Ísafold - 04.08.1897, Side 3

Ísafold - 04.08.1897, Side 3
219 brúagerðir, vegagerðir og gufuskipaferðir, bæði hafna milli innanlands og til útlanda hafa far- ið vaxandi ár af ári, og framfarirnar í þess- um efnum eru að verða æ hraðstígari. Það er ekki rjett að saka íslendinga um, að þeir sjeu í apturför fyrir þá sök, að ymsar aðrar þjóðir eru þeim fremri, þjóðir sem um margar aldir hafa ráðið sjálfar sínum málum, og getað sjálfar start'að að efling síns lands. Það er að eins tæpur aldar-fjórðuugnr, síðan Islendiugar urðu nokkru ráðandi um sín mál, og hvernig var landið þá? Gjörsnautt að mannvirkjum, fátækt og andlega kúgað. — Hveruig er það nú? Svari hver sjer sjálfur, eu það vil jeg fullyrða, þegar litið er til ástandsins eins og það var þá og eins og það er nú, að engin þjóð í Norðurálfunni hafi á jafnstuttum tíma tekið tiltölule a jafn- miklum framförum og íslendingar hafa gjört á þessum árum, sjerstaklega á hinum síðasta áratug. Þá vil jeg enn minnast á eitt, sem ekki hvað sízt liefir tekið breyting og öðru framar styrkir vonirnar um framtíð landsins. Það er hugsunarháttur þjóðarinnar sjálfrar. Barlóms-andinn, vílið og volið, yfir fátækt landsins, óblíðu náttúrunnar o. s. frv. heyrist, eins og jeg sagði, enn þá við og við, helzt hjá þeim, sem ekkert þekkja hag nje horfur landsins. En sá hugsunarháttur er að hverfa. Þjóðinni er að vaxa framtakshugur og maður sjer þess dagleg dæmi, að hjer er ráðizt í fyrirtæki, sem fyrir fám áruin hefði þótt fá- sinna ein og alla hefði sundlað yfir. Þetta er vottur um, að þor og áræði til stórra verklegra framkvæmda fer, mjer liggur við að segja, dagvaxandi, og það styðst við þá trú, sem er mjög ny, að slíkt borgi sig hjer í landi; og við hvert slíkt fyrirtæki, sem vel heppnast, vex þjóðinni nyr hugur og dugur. Það ætti því enginn hugsandi Islendingur að láta sjer þá óhæfu um munn fara, að landinu eða þjóðinni sje að fara aptur. Það er bersýnilegt, að landið og þjóðin eiuímjög sterkri og afl-mikilli framför, hvar sem á er litið, og það eru sterk rök til þess, að gjöra sjer von um, að framfarirnar á næstu árum verði enn hraðstígari en hingað til. — Það er einkennilegt við þetta síðasta 10 ára bil, sem jeg helzt hef haft fyrir augum, að það er eiginlega á síðara helmingi þess, síðan 1892, að framfarinar í öllum þeim greinum, sem jeg nefndi, eru mestar. — Það bendir á, að vjer stöndum nú á merkum tímamótum, og að þær breytingar, sem nú fara í hönd, sjeu miklum mun stórvaxnari en þær sem vjer eigum að baki okkar. Jafnvel þau fyrirtæki, sem vjer vitum að koma muni til framkvæmdar á næsta ári, og þá sjerstaklega frjettaþráðurinn og hinar stórum auknu gufuskipaferðir, hljóta að hafa í för með sjer svo stórfelldar breytingar á högum landsins, að vjer getum nú eigi sjeð út yfir þær. Jeg spái því—nei, jegveitþað, jeg fullyrði það, að þeir, sem lifa hjer að 10 til 15 árum liðnum, hafa þá fengið að sjá hjer breytingar, framfarir, stórvaxnari en nokkur okkar nú þorir að ímynda sjer. Trúin á framfarir landsins, vafasemdalaus trú á, að það eigi glæsilega framtið fyrir höndum, er þess vegna nú orðinn einn þátt- urinn, ein taugin, sem bindur okkur við landið. Það er ánægja hverjum góðum manni, að leggja fram sína krapta til þess, að starfa að því, að ryðja braut þessum vaxandi framför- um. »Landið er fagurt og frítt«, hefir opt verið sagt og kveðið, og það er satt. Nátturufeg- urðin hjer á landi er einkennileg; landið eða yfirsvipur þess er stórskorinn og tignarlegur, og vjer íslendingar þykjumst hvergi í öðrum löndum geta fundið neitt, sem eins hrífi njarta og auga. Myndin af okkar svipmikla fjalla- hring fylgir okkur, hvar sem vjer förum, og vjer berum allir sterka ást til landsins fyrir fegurð þess. En það er sagt, að hún sje hörð við okkur, þessi fóstra okkar; hún hrelvi okkur og hristi með hretum og frosti. Til þess er því að svara, að það er okkur til góðs, sje rjett farið með. »A misjöfnu þrífast börnin bezt«, og frostið ætti að herða karlmennskuua. Við kunnum þess betur að meta hina þíðari, mildari fegurð náttúrunnar, sem óvíða finnst önnur eins; í fjalldölunum og hinum grasi- grónu hlíðum og lautum eigum vjer margan þann blettinn, sem vjer aldrei gleymum. — Bletturinn þar sem vjer ljekum okkur í æsku, hann fylgir okkur, hann lifir í eudurminning- unni hvar sem vjer förum og fyrnist aldrei, þótt allt annað gleymist. Það eru þessar taugar ættjarðar-ástarinnar, sem jeg sjerstaklega vildi minnast á í dag: Trúin á framtíð landsins, ástin á fegurð þess og endurminning barnæskunnar. Þetta þrennt ætti að vekja hjá hverjum af oss þá hugsun, þau orð, er skáldið leggur Gunnari á Hlíðar- enda í munn: »Hjer vil jeg una æfi minnar daga »alla sem guð mjer sendir«. Það ætti að vekja hjá hverjum þeim, er nú tekur þátt í fagnaðarópinu fyrir minni föður- landsins, þau orð annars skálds, það loforð, þá heitstrenging: Gott hvað í mjer, Island!, helga eg þjer Fyrir þig er ljúft að lifa og deyja. Island lengi lifi! Alþingi. Ræða Jóns Ólafssonar, ágrip. Það er óþakklátt verk að fara í stólinn, þar sem júbllskáld landsins er fyrir altarinu. En sem betur fer, er alþingi augasteinn þjóðar- innar, enda hennar skilgetið barn og ímynd. Það er skiljanlegt, að einstökum þingm. sje álasað. Hitt væri óskiljanlegt, að þjóðin álasi öllu sínu þingi, þar sem kosningarrjetturinn er eins rúmur og hjer. Því að hver þjóð, með þolanlega rúmum kosningarrjetti, hefur ein- mitt það þing, sem hún á skilið. Löggjafarþing fornaldarinnar hefðu vorið allt annars eðlis en nú á dögum. Allur lýð- urinn mætti þar, í stað þess sem hann sefídir nú fulltrúa. Og leiksviðið var auk þess allt annað. Alþingi vort hið forna var sömul. annars eðlis en fulltrúaþing nútímans. Goðarnir tóku þar stöðu sína að erfðum eða með kaupum, en þjóðfulltrúar voru engir. Fulltrúahugmyndin kemur eiginlega upp undir konungsvaldinu á Englandi. Konungur þarf fje bæði fyrir sjálfan sig og til þess að geta stjórnað. Það fje verður hann að fá þegn- ana til að leggja fram, og í því skyni’ verður hann að kalla þá saman, og þar á eptir full- trúa þeirra. Kótin til enska þjóðfrelsisins er sú, að konungur og stjórn hafa enga peninga, nema þingið veiti þá í hvert sinn. Enda hefir enska þjóðin 'verið svo samkvæm sjálfri sjer, að hún hefur engin fjárlög, að eins einstakar fjárveitingar. Hjer er uppruni þingræðisins. Fjeð er að- eins veitt þeirri stjórn, sem hefur traust þings- ins. Stjórnin verður að eins fulltrúar fulltrúa- þingsius, kosin af þjóðinni með tvöföldum kosn- ingum. Þetta eitt, og ekkert annað, er full- komið stjórnfrelsi. Því segja Englendingar, að stjórnarskipulag- ið verði ekki smíðað; það verði að vaxa sem lifandi líffæraheild. Aðrar þjóðir hafa reynt að smíða það, en það er vandgert. Af alþingi voru nú á tímum væri þab að segja, að það hafði fátt sameiginlegt við al- þingi til forna annað en nafnið. Frelsið væri komið miklu lengra hjá oss en hjá forfeðrum vorum. Menn mættu ekki lata það blekkja sig, að nú værum vjer ósjálfstæðari út á við. Það væri satt, að það atriði þyrfti að breyt- ast. En persónulegt frelsi væri meira í þessu landi en flestum öðrum. I því lægi framtlð- arvon vor. Eigi þjóðin framtíðar vou, á þing hana. Það er hennar spegill. Allt þjóðlífið er »organisk« heild og þingið eitt æðsta líffæri þjóðlíkamans. Það verður heili þjóðlíkamans, þegar vjer höfum náð því takmarki — sem vjer munum ná — að fá fullt þingræði. Kvartanir heyrast um, að þing vort sje fullt að hálfmenntuðum og ómenntuðum mönnum. Ræðum. hafði sjálfur kynnzt þingum og þing- mönnum hjá nokkrum öðrum þjóðum og hjelt því fram, að vorir þingm. stæðu þeim yfir- leitt ekki að baki, tók það fram yfir önnur þing, sem væru álíka fjölmenu, bæði að viti og drengskap, og taldi það góðan vott um hæfileika þjóðar vorrar, hve góða alþýðumenn hún gæti sent á þing. Vitanlega værum vjer fáir og smáir. En í sumum efnum væri hagur fyrir þjóð að vera smá. Þá þekkti hver annan, ábyrgðartilfinn- ingin yrði meiri. Þá þekktist ekki auðvald og ólög stórþjóðanna, nje heldur þyldist óráð- vendni þeirra. Ræðum. lagði ekki ýkjamikla áherzlu á ein- stök glappaskot, heldur hitt, að stefnt væri í rjetta átt yfirleitt. Saga alþingis síðan 1875 er vottur um vaxandi þroska, þótt örðugt hafi verið aðstöðu. Jeg hef bjargfasta trú á framtíð alþingis, af því að jeg hef trú á framtíð Islands. og hinnar ísl. þjóðar. Án þeirrar trúar vildi jeg ekki lifa degi lengur. Jeg hef meðhug með öllum þjóðum. En ástin til einnar er hlýjust. Kraptar einstaklinganna vinna bezt með því að takmarka sig. Með því verða menn nýt- astir heimsborgarar, að vinna sínu landi, sinni þjóð. Sú ótrú á framtíð þjóðarinuar, sem gægðist upp hjá ýmsum hinum yngri mönn- um, væri eitur í hugum þeirra. Yrði alþingi jafnan skipað þeim mönnum, sem liefðu trú á framtíð ættjarðarinnar, trú á sigri hins rjetta og góða, þá gætu allir verið óhræddir, þótt þá um stundarsakir greindi á um veginn. Með þeirri trú væri þjóð og þingi vel borgið; þá væri sigurrík framtíð í vændum og þá yrði alþingi óskabarn hinnar ísl. þjóð- ar. 3EST" 7 'vær rœður eptir, sem koma i nœsta bl. Presthólamálið. Það gerðist tíðinda í landsyfirrjetti í fyrra dag, að Halldór prófastur Bjarnarson á Presthólum, er dænidur var 1 hjer- aði 14. desbr. f. á. i 5 daga fangelsi við vatnjpg brauð fyrir gripdeild, og slðan vikið frá • embætti um stundarsakir, var alsýknaður af kærum rjett- visinnar og málskostnaður látinn falla niður fyr- ir báðum rjettum. (Nánari skýrsla um dóm þennan i næsta bl.).

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.