Ísafold - 04.09.1897, Side 3
2. Strandbátarnir sjeu settir í svo haganlegt
samband við millilandaskipin, sem unnt er,
helzt svo, að þeir í hverri ferð mæti ein-
hverju þeirra í Reykjavík eða á einhverjum
af hinum fjórum aðalviðkomustöðum.
3. Yiðkomustaðir strandbátanna sjeu þeir, er
alþingi nánar tiltekur.
4. Strandbátunum er skylt að flytja póst-
sendingar án sjerstaks endurgjalds; skal
þeirra vitjað og þeim skilað á viðkomu-
stöðum á kostnað útgerðarinnar.
III.
1. Landsstjórnin samþykkir ferðaáætlun allra
skipanna og sjer um að hún sje haldin.
2. Ferðunum sje hagað svo:
a. Að alþingismenn geti komizt til Reykja-
víkur um lok júní, og þaðan aptur um
mánaðamótin ágúst—september.
b. Að skólapiltar komist heim úr skóla
um byrjun júlímánaðar og til Reykja-
víkur aptur um lok septbr.
c. Að kaupafólk frá Suðurlandi fái fljóta
ferð til Norðurlandsins í byrjun júlím.
og þaðau aptur kring ura 20. sept. í
þessum ferðum koma skipin við á
Blönduós.
d. Sjómenn fái fljóta ferö frá Reykjavík
til Austurlandsins um 20. maí, og það-
an aptur til Reykjavíkur um 20. sept-
ember.
3. Millilandaskipin komi ekki við í Færeyjum
í 4 ferðum fram og aptur, þar á meðal í
apríl og seinast í maí eða byrjun júní á
leið frá Kaupmannahöfn, og seinast í ágúst
eða byrjun september og sömuleiðis í síð-
ustu hringferð á leið frá Islandi.
4. Farmeyrir og fargjald sje yfirleitt ekki
ha;rra en nú með skipi eimskipaútgerðar-
innar, og milli hafna með strandbátunum
hjer um bil sama og er þetta ár með
strandbátnum »Bremnæs«. Fargjald milli
Vestmannaeyja og Reykjavíkur verði sama
og milli Stykkishólms og Reykjavíkur.
5. Farmeyrir og fargjald milli tv^ggja ákveð-
inna staða verði hið sama, þótt skipta
verði um skip.—Þó verða farþegar þá að
nota það skip, er fyrst fer til staðar þess,
er ætlað er til.
6. Allt að 50 iðnaðar- og almúgamenn fái
árlega í þeim ferðum, er fjelagið og stjórn-
in koma sjer saman um, ferðir milli landa
í öðru farrými fram og aptur fyrir sama
verð og annars er tekið fyrir aðra leið
—gegn skírteini frá syslumanni eða bæjar-
fógeta í því umdæmi, er þeir búa í«.
Um viðkomustaði strandbáta hins sameinaða
gufuskipafjelags samþykkti hvor deildin sína
ályktun, og mun landshöfðingja vera ætlað
að hafa það tillit þeirra, er við verður kom-
ið. Efri deild vildi hafa viðkomustaðina sem
hjer segir:
A. Vestur um land.
I. 1. Reykjavik. 2. Ólafsvík. 3. Stykkis-
hólmur. 4. Flatey. 5. Patreksfjörður.
6. Bíldudalur. 7. Dýrafjörður. 8. ísa-
fjörður. 9. Reykjarfjörður. 10. Steingríms-
fjörður. 11. Borðeyri. 12. Blönduós. 13.
Sauðárkrókur. 14. Siglufjörður. 15. Akur-
eyri.
II. 1. Akranes. 2. Búðir. 3. Grundarfjörður.
4. Hvammsfjörður. 5. Skarðstöð. 6.
Tálknafjörður 7. Önundarfjörður. 8.
Súgandafjörður (Suðureyri). 9. Aðalvík.
10. Bitrufjörður. 11. Hvammstangi. 12.
Skagaströnd. 13. Hofsós. 14. Ólafsfjörð-
iir. 15. Hjalteyri.
III. 1. Fjörður í Múlahreppi. 2. Skálavík. 3.
Höfn í Sljettuhreppi. 4. Sigríðarstaðaós.
(Lambhúsvík). 5. Kolkuós. 6. Haganes-
vík. 7. Dalvík.
B. Austur um land.
1. 1. Reykjavík. 2. Vestmannaeyjar. 3. Vík.
4. Hornafjörður. 5. Djúpivogur. 6. Breið-
dalsvík. 7. Fáskrúðsfjörður. 8. Reyðar-
fjörður. 9. Eskifjörður. 10. Norðfjörður.
11. Mjóifjörður. 12. Seyðisfjörður. 13.
Borgarfjörður. 14. Vopnafjörður. 15.
Þórshöt'n. 16. Raufarhöfn. 17. Kópasker.
18. Húsavík. 19. Aknreyri.
II. 1. Keflavík 2. Papós. 3. Stöðvarfjörður.
4. Loðmundarfjörður. 5. Bakkafjörður. 6.
Flatey. 7. Grímsey. 8. Grenivík. 9. Sval-
barðseyri.
III. Lagarfljótsós eða Múlahöfn.
A hvern þeirra staða, sem nefndir eru
undir I, komi bátarnir helzt í hverri ferð.
A þá staði, sem nefndir eru undir II, komi
bátarnir svo opt, sem því verður við komið,
en þó ekki sjaldnar en í tveimur ferðum fram
og aptur.
A þá staði, sem nefndir eru undir III, komi
bátarnir því að eins, að beiðni um það komi
til landsstjórnarinnar frá hjeraðsbúum þeim,
sem hlut eiga að máli, með meðmælum hlut-
aðeigandi sýslurnanns.
I Vík í Mýrdal sje því að eins komið, að
veður og vindur leyfi.
Báturinn, sem fer vestur um land, komi
við á Straumfirði eða Borgarnesi á suðurleið í
maí eða júní.
Neðri deild alþingis gjörði mjög líka álykt-
un fyrir sitt leyti um viðkomustaði bátanna.
Mannalát og slysfarir. Dáinn erlð.febr.
þ. á. að Hömrum í Hraunbreppi Ingimundur
bóndi Guðmundsson eptir nær því 8 ára þján-
ingar af koldsveiki.
Ingimundur var fæddur að Hömrum og dvaldi
þar allan sinn aldur, nema 1 ár, sem hann var
þaðan. Með konu sinni, Ólöfu Runólfsdóttur,
lifði hann rúm 11 ár og eignuðust þau 3 börn
og lifa 2 þeirra og syrgja elskaðan föður ásamt
syrgjandi ekkju.
Ingimundur sál. var góður búhöldur og er þvi
fyrir fjelag hans mikill missir að honum sökum
margra og góðra mannkosta.
Hinn 31. f. mán. varð það slys að Mjósundi
í Flóa, að bóndinn þar, Jón Jónsson, maður
um fimmtugt, varð undir húsvegg i hálfhruninni
tópt og beið bana af.
Landskjálfta varð vart hjer í fyrra morgun,
kl. ÍO1/* hjer um bil; var örstuttur, en snarpur
nokkuð svo, felldi þó ekki ílát eða annað laus-
legt. Hafði orðið nokkru meiri upp í lijós. En
ekki vart austanfjalls.
Niðurjöfnunarnefnd hjer í bænum hafa
þeir verið kosnir í fyrir skemmstu, kaupmennirn-
ir Johannes Hansen og Kristján Þorgrímsson.
Hitt og þetta.
Tvo daga yfir Atlanzhaf ætlar danskur
maður í New-York, Flindt að nafni, að vera á
gufubát, sem hann er ný-búinn að smiða. Hann
ætlast ekki til, að vindur eða sjávargangur geti
tafið ferðina til neinna muna. Báturinn heitir
»Delphinen« (Höfrungurinn) og á að verða fljót-
ari í ferðum en dýrið, sem hann heitir í höfuðið
á. Hann á að geta farið í gegnum öldurnar, er
67 feta langur og 16 feta djúpur, er úr eik 0g
sedrusviði og i honum er 13 feta löng stofa. —
Grasvjel með 20'hesta afli knýr skrúfuna áfranú
I sumar leggur smiðurinn af stað á bát sínum frá
New-York, og ætlar að vera kominn til Qveens-
town eptir 48 klukkustundir.
Ostrur eru meðal allra-sterkustu skepnanna.
Til þess að ljúka upp skeljum þeirra þarf 900
sinnum meira afl en þyngd þeirra nemur.
Tólf iniljónir roiöhjóla eru að sögn til í
heiminum. Væri þeim raðað hverju aptur af öðru,
mundu þau gyrða. jörðina.
Ef allt tóbak, sem reykt var i brezka rikinu
síðastliðið ár, væri undið upp í snæri, scm væri
þumlungur i þvermál, mætti vefja það þrjátíu
sinnum utan um jörðina við miðjarðarbaug.
Vindlareykingár. Vindlasali einn i Lund-
únum hefir þrjá skiptavini, sem kaupa á ári hverju
vindla og smávindla fyrir hjer um bii 9000 krónur.
Einn þeirra reykir ekki ódýrari vindla en fyrir
kr. 2,50 hvern þeirra; af þessum vindlum reykir
hann minnst 8—10 á hverjum degi, og gefur að
líkindum öðrum álika mikið. Annar leggur sjer-
stakt kapp á aö hafa sem flestar vindlategundir
heima hjá sjer. — Hiljónamæringur einn frá Astral-
íu, sem setzt hefir að í Lundúnum, kaupir einung-
is tyrkneska smávindla, beztu tegundar, lætur búa
þá til handa sjer sjerstaklega. Þeir kosta 15 kr.
hundraðið. Hann reykir að eins helminginn af
þeim 0g kveikir i 10 á klnkkustundinni. — Sumir
smávindlareykjendur láta prenta nafn sitt og ættar-
merki á brjefið, sem vafið er utan um tóbakið. —
Nýkoinið
til C. Zimscns.
Stumpasirz ljómandi falleg
Brjóstnálar því fallegri
Rakhnífar & slíp-ólar
Pennahnífar
Hnífapör
Matskeiðar
Blikkfötur
Blikkskálar mjög ódj'rar
Reyktóbak og tóbakspungar
Reykjapípur
Vindlar í ‘/i */í 'U kössum.
Gullkapsel hefur tapazt á veginum milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Rífleg fundar-
laun. Skilist á afgreiðslust. Isafoldar.
W. Chrisíensens verzlun
kaupir
saltíisk (þorsk) fyrir peninga.
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt beiðni bóndans Teits Jónssonar
í Viðey verður laugardaginn 25. þ. m. opin-
bert uppboð haldið á heimili hans; þar selt
3—4 k/r snemmbærar, ær með lömbum, skó-
leður, góðar bækur og ýmsir aðrir dauðir munir.
Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi. Skilmál-
ar fyrir sölunni verða birtir á undan uppboðinu.
Seltjarnarneshrepp 4. september 1897.
Iiifí.ialdur Sigurðsson.
ísienzk umboðsyerzlun.
Undirskrifaður selur íslenzkar verzlunar-
vörur á markuðum erlendis og kaupir alls
konar útlendar vörur fyrir kaupmenn og sendir
á þá staði, sem gufuskipin koma. Söluum-
boð fyrir ensk, þýzk, sænslc og dönsk verzl-
unarhús og verksmiðjur. Glöggir reikningar,
lítil ómakslaun.
Kjöbenhavn K.
Jakob Gunnlögssou,
Cort Adelersgade 4.
Til leigu ósbast 4 herbergi með eða án eld-
búss. Ritstj. visar á lystbafa.