Ísafold - 25.08.1897, Síða 1

Ísafold - 25.08.1897, Síða 1
Kemur út ýmist eiuu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l'/sdoll.; borgistfyrir mið.jan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) 'bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgef'anda f'yrir 1. október. At'greiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXIV. árff. Reykjavík, miðvikudaginn 25- ágúst 1897- 61. blað. Afdrif stjórnarskrármálsins. Vant er að vita, hverjum þau líka, afdrifin, sem stjórnarhótar-tilraunin á þessu þingi hlaut uin daginn í neðri deild. Líklega helzt þeim, sem alls enga stjórnar- hót vilja hafa. Sem gerast miðlunar-forsprakkar annað þingið, en snúast öndverðir í móti og öfugir á hinu þinginu, er þeir sjá, aS miSlunar- viSleitnin ætlar aS bera ávöxt. Kefirnir til þess eins skornir, að eyða málinu, og annars ekki. »Brautingjarnir«, sem ganga vilja manna á meðal með stjórnarskrárvaðmálið, kuflefnið sitt, meSan nokkur von er aS nokkur maður veiti þeim áheyrn, eru óefaðmiður ánægðir, enda hefir þaS mátt heyra og sjá á þeim núna eptir þessi leikslok. Þeir hafa yfirgefið alger- lega gömlu leiðina, hina gagngerðu endur- skoðun allrar stjórnarskrárinnar, eða landstjóra- frumvarpið svo nefnda, og tjáð sig sátta meS uppsuðu þá úr Valtys-frumvarpinu, er þeir hafa veriS að rogast meS í sumar, ineð ríkis- ráSsfleygnum í, o. s. frv., en urðu í minni hluta með hana í báSum deildum, og hljóta nú að vera gersamlega vonlausir um, að þaS eigi nokkurn tíma nokkurrar uppreistar von, hvort heldur er hjá þingi eSa stjórn. Hvar standa þeir þá? Og hvað geta þeir hugsaS sjer aS gera? Á hvaða grundvelli geta þeir hugsað sjer að halda áfram stjórnarskrárþrefinu? Þeir mega vissulega segja eins og Pyrrhus forðum: »Vinni jeg slíkau sigur optar« — ef sigur skyldi kalla — »þá er úti um mig«. Lang-bezt steudur sá flokkurinn að vlgi, sem studdi Valtvs-frumvarpiS. Hann er og þegar fjölmennastur á þingi, þótt ekki hefSi nægilegt afl atkvæða nema í annari deildinni. BíkisráSsfleygs-meunirnir eru jafnmargir í neðri deild, en 2 t'ærri í efri. Hinir, sem ekkert vilja, eru langfæstir. Sízt þarf flutningsmaður frumvarpsins, dr. Valtýr, að bera sig illa út af málalokunum, eptir því sem látið var við hann bæði á und- an þingi og á þingi framan af. Mátti kalla, að »makki« hans svo nefndu væri svarað með ópi og óbljóðum; en svo lykur, að það hefir þó mest fylgi af öllu því, sem upp á er stungið í málinu. Meira að segja: andróður sá frá landshöfðingja hálfu, er á þótti brydda framan af þiugi og gægðist jafnvel fram í ræðu hjá honum við 1. umr. í neðri deild, snerist upp í alúðarfylgi. Það er og enginn efi á því, að sú leiðin á sjer sigurinn vísan hið bráðasta, svo framar- lega sem stjórnin stendur við sína breyttu stefnu í málinu og gerir sjer að áhugamáli að leiða stjórnarbótina til skaplegra lykta, eins og landshöfSingi lýsti yfir fyrir hennar hönd við síðustu umræðu málsins. Hún gœti auðvitaS mikið vel svarað á þá leið, að úr því að vjer getum eigi sjálfir komiS oss saman um neina niðurstöSu í málinu, heldur látum þaS fara allt í mola fyrir oss, þá geti hún ekki verið að ganga eptir oss. En að öðrum kosti liggur það beint við, að hún rjúfi nú þing þetta, sem gerzt hefir þröskuldur milli hennar og þjóðarinnar í þessu máli, eptir þeim greinilegu veSrabrigðum, er komu svo skýlaust fram á þingmálafundum í í vor, og fái málið til lykta leitt á nýkjörnu þiugi og þar með enda á hinu langvinna, öðrum þingmálnm og helztu framfaramálum þjóðarinnar mjög svo skaðvæna endurskoðun- arþrasi. Tvö mannalát. t Frú Hes-dís Benedictsen. Hjer í bæ ljezt í fyrra morgun, 23. þ. m., einhver hin merkasta og göfugasta kona þessa lands, ekkjufrú Herdís Guðmundsdóttir Bene- dictsen, komin hátt á áttræðisaldur. Hún var fædd í Flatey á BreiSafirSi 22. sept. 1820, yngsta barn hins nafnkunna atorkumanns Guðmundar Scheving og konu hans Halldóru Benediktsdóttur Bogasonar frá Staðarfelli, syst- ur Boga yngra á StaSarfelli (höf. Sýslumanna- æfanna), föður Brynjólfs stúdents og kaup- manns Benedictsen (er síðar varð eiginmaöur I Herdísar) og þeirra mörgu systkina, sem bisk- upsfrú SigríÖur, ekkja Pjeturs biskups, er nú eiu eptir af á lífi. Guðmundur Scheving var áður sýslumaður í Barðastrandarsýslu (1801— 12) og í svip amtmaður nyrðra, skipaður af Jörundi hundadagakóngi, svo sem alkunn- ugt er. Hann var sonur Bjarna sýslumanns Einarssonar í Haga (f 1799) og konu hans Ragnheiðar, dóttur DavíSs sýslumanns Scheving, Hanssonar klausturhaldara, Lárussonar, sýslu- manns í Yaðlaþingi, er var sonarsonur Lárus- ar prófasts í Skeving (eða Skevinge) á Sjá- landi; þaðan er ættarnafniS upprunniS. BróSir DavíSs sýslumanns Schevings, afa Guðmundar, var Vigfús sýslumaöur á Víðivöllum, tengda- faðir Magnúsar konferenzráðs Stephensen. Með- al systkina frú Herdísar, er á legg kæmist, var Hildur, kona Þorsteins kaupmanns Thor- steinsons (siðast í Æöey), en móðir Davíðs læknis Thorsteinssons 1 Stykkishólmi, kaup- mannanna Th. •Thorsteinssons í Rvík, Guðniund- ar Schev. Thorsteinssons í Khöfn o. fl.j Þóra, móðir Bjarna sýslumanns heit. Magnússonar (í Húnavatnssýslu); Benedict, er prestur var lengi í Danmörku, o. fl. Þau Brynjólfur og Herdís giptust 1838 og reistu 2 árum síðar bú í Flatey, og hóf hann þar verzlun og rak meira en 20 ár, en búskap jöfnum höndum; hjelt honum áfram eptir aö hann hætti verzlun, til þess er hann ljezt, 1870. Var heimili þeirra hjóna alla þá tíð rjett nefnt liið helzta höfðingjasetur vest- anlands. Svo kvað Matthías: »Þar í rikum ranni Rjeðu langa stund Halur og horskur svanni Hinni fríðu grund<. Fór þar saman hýbýlaprýSi, göfugmennska og rausn við hvern sem í hlut átti, æðri eða lægri, volduga eða vesala. En það mótlæt.i áttu þau við að búa, að af 14 börnum, er þau eignuöust, dóu 13 í æsku,' hin elztu 4—6 ára; lifði að eins hið yngsta föður sinn, Ingileif, og fram á fullorðins aldur, en dó þó löngu á undan móður sinni, rúml. tvítug. En mörg börn annara tóku þau að sjer, bæði skyld og vandalaus, ólu upp og mönnuðu vel. Eptir lát manns síns fluttist frú Herdís til Reykjavíkur (1870) og hafði þar bústað síðan til dauðadags, nema hvað hún var erlendis 1 ár, með dóttur sinni, í Khöfn og á Englandi, um 1880. Frú Herdís var hin mesta hefðarkona og göfugmenni bæði í sjón og reynd, hjartaprúð, sköruleg og kvenna kurteisust, einkar-trygg og vinföst, sí-hugul og opt stórgjöful. Ást og virðing fylgdu henni, hvar sem hún hafði ein- hver kynni. Og það er eigi einungis meðal vina og vandamanna, er minning hennar mun seint fyrnast, heldur hefir hún reist sjer þjóð- merkan minnisvarða með stórmikilli dánargjöf, eptir því sem hjer gerist, líklega svo tugum þúsunda skiptir, til kvennaskólastofnunar á Vesturlandi. f Gunnlaugur E. Briein. Þar eigum vjer öðrum merkismanni á bak að sjá, og er það fráfall þeim mun rauna- legra, sem hann var enn á bezta skeiði að kalla, en því miður þrotinn að heilsu. Hann ljezt í gærmorgun, að heimili sínu í HafnarfirSi, eptir miklar og langvinnar þjáningar, af krabbameini í maganum, nýorðinn fimmtugur: fæddur 18. ágúst 1847, að Melgraseyri á Langa- dalsströnd; þar bjuggu þá foreldrar hans, Eggert sýslumaSur Briem (Gunnlaugsson), er þá var sýslumaður Isfirðiuga, en síðar, eins og kunnugt er, í Eyjafirði og SkagafirSi, og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns Sverrissonar. Hann gekk ekki skólaveginn, sem biæður hans allir, ekki af því að hann brysti atgervi til þess, heldur mun það hafa verið með fram vegna þess, hve hann var snemma efnilegur umsýslumaður og ómissandi stoð föður síns við bústjórn og embættisrekstur. Var hann með honum, þar til um það leyti, sem hann ljet af búskap og embætti, fluttist þá til Reykjavíkur (1882) og var þar við verzl- unarstörf nokkur missiri, en tók árið 1885 við hinni erfiöu og vandamiklu forstöðu fyrir verzlun P. C. Knudtzon & Sön’s í Hafnar-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.