfa
stjórnarskrármálinu á þessu þingi, svo framar-
lega sem ekki komi frv. frá stjórninni, er tryggi
betur rjettindi íslands í stjórnarfarslegu tilliti, en
nú er (öll atkv. gegn 1), og tóku það auk þess
sjerstaklega fram, í einu hlj., að þeir áliti tilboð-
ið um sjerstakan islandsráðgjafa ófullnægjandi og
vildu hafna því.
Hætta vildu þeir við landskipsútgerðina næstu
2 ár, en nema þó eigi lögin um hana úr gildi, og
þiggja tilboð gufuskipafjelagsins sameinaða, eða
annað fulltryggilegt tilboð. Með styrk til frjetta-
þráðar alveg eins og stjórnin stingur upp á
(35,000 kr. i 20 ár). Háskólamálið vildu þeir
alls eigi láta koma fram á þingi í sumar. Eptir-
taunamálinu vildu þeir láta halda fram i sömu
stefnu og áður, og að engin eptirlaun væru greidd
þeim, er flytti sig af landi burt. Mótfallnir skaða-
bótum úr landssjóði til landskjálftasveitanna og
öllum launaviðbótum. Meðmæltir gagngerðri end-
'irskoöun fátækralöggjafarinnar, með milliþinga-
oefnd. Meðmæltir (í e. hlj.) hjeraðasamþykktum
viðvíkjandi áfengissölu. Botnvörpumál: »Fund-
urinn skorar á alþingi að fylgja þvi enn sem fyr
fram, að Faxaflói sje friðaðnr fyrir botnvörpum,
og vill, til þess að því verði framgengt, gera i
öðru tilliti skynsamlegar tilslakanir við botnvörpu-
veiðendur«. Samþ. í e. hlj. Sömuleiðis í e. hlj.
óskað eptir lánveitingum úr landssjóði til ishúsbygg-
inga með sem vægustum kjörum, og eius til þil-
skipakaupa. Enn fremur að þingið styrki sjávar-
útveg á opnum skipum, eigi siður en landbúnað
(væntanleg fiskiveiðafjelög), og styddi að stofnun
sameiginlegs þvingaðs innlends eldsvoðaábyrgðar-
sjóðs fyrir allt landið.
2. Hafnfirðingar hjeldu sinn fund 26. f. m., —
Kjósarsýsla og innhreppar Gullbr.sýslu —, fremur
fámennan, og gátu ekki komið sjer saman um
neina ályktun í stjórnarskrármálinu (3 till. bornar
upp, en engin samþ.). Sammála Keflvikingum um
landsgufuskip, strandferðir og frjettaþráð. Vildu
láta skipa vara-sýslunefndarmenn og breyta fá-
tækralöggjöfinni, sjerstaklega binda framfærslu-
skyldu þurfamanna við lögheimilishreppinn; styrkja
engan einstakan mann til utanfarar til að læra
þilskipasmíðar, heldur veita fje til að útvega hing-
að útlendan, duglegan og reyndan skipasmið; ekki
heldur styrkja Guðm. Jakobsson til húsasmíðanáms
erlendÍB, og yfir höfuð enga bitlinga til einstakra
manna. Fundurinn var samþykkur tillögum stjórn-
arinnar og læknafundarins í læknaskipunarmálinu
að því er snertir Kjósar- og Grullbr.sýslu. Tillaga
um að nema horfellislögin úr gildi ekki samþ, en
þar á móti samþ. uppást. um að fá almenn dýra-
verndunarlög. Til þilskipakaupa vildi fundurinn
láta veita allt að 100,000 kr. til 10 ára, vaxta-
laust fyrir fyrstu 5 árin. Sumir vildu kaupa gufu-
báta fyrir þetta fje, en aðrir þilskip. Oskað til-
tölulegs styrks til sjávarútvegs á borð við land-
bilnað. Um botnvörpumál sammála Keflvíkingum.
Alþingi.
Mest fengizt viS nefndarkosningar þá daga
I sem af er þingi.
j Fjárlaganefnd: Sig. Gunnarsson (formaður),
Pjetur Jónss., Tr. Gunnarss., Guðjón G., Þórður
Thor., Jón Jónss. þm. Eyf., Einar Jónsson.
Læknaskipunarmál: Jón A. Hjaltalín (fm.),
Sig. Jenss., Þorl. Jónss. (skr.), Þorkell Bjarna-
son, Gutt. Vigfússon.
Landsreikningar og fjáraukalög: 01. Briem,
Guðl. Guðm., Valtýr Guðmundsson.
Holdsveikramál: Tr. Guunarsson, Þórður
Thoroddsen, Kl. Jónss., Þorl. Guðmundsson,
Þórður Guðmundss.
Botnvörpuveiðar: Kristján Jónsson, Jón
Jakobsson, Sig. Stefánsson.
Alþýðustyrktarsjóðir: Hallgr. Sveinsson,
Þorl. Jónss., Jón Jónss. N.-Múl.
Bólusetningar: Þórður Thoroddsen, Eiríkur
Gíslas., Einar Jónsson.
Refaeyðing: Þorl. Guðmundss., Bj. Sigfúss.,
Guðl. Guðmundsson.
Þetta eru helztu málin, er í nefnd hafa
verið sett, allt stjórnarfrv., og segja þing-
mannanöfnin til, í hvorri deildinni hvert
þeirra er.
Stjjórnarskrárbreytingin á þingi.
Stjórnarskrárbreytingarfrumvarp Dr. Valtýs
Guðmundssonar var til 1. umr. í neðri deild
í gær.
Dr. Valtýr Guðmundsson ■. Frumvarpinu er
öðruvísi farið en undanförnum stjórnarskrár-
frumvörpum, er styttra og fer skemmra í rjett-
arkröfunum. Hygg'"r samt, það sje enginn ó-
kostur. Að undanförnu hafa menn farið svo
langt, sem menn hafa þótzt eigá heimting á.
Það getur verið gott í byrjun, en það hefir
sjmt sig, að hinn málsaðilinn hefir orðið okk-
ur of örðugur. Nú hefir baráttan staðið 16
ár, og ekki sýnist efnilegt að halda áfram í
sama horfinu. Þetta vakti líka fyrir síðasta
þingi, og því var breytt um aðferðina. Þó að
einhverjir kunni að vera, sem geri sjer von
um sigur að lokutn, ef vjer berjumst til þraut-
ar, þá geti sá sigur orðið of dýrkeyptur. Þeg-
ar vjer lítum á ástandið hjer á landi, hvernig
atvinnuvegir vorir sjeu í kaldakoli, hve mjög
vjer sjeum á eptir öðrum þjóðum, hve margt
oss sje lífsnauðsynlegt að fá gert, þá virðist
hyggilegra að verja kröptum vorum til þess
að fá því hrundið í lag, heldur en að eiga í
sífeldri baráttu, og það um sumt, sem kann
að reynast smáatriði. Því að ekki er jafn-
mikilsvert um allar kröfur vorar. Ræðum.
kvað það tvennt hafa vakað fyrir sjer, að taka
ekki upp í frv. annað en það, sem rnesta þýð-
ingu hefði, og jafnframt það, er mest ástæða
væri til að ætla, að samkomulag fengist urn
við stjóruina. Með því væri eugum rjettar-
ltröfum sleppt, enda hefði sjer ekki dottið í
hug að koma með þetta frumvarp, ef nokkur
uppgjöf á kröfum vorum hefði þurft að vera
því samfara. Bezta aðferðin til að fá þeim
kröfum framgengt sje, að taka fyrir uokkur
atriði í einu, eins og ýmsar aðrar þjóðir hefðu
gert; þá væri hægra að sameiua sig um kröf-
urnar og jafnframt hægra að ná samkomulagi
við hinn málsaðilann, heldur en ef allt væri
tekið x einu, sem möniium kynni að detta í
hug að fara fram á. Þá væri mönnum og
síður hætt við að hlaupa á sig og iðrast svo
alls eptir á, eins og Dönum hefði farið. —
Nokkrar kröfur vorar gætum vjer látið liggja
milli hluta, þegar um stjórnarskrárbreyting
væri að ræða. Fyrst þá, að sjermál vor sjeu
ekki borin upp í ríkisráði Dana. Allir Isl.
viðurlienni, að það sje lögmæt krafa, en hún
kemur ekki neinni stjórnarskrárbi'eyting við.
Þar beygjum vjer oss að eins fyrir valdinu,
meðan vjer getum ekki annað. Svo er breyt-
ing á skipun efri deildar; stjórnarskráin gef-
ur heimild til hennar með einföldum lögum.
Eins er með landsdóminn.
Að því er snertir búsetu ráðgjafans hjer á
landi, þá sje það eðlileg krafa, að stjórnin
verði sem innlendust. En stjórnin hafi gefið
þar svo skýr svör, að auðsætt sje, að ekki sje
unnt að beygja hana af þeirri leið, auk þess
sem seta ráðgjafans í ríkisráðinu mundi verða
breytingunni til fyrirstöðu. Landshöfðingi
hefði jafnvel í tillögum sínum talið hana »ó-
hugsandi«, og ræðum. er á sama máli, nema
með því móti, að vjer fáum landstjóra, eða
þá að ráðgjafarnir verði tveir, og annar við
hlið konungs. En að því vilji stjórnin ekki
ganga, þyki það of umfangsmikið og kostnað-
arsamt, og eins líti margir menn hjer á landi
á það mál. Vjer þurfum á öllu voru fje að
halda, þótt vjer eklci fjölgum embættismönn-
unum, og ættum ekki að gera leik til þess,
að lausninni frá ríkisráðinu undantekinni.
I frv. eru þau atriði, sem mest um varðar,
sjerstakur ráðgjafi, sem mætir á alþingi og
ber ábyrgð allrar stjórnaráthafnarinnar, sömu
atriðin, sem landshöfðingi hefir mælt með.
Stjórnin hefir engar mótbárur fært fram gegn
þeim í svari sínu, að eins talið árangurslaust
að bjóða þær, af því svo mikið meira væri
heimtað. Af því ræður ræðum. það, að hún
muni ganga að þessu frumv., ef þingið vill
láta sjer það lynda. Mjög mikill ábyrgðar-
hluti gagnvart landi og þjóð að hafna því, og
eyða í þess stað fje og kröptum i langan ald-
ur í ofurkapp fyrir, því, sem ekki sje unnt að
fá. Skorar að síðustu á landshöfðingja, að