Ísafold - 25.08.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.08.1897, Blaðsíða 3
243 sannað væri að þetta væri samkv. vilja þjóð- nrinnar; og að svar stjórnarinnar í vor og öll aðferð hennar hefði espað sig. Yonar, að stjórnin komi aldrei framar með annað eins tilboð og nú, og heldur því jafnframt fram, að frá henni hafi ekkert tilboð komið. Telur landsh. sjálfsagðan til að verða ráðgjafa, og skilur ekki, að hann geti gert meira gagn sem ráðgjafi en sem landshöfðingi, enda hafi framkoma hans framan af þinginu sýnt, að hann teldi þessar breytingar engan hag fyrir þjóðina. Annars var ræðau mest slettur og glósur, sem vjer vitum ekki til, að nokkur maður hafi skilið, um löggjöf handa eitium manni,en ekki þjóðinni, og veðhlaupahest, sem fylltur hafi verið á brennivíni! Guðl. Guðmundsson kvað ræ'óu Tr. Gunn. einu ræðuna, sem sýndi, að þingm. væri eltki fullljós ábyrgðin, sem á þinginu hvíldi. Svar- ar mótbárum Tr. G., hverri eptir aðra, og full- yrðir, að ástæður hans hafi verið aðrar en hanti hafi látið uppi. Framkoma hans áfyrri þingum sýni, að honum sje allt annað en hug- leikið að fá nokkrar stjórnarskrárhreytingar. Þetta þing einkennilegt að því, að æstustu frelsispostular hafi tekið höndum saman við ramdönskustu apturhaldsmenn. Landsh. geti gert meira gagn sem ráðgjafi en nú. Nú sje hann hlaðinn skrifstofustörfum, en yrði hann ráðgjafi, gæti hann gefið sig óskiptan við fram* faramálum þjóðarinnar. Optar en einu sinni muni hann hafa undirbúið mál, sem svo hafi strandað hjá stjórninni í Danmörku. Yæri hann orðinn ráðgjafi og mætti hjer á þingi, mundi minna verða fimbulfambað og minna af starfinu þj'ðingarlaust, og það alveg eins, þó að hann legði sjermál vor fyrir ríkisráðið. Yonar, að stjórnin komi með frumvarp að sumri, ef hún geti ekki gengið að því sem nví verði staðfest, og að hvín rjúfi þingið, enda þótt frv. í heild sinni yrði fellt. Einar Jónsson sýndi í allangri ræðu, að breytingar frumvarpsins mundu verða til bóta, og lauk máli sjmu með yfirlj'sing um, að hann mundi samt greiða atkvæði móti því! Guðjón Guðlaugsson hjelt langa ræðu, fram- an af allsendis óskiljanlega, og Eiríkur Gí*la- son stutta; báðir með ríkisráðsatkvæðinu. Valt. Guðmundsson svaraði ýmsum mótbár- um þeirra, er andstæðir voru frv. efri deildar. Sj'ndi meðal annars fram á, hve hættulegt væri, að taka málinu illa, því að þótt nú- verandi stjórn væri áhugamál að komast að samkomulagi við þingið, væri ekkert á það að treysta, að hún sæti lengi við völdin, og væru engir samningar komnir á, mundi ný stjórn ekki telja sig bundna við tilboðin. Sannaði með því að lesa upp kafla úr Alþt. 1885, að þá hefði Tr. Gunn. talið næga stjórn- arbót að fá sjerstakan ráðgjafa., en ekki kært sig um, að hann mætti á þingi, nje heldur, að hann hefði öðruvísi ábyrgð en nú. Og ekkert hefði hann þá á ríkisráðið minnzt. Taldi annars, hvernig sem færi, stórmikið unnið við það, að nvi væri stefnan breytt, þingið horfið frá því, að heimta allt í eiuu, og farið að snúa sjer að því að feta sig á- fram smátt og smátt. Eptir að framsögumennirnir höfðu enn sagt nokkur orð, var gengið til atkvæða, og lauk atkvæðagreiðslunni eins og áður er frá skj'rt. Þingi stendur til að slitið verði a morgun. Fjárlögin komast í sameinað þing. Skákin, sem skera á af viðlagasjóði á næsta fjárhags- tímabili, er nú komin upp í 260,000 krón., nveira en */4 hluti hans. Meðal framgenginna mála á þinginu eru ný kláðalög og ný botnvörpuveiðalög. Enn frem- ur ný læknahjeraðaskipun (42), ný bólusetn- ingarlög, lög um aðgreining holdsveikra manna frá heilbrigðum, um árskostnað til holdsveikra- spítala, um takmörkun á rjetti kaupmanna til að verzla með áfengi, og um horfelli á skepn- um, o. fl. Yfirskoðvvnarmenn laudsreikninganna endur- kosnir, þeir bræður Jón Jensson yfirdómari og Sigurður próf. Jensson. — Gæzlustjóra við landsbankann kaus efri deild Kristján Jóns- son yfirdómara, í stað Benid. próf. Kristjáns- sonar, sem svo á að setja á eptirlaun, jafnhá og starfi hans fylgdu (500 kr.). Jpjóðvinafjelagið- Aðalfundur í gær, meðal alþingismanna. Forseti endurkosinn Tryggv Gunnarsson, varaforseti kosinn Þór- hallur Bjarnarson (í stað Eir. Briem, er fekk nokkur atkv.), meðstjórnendur 2 endurkosnir, Jón Jensson og Jón Þórarinsson, en hinn 3. kosinn Jens Pálsson (í stað ritstjóra »Þjóðólfs« sem ekkert atkv. fekk). Tíðarfar- Oþurkar aptur megnir. Mjög bágar heyskaparhorfur. Hvalabátur »Frithjof« kom vestau að í gær, frá Ellefsen, með kaupafólk frá hval- veiðaútvegnum. Kinóakorn og Hinialayabygg. Kinóakorn nefnist korntegund ein, sem vex í Peru og Kilí á hásljettunum í Andesfjöllun- um, 13,000 fet yfir sjávarflöt, þar sem engin önnur korntegund getur þroskazt sökum kulda. Sumar-meðalhiti þar er um 6° R., eins og á Akureyri, en 3.6° R. minna en hjer í Reykja- vík. Af þessu má nokkuð marka, að kornteg- und þessi er fremur »harðfrjó«, og líkari til þess að þroskast hjer fremvvr en nokkur önn- ur korntegund. Að vísu er það ekki full sönn- un fyrir því, að Kinóakornið vaxi vel hjer á landi, þótt það þroskist í Peru og Kilí við langt um minni sumar-meðalhita en hjer á landi er víðast hvar; því reynslan hefur sýnt það,aðjurtir, sem vaxa ágætlega vel t. a. m.í Nor- egi við sama sumar-meðalhita og hjer á landi, geta vaxið hjer illa, og kemur það að mestu eða öllu leyti af því, að hitinn kemur mis- jafnt niður á sömu árstíð á báðum stöðunum. A Akureyri þróast reynirinn vel, við 6° R., en afarilla í Rvík þar sem meðalhiti að sumr- inu er þó 9.6° R. En þetta er ekki hið al- genga. Optast má marka jnrtagróðurinn eptir sumar-meðalhitanum, en alls ekki eptir árs- meðalhitanum. Þá er og önnur korntegund til, sem líklegt er að hjer mundi geta dafnað. Það er Hima- layabyggið. Það vex ágætlega í Himalaya- fjöllunum, 14,000 fet yfir sjó, þar sem sum- ar-meðalhitinn er miklu minni en hann er nokkurs staðar á íslandi. Jurtagróðurinn er ekki fjölskrúðugur í Himalayafjöllunum, svona hátt yfir sjó, og virðist því byggtegund þessi mjög harðfrjó, að hvvn skuli geta vaxið þar. Enda er það auðsætt, að svo er, þar sem hvvn þroskast vel bæði í Finnmörk og Lappmörk; þangað hefir jurt þessi verið flutt fyrir nokkr- um áratugum, síðan, ræktuð þar til mikilla hagsmuna, og þykir þar árviss korntegund, og er það þó miklu norðar en Latiganes á Islandi er. Bygg þetta þykir gott til ntanneldis. Kin- óakornið er það sömuleiðis, talið fullt eins kraptgott og hafrar, en þeir eru sem kunn- ugt er ein kraptbezta korntegund til fæðu. Það er og aðalfæða þess þjóðflokks, sem byggir hásljettur Andesfjallanna. Þótt tilraunir með að rækta hinar almennu korntegundir, —- rúg og bygg —, hafi ekki lánazt hjer á landi og litla von gefið um að kornyrkja hjá oss verði nokkurn tíma almenn nje heldur svari kostnaði, þá er þó ekki víst, nema þessar áminnztu korntegundir geti vaxið hjer vel á mörgum stöðum, til mikils hagn- aðar, þegar þær eru orðnar »landvanar«, sem menn svo segja, eða öllu heldur sagt: þegar þroskunareðli þessara jurta hefir lagað sig eptir loptslagi og jarðvegi og fl. Væri því æskilegt, að alþingi vort hlutaðist til um, að ekki liðu mörg ár þar til tilraunir í þessa átt yrðu gerðar einhversstaðar á landinu. Ekki yrði það ærið kostnaðarsamt. Sömufeiðis væri æskilegt, að tilraun væri gerð með að frjóvga jarðvegin með »nitrogen«. Ymsar bendingar, sem koma frá einstöku mönmim um eitthvað nýtt, sem virðist geta bætt á einhvern lvátt landbvinað vorn eður aðra atvinnuvegi, ætti fjárveitingavald vort eklci að láta sem vind um eyrun þjóta. Þær eru ritaðar, bæði af mjer og öðrvvm, í góðum tilgangi og fullri sannfæringu fyrir því, að þær geti að liði orðið, ef vel er á haldið. Vjer megum engu því sleppa, sem líkindi eru til að geti orðið þjóð vorri til gagns og sóma í framtíðinni. Reykjavík 24. ágúst 1897. Sig. þórólfsson. Húsg-ögn (meubler). Stórt úrval af alls konar stoppuðum(polstrede) húsgögnum. Húsgögn í sali, borðstofur og svefnherbergi. Járnrúm með heydjmum og fjaðramadressum, kommóður, servantar, sofar og chaiselonguer. Nægar birgðir af alls kon- ar húsgögnum, lágt verð. Allt er selt með fullkominni ábyrgð. H- C- Petersen, Nörregade 17, Kjöbenhavn K. Oraelharmonium frá 125 kr. tilbúin í vorum eigin verksmiðjum. Fengu silfurmedalíu í Málmey 1896. Auk þess höfum vjer harmóníum frá hinum beztu þýzku, amerísku og sænsku verksmiðjum. Vjer höfum selt harmóníum til margra kirkna á íslandi og prívat-lvaupenda. Hljóðfærin má panta hjá kaupmönnum eða hjá oss sjálfum. Petersen & Steenstrup, Kjöbenhavn V. Þvi optar sem jeg leik á orgelið í dómkirkjunni, þess betur líkar mjer það. Reykjavik 1894. Jónas Helgason. Meyer A. Schou hafa hinar mestu og ódýrustu birgðir af alls konar bókbandsverkefni, öll áhöld til bókbands, nj'justu vjelar, og stýl af öllum tegundum. Viingaardstræde 15. Kjöbenhavn K. Steinolíutunnur tómar kaupir Th. Thorsteinsson (Liverpool).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.