Ísafold - 28.07.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.07.1897, Blaðsíða 3
211 (sleppa eða geyma girðingu kringum skólann). Nefnditi vill ekki láta setja annan fastan kennara við st/rimannaskólann. Kvennaskól- anum í Reykjavík vill hún veita 700 kr. hærri styrk en nú til þess að bæta þar við 1 bekk. Þá vill húu veita 10,000 kr. til að byggja kvennaskóla á Norðurlandi, með því skilyrði, að kvénnaskólarnir í Eyjaf. og Ytriey sameinist; sömul. hússtjórnar- og matreiðslu- skólanum í Reykjavík 2000 kr. fyrra fjár- hagsárið. Nokkra (4) af »bitliugum« þeim, erstjónin stingur upp á, vill nefndin ekkiveita: íshúsa- mönnunum 2, og þeim Otta Guðmundssyni og Guðm. Jakobssyni; en bæca öðrum við í þeirra stað: Jóni Jónssyni sagrtfræðing (frá Mvrarhúsum) 600 kr. hvort árið til að rann- saka og rita um sögu Islands á síðari tímum; til Páls Olafssonar skálds 600 kr. á ári; til Brynjólfs Þorlákssonar, utanfararstyrkur, til að fullkomnast í hljóðfæralist 600 kr. fyrra árið; til Sigurðar Þorlákssonar utanfararstyrkur til að læra leikfimi 500 kr. fyrra árið. Þá vill hún veita Jóni Olafssyni fyrrum ritstjóra 5000 kr. styrk um fjárhagstímabilið til þess að gefa alþyðlegt, fræðandi mánaðarrit (80 arkir á ári); Birni Þorlákssyni á Alafossi 1000 kr. fyrra árið til að kaupa nýjar tóvinnuvjel- ar; Faxaflóaútgerðarmannafjelaginu 500 kr. fyrra árið til að fá erlendan skipasmið til að setjast hjer að; og loks Iðnaðarmannafjelaginu í Reykjavík 500 kr. hvort árið til að styrkja efnilega iðnaðarmenn til utanfarar til að full- komna sig í iðn sinni. Loks vill nefndin veita þrennar 30 þús. kr. úr viðlagasjóði til atvinnulána: einar til þilskipakaupa gegn 3°/0, afborgunarlaust í 3 ár, en endurgreiðist síðan á 5 árum, — skipin vátryggð sjeu full-gilt veð, allt að helmingi vátryggðs verðs; þá aðrar 30 þús. kr. til ís- geymslufjelaga eða íshúsa með líkum kjörum; loks hinar þriðju 30 þús. kr. s/slufjelögum til tóvinnuvjela gegn 3l/a % og 25 ára afborg- un að 1. árinu liðnu. Fjárlagaumræður. Það var í gær framhald 1. umræðu í neðri deild um fjárlögin, en ósögulegt að öðru en því, að 2 þingmenn vöktu máls á nokkrum atriðum í almennu stjórnarfari landsins, í að- finningarátt, og kernur lijer ágrip af þeim um- ræðum. Guðl. Gruðmundsson vildi sjerstakl. uiinnast á botnvörpuveiðarnar. Á síðasta ári voru botn- vörpumönnum gefnar upp sektir, og var megn ó- ánægja nt af því um land allt; var haldið, að annaðhvort kærði stjórnin sig ekki um að verja landið gegn ágangi erlendra fiskimanna, eða þá að hún hefði neyðzt til að fara svona að ráðí sínu vegna hótana frá ensku stjórninni. Auk þess mun varðskipið hafa slakað til á eptirlitinu, og varð af því énn meiri óánægja. Kvaðst hreifa þessu til þess, að landshöfðingi fengi kost á að skýra málið; þingið ætti að fá að sjá brjefin, sem farið hafa milli stjórnanna um þetta mál. Hreyft hefði verið á þinginu áður máli, sem likt- ist Fensmarksmálinu, sjóðþurð fundizt eptir látinn embættismann. En skiptaráðandi dánarbúsins hefði gefið sjer heimild til að segja hjer, að engin hætta sje á, að landssjóður bíði neinn halla af því. Sagði, að almennar kvartanir væru um, að menn gætu ekki notið leiðbeiningar verkfræðings- ins. En það sem þeim manni væri ætlað, væri líka meira en eins manns verk. Hann er látinn fást við margt, en ætti ekki að fást við annað en það sem vandamest væri. Þá eru ýmsar opin- berar stofnanir, eins og t. d. dómkirkjan hjer Hún skuldaði landssjóði, en ætti fje i sparisjóði^ °g virtist ræðum. það aðfinningarvert. Stjórn landsbankans ættu menn og að athuga, en ekki sjerstök ástæða til þess nú, með því að fram muni koma fyrirspurn honum viðvikjandi áður þingi sje lokið. Kvaðst hafa minnzt á undanfar- in atriði lanslega i þeirri von, að sú venja fest- ist, að tekin verði til umræðu á þinginu ýms at- riði, sem sjerstaklega þyki athugaverð, og virðist honum bezt fara á, að það sje gert við 1. um- ræðu fjárlaganna. Landsh. kvað sjer ekki kunnugt um að enska stjórnin hefði beitt neinum hótunum við dönsku stjórnina út af botnvörpuveiðasektunum, heldur sett henni fyrir sjónir, að ákvæði botnvörpulag- anna gætu eigi samrýmzt alþjóðarjetti, og að full ástæða væri til að beita þeim með lempni- Ekki vissi hann heldur til að foringja varðskips- ins hefði verið boðið að beita sjer ekki gegn botn- vörpuskipunum; að eins var honum boðið að lúta þau í friði, þótt hann hitti þau á siglingu á al- mennri skipaleið, og sömul. þótt þau kæmu til hafnar fyrir nanðsynja sakir. Valtýr Guðmundsson taldi landstjórnina seka um skort á eptirliti, enda þótt landssjóður ekki biði halla af sjóðþurð hjá embættismanni þeim, sem hjer væri um að ræða, því að hún mundi hafa verið orðin svo mikil, að hún hefði ekki öll getað safnazt á siðasta ári. Eptirlitsleysið kæm; víðar fram, meðal annars liðist að heimta latneskan stíl til inntökuprófs, þvert á móti reglugjörðinnþ og spurði landsh., hvernig á því stæði. Oánægja væri með skipanir i opinberar sýslanir, svo sem skipan umsjónarmanns forngripasafnsins siðasta haust, þar sem ekki hefði verið tekið til greina umsókn frá manni, sem að allra dómi hefði sýnt að hann værimjögvel fallinn til hennar, vegna þess að einn liður veitingarvaldsins hefði fyrir fram lofað að veita hana óreyndum manni. Forstöðu- maður landsbókasafnsins væri litt hæfur, og sagt að hann tæki misjafnlegt móti gestum þar; meðal annars rekið út mann, sem komið hefði til að gefa safninu bók. Obeppilegt fyrirkomulag; með- al annars haft opið á þeim timum, sem fæstir fræðimenn hjer gætu notað það. Bað um skýring landsh. á því, með hverri heimild framkvæmd botnvörpulaganna hefði verið frestað siðasta ár, og hvort ábyrgðin fyrir það hvíldi á ráðgjafanum eða stjórnarvöldum innan- lands. Leit svo á, sem, ef nauðsyn þætti til bera að fresta framkvæmd laga, þá ætti það að vera gert af hinu æðsta stjórnarvaldi og helzt með bráðabirgðarlÖgum. Spurði og, hvort samningur hefði verið gerður við útlendan sjóliðsforingja um að fylgja ekki fram botnvörpulögunum; sagði að fólki hefði fundizt með þvi brotin lög, og hefð; þótt lita illa út, að þeir, sem laganna ættu að gæta yrðu fyrstir til þess. Landsh. hvað framkvæmd botnvörpulaganna aldrei hafa verið frestað, að eins við höfð nokk. ur tilslökun út af því, er enska stjórnin hefðihald- ið fram um hörku laganna. Sjóliðsstjórnin hefði sent skipstjóra Heimdals skipan um að láta botn- vörpuskip í friði, þótt liann hitti þau á siglingu milli Yestmannaeyja og lands og Fuglaskerja og Reykjaness og inni á höfnum, og hún hefði vist haft heimild til þess. Sá ekki, hvernig yfirvöld gætu framfylgt 3. grein botnvörpulaganna með fyllsta strangleik, ef þau fengju ekki til þess að- stoð varðskipsins. Viðvikjandi forngripasafninu heyri veitingin undir stiptsyfirvöldin og liyggur að þau hafi valið færan mann, enda engar kvart’ anir heyrzt um hann. Trúir ekki sögunni um bókavörð, hyggur að hann mundi ekki einu sinni reka út þm. Vestm. (V. Gr.), þótt liann kæmi þang- að bókarlaus, og veit ekki annað en að hann standi vel i stöðu sinni. Ný frumvörp. Nefndin í fjárkláðamálinu (Guðl. Guðmunds- son o. fl.) ber upp frumv. til alveg n/rra fjár- kláðalaga, miklu víðtækari en hin eldri. Lög- reglustjórum heimilt að fyrirskipa almenna skoðun á saiiðfje, hvenær sem þeim virðist á- stæða til og svo víða, sem nauðsynlegt þykir. Hreppstjórum settir hæfilegir menn til aðstoð- ar, úr öðrum hreppi eða annari s/slu, ef vill. Strangar reglur um aðskilnað á sjúku fje og heilbrigðu. Shera skal kláðakindur, sem finn- ast á tímabilinu frá byrjun rjetta til jólaföstu. Kostnað má taka lögtaki. Háar sektir við ó- hl/ðni, hirðuleysi eða vanrækslu. Tr. Gunnarsson vill gera verzlunarstaðalög- gildingar ógildar, ef eigi hafa verið notaðar í 5 ár. Aðfinningar og skýringar. Sú venja á sjer stað á flestum löggjarþing- um, að einhvern tíma sje* sjerstaklega tekið til umræðu stjórnarfarið í heild sinni, öll þau atriði í stefnu og atferli stjórnarinnar, sem at- hugaverð þykja og mönnum hugkvæmast, og jafnvel allur hagur landsins, framför eða apt- urför atvinnuveganna o. s. frv. Misjafnt er það, hvenær þessar umræður fara fram. A ríkisþinginu dauska er það í byrjuninni á 1. umræðu fjárlaganna. A Eng- landi og í n/lendum Breta er ávarp þjóð- höfðingjans eða fulltrúa hans (hásætisræðan) notað sem tilefni. Umræður þessar eru venjulega fjörugar og kappsmiklar, og er einkanlega mikið í þær varið fyrir það, að þar kemur fram í einu allt hið verulegasta, er þingmenn hafa að at- Imga við stjórn landsins, og því auðveldara fyrir þingið og alþ/ðu manna að átta sig á því og haga sjer samkvæmt því, heldur en ef það kemur að eins fram á víð og dreif um allan þingtímann. Slíkar umræður hafa aldrei átt sjer stað á alþingi, þangað til í gær, að tilraun var til þeirra gerð við fjárlagaumræðuna. Þingmenn munu ekki hafa verið við því búnir að taka þátt í þeim og því varð heldur lítið úr þeim. En með því að þessi tilraun er að öllum lik- indum vísir til n/rrar mikilsverðrar þingvenju, höfum vjer sett hjer meðal alþingisfrjettanna (»Frá alþingi«) aðalefnið úr þessum umræðum. Frá útlöndum. Friðargerðintíi ólokið enn.. Soldán vildi ekki fallast á landamerkjatillögur stórveldasendi- herranna, og var friðarumleit frestað við það 20. þ. m. Oeirðum ekki ljett á Krít. Ut af kvitt um grimmdarverk af Tyrkja hálfu við Þessalíubúa voru þangað sendir rússneskir, enskir og ítalskir erindrekar, til þess að komast fyrir, hvað hæft væri í þeim áburði, og er það nú uppvíst orðið af sk/rslu þeirra, að kvittur þessi hefir því miður átt við full rök að styðjast. Tyrkir eru jafnan sjálfum sjer líkir. Þeir hafa kúgað 59 borgir með báli og brandi til að taka Tyrkjatrú, breytt 63 kirkjum í tyrknesk musteri og kúgað 5000 kristna menn til að afneita trú sinni með eiði. Mestum pyndingum var beitt við kristna presta, er standa vildu stöðugir í trúuni: fyrst höggnar af þeim hendur og síð- an handleggirnir; ljetu þeir ekki skipast við það, var höggvið af þeim höfuðið. I annan stað höfðu Tyrkir tekið upp það þrælmensku- bragð, að kúga lyðinn með reiddum vopnurn og hvers kyns pyndingum að rita undir bæn- arskrár um að gerast þegnar Tyrkjasoldáns. Ungur maður griskur í bænum Trikkala hafði skotið tyrkneskann löggæzlumann fyrir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.