Ísafold - 01.09.1897, Síða 1
Kfimurútýmisteinu sinnieða
tvisv.í viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða
l’/xioil.; horgist t'y rir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Dppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
tilútgefandafyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstræti 8.
XXIV. árg !
Reykjavík, miðvikudaginn 1 sept. 1897-
63. blað.
Aukaþing,— hve nær?
Það vita allir, sem í stjórnarskrá vora hafa
litið einhvern tíma, að án aukaþings er alls
eigi hægt að fá breytt nokkrum staf í henni.
Aukaþing er því óhjákvæmilegt til þess, að
leiða það mál til lykta, stjórnarslcrárbreyting-
una, sem nú er á dagskrá og hefir lengi ver-
ið, hvernig sem að er farið og hvað sem gert
er í málinu, — nema að láta það lognast út
af árangurslaust; en þeir, sem það vilja, eru
svo örfáir nú orðið, að eigi tekur því að tala
um þá.
Það er líka um stjórnarhreytinga-aukaþing
að segja, að svo heimskulegt sem er að eyða
fje til þeirra, ef til þeirra er stofnað sýnilega
til ónýtis, eins og var meðan tjaldað var með
landstjórafrumvarpinu, eptir að stjórnin var
búin hvað eptir annað að afsegja að ganga að
því, — eins væri hitt eigi síður stakasta
heimska og óhæfa, að telja á sig aukaþings-
kostnaðinn, þegar full ástæða er til að búast
við einhverjum árangri, og það viðunanlegum
árangri; að kjósa heldur fyrir þá sök eina að
leggja alveg árar í bát.
Stjórn vor hefir nú látið það skýlaust uppi,
seint og síðar meir, að henni sje áhugamál að
fá stjóruarskrárbreytingu þá til lykta leidda,
sem nú er á dagskrá. Hún hlýtur því að
vilja og ætlast til, að það verði gert á næstu
þingum, annaðhvort með aukaþingi 1898 og
hinu reglulega þingi 1899, að undangengnu
lögboðnu þingrofi þá, eða þá á alþingi 1899
með aukaþingi árið 1900, sömuleiðis að lög-
boðnu þingrofi undangengnu.
Að kostnaðinum til má þjóðinni alveg á
sama standa, hvort hið óhjákvæmilega, eina
aukaþing er haldið 1898 eða 1900; það kost-
ar jafnmikið, hvort árið sem það er heldur
haldið.
En að öðru leyti stendur það alls eigi á
sama.
Það mun brátt koma ( ljós, hvort þeir
kjósa heldur, andvígismenn þessarar stjórnar-
skrárbreytingar.
Þeir kjósa ofðalaust og hiklaust síðara árið,
árið 1900.
Þeir kjósa dráttinn, — dráttinn framar öllu
öðru, og svo nn'kinn, sem hann fæst. Hann er
þeim ávinningur, hvernig sem fer. Hann get-
ur orðið þeim að margvíslegu liði. Það sjá
þeir rnikið vel.
Þeir hugsa með sjálfum sjer og segja sem
svo í sinn hóp: »Það getur vel verið, að
■stjórnarskrárbreytingar-forkólfunum, sem nú
eru, þessum 16, sem ritað hafa undir »Ávarp
til Islendinga« frá 26. ágúst, takist að
spana kjósendur í flestum kjördæmum lands-
ins til fylgis við sig núna í svip; en illa þekki
jeg landann þá, ef ekki verður farið að kólna
í honum aptur, um það er tvö ár eru liðin.
Það skipast og margt á skemmri tíina. Meðal
annars getur þá verið komin ný stjórn til
valda í Danmörku og að hún vilji ekkert hafa
með þetta mál að sýsla. Þá er maður laus
við það, og það er blessun«.
Annað, sem þeir byggja á von sína málinu
til falls, er það, að verði það látið bíða hins
reglulega þings 1899, þá geti vakizt upp ann-
arleg misklíðarefni, út úr þeim mörgu málum,
sem regluleg þing hafa til meðferðar, ekki
sízt fjárveitingum, er valdi bæði sundurlyndi
í sjálfu stjórnarbreytingarmálinu og kunni
auk þess að hafa þau áhrif á kosningar þá á
eptir, eptir hið lögboðna þingrof, að fylgis-
mönnum málsins fækki, svo að það, sem nær
fram að ganga á þinginu 1899, falli síðan á
aukaþinginu 1900.
Þetta er kænlega hugsað. Það er hyggi-
legt ráð frá þeirra sjónarmiði, sem annaðhvort
vilja alls enga umbót hafa á stjórnarfari voru,
eða þá ekki neitt samþykkt á þingi, sem von
er um að hljóti staðfesting stjórnarinnar.
En það er að því skapi óhyggilegt fyrir
hina, sem er áhugamál að fá hið bráðasta rið-
inn endahnút á hið óþolandi, skaðvæna stjórn-
arbótarþref. Sem vilja fá lögleidda hið bráð-
asta þá viðunanlega stjórnarbót, er vjer eigum
kost á, í stað þess að eyða tíma og kröptum
þings og þjóðar tugum ára saman til þess
að bjástra við stjórnarskrár-endurskoðun, sem
annaðhvort er vitleysa eða þá allsendis ófáan-
leg. Sem vilja fá frið til þess að vinna ein-
huga og með óskertum kröptum að nauðsyn-
legum framfaramálum landsins. Vilja geta
tekið til við þau tneð fullu fylgi þegar á
næsta reglulega þingi, 1899; því verði auka-
þing að ári, 1898, eingöngu háð vegna stjórn-
arbótarmálsins, þá er anuaðhvort um það, að
þar verður engin niðurstaða, fremur en í
sumar—sem er lítt hugsanlegt,—eða þá, ef
málið tiær fram að ganga, að þá þarf þingið
1899 ekkert við það að gera nema að greiða
atkvæði um það.
Hið eina rjetta er því, að þing sje rofið
nú, fyrir þessi árslok, og málið lagt fyrir auka-
| þing að sumrd. Með því einu móti eru miklar
| líkur til, að það verði fullrætt og sama sem
| útkljáð fyrir næsta haust. Þá er þinginu
; 1899 forðað við jþví óláni, að lenda að hálfu
leyti eða meiru í ávaxtariausu þrasi um það
eina mál, til stórhnekkis öðrum áríðandi ntál-
um og allri þingvinnunni. Hvert ár, hvert
reglulegt þing, sem græðist landinu á þann
hátt, er því ávinningur. Það er happ, er
vjer ættum vissulega ekki að sitja af oss.
Hinir, sem dráttinn vilja, kunna auðvitað
mikið vel að leyna því, hvað þeim gengur til
undir niðri. Þeir láta allt annað uppi, svo
sem nærri má geta. Þeir bera fyrir sig mik-
ið áiitlega ástæðu í fljótu bragði, ósköp mein-
lausa og meira að segja djúphyggilega.
Þeir segja að það sje til þess, að þjóðin
hafi tíma til þess að hugsa sig um!
Hugsa sig um hvað?
Hugsa sig um það, hvort hún eigi að þiggja
það, sem hún, sem þing og þjóð hefir verið
aðallega að berjast fyrir í 16 ár: að fá inn í
landið, inn á þing, á alþingi, stjórn með á-
byrgð allra sinna gjörða, allra sinna stjórnar-
athafna.
Það er þetta, sem hún á að hugsa sig um,
hvort hún eigi að þiggja,—þiggja það án þess,
að hún þar fyrir sleppi nokkrum öðrum stjórn-
arbótarkröfum, heldur láti ef til vill einmitt
með þessu eina ákvæði leggja sjer þær upp
í hendur með tímanum!
Þetta á hún ómögulega að komast af með
9—10 mánuði til að iiugsa sig um, heldur á
hún að þurfa 20—22 mánuði! Og mun þá
mörgum spurn, hvort umhugsunin mundi
rækilegri eptir 20 mánuði en 10, þ ó svo
væri, að hjer væri um mál að tefla, sem í
raun og sannleika þyrfti langa umhugsun
um. Hvort ekki mundi þá líða meiri hluti
þess langa tímabils svo, að ekkert væri um
málið hugsað.
En eitt er þó skoplegast í þessum umhugs-
uuarfrests-bollaleggingum, og það er það, að
verði þetta þing rofið, sem sjálfsagt er talið
og jafnvel æskilegt af báðum höfuðflokkum
þingsins í þessu máli, þá verður umhugsunar-
tíminn, sem þjóðin fær eða kjóseudur (rjett-
ara sagt), hjer um hil jafnlangur eða jafn-
stuttur, hvort sem aukaþing er haldið að
surnri, eða málið látið bíða hins reglulega þings
1899. Kosningarnar fara fram á næsta sumri
hvort sem er; þá verða kjósendur að vera
búnir að »hugsa sig um«,—hugsa sig um, hvort
þeir eigi heldur að kjósa fylgismenn eða and-
vígismenn hinnar fyrirhuguðu stjórnarbótar.
Dráttartillagan, umhugsunarfrests-spekin er
því í rauninni ekkert annað en Loka-ráð,
hvernig sem hún er fóðruð eða varin, og
hvernig sem málinu er fyrir sjer velt.