Ísafold - 17.07.1897, Side 1

Ísafold - 17.07.1897, Side 1
Kemur útýmisteinu sinnieða tvisv.í viku. Yerb árg.(90arka minnst) 4kr., erlendisö kr.eða l1/* doll.; borgistfyrir miðjan júlí (erlendis fyrirfram). ÍSAFOLR Uppsögn (skritieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda f'yrir 1. október. Afgreiðsiustola blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 17- júlí 1897 XXIV. árg. Sjórnarbótar-kostnaður. Engum getum skal um það leitt, hvort landsstjóra-hugmyndin kanu að rísa upp úr duptinu einhveru tíma á ókomnum öldum. En hitt er víst, aS steindauð er hún. Enginn þingmaður hefur nú orðið einurð á að lialda þeirri hugmynd á nokkur hátt fram á þinginu. Það er ekki cinu sinni til nokkurt hlað, sem ymprar á henni, engiun þingmála- fundur hefur gert það, ekki einu sinni nokk- ur maður, að því er oss er frekast kunnugt. Engum blöðum er um það að fletta, hvað orðið hefur þeirri hugmynd að meini. Það cr ekki synjanir stjórnariunar. Vjer verðum ekki afhuga neinu, sem vjer höfum samfæring um að verði oss til góðs, þó að stjórnin sje oss afundin. pað er kostnaðurinn. Mönnum taldist til, að landstjóranum mundi fylgja 30—40 þús. kostnaðarauki fyrir land- sjóð áárihverju, auk ef til vill hálfu meiri fúlgu í eitt skipti fyrir öll til sæmilegs bústaðar handa landsstjóranum m. m. Vjer skulum að þessu sinni ekkert fara út í það, hvort þessi kostnaðarkvíði hefir sprott- ið af hyggilegri forsjálni og sparnaðarviðleitni, eða óþörfum volæðisanda. Hitt er nóg, að hann hefir orðið landstjórahugmyndinni að fjörlesti meðal þjóðarinnar, auk þess sem hún er eitt af því, sem stjórnin í Khöfn hefir and- æpt hvað harðast í móti. Og úr því svo er komið, væri heimska að halda dauðahaldi í hana, heimska fyrir þá, sem ekki vilja láta alla þessu langvinnu stjórnarbaráttu vora vera unna fyrir gíg. Hún er eitt af því, er vel getur beðið betri tíma, meðal annars þess, að þjóðinni vaxi það fislcur um hrygg að efna- hag og mannlund, að slíkt sje takandi í mál. Það er þó ekki annað, þetta landstjórafyrir- komulag, en það sem tíðkazt hefir um langan aldur um allan hinn enska heim, jafnvel í smæstu útlendum hins mikla brezka ríkis. En úr því að eða meðan að þessi tvöfaldi þröskuldur er á þeirri leið, hví skyldi þá eigi reyna hitt: þetta, sem nú stendur oss til boða, reglulegur sjerstakur ráðgjafi, með svo fullri ábyrgð fvrir þinginu, sem nokkurn tíma hefir verið farið fram á? Og þegar því þar að auki fylgir sá kostur, að það kostar ekki landssjóð 1 eyri. Meira að segja, heldur sparn- aður, t. d. 2000 kr. alþingis-borðfje lands- liöfðingja færist til ráðgjafans og þar með yfir á ríkissjóð. Hvisnæðiskostnað fyrir ráðgjafann hjer mundi og ríkissjóður að sjálfsögðu leggja fram, auðvitað láta reisa sæmilegan bústað * fýrir hann, þegar hann dveldi hjer, hvort heldur væri uin þingtímann eða endranær, með því að tilætlanin mun vera, að hann sitji hjer aðjafnaði nokkurn tíma af árinu, eins þau árin, sem þing er ekki haldið. Lokan. Eitthvert ljósasta dæmi þess, hve ótrúlega hugsunarlaust menn stundum geta talað á þing- mannabekkjunum, eru þau ummæli nokkurra þingmanna, að með því að samþykkja stjórnar- skrárbreytingarfrumvarpið, sem nú liggur fyr- ir þinginu, sje loku skotið fyrir alla frekari stjórnarmálsbaráttu af íslendinga hálfu. Og svo á lokan að vera tvíhleypt! Annað læsingarjárnið á að vera sá varnagli stjói’narinnar, að með þessum breytingum telji hún sjálfstjórnarmáli voru ráðið til lykta. Liggur ekki við, það sje ótrúlegt, að til skuli vera þær barnasálir meðal þiugmanna, að þeim vei-ði talin trú um, að slíkur nagli hljóti að sitja blýfastur urn aldur og æfi ? Muna þeir þá ekki eptir yfirlysingunni, sem fylgdi þeirri stjórnarskrá, sem þeir eru að berjast við að fá breytt? Lýsti ekki stjórnin yfir því afdráttarlaust, þegar stjórnarslcrá vor var gefin, að með henni væru komin fullnað- arúrslit á stjórnarskrármál vort? Og hefir ekki verið vitnað í þá yfirlýsingu hvað eptir annað í svörum stjórnarinnar? Og nú einmitt í umræðunum um þær breytingar á stjórnar- skránni, sem stjórnin býðst til að ganga að, þvert ofan í undanfarnar yfirlýsingar — ségja þingmenn: I guðsbænum varið þið ykkur nú. Stjórniu telur þetta fullnaðarúrslit, svo það er ómögulegt, að við fáum nokkurn tíma nokkru breytt frekara, ef við göngum að þessu! Það er öllum mönnum vitanlegt, að aldrei hefur nokkur íslendingur tekið minnsta inark á slíkum yfirlýsingum. A því hefur öll stjórn- arskrárbarátta löggjafarþings vors meðfram verið byggð, að vjer höfum virt þær að vett- ugi. En einmitt nú, þegar stjórnin sjálf er að færa þinginu ómótmælanlega heim sann- inn um það, að vjer höfum haft rjett að mæla — þessar yfirlj'singar sjeu í raun og veru ekki annað en markleysa — þá fara þingmenn að telja sjálfum sjer og öðrum trú um, að . þær standi óhagganlegar, á liverju sem gangi. Stjórnarbaráttunni á jafnframt að verða lok- að með breytingunni á 61. gr. stjórnarskrár- innar. Dýrmætasta þjóðrjettinda-gimsteinin- um í stjórnarskrá vorri á að verða svipt hurt, ef þiug verður ekki rofið og aukaþing haldið, hvenær sem þingið samþykkir breyting á stjórnarskránni, enda þótt stjórnin sje henni andvíg. Það er nógu fróðlegt að rifja það upp fyr- ir sjer, hvernig við fengum þennan gimstein. | 50. blað. Það var ckki af því, að vjer hefðum verið að biðja um hann. Hvorki Jóni Sigurðssyni njo öðrum, sem með honum börðust fyrir því að vjer fengjum stjórnarskrá, hafði nokkru sinni slíkt til hugar komið. Vjer fengum hana fyr- ir ritvillu í stjórnarskrárhandritinu, sem lagt var fyrir konung til staðfestingar. í því höfðu fallið úr orðin: »ef stjórnin vill styðja málið«, og við það varð að sitja! Hvaða gagn höfum vjer svohaft af þessum ritvillu-gimsteini í stjórnarmálsbaráttu vorri? Vjer höfum fengið tvö aukaþing. Þokuðu þau stjórnarbót vorri eitt hænufet áfram? Fengu þau ekki sömu svörin eins og reglu- legu þingin? Þaö þarf ekki að svara spurn- ingunni hjer — hvert einasta mannsbarn á landinu getur það. Tryggingin fyrir því, að vjer getum breytt st.jórnarskrá vorri, liggur ekki í þeim ákvæð- um stjórnarskrárinnar, sem nú er farið fram á að breyta, eins og hver heilvita maður get- ur sjeð, ef hann gerir svo lítið úr sjer að hugsa sig um eitt augnablik. Hún liggur í þeim ákvæðum 61. greinarinnar, sem engum lifandi manni dettur í hug að brej'ta. Og vjer verðum aldrei einum þumlungi nær stjórn- arskrárbreyting fyrir það eitt, að löðrunga sjálfa oss með aukaþingskostnaði. Það gæti verið ofurlítið vit i að vilja halda »ritvillunni« eptirleiðis í stjórnarskránni, ef breytt væri öðru atriði í áminnztri 61. gr., því, að halda skuli aukaþing livenær sem stjóruarskrárbreyting er samþykkt á alþingi, — ef þar væri látið standa að eins, að stjórn- in skyldi jafnan leysa upp þingið þá þegar, er svo ber undir, en þingliald bíði hins reglu- lega tíma eptir sem áður. Þá er stjórnin skyld til, hvort sem hún vill eða ekki, að skjóta málinu undir dóm kjósenda, en án þess að hiuum n_ýju þingmönnum sje stefnt saman fyr en til reglulegs þiugs. Vonandi heyrist ekki þetta loku-skraf fram- ar á þinginu. Því að það er hin fáránlegasta meiuloka. Það þarf ekki nema heilbrigða skynsemi til að sjá það tvennt: að engin stjórn getur bundið skoðanir ept- irkomenda sinna um aldur og ævi; og að meðan stjórnarskráin sjálf heimilar þingi og stjórn að breyta stjórnarskránni, þá er enginn sá kraptur til, sem geti hleypt loku fyrir stjórnarskrárbreytingar, sem þing og stjórn koma sjer saman um, en án þess, án samkotnulags milli þings og stjórnar geta þær ekki komizt á. »HeÍmskrÍngla«, eldra íslenzka frjetta- blaðið í Winnipeg, varð gjaldþrota í vor og er hætt að koma út. Hún hafði notið fjárstyrks nokkurs af íhaldsstjórninni í Ottawa, en sústjórn varð undir við kosningar í fyrra sumar og sleppti völdunum. Efnahagur blaðsins stóðst ekki styrkmissinn.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.