Ísafold - 25.08.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.08.1897, Blaðsíða 2
242 firði og þar með yfirstjórn allra verzlana þeirra fjelaga hjer við Faxaflóa. ÞaS starf rak hann síðan til dauðadags, meS stakri og alkunnri alúð og ástundun, lipurS, ósjerhlífni Og skyldurækt. Hann var og þingmaður Skagfirðinga á alþingi 1883 og 1885, en í sveitarstjórn Garðahrepps mörg ár og síðustu missirin í sýslunefnd Kjósar- og Gullbriugu- sýslu. Hann kvæntist 1877 frk. Frederikke Glaessen frá Khöfn, er lifir mann sinn ásamt einkaharni þeirra, Olafi, f. 1884. — Gunnl. sál. var frábær eljumaður, lipurmenni og ljúf- menni, ástríkasti eiginmaður og faðir, ágætur fjelagsmaður og áhugamaSur um sjerhvað þaS, er hann hugði landi og lyð til nytsemdar horfa. Frá alþingi. Stjórnarbótin. Laugardaginn 21. þ. m. hafði neðri deild frumvarpið til umræðu og úrslita, eins og það kom frá efri deild. UmræðururSu langar, og harðar nokkuS hjá sumum. Þegar til atkvæða kom, lá fyrst fyrir breytingartillaga frá Sighv. Arnasyni, nokkurs konar miðlunarvegur aS því er snertir ríkisráðsfleyginn: að sjermálin ís- lenzku »skuli ekki lögð undir samþykktar- eða synjunaratkvæði hins danska ríkisráðs, nema þegar svo sjerstaklega stendur á, að þau að einhverju leyti einnig snerta sameiginleg mál, en úr því sker konungur í ríkisráðinu, hvort svo er eða ekki«. En felld var hún með 13 : 10 atkv., þ. e. Benidikts-, Tryggva- og kaupfjelagaliðið á móti, nema Sighvat- ur sjálfur. Því næst var ríkisráðsfleygurinn, eins og þeir Benid. vildu orða hann, felidur með 12 : 11 atkv., og aðrar breyt. þeirra (meiri hl. nefndarinnar) fellda.r meS 13 : 10 atkv., nema hvað þeir tóku nokkrar aptur, er þeir sáu sitt óvænna. Þar gengu sem sje 3 úr liöi meiri hlutans, sem var við fyrstu at- kvæðagreiðsluna: Einar Jónssou, Jón frá Múla og Ólafur Briem, — allir mótfallnir ríkisráðs- fleygnum. Loks kom frumvarpið sjálft til atkvæða ó- breytt, eins og það kom frá efri deild, og var fellt með 13 : 10 atkv. Þá gengu fyrnefndir 3 þingmenn aptur í lið með sínum fyrri fje- lögum, þeim Benid.- Tryggva- o. s. frv. Eru hjer nöfn hvorratveggju: Björn Sigfússon Guðl. Guðmundsson Halldór Daníelsson Jens Pálsson Jón Jensson Jón Jónsson frá Stafaf. Jón Þórarinsson Skúli Thoroddsen Valtýr Guðmundsson Þórður J. Thoroddsen nei Einar Jónsson Klemens Jónsson Benid. Sveinsson Eiríkur Gíslason Guðjón Guðlaugsson Jón Jónsson frá Múla Ólafur Briem Pjetur Jónsson Sighvatur Arnason Sigurður Gunnarsson Tryggvi Gunnarsson Þórður GuSmundsson Þorlákur Guðmundss. Umræðurnar. El. Jðnsson (frams.m. meira hlutans) kvað efri deild hafa fellt það burt, sem meiri hlut- inn teldi þýðingarmest. Astæður hennar fyr- ir að fella burt ríkisráðsákvæðið væru tvær: að það væri óþarft, með því að það fælist í núgildandi stjórnarskrá, og a ð með því á- kvæði yrði frv. ekki staðfest. Að því er fyrri ástæðuna snerti, sje enginn vegur annar til að útkljá ágreininginn milli þjóðar og stjórnar en sá, að þingið noti löggjafarvald sitt til að taka af vafann. Hitt sje ekki nema spádóm- ur, að stjórnin muni ófáanleg til að ganga að ríkisráðsákvæðinu, ekkert ólíklegt, að hún verði fáanleg til þess, því að það sje annað að fást til að breyta gildandi lögum heldur en að breyta skilningi sínum á þeim. Enda þótt stjórnin staðfesti ekki ríkisráðsákvæðið, verði hún þó að rjúfa þing, ef það verði sam- þykkt, og svo geti þjóðin sagt álit sitt nm máliö. Telur annars stjórnina skylduga tilað rjúfa þing, ef frv. verði fellt ogleggja stjórn- arskrárfrv. fyrir hið nýkosna þing. Fórnokkr- um orðum um hinar smávægilegri breytingar. Guðl. Guðmundsson (frams.m. minna hlut- ans). Það hefir verið haft á móti þessu frv. að með því yrði valdið fært út úr landinu, þar sem landshöfðingjavaldið yrði rýrt. En þetta er missýning. Nú er ástandið svo, að þegar landsh. mætir á þingi sem fulltrúi stjórnarinnar, veit hann opt ekki, hvernig hún muni taka í máliö, og fyrir kemur það, að úrslitin hjá stjórninni verða öfug við undir- tektir landshöfðingja. Með hinni fyrirhuguðu breytingu verður valdið ekki fært út landinu, heldur inn í þingið; það fær betri tök á stjórninni, og ráðgjafinn hlýtur að taka það meira til greina en áöur. Þetta er því ekk- ert annað en grýla. Eptir að ræðum. hafði svarað frsm. meira hlutans viðvíkjandi hinum smærri breyting- um, fórust honum orð á þessa leið: Svo er 1. gr. Það eitt er næg mótmæli gegn ríkisráðsákvæðinu, að það nær ekki stað- festing konungs, og þannig er hætt við að á- rangurinn verði enginn af hinni löngu stjórn- arbaráttu vorri. Jeg sje ekki, hverja þýðingu það hefði a.ð setja ríkisráðsákvæðið inn í stjórn- arskrárbreytingarfrv., umfram það að mótmæla því í ávarpi til konungs, að sjermál vor eru borin upp i ríkisráöinu. Framsm. meira hl. segir, að mótmælin yrðu högg út í loptið, ef þau kæmu fram í ávarpi, en aö slíkt ákvæði í frv. tæki af vafann. Það er enginn munur á atkvæðum þingsins, hvort sem þau eru greidd um stjórnarskrá eða ávarp. En mun- urinn er aptur á móti sá, að með annari að- ferðinni girðum vjer fyrir umbætur á þeim atriðum í stjórnarfari voru, sem skaðlegust hafa verið — samvinnuleysi þings og stjórn- ar og ábyrgðarleysi stjórnarinnar —, meðann- ari aðferöinni spillum vjer öllum vorum stjórn- arbótarvonum; með hinni aðferðinni spillum vjer engu. I þessu efni er yfirlýsing ráðgjaf- ans tvímælalaus. Hvernig yrðu nú horfurn- ar, ef þingið annaðhvort samþykkti frv., sem stjórnin gengi ekki að, eða felldi máhð í heild sinni? Hvers er þágan, nema okkar? Stjórn- in getur lagt málið á hilluna og geymt það einn mannsaldur, en afstaða vor verður að verri eptir en áður. Jeg er viss um, að öll alþýða manna skilur það, að það er ekki vit- urlegt, að tefla úr höndum sjer jafn-góðu færi og nú býðst, í því skyni eingöngu, að lýsa yfir lagaskilningi, sem vjer getuin ekki feng- ið stjórnina til að aðhyllast, — og það þegar oss er innan handar að koma þeirri yfirlýsing á framfæri á annan hátt. Með þessu frv., eins og það kemur frá efri deild, samþykkj- um vjer ekki fremur það atferli, að bera sjer- mál vor upp í ríkisráðinu, en vjer höfum allt af gert, þar sem vjer höfum afgreitt lög og þingsályktanir með þeirri fullri vissu, að þau yrðu fyrir ríkisráðið lögð. Meiri hluti nefnd- arinnar segir í áliti sínu, að meðan ráðgjafinn sje látinn bera sjermál Islands upp í ríkis- ráðinu, beri að skoða hann sem danskan ráð- gjafa. Þetta skil jeg ekki. Víst er um það, að ráð er fyrir því gert, að vjer fáum sjer- stakan íslenzkan ráðgjafa, undir sjerstöku á- kæruvaldi og sjerstökum dómstóli og með fullri ábyrgð á stjórnarathöfnum sínum. Ræðum. hallaðist annars að breytingartil- lögu Sighv. Arnasonar, með því að hún væri líklegri til staðfestingar en tillaga meira hluta nefndarinnar. Þetta sjálfsagt þýðingarmesta atkvæðagreiðslan, síðan hann kom á þing. Spurningin væri, hvort menn ættu að feta sig áfram til aukins sjálfsforræðis. Sumir töluðu um, að stjórnarskrárbaráttan væri nú oröin of löng til þess að bera ekki meiri árangur en þetta. Sætta menn sig þá betur við, að hún hafi engan árangur? Svarið verður von- andi ótvírætt hjá þjóðinni. Landshöfðingi lýsti yfir því, að stjórninni væri áhugamál að komast að samkomulagi við þingið á þeim grundvelli, sem frv. dr. V. G. hefði verið byggt á. Breytingar meira hlutans væru komnar langt út af þeim grund- velli, og verði ríkisráðsákvæðið samþykkt, þá verði lögunum ekki staðfestingar auðið. Jens Pálsson taldi tieöri deild aldrei hafa staðið í þýðingarmeiri sporum en nú. Aöur hefðu kröfurnar reyndar verið stærri, en þá hefðu menn veriö í algerðri óvissu um, hvort þeim yrði nokkuð sinnt, jafnvel von- leysi. En nú væri komin fram skýlaus yfir- lýsing um, hverjum stjórnarskrárbreytingum stjórnin vildi ganga að. Sýnir fram á þýð- ingu þeirra atriða, sem oss sjeu boðin. Með ábyrgðinni fáist stjórnskipuleg trygging fyrir því, að þingið hafi meira að segja hjer eptir. Sú fjarstæða, að ábyrgðin sje tál, hafi verið hrakin með svo gildum rökum, að ekki þurfi að eyða orðum að henni. Ágreiningurinn geti ekki verið um það, hvort þessi atriði sjeu mikilsverö, heldur, hvort vjer eigum að heimta meira í svipinn. Vill ekki fara af vissum grundvelli út í óvissu, úr því að öllum kem- ur saman um, að það sje til bóta, sem feng- izt getur. Efri deild hafi nú gengið svo langt í kröfunum, að landsh. sje ekki einu sinni viss um, að þær eða frv. hennar verði staðfest. Ekki víst, að hún geti gengiö lengra, svo að frv. sje eins í hættu hjá þingínu eins og stjórninni, ef ríkisráðsákvæðið verði samþykkt. Er ekki búið að slá vindhöggin nógu lengi ? Megum vjer ekki loksins fara að sjá einhvern árangur? Og er ekki betri ein kráka í hendi en tvær í skógi 1 ísl. þjóðin á rjett á að fá að greiða atkv. um tilboðin. Merkustu blöð- unum er áhugamál, að þau verði þegin, og enda flest þeirra, sem áður hafa verið kröfu- hörð, tala nú með stillingu. Skorar á meira hluta nefndarinnar að taka breytingartillögur sínar aptur, og óskar að öldin endi ekki á því, að saka megi þingið um að það hafi hamlað því að þjóðin fengi mikilsveröar umbætur á stjórnarfari sínu. Eptir að Kl. Jónsson haföi mælt móti breyt. till. Sighv. Arnas. og flutningsm. mælt með henni, stóð Tr. Gunnarsson upp, og kvaðst gera það af því, að blaö eitt hefði sagt, að þeir sem halda vildu fram ríkisráðsfleygnum í stjórnar- skrármálinu mundu ætla að láta jarða með sjer ástæðurnar, í þeirri von að þær rísi upp með þeim á dómsdegi. Astæður sínar væru þessar: a ð ástandið yrði verra en nú, með því að vald landsh., sem væri búsettur í land- inu, færðist í hendur ráðgjafa, sem væri það ekki; að grundvöllurinn væri skakkur, þar sem ætlazt væri til, að ráðgjafinn sæti í ríkis- ráðinu; a ð þetta væri svo langt stökk frá því, sem þingið hefði áður haldið fram; a ð ó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.