Ísafold - 24.07.1897, Page 1
Kemurútýmisteinu sinnieða
tvisv.í viku. Yerð árg.(90arka
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr.eða
ll/adolí.; borgistí'yrir mið.jan
júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgeí'anda fyrir 1. október.
Afgreiðslustota blaðsins er i
Austurstræti 8.
Reykjavík, laugardaginn 24 júlí 1897-
XXIV. árg.
f Tvisvar í viku kemur ísafold
út, miðvikudag'a og laugardaga.
Stjórnarskrárbreytingar-
frumvarp nefndarinnar
Stjórnarskrárbreytingarnefndin hefir lokið
starfa sínum, og eigi orðið á eitt sátt. I meiri
hlutanum eru Ben. Sveinsson, Guðl. Guðmunds-
son, Kl. Jónsson, Pjetur Jónsson, Skúli Thor-
oddsen og Sig. Gunnarsson. I minni hlutan-
um er Dr. Valtýr Guðmundsson. Frumvarpið,
sem hann lagði fj'rir þingiö, hefir hann tekið
aptur og nefndin hefir nú á boðstólum nytt
frumvarp, sem V. G. gerir ágreiningsatkvœði
við. Auk þess gerir og Ben. Sveinsson sjer-
staka grein fyrir sinni uiSurstöSu. Hún er
að sönnu hin sama og annara nefndarmanna í
meiri hlutanum, en ástæðurnar aörar.
Munurinn á frumvarpi nefndarinnar og hinu
fyrra frumvarpi er sá, er nú skal greina:
Nefndin vill fyrst og fremst bæta iun í
stjórnarskrána því ákvæði meS berum orðum,
aS sjermál lslendinga skuli eigi borin upp í
ríkisráöi Dana.
I öðru lagi vill nefndin kveða á nákvæmar
um stöðu ráðgjafans en gert var í hinu fyrra
frumvarpi — aS hann megi eigi hafa önnur
stjórnarstörf á hendi, verði að skilja og tala
íslenzku og eigi sæti á þingi; sjeu sjúkdóm-
ar eða önnur slík forföB því til fyrirstöðu, að
hann geti mætt á alþingi, má hann veita öðr-
um manni umboö til þess að mæta þar á sína
ábyrgð, en að öðrum kosti mæti landshöfðingi
á ábyrgð ráðgjafans. Aðstoðarmann á þingi
vill nefndin ekki heimila ráðgjafa aS hafa.
Þá fer og nefndin fram á það, að neSri
deild, í staS alþingis, fái ákæruvaldið gegn
ráSgjafanum.
Og svo vill nefndin láta 61. gr. stjórnar-
skrárinnar standa óbreytta.
Ágreiningsatriði minni hlutans (V. G. ) eru
þessi:
Hann vill ekki sctja inn í stjórnarskrána
ákvæöið um aðskilnað sjermála vorra frá rík-
isráðinu, ekki fela neðri deild (f stað alþingis)
ákæruvaldið, og ekki skylda stjórnina til að
kveðja til aukaþings, þegar alþingi er leyst
upp samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar, og
hann vill heimila ráðgjafanum að veita öðrum
tnanni umboð til að vera á þingi við hliö
sjer.
Ekki hafði verið ástæðulaust fyrir þá menn,
sern með öllu er ókunnugt um, hve gjarnt
sumum þingmönnum vorum er á að vera
nokkuö fljótráðir í dómum sínum, þegar um
þvðingarmikla nýbreytni er að ræða, að búast
við nokkrum öðrurn undirtektum hjá meiri
hluta nefndarmannanna, fjórum af þeim sjö,
sem nefndina skipa. Þeir voru kosnir í nefnd-
ina af mönnum, sem ekki vildu sinna tilboÖi
stjórnarinnar minnstu vitund, heldur fella það
frá nefnd og 2. umræðu. Frá þeirra hliö hafði
því væriS haldið fram á þinginu, með liörðum
orðúm og óvingjarnlegum, að ekki væri við
slíku tilboði lítandi —- og svo, eptir allau
gauraganginn, er ágreiningurinn ekki meiri en
nú er raun á orðin, og nefndin vill þiggja
stjórnarbótartilboð stjórnarinnar með þeim
viðauka einum, aS sjermál vor losni viö ri'kis-
ráðið. Slíkt er vafalaust eins dæmi, og
ætti að verða fljótfærnustu þingmönnum bend-
ing um, að haga orðum sínum og atkvæða-
greiðslu með nokkuð meiri varkárni í ókom-
inni tíð.
Sumar breytingar nefndarinnar frá frv. Dr.
V. G. eru til bóta. Því verður ekki neitaö,
aS þ'ið er tryggara að kveða skýrt á um stöSu
ráðgjafans, banna honum önnur stjórnarstörf
og skylda hann til að kunna íslenzku, og eins
til þess að mæta á þingi, þegar ekki eru gild
forföll til fyrirstöðu, enda eru þau ákvæði í
fullu samræmi við tilboð stjórnarinnar, eins
og fulltrúi hennar færði þinginu það.
Svo eru aðrar breytingar, sem í vorum aug-
um eru naumast þess verðar, að um þær sje
deilt. Sjálfstjórnarrjettur vor gerir hvorki að
falla nje standa með ákvæðunum um, hvort
neðri deild eða allt þingið skuli kæra ráðgjaf-
ann, og um þingrof og aukaþing þvert ofan
í vilja og stuðning stjórnarinnar. Rjettara
virðist óneitanlega að það hefði verið af nefud-
inni aS vera ekki að gcra slíkt að ágreinings-
atriðum, ef henni væri annt um, að samningar
tækjust nú við stjórnina. En jafnframt má
þá líka segja, að atriðin sjeu ekki svo þýð-
ingarmikil, að líklegt sje að samningafús stjórn
láti þau verða málinu til falls.
En ein breyting nefndarinnar er ómótmæl-
anlega þýðingarmikil — ákvæðið um, að sjer-
mál vor skuli ekki borin upp í ríkisráðinu.
Isafold þarf ekki að þessu sinni að gera
grein fyrir því, hvernig hún lítur á það atferli
stjórnarinnar, að halda sjermálum vorum þar.
Það hefir svo margsinnis verið hjer í blaðinu
lýst yfir sömu skoðun, sem nefndin hefir á
því atriði — að það sje lögleysa, blátt áfram
brot gegn stjórnarskránni.
Engu að síður' væri því ekki bót mælandi,
ef slikur fleygur kæmist að þessu sinni inn í
tilraunirnar til að fá breytingar á stjórnar-
52. blað.
skránni. Því að það er öllum mönnum vitan-
legt, að þeirri brevtingu getum vjer ekki með
nokkru móti fengiö framgengt, eins og nú
stendur. Það er óhugsanlegt, að sá fleygur
yrði málinu til góðs. En það er óhjákvæmi-
legt, að hann verði málinu til tafar og þjóð-
inni til kostnaðarauka — ef hann þá ekki verð-
ur stjórnarbótarmáli voru til falls um langan,
langan tíma.
Setjum svo, að frumvarp nefndarinnar verði
samþyklct óbreytt af þinginu. Vjer fáum þá
aukaþing að*ári, og það aukaþing fær þau
svör hjá stjórninni, að ekki sje til neins að
fara fram á lausn sjermála vorra úr ríkisráð-
inu. Þingið 1899 veröur svo að lúta að til-
boði stjórnarinnar, ef það vill ekki láta allt
sitja í sama farinu, sem oss dettur ekki í hug
að það vilji. Svo verður aukaþing 1900,
stjórnarskrárbreyting þar á eptir samþykkt —
og vjer ekki einu liænufeti nær því þá en nú
að fá mál vor losuð úr ríkisráðinu.
8vona fer nú, ef mönnnm tekst að keyra
rikisráðsfleyginn inn í málið, og ef vjer jafn-
framt verðum svo heppnir, sem oss er fram-
ast unnt að verða. En vjer getum alveg eins
orðið svo óheppnir, að fá nýja stjórn áður en
þessi tími er liðinn — stjórn, sem er fráhverf
allri stjórnarskrárbreyting. Og þá verða þær
samningatilraunir, sem nú standa yfir, með
öllu árangurslausar, og vjer höfum eptir sem
áður ábyrgðarlausan, dauskan ráðgjafa, sem
vjer aldrei fáum til viðtals.
A þeim úrslitum bæri þá þingið eitt ábyrgð,
og þjóðin mundi þakka þau fulltrúum sínum
á þann hátt, sem þeir ættu skiliö!
Hitt er annað mál, að röksemdafærsla stjórn-
arinnar í brjefinu til landshöfðingja gefur
ekki að eins þinginu tilefni til mótmæla gegn
þeirri kreddu stjórnarinnar, að sjermál vor eigi
að berast upp í ríkisráðinu samkvæmt grund-
vallarlögum Dana, heldur og gerir þinginu
beinlínis að skyldu að hafna þeirri keuningu
skýrt og skorinort. Sje það gert í þingsálykt-
unartillögu, er það laust við stjórnarskrár-
breytinguna og getur engín áhrif á hana haft.
En að hinu leytinu hefir það alveg sömu þýö-
ingu eins og það stæði í stjórnarskrárbreyt-
ingarfrumvarpinu, sýnir jafn-afdráttarlaust vil-
ja og skoðun þings og þjóðar — munurinn
eingöngu sá, að önnur aðferðin spillir ekki fyr-
ir neinu velferðarmáli voru, en hin gerir þeim
öllum mun örðugra fyrir og stofnar þeim jafn-
vel í hættu um langan aldur.
Því að við góða samvinnu þings og stjórnar
og ráðgjafaábyrgðina eru öll nauðsynjamál þjóð-
arinnar að meira eða minna leyti tengd.