Ísafold - 28.07.1897, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.07.1897, Blaðsíða 4
212 það, að hann hafði nauðgað móður hans og og kúgað föður hans til að skrifa undir þegn- hollustubænarskrána. Tyrkir húðstryktu hann nær til bana, ijetu hann liggja næringariaus- an í fjötrum og í saurnum úr sjálfum sjer í tvo sólarhringa, reyttu síðan af honum skegg- ið, bundu á honum handleggivia og hengdu haun upp á fótunum, og klipu hann síðan með glóandi töngum unz hann gaf upp önd- ina. Við prest einn höfðu þeir það lag, að þeir lögðu kolaglæður á kvið hans beran, hjeldu biflunni fyrir andlit honum og skipuðu honum að flytja ræðu fyrir sjer út af henni. Landið, Þessal/a, hálfeytt síðan í vor, fyrir aðfarir Tyrkja, en hallæri fyrir dyrum þeirra, er eptir hjara. Um járnbrautarslysið í Danmörku ekkert verulegt frekara að herma, en áður er komið. Menn voru enn að deyja af sárum, er síðast spurðist, 18. þ. mán. — Meðal dáinna af slys- inu er að eins nefndur 1 Islendingur, konan Sólborg Smith, mágkona Smiths sál. konsúls hjer í Rvík. Landsgu fuskipið Vesta kom í nótt frá Leith, með 2 farþega og litinn flutning, og svo sem ekkert, af lirjefum eða póstsendingum. Gufuskipið Jyden fór í nótt til Khafnar aptur með fáeina vesturfara og um 200 hesta (frá B. Kristjánss.). Gufuskipið Nordkap kom hingað í fyrri nótt með steinolíu og kol frá þeim Zöllner og Yídalin í 'Newcastle, og fer brátt aptur með hrossafarm. Póstmeistaraembættið veitt af konungi 7. þ. mán. cand. polit. Sigurði Briem. Heiðurssamsæti hjeldu 50—60 Reykvik- ingar, karlar og konur, í fyrra kveld þeim dr. Krabbe, frú hans og 2 sonum hjer stöddum. — Biskup mælti fyrir minni Jieirra. Samsætið fór prýðilega fram, i hinu nýja Iðnaðarmannahúsi, og þökkuðu þau hjón hæði fögrum orðum fyrir sæmd þá og ástúðlegar viðtökur hjer. W Fischers verzlanir í Reykjavík og Keflavík- Þessar verzlanir liafa nú ákveðið verð á inn- lendum vörum í ár þannig: fyrir 1 skpd. af þorski nr. 1. horga þær 48 kr.; smáfisk og þorsk nr. 2 40 kr., ýsu skpd. 80 kr.; 1 pd. af hvitri ull 60 anra. Aðrar verzlanir hjer við Faxaflóa er sagt að hafi verið að bindast föstum samtökum með að láta vöruverðið vera þetta: þorsk nr. 1. skpd. 40 kr., smáfisk og þorsk nr. 2. 30—32 kr., ýsu skpd. S4 kr., hvíta ull 55 aura pundið. Það er ekki í fyrsta skipti í ár, að vjer Grull- bringusýslubúar eigum það stofnanda og eiganda Fisohers verzlunar að þakka, að vjer fáum viðun- aniegt verð fyrir vora innlendu vöru, en, þó und- arlegt megi virðast, hefir þess þó sjaldan verið ] minnzt í blöðum vorum. Það er óhætt að full- | yrða, að siðan verzlun þessi var stofnuð, fyrir hjer um bil 38 árum, hefir hún á þennan hátt, — | með þvi að bæta vöruverðið, — geíið suðurlandi | óbeinlinis fleiri hundruð þúsundir króna. Og þeg- ur þess er gætt, að verzlanir þessar hafa, í sum- ar, selt útlendar vörur, sjerstaklega nauðsynja- vörurnar, með lægra verði en aðrar verzlanir hjer sunnanlands, bæði á móti vörum og pening" um, — þá eru það ekki fáar krónur, sem suður- land græðir á viðskiptum við þessa verzlun að eins þetta ár, enda þó aðrar verzlanir hafi ekki, — eptir því sem sagt er, — fylgt því verði á útlendu vörunum, sem verzlanir Fischers hafa lát- ið þær fyrir, heldur selt þær með hærra verði. Það er einnig altalað, —- þó ótrúlegt sje, —að kaupménn hjer við Faxaflóa ætli almennt. ekki að fylgja þvi verði, sem verzlun Fischers borgar yrir innlendu vörurnar, þrátt fyrir það, þó þeir altaf hafi fylgt þvi verði undanfarin ár. Svo mikið er vist, að með Ijúfu geði gjöra þeir það ekki, en »mai'gur dansar nauðugur*. Stofnandi þessarar verzlunar var hinn þjóð- kunni ágætismaður, Waldemar Fischer, aldanskur í báðar ættir. Fyrir utan }iað, hve opt bann bætti hjer vöru verð, meðan hann lifði, bæði á útlendum og inn lendum vörum, megum vjer og minnast hinna stórhöfðinglegu gjafa, sem hann svo tíðum Ijet af hendi, bæði til einstakra stofnana og heilla hjeraða, ekki hvað sizt hinnar síðustu, — 20 þúsund krón- ur til ekkna og barna drnkknaðra hjer i sýslu, — sem mun halda minningu hans á lopti svo lengi sem suðurland byggist af sjómönnum. Og i þessu hvorutveggja, bæði í því að bæta vöruverðið og gefa höfðinglegar gjafir til fátækra hjeraða og stofnana, hafa þau bæði trúlega fetað í fótspor Fischers sál., — ekkja hans og sonur. Það er því ekki ofsagt, sem jeg að framan minntist á, að frá þvi þessi verzlun var stofnuð, á suðurland henni að þakka fleiri hundruð þús- undir króna, bæði beinlínis og óbeinlínis. Minna verður ekki ætlazt til af oss, en að vjer játum það i orði. Oskandi væri, að vjer, þegar stundir liða, gæt- um minnzt fleiri verzlana á líkan hátt, en, því miður, er það ekki hægt sem stendur, enda þó sumar þeirra sjeu orðuar talsvert eldri en Fischers verzlun. 1 júlímánuði 1897. G. G. Takið eptir. Hjermeð auglýsist, að við undirskrifaðir höf- um myndað fjelagsskap okkar á milli upp frá þessum degi og tökum að okkur að inna af hendi alla þá málara vinnu, sem að húsum, húsgögnum, skildum og skrúði lýtur. Li. Jörgensen og J. Lang’e málarar Hrossauppboð- Óskilahross þau, er auglýst voru í Isafold 17. þ. m. af undir- skrifuðum, verða seld við opinbert uppboð á Hólmi hjer í hreppi þriðjud. 3. næsta mán. kl. 2 ef þau verða þá eigi gengin út, ■—- útlausn- arfresturinn er hjer með lengdur til þess tíma. Seltjarnarneshreppi 27. júlí 1897. Ingjaldur Sigurðsson. Fyrir nokkrum dögum hvarf grár, vakur hestur úr pössun hjer við Fúlutjörn, mark: blaðstýft fr. hægra. Eru menn, er kynnu að verða varir við hann, beðnir um að hirða hann og koma honum til eigandans Dr. J. Jónássen. Hesturinn var í fyrra keyptur á Brúsastöðum í Þingvallasveit var í vetur á Gullberastöðum í Lutidarreykjadal. Taða úr Viðey, fæst keypt, sernja má við Ktlfn Sigurðsson. Viðskiptabók Nr. 2013 (H. 444) við spari- sjóðsdeild landsbankans er sögð glötuð og er því samkvæmt 10. gr. laga um stofnun lands- banka 18. sept. 1885 hjer með skorað á hand- hafa tjeðrar viðskiptabókar að segja til sín innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýs- ingar þessarar. Landsbankinn, Rvík 23. júlí 1897. Tr. Gunnarsson. Ishúsfjelagið. í Reykjavík. Aukafundur sá í fjelaginu, er auglýstur var 7. þ. m., verður haldinn ekki 31. þ. m., heldur föstudag 30. þ. m. kl. 9 e. h. í Hotel ísland. Mikið nauðsynjamál á dag- skrá. Allir fjelagsmenn beðnir að mæta. Tr. Gunnarsson p. t. form. f»etta eru framfarir! Nýjasta verzlunin í bænum. Það er komin á fót NÝ VERZLUN í Hafnarstræti 8, sem selur allskonar VEFNADARV ÖRUR. Hvít ljerept í nærfatnaði og fleira. Ljómandi falleg sirs og tvisttau af nýrri gerð, mjög hentug og falleg í svuntur, kjóla og allskonar baruaföt. Mjög fallegir Briisselar-gólfdúkar og Brússelar-bórðdúkar. Allavega litt flauel, hentugt í kjóla og kjólaskraut. Allavega litt flos (Plyds), mjög gott og hlýtt í KVENNSLIPSI. Silkitau í svuntur handa stúlkunum, músselín (netludúkur) hæstmóðins í kjóla og svuntur, allavega litt, Atlask í svuntur og slipsi, mjög fallegt og ódýrt. Slipsin adeins 95 aura. Hvergi eins gott eptir verði. Tilbúinnsilkihnýti (slips, humbuk) og»slaufur«, handa karlmönnum, og kragar; flippar og mansjettur. Ljómandi fallegir silkiborðar (silki-moraine). Þau fallegustu slipsi handa ungum og gömlum konum og stúlkum, sem sjezt hafa. • Agætt hálfklæði, dökkrautt, dökkgrænt, grátt, »marín«-blátt og svart, tvíbreitt á 78 a. alinin, ágætt í telpu-vetrarkjóla, föt handa litlum drengjum, millipils og fleira. Mjög góðir hvítir hörvasaklútar. Broder-garn í ýmsum litbreytingum á 5 aura dokkan. Hvítt og créme-gult angola og Java canevas. Hvítir og créme-gulir kommóðudúkar og á smáborð til að sauma í. Mjög fallegir ljósastjakar og blómsturvasar. Sephýrgarn í ýmsum litbreytingum. Fiskegarn til að hekla úr. Isaumsklæði af ýmsum litum. Mjög laglegar drengja- og telpuhúfur. Fallegar gráar karlmanna sumarhúfur á 50 aura. Crépe-tau allavega lit. Rekkjuvoðir á 2,00. Karlmanna sumarföt altilbúin. Karlmanna sportskyrtur og flcira og fleira. Allt mjög ódýrt eptir gæðum. Þeir sem vilja kaupa góða handiðnavöru með góðu verði ættu að líta inn til HOLGER CLAUSEN & Co. áður en þeir koma í aðrar búðir. Þessa og næstu viku verður Takið eptir! ekki öðrum nautgripum slátrað við verzlun Jóns Þórðarsonar cn ungum geldnautuni og kvígum- Handa 2 skólapiltum er óskað eptir her- bergi frá 1. okt., sem næst skólanum. Menn snúi sjer til amtmanns J. Havsteen. Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson. Meðritstjóri Einar Hjörleifsson. Ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.