Ísafold - 31.07.1897, Side 4

Ísafold - 31.07.1897, Side 4
216 Sigurður Jónsson smiður i Rvik um 800—1000 kr..til utanfarar til að kynna sjer hreyfivjelar og tilhúning þeirra. Bjarni Þorkelsson íÓlafsvikum 800 kr. til að fara til Noregs og læra þar þil- skipasmiðar. Sigurður Sigurðsson á Draflastöðum um 600 kr. til að halda áfram námi erlendis i skúgræktarfræði. Stefán kennari Stefánsson á Möðruvölum um 2000— 3000 kr. ársstyrk til fóðurfræðisrannsókna. Ge.ir T. Zoiiga adjunkt um 500 kr. ársstyrk til að semja íslenzk-enska orðabók. Magnús Einarsson organisti nm ársstyrk til að kenna orgelspil ókeypis. Jónas Helgason organ- isti um 300 kr. til að gefa út sönghefti. Sýslunefnd Yestur-Barðstrendinga um 5000 kr. stvrk til sjúkrahúsbyggingar á Patreksl'irði. Land læknir uro bygging sóttvarnarhúsa samkv. lögum 17. des. 1895. Eyrri þm. ísfirð. (Sig. St.) um 800 kr. ársstyrk handa Hólmgeiri Jenssyni til að stunda dýralækn- ingar i norðurhluta Yesturamtsins. Sigurður Jóns- son i Lambhaga um 500 kr. ársstyrk til þess að geta haldið áfram lækningum. Síra Þorsteinn Benediktsson i Bjarnanesi um 900 kr. uppbót af landssjóði fyrir tekjumissi. Prest- urinn i Vestmannaeyjum uiu 300 kr. árl. uppbót á brauðið. Sami um 600 kr. til að kaupa orgel í kirkjuna. Presturinn í Gaulverjabæ um 1600 kr. uppgjöf á láni á prestakallinu. Presturinn á Staðarhrauni um linun á irgjaldi. Presturinn á Eyvindarhólum um styrk til að byggja upp stað- inn. Jón Jónsson scðlasm. frá Hlíðarendakoti um 600—800 kr. styrk til að leita að Stórasjó(!). Björn Bjarnarson á »Eeykjahvoli« (— Reykja- koti) um 1260 kr. styrk til að kynna sjer húsa- hyggingar i norðurhluta Noregs og SviþjóÖar (!!). W. Ficshers verzlanir í Reykja- vík og Keflavík. I 53. töluhlaði Isafoldar, miðvikudaginn 28. júlí, stendur grein með þessari yfirskript og und- irrituð G. G-. Jeg leyfi mjer að biðja yður, herra ritstjóri, að ljá mjer rúm í yðar heiðraða hlaði fyrir stuttar athugasemdir við þessa grein. Hinn heiðraði greinarhöfundur ritar óvenjulega vel og hlýlega um W. Fischers verzlanir; jeg set viljandi orðið »óvenjulega«, því það er óvanalegt, að kaupmanni sje hrósað í blöðunum. Öðrum kaupmönnum við Faxaflóa eru þvi einnig gefnar hnútur, sem væru á rjettum rökum byggðar, ef það væri ekki að greininni í heild sinni, að hana vantar það, sem mest er um vert til að gefa henni gildi, sem sje að hún sje sannleikanum sam- kvæm. Herra Gr. (i. kemst svo að orði: »Aðrar verzl- anir hjer við Faxaflóa er sagt að hafi verið að hindast föstum samtökum með að láta vöruverðið vera þetta: Þorsk nr. 1. skpd. 40 kr., smáfisk og þorsk nr. 8. 30—32 kr., ýsu skpd. 24 kr., hvíta ull 55 aura pundið«. Þetta verður að leiðrjetta þannig, að kaupmenn hjer hjeldu fund með sjer, og þar var samþykkt, að samkvæmt þeim frjettum, sem komið hefðu frá útlöndum um sölu á fiski og ull og útliti íyrir sölu þeirra síðarmeir, væri fyrst um sinn ekki hægt að horga meira en 40 kr. -j- 3 kr. fyrir jagta-saltfisk nr. 1; 34 kr. (ekki 30—32 kr.) fyrir smáfisk og þorsk nr. 2; 27 (ekki 24) kr. fyrir ýsu og 55+5 a. fyrir hvíta ull. Ef siðari frjettir sýndu, að hægt væri að hækka verð á þessum vörum, var afráðið að gjöra það. Að öðru leyti hef jeg boðið viðskiptamönnum mínum, að láta þá fá það verð fyrir vörurnar, sem jeg seldi þær fyrir, og að þeir horgi hvorki umboðslaun nje toll. (Niðurl. næst). Reykjavík 30. júlí 1897. H. Th. A. Thomsen. Handa 2 skólapiltum er óskað eptir her- bergi frá 1. okt., sem nœst skólanum. Menn snúi sjer til amtmanns J. Havsteen. TiL leigu eru 2 lierbergi, 1. október, nálægt latinuskólanum, fyrir einhleypa karlmenn eða kvenn- menn. Ritstj. vísar á. Stranduppboð. Föstudaginn hinn 6. n. m., kl. 9. f. hádegi, verður opinhert uppboð haldið á Hóps-granda í Grindavík, og þar selt talsvert af útlend- um varningi og fiski, sem bjargazt hefir úr skipinu »Fortuna«, sem rak þar á land í gær- morgun, svo og skipið sjálft með áhöldum og skipsforða. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Areiðanlegum og vel þekktum kaupendum veitist borgunarfrestur í 6 vikur. Sýslumaðurinn í Kjósar- og Gullbringus/slu 30. júlí 1897. Franz Siemsen. Auglýsing um breyting á vitanum á Reykjanesi. 1. ágúst 1897 verður hinum hvíta fastavita á Reykjanesi breytt í hvítan blossavita, er s/nir tvíblossa á hverri hálfri mínútu: blossa um 1 s., myrkur um 4 s., blossa um 1 s., myrkur um 24 s. Sjónarlengd: 19 kml. Ljósmagn: 19 kml. Ljóskróna (linseapparat) 4. stigs. Hæð logans er hin sama sem áður og vitinn er látinn lysa á sömu tímum sem áður. Vitinn er s/ndur í hinum núverandi vitaturni 63° 48‘,4 n.br., 22° 41‘,4 v.lgd. Reykjavík, 30. júlí 1897. Magnús Stephensen. Jón Magnússon. Við Lækjartorg (Melstedshús) eru 2 her- bergi til leigu fyrir einhleypa menn nú þeg- ar. Laugardaginn 31. þ. m., 14. og 28. águst- m. næstk. kl. 12 á hádegi verður við opin- bert uppboð seld jarðeign dánarbús Sesselju Ingvarsdóttur frá Helluvaði 2/7 e®a 3 hundr. 51 3/í áln. í jörðinni Efra-Seli í Landmanna- hreppi. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofu syslunnar, en hið síðasta að Efra- Seli. Uppboðsskilmálar verða til s/nis á skrifstof- unni og birtir fyrir síðasta uppboðið. Skrifstofu Rangárvallas/slu, 10. júlí 1897. Magnús Torfason- Viðskiptabók Nr. 2013 (H. 444) við spari- sjóðsdeild landsbankans er sögð glötuð og er því samkvæmt 10. gr. laga um stofnun lands- banka 18. sept. 1885 hjer með skorað á hand- hafa tjeðrar viðskiptabókar að segja til sín innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglys- ingar þessarar. Landsbankinn, Rvík 23. júlí 1897. Tr. Gunnarsson. Þar eð BrunabÓtagjald af húsum í Reykjavík til hinna dönsku kaupstaða fyrir tín ann frá 1. aprll — 30. sept. þ. á. eru enn að miklu leyti ógreidd, er hjer með skorað á hlutaðeigendur, að borga gjöld þessi til undirskrifaðs innheimtumanns fyrir lokjúlí þ. á.; að öðrum kosti verður gjörð ráðstöfun til lögtaks á þeim. Rvík 13. júlí 1897. P. Pjetursson bæjargjaldkeri. Hestavcðhlaupin 2. ágiíst. Þeir, sem (í tæka tíð) hafa skrifað sig fyr- ir hestum til veðreiðanna 2. ágúst, eru beðn- ir að koma með þá hesta, sem þeir vilja láta reyna, út á Melana við Reykjavík sunnudag- inn 1. ágúst kl- 6 eptir miðjan dag, til að fá að vita reglur fyrir veðreiðunum og æfa sig í að fylgja þeim. Þeir, sem vilja horfa á veðreiðarnar, verða að kaupa hátíðamerki, sem þeir bera á sjer; þau kosta 35 aura, og veita tim leið aðgang að hátíðinni að Rauðará. f>að ermjögáríðandiaðallirmæti- Reykjavík, 30. júlí 1897. ________________Forstöðunefndin. Erfðafestuland (Bvggðarendablettur) fæst til kaups ásamt nyjum bæ úr steini; enn- fremur er á lóðinni n/tt pakkhús 12x12 ál., allt járnklætt og fylgir því stakkstæði, vör og bólverk, matjurtagarður yfir 200 □ faðmar og ræktaður túnblettur með safngryfju úr steini; allt er stykkið 2 dagsláttur, og er það umgirt með grjótgarði, og vagnvegur að því. Lysthafendur snúi sjer til kaupm. Jóns pórðarsonar í Reykjavík, helzt fyrir 15. næsta mán. (ágúst). Aðalfundur Fornleifafjelagsins verð- ur haldinn í leikfimishúsi barnaskólans mið- vikudaginn 4. ágústm. næstk. kl. 5 e. hád. Fyrirlestur verður haldinn. _______ Stjórnin. Mánudaginn 2. ágúst næstkom- andi (þjóðminningardaginn) verður afgreiðslustofa lands- bankans að eins opin kl. 10—11 f. hád. Landsbankinn, Reykjavík 30. fúlí 1897. Tryggvi Guunarsson. STULKA óskar að fá stað hjer í bœnum næst- komandi vetur, þar sem hún getur unnið fyrir mat að húsverkum, en fengið tima til að læra nokkuð af deginnm. — Ritstj. vísar á. Hegningarhúslð kaupir tog, ekki minna en 10 pd. Verður horgað með peningum 0,25 pd. Hegningarhúsið selur gólfábreiður mjög fallegar og vænar. Gott verð. Hegningarhúsið selur sokkahand hæði hvítt og grátt. Agætt verð. SVUNTA hefir týnzt milli Keflavíkurog Hvassa- hrauns, finnandi skili á afgreiðslustofu ísafoldar. BARNAVAGN óskast til kaups eða leigu. Ritstj. visar á. Hjálpræðisherinii. Mr. B. G. Iíaby, flokksskrifari frá Worchester á Engl., tekur þátt í samkomunni í kastalanum kl. 8‘/ss í kvöld (laugardag). Á morgun heldur hann fund kl. 11 f. h. og kl. 6 e. h. Inngangs- eyrir á síðastnefnda samkomu 5 anrar. Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen júlí Hiti (á Celsius) j Loptþ.mælir 1 (millimet.) Veðurátt. á nótt |um hd.| fm. em 1 fm. em. Ld. 24. + 12 + 14 754.4 751.4 0 d V h d Ld. 25. +11 +13 754.4 754.4 0 b 0 b Sd. 26. +11 +15 746.8 751.8 0 h 0 b Md.27. + 11 + 18 751 8 751.8 0 b A hv d Þd. 28. + 11 + 14 746.8 746.8 A h d Sa h d Md.29. +10 + 12 746.8 751.8 S h d S h d Fd. 30. Fd. 31. + 9 + 11 +13 754.4 754.4 754.4 S h d S h d S h d Fyrri part vikunnar optast logn og hjart veð- ur, en þó með regnskúrum; siðari partinn regn á degi hverjum af landsuðri. Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson. Meðritstjóri Binar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.