Ísafold - 31.07.1897, Page 3
215
hefur sina fullu þýðingu, hvort sem vill sam-
kvæmt núgildandi stjórnarskrá eða þessu frum-
varpi. Annars yrðum vjer að segja, að þessi á-
kvæði sjeu sett í stjórnarskrána til þess að villa
sjónir fyrir mönnnm. f>að hafi menn komizt
lengst i lagaskýring, að komast að þeirri niður-
stöðu, að lagaákvæði sjeu í þeim tilgangi gerð,
að hafa alþýðu manna að ginningarfífli. Hve-
nær hefir ríkisráðið sagt nokkuð á móti þvi, að
alþingi hefði rjett til að láta ráðgjafa vorn sæta
ábyrgð fyrir stjórnarskrárbrot? Island hefir sjer-
stök landsrjettindi og það kemur meðal annars
fram i því, að ráðgjafi þess ber áhyrgð gagn-
vart sjerstökum dómstóli. Ræðum. taldi 61. gr.
stjórnarskrárinnar vanskapnað, enda hefði alþingi
aldrei beðið um slíkt ákvæði sem það, að rjúfa
yrði þing, hvort sem stjórnin vildi eða ekki. Það
gæti enda orðið skaðlegt. Segjum, að vjer hefð-
am fengið ráðgjafa, sem þingið treysti; það
samþykkti stjórnarskrárbreytingarfrumvarp, sem
ráðgjafinn vildi styðja, en svo kæmist hann að
raun um eptir á, t. d. við konungsstaðfestinguna,
að einhver sá galli væri á frumvarpinu, sem gerði
það óhæfilegt. Samt væri hann neyddur til að
rjúfa þing og ómaka þjóðina, enda þótt hún væri
honum sammála. Að hinn leytinu væri enginn
kostur við slikt fyrirkomulag.
Sig. Gunnarsson mótmælti þvi, að þingmála-
fundirnir hefðu átt við það tilboð stjórnarinnar,
sem fram hefði komið; það sje ómögulegt, þvi að
það tilboð hafi þeir ekki getað þekkt. Mikið
kapp hefir verið á það lagt að reyna að sýna,
að í rauninni geri ekkert til, hvort ráðgjafinn
sitji í rikisráðinu eða ekki. (Jón Jensson: Það
hefir enginn sagt!). Að minnsta kosti hafa menn
sagt, að ábyrgðin sje sú sama, og þar með að á-
standið sje gott eins og það er. Þó segja þeir,
að nauðsynlegt sje að mótmæla þvi, að sjermál
vor sjeu lögð fyrir ríkisráðið. Hvers vegna, ef
það skiptir engu? Þeir segja, að fyrir hæsta-
rjetti eigum vjer að ná rjetti vorum. Fær ekki
betur sjeð, en að Danastjórn muni líta svo á, sem
ríkisrjetturinn sje dómstóllinn, sem vjer eigum að
snúa oss til, fyrst ráðgjafinn er látinn. sitja í rík-
isráðinu. Y. G. heldur að seta isl. ráðgjafa í
rikisráðinu muni verða Dönum óþægileg, af því
að hann eigi að greiða atkvæði um dönsk mál.
Heldur Y. Gh, að hann sje þeim mun glöggari en
danskir stjórnmálamenn, sem ekki hafa sjeð þetta?
Þeir hefðu þá átt að neita honum um þessa til-
slökun. Munurinn er svo mikill á frv. nefndar-
innar og breytingartillögu V. G., að ef hún verð-
ur samþykkt, verður stjórnarfari voru að engu
breytt nema þvi leyti, að ráðgjafinn kemur hing-
að á þing, en ábyrgðin verður ónýt. Ræðum.
hefir ásamt öðruni nefndarmönnum sett rikisráðs-
ákvæðið inn, ekki af leik, heldur alvöru, og telur
stjórnarbótarmálið komið vel á veg, ef innlendir
kraptar, landsh., konungkj. og þjóðkj. þingmenn,
geti nú sameinazt um þetta.
Klemens Jónsson gerir ekki eins mikið og V.
Gr. úr því, hve illt vjer hefðum átt aðstöðu i
dansk-islenzku nefndinni. Neitar þvi, að nefndin
hafi sett rikisráðsákvæðið inn með þeirri vitund,
að það yrði ekki samþykkt, en það atriði sje
svo þýðingarmikið, að verði það fellt úr, geti
hann ekki greitt atkvæði með frv. Það sje sett
inn til þess að taka af allan vafa. Það sje get-
gáta ein, að Danir muni verða i vandræðum með
ísl. ráðgjafann í ríkisráðinu. Hann muni þvert
á móti verða skoðaður sem »parvenu« (uppskafn-
ingur) og lítið tillit tekið til hans. Þingmála-
fundirnir hafi ekki vitað, hvernig tilboð stjórnar-
innar yrði og muni hafa hugsað sjer það öðru-
visi og í öðru formi.
Valt. Guðmundsson. Tilboð stjórnarinnar lá
ekki fyrir þingmálafundunum, en þeir sögðu yfir-
leitt, að kæmi eitthvert tilboð um verulegar um-
bætur, þá ætti ekki að hafna því, annars halda
fram fyllstu kröfum. Nú er það sannfæring min
°g annara, að hjer sje um verulegar umbætur að
rœða. Gretur ekkert um það sagt, hvers vegna
danskir ráðherrar hafi ekki sjeð, að ísl. ráðgjaf-
lnn gæti orðið örðugur í rikisráðinu, nje heldur,
kvort þeir kunni að hafa sjeð það eða ekki, þvi
að þeir hafi ekkert um það sagt, en vist sje um
það, að einn maður í stjórnarráðinu hafi tekið
fram, að fyrirkomulagið yrði ótækt frá dönsku
sjónarmiði, og engin rök hafi komið fram gegn
þeirri skoðun. Hvað það snerti, að ekkert tillit
yrði tekið til hans, þá væri það örðugt, þar sem
hann á að hafa atkvæði. Ríkisráðsákvæðið eigi
að »taka af ailan vafa«. Hvernig getur það tek-
ið af allan vafa, ef það verður ekki samþykkt af
stjórninni? Og á hverju er sú trú byggð, að það
verði samþykkt? A sandi. Gregn ábyrgðarleysis-
mótbárunni sje það að segja, að enginn hefir
hingað til um það efazt, að vjer gætum komið
fram ábyrgð fyrir liæstarjetti á hendur ráðgjafan-
um fyrir stjórnarskrárbrot, enda þótt hann sitji í
ríkisráðinu, og hvers vegna ætti þá ekki framveg-
is að mega láta liann bera ábyrgð á allri stjórn-
athöfninni, þótt breytingartillaga ræðum. yrði
samþykkt?
Einar Jónsson benti á, að meðan ráðgjafinn
sæti í ríkisráðinu gætum vjer ekki fengið innlend-
an landsdóm.
01. Briem. Þó að breytingartillaga V. Gr.
verði samþykkt af þinginu, þá hefir þingið elcki
með því samþykkt, að sjermál vor sjeu með rjettu
borin upp í rikisráðinu. En fari þiugið svo að
semja við þennan ráðgjafa, sem i rikisráðinu sit-
ur, þá hefði það þegjandi samþykkt, að þar eigi
hann heima. Segjum að hinu leytinu, að þingið
þyldi ekki, að hann væri þar; hann yrði þá að
segja af sjer. Það út af fyrir sig væri enginn á-
vinningur, ef þingið væri að öðru leyti ánægt
með hann. En svo fjölgaði mönnum með eptir-
launum úr ríkissjóði Dana. Mundi ekki danska
stjórnin kunna þvi illa, fara að beita nýju of-
beldi og láta ráðgjafa vorn sitja i trássi við þing-
ið? Með því væri stofnað til enn meiri flækju,
og ræðum. getur því ekki að svo komnu greitt
atkvæði með breytingartillögu V. G. Framsögum.
hefði sagt, að frv. meiri hluta nefndarinnar væri
»miðlun«. Það kom ræðum. á óvart, þar sem
þeir þingmenn, sem þar eiga einkum hlut að máli,
hafa litið á miðlunarmenn sem landráðamenn.
j En þetta er engin miðlun eptir því sem málið
horfir nú við, og því meiri furða er, að ekki
skuli hafa verið vikið að samkomulagi á annan
hátt. Þetta er að berja höfðinu við steininn,
þegar ekkert er jafnframt gert til þess að verka
á stjórnina. Einhverja ferðaáætlun hafa mennirn-
ir þó liklegast gert, eins og aðrir menn, einhverja
grein gert sjer fyrir þvi, hvað þeir ætli fyrir sjer,
ef þeir fá nú nei. Ef til vill hugsa þeir sem svo:
Þetta fæst ekki nú, en svo myndum vjer flokk til
þess að halda þessu nýja frv. fram. Ræðum. er
móti frv., þó að breyt.till. verði felld. Yegirnir
sjeu ekki 2, eins og sagt hafi verið, og B. vegur-
inn sje sá að leita frekara samkomulags. Stjórn-
in mundi hafa dregið að sjer höndina með milli-
þinganefndina vegna undirtekta V. G. Kostnað-
| aratriðið er ekkert, því að alþingi mundi ekki
j einu sinni þiggja það, að Danir kostuðu fulltrúa
hjeðan. Ekki væri ósennilegt, að einhver hinna
dönsku nefndarmanna yrði sömu skoðunar sem Y.
G., að óheppilegt gæti verið að hafa isl. ráðgjafa
í rikisráðinu. Ráðgjafinn hafi naumast enn get-
að afsagt með öllu þessa nefnd, að minnsta kosti
ekki talað nema fyrir hönd núverandi ráðaneytis.
Vjer þurfum að fá að vita, hvað það er, sem
knýr Dani til að halda isl. ráðgjafanum í rikis-
ráðinu. Naumast getur það verið alíslenzk lög-
gjöf, heldur liljóta það að vera þau mál, sem
I gripa inn í sameiginlegu málin eða þjóðarjettinn.
Valt- Guðmundsson. Enginn maður hefir
haldið því fram, að vjer eigum að semja við ráð-
gjafann á þann hátt, að þegja um setu hans í
ríkisráðinu, heldur hefir allt af verið sagt, að
) vjer ættum að mótmæla henni. Það er rjett hjá
Ó. B., að afleiðingin af því, að þingið gerði það
atriði að kappsmáli, yrði sú, að uppgjafaráðgjaf-
ar hrúguðust á eptirlaun. En það yrði ekki til
þess að Danir færu að neyða þá til að sitja
kyrra, heldur til þess að losna við þá úr rikis-
ráðinu. Það er ómögulegt að halda ráðgjafa
kyrrum, ef hann vill segja af sjer, og það er ó-
hugsandi að ráðgjafi vilji sitja kyrr með allt
þingið á móti sjer. Afleiðingin yrði þvi ekki
nýtt ofbeldi, heldur sú, að danska stjórnin yrði
knúð til að láta undan. Bezti vegurinn til frek-
ara samkomulags, sem Ó. B. talar um, er sá, að
fá ráðgjafann hingað inn í þingsalinn og að þingið
semji við hann sjálft.
Jón Jensson spyr landshöfðingja, i því skyni
að taka af allan vafa um málið, hvort nokkur
von sje um það, að stjórnin gangi að frumvarp-
inu, ef ríkisráðsákvæðinu verði haldið óbreyttu.
Landshöfðingi. Svarið liggur fyrir í brjefi
ráðgjafans tii iandsh. Þegar það brjef var sam-
ið, gat sýnilega ekki komið til nokkurra mála að
fá það ákvæði staðfest, og verði stjórnin á sömu
skoðun, þegar málinn verður ráðið til lykta, er
engin von um það. Að hinu leytinu er ekki þýð-
ingarlaust að samþykkja frv. meiri hlutans, því
að það sýnir stjórninni, að þingið gerir sig á-
nægt með minna en hún hefir haldið.
Kl. Jónsson. Meiri hluti nefndarinnar
hefir ekki barið höfðinu við steininn, þar sem
hann hefir sleppt mörgum af sínum fyrri kröfum.
Ekki hefir komið til tals að mynda flokk til þess
að halda þessu frumvarpi fram, heldur að byggja
á gamla endurskoðunarfrumvarpinu, ef ekki geng-
ur saman. Hvers vegna leggur Ó. B. ekki fyrir
deildina tillögu um milliþinganefnd?
Breytingartillaga Valtýs Guðmundssonar um
að fella burt ríkisráðsákvæSiS var felld með
12 atkvæöum að eins. Annars var frumv.
meiri hlut.a nefndarinnar samþykkt með ó-
verulegum breytingum með öllum þorra at-
kvæða.
Við 3. umræðu í gær, sem varð mjög löng,
var frumvarpið samþykkt, óbreytt frá 2. um-
ræðu, með 19 samhljóða atkv. Tveir úr
meira hluta nefndarinnar, Guðl. Guðmunds-
son og Skúli Thoroddsen, gjörðu grein fyrir
sjerstöðu sinni, töldu báðir óhyggilegt að sam-
þykkja ríkisráðsákvæSið, og Sk. Th. lýsti af-
dráttarlaust yfir því, aS hann hefði skrifað
undir nefndarálitiS eingöngu í þeirri von, aS
þaS ákvæði verði fellt í efri deild, því aS meS
öðru móti sje ekkert vit í að vera að flytja
þetta frumvarp hjer á þingi. GuSl. GuSm.
skýrði auk þess meðal annars afstöðu vora við
ríkisráðið betur og á annan hátt en gert hef-
ir veriö áSur, og mun frekari grein gerð fyr-
ir ræðu hans síðar. Ben. Sveinsson hjelt póli-
tiska Líkrœðu yfir sjálfum sjer, bjóst ekki við
aS korna á fleiri þing.
flrangurslausar fjárbænir.
Þær eru margar nokkuS, fjárbænirnar, sem
fjárlaganefnd neðri deildar hefir vísað frá sjer,
en þó eigi loku fyrir skotiS, að flutningsmönn-
um þeirra takist aS útvega einhverjum áheyrn
þingsins eigi að síður, ofan í nefndina eða
fram hjá henni, meiri hlutanum. — Samkvæmt
skýrslft nefndarinnar eru hinir óbænheyrðu
umsækjendur þeir, er hjer skal greina.
Mr. John M. Mitchell í Lundúnuin um 45000kr.
ársstyrk í 20 ár til að leggja frjettaþráð til Is-
lands.
Skagfirðingar nm 25000 kr. fjárstyrk til að brúa
Vestri-Hjeraðsvötn. Strandamenn um fjárveiting
til að brúa Prestsbakkaá og Hvalsá. Hreppsnefnd
Hörðdælinga um styrk til að brúa Bakkaá í Döl-
um.
Alþingism. Sigurður próf. Gunnarsson, um 10-
000 kr. til bryggjugerðar í Ólafsvík. Þingmaður
Austur-Skaptfeliinga (Jón próf. Jónsson) um 3000
kr. til sýsluvegar frá Hólum að Höfn.
Þorsteinn Jónsson, borgari Bakkagerði eystra,
um 20000 kr. lánsstyrk til að kaupa fiskiveiða-
gufuskip. Benedikt Oddson í Hjarðardal um
1000 kr. styrk til jarðabóta á eignar- og ábýlis-
jörð hans.