Ísafold - 24.07.1897, Side 2

Ísafold - 24.07.1897, Side 2
206 Holdsveikraspítalinn. Það er nú fullráðið orðið, að lioldsveikra- spítalinn fyrirhugaði á að standa í Laucjarneti, á tanganum, ]>ar sem biskupsstofan gamla er eða rústir hennar. Þar li'zt þeim bezt á sig, erindrekum gefendanna, þeim Dr. Petrus Beyer, stórmeistara Oddfellowreglunnar í Dan- mörku, og förunaut hans, Thurén húsgerðar- fræðing. Væntanlega lætur bæjarsstjórnin liús- stæðið fyrir ekki ncitt; það er lítið nema blá- oddinn af Laugarnesinu. Þeir áskilja, að lagð- ur sje góður akvegur þangað inn eptir með sjónum, frá Rauðará, til þess að gera leiðina sem stytzta og greiðasta bæði til flutninga (að- drátta) og fyrir lækni og læknaskólamenn, er stórmikið gagn iiljóta að geta haft af stofnun þessari. Það er ætlazt til, að landsstjórnin leggi veg- inn, eins og líka sjálfsagt er, þar som þetta er lands-stofnun, enda getur eigi mikið kostað. Grunn undir húsið á að gera í haust, úr steinsteypu að mestu. og höggnu grjóti ofan jarðar, úr Laugarnesstofunni. En húsið sjálft á að komast upp að sumri, fyrri partinn. Það verður úr timbri, — stærsta hús hjer á landi, 82 álna iangt og 27 álna breitt (til endanna) aðalhúsið, tvíloptað, en 40 álna löng og 18 álna breið álma út úr því miðju; þar á að hafa eldhús, þvottahús, borðsal o. fl. Búizt er við, að þetta muni kosta nál. 90,000 kr. Þar af hafa gefendurnir nú í hönd- um 80,000 kr., og liafa Oddfellowreglumenn sjálfir lagt til, með samskotum o. fl.., um 60,000 kr., en 20,000 kr. safnazt utan regl- unnar, fyrir milligöngu aðalnefndar þeirrar, er þeir skipuðu í því skyni, og Dr. E. Ehlers er skrifari í. Meðal skilmála fyrir spítalagjöfinni til lands- ins er aðalatriðið það, að stofnuninni sje liald- ið við og haldið áfram meðan þarf, og að gef- endurnir (Oddf.) sjeu í ráðum um liaguyting stofnunarinnar, þegar hennar þarf eigi fram- ar handa hoidsveikum mönnum. Við Geysi. »Fátt er svo illt, að einugi dugi«, má segja um landskjálftana í fyrra. Eitt hafa þeir gert til bóta: þeir hafa bætt Geysi til muna. Hann var fariun að dofna svo áður, að marg- ir dagar og jafnvel vikur liðu í milli gosa. Meira að segja þurfti orðið »að gefa honum inn« (sápu) til þess að hann gæti hreyft sig. Nú g/s hann eigi einungis daglega, lieldur opt á dag, 4—8 sinnum á sólarhring. Stór og glæsileg gos, og án nokkurrar inntöku. T. d. núna fyrir viku, 17. þ. m. var útgef. Jsafoldar staddur þar, við 12. mann, —karla og konur. Þá hafði hann gosið tvívegis um morguninn, áður en við komum að honum, frá Múla og Austurhlíð, en kom síðan með 2 gos stór sama daginn, kl. 3 og kl. 7, auk 20— 30 smágosa þess í milli. Áður boðaði hann stórgosin með miklum dunum og dynkjum niðri í jörðinni; hann stundi eins og giktveikur karl, hvað lítið sem liann þurfti að hreyfa sig. Nú hefir hann kastað ellibelgnum og lætur lítið sem ekkert til sín heyra á undan gosunum. Og smágos- in, nokkurra álna há, kemur hann með alveg á óvart, jafnvel þegar skálin er alveg tóm. Enfremur hafa landskjálftarnir skapað 10— 12 nfja hveri og hvera-augu þar á söndunum umhverfis. Stærstur þeirra, 8 áln. að þvermáli, er sá, sem brotizt hefir upp um uppvarpið eða sand- hólinn 17 föðmum upp af Blesa austanhallt, og gaus allmikið fyrst eptir landskjálftana, en liggur nú niðri, nema hvað mikið syður í honum og hverar, og leggur mikinn reyk upp af. Þar nærri er móbergsbjarg, er Kristján konungur níundi hjó eðaljet höggvaá fangamark sitt og ártal, er hann kom hingað (1874). Fyrir því hugkvæmdist okkur að skíra þenn- an hver Konungshver, og varði einn laghentur og ólatur maður í fðrðinni (D. Th. kon- súll) talsverðum tíma af viðdvöl okkar til þess að höggva nafnið á stein við barminn á hvern- um, — smíðatólið var ekki gott. Þá hefir komið upp dálítið auga í rásinni niður frá Blesa. Það kom ekki upp í land- skjálftunum í haust, heldur í vor, skömmu fyrir sumarmál, og gaus þá til muna, en ekki nema 1—2 sinnum síðan, að heimamenn segja á Laug; en syndi oss fjelögum þá kurteisi, 17. þ. mán., að senda úr sjer mikið myndarlegt gos, upp úr þurru, er stóð yfir nær ®/4 stund- ar með fullum krapti, 15—20 álna há stroka, jafnstríð eða kippalaus allan tímann, nema linaðist 10 mmúturnar síðustu, fyrst sandi orp- inn og leðju, en hreiasaðist síðan. Þenna nyja efnilega fjelaga Blesa gamla skírðum vjer Stjarna. Blesi er óbreyttur að útliti, en brennisteins- vera í honum miklu meiri en áður, og rykur nú sífellt af honum. Strokkur er orðinn að heitri laug, fullur nær á barma, og alveg hætt að sjóða í hou- um. Fyrirlestur um Islendinga eptir B. Palleske stendur í »Oberschlesisches Tageblatt« í sumar og heitir: »íslendingar sem yztu útverðir Norðurálfumenningarinnar«. Erindið er samið af hinum mesta góðvildar- hug til lands og þjóðar, en þekkingar-óná- kvæmni kemur fram við og við. Ofurlítið á- grip er þar af sögu landsins, að nokkru skýrt frá atvinnuvegunum og svo frá menntunará- standinu allytarlega og bókmenntunum dálít- ið — meðal annars prentaðar þýðingar á kvæðunum: »Jeg bið að heils»« eptir Jónas Hallgrímsson og »Snæfellsjökull« eptir Stgr. Thorsteinsson, þyðingarnar eptir M. Lehmann- Filhés og Baumgartner. Höf. gerir mjög mik- ið úr alþyðumenntun hjer á landi, og stór- merkilcgt þykir honum, að jafn-lítil og fátæk þjóð sem Islendingar skuli geta staðið straum af jafn-mörgum menntastofnunum og haldið uppi slíkum bókmenntum sem hjer sje til að dreifa. Þótt ótrúlegt sje, eigi Islendingar það skilið, eigi síður en Þjóðverjar, reyndar öllu fremur, að vera kölluð djúphyggjumanna og skálda þjóð. En mest af öllu þykir honum kveða að ljóðagerðinni. Hann lykur máli sínu á þessa leið: »Með því að þegar hefir verið þýtt á þýzku töluvert af íslenzkum skáldsög- um og ljóðum, þá er vonandi að skáldskapur Islendinga nái allt af betur og betur því sæti 1 bókmenntum veraldarinnar, sem hann á skil- ið, og að þá komi jafnframt sá tími, að aðr- ar þjóðir hætti að telja Islendinga skrælingja, sem drekki lýsi og klæðist skinnum, heldur komist að raun um, að þeir eru vel menntuð þjóð, sem í andlegum efnum stendur á háu stigi og verndað hefir og alið, þrátt fyrir hina mestu örðugleika, logann heilaga, áhugann eldlega á því, sem gott er, göfugt og fagurt«. Um Dr. Grím Thomsen heitinn hefir íslandsvinurinn Mrs. Disney Leith skrifað einkar lilýlega grein í skozkt blað, getur að nokkru æviatriða hans og rit- starfa og segir rækilega frá heimili hans og gestrisni. Sú villa hefir slæðzt inn í greinina, áð Dr. G. Th. hafi verið sendiherra (ambassa- dor) um tíma; en annars er hún rjettorð og til sóma, eigi að eins fyrir hið látna skáld og fræðimann, heldur og fyrir íslenzkar bókmennt- ir og þjóð vora í lieild sinni. Ljótur leikur. Yitringur sá í blaðamannsstjett, sem fer í meiðyrðamál við blöðin, ef þau hæla honum, hefir látið einhvern gamansaman og kankvís- an kunningja sinu koma sjer til þess að mæla fram með ríkisráðs-fleygnum í stjórnarskrár- málinu á þann hyggilega hátt, að fullyrða, að svo framarlega sem stjórnin samþykki ekki stjórnarskrárbreytingarnar með þeim fleyg í, þá sjeu ekki nema tveir kostir fyrir hendi: sá annar, að leggja árar í bát um óákvoðinn tíma; hiun, að fara aptur að halda frarn land- stjórafrumvarpinu. Er það ekki girnilegt, piltar? Nú látið þið vonandi sannfærast! Engum manni, ekki einu sinni vitringnum, íturmenninu o. s. frv., kemur eitt augnablik til hugar, að stjórnin muni aðhyllast fleyginn fyrst um sinn. Ef hún gerir það ekki, verð- um vjer annaðhvort að leggja árar í bát eða taka aptur til þeirra ráða, sem löng reynsla hefir sýnt oss, að ekki flytur oss einn þuml- ung nær takmarkinu. Þess vegna eigum vjer fyrir hvern mun að halda fleygnum! Annað eins og þetta kemur ekki frá brjósti nokkurs viturs manns. Því að vjer trúum því ekki, að jafnvel vitringurinn færi í mál við oss, þó að vjer segðum, að þetta sje þvætt- ingur. Það fer ekki hjá því — þetta er að- fengin vitleysa, sprottin úr heila einhvers mið- ur góðgjarns gárunga. En hver er að gera vitringnum þennan grikk? Hver er að trufla svona hans vísdóms- ríku hugleiðingar, þar sem hann annaðhvort situr í meinleysi á ritstjórastólnum eða spáss- jerar um göturnar, glampandi af góðmennsku og þrunginn af mannviti? Leikurinn er ljótur, gamanið er grátt, hverj- um sem um er að kenna. Það er á sinn máta eitis og að hafa fábjána að leiksoppi og aðra aumingja. Það hefir aldrei þótt nein fremd í því. Frá alþingi, Þingmálatal. Þatt eru orðin yfir 80 alls, og mun það vera fullur meðalafli, ekki lengra en liðið er á vertið, rúmar 3 vikur af þingi. Það eru 70 frumvörp og 12 þingsályktun- artillögur. Af frumvörpum þessum eru 48 þingmanna- frumv. og 22 stjórnarfrumvörp. Af frumvörpunum eru ekki enn fallin fleiri en 2: um breyting á yfirsetukvennalög- unum, og um hafnsögugjald í Reykjavík (stj.frv.); og af tillögunum alls ein fallin: utn endurskoðun jarðabókarinnar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.