Ísafold - 11.09.1897, Blaðsíða 2
258
fyrir. »Kom þá syo mikill vöxtur í ár, sem
mestur í leysingum á vordag.
Snemma morguns þann þ. 15. fjellu voða-
legar grjót- og aurskriður úr Strandatindi með
dunum og dvnkjum all-miklum ofan á svo
kallaða Strönd, en gjörðu þó lítinn skaða, því
þær fjellu flestar þar fyrir utan byggðina.
En á Búðareyri fjell ákaflega mikil skriða,
ofan um veitingahúsið Steinholt, braut inn
grjótvegg í pakkhúsi og fylltist það af leðju
og grjóti; síðan lenti skriðan á sjálfu veitinga-
húsinu, sem hún færði nokkuð til á grunnin-
um, hljóp svo þaðan í nj'byggðan kjallara
opinn fyrir ofan Pöntunarhúsin, braut og sóp-
aði töluverðu af við út á sjó, gróf undir
sjer nokkurn farangur ferðamanna og flutti
sumt út á sjó. Nokkuð af skriðunni fór suð-
ur um »Mandalítahúsin«, sem nú eru eign 0.
W., og ofan á bryggju.
A meðan skriðan fjell, stóð pöntunarstjóri
Snorri Wíwn á ofurlítilli hæð fyrir neðan göt-
una, mitt í skriðuna, og sakaði eigi.
Ur Bjólfi fjell skriða á milli túnanna í
Bræðraborg og alveg ofan í sjó, og víða. hafa
annarsstaðar hlaupið skriður í firðinum, og
líkl. meiri og minni á flestum Austfjörðum.
Vestdalseyri sakaði eigi, enda er lnin nálega
sá eini hluti bæjarins, sem er alveg óhultur
fyrir snjóflóðum og skriðuhlaupum«.
Mannalát og slysfarir. Skozk hefðarmær
JVIiss Jane S. Paterxon, er hjer hefir dvalið i
mörg ár og verið bústýra hjá bróður sínum, kon-
súl W. (1. Spence Paterson, datt af hestbaki hjer
hjá Kauðará sunnudagskvöldið að var og dó af
þessari byltu 2 dögum síðar, 7. þ. mán. Hafði
þó eigi meiðzt neitt, svo að á sæi, en líklega
fengið áfall á heilann. Hún var kona vel látin
og mikils metin. Lik hennar verður flutt til
Skotlands fineð gufuskipi Thordals á morgun).
Hjer i bænum ljezt 4. þ. m. úr lungnabólgu I
ungur prentari og efnilegur, Bergpúr Bergþórs- I
son, fæddur í Kjalardal í Borgarfirði 22. okt. j
1875.
Fyrir hálfum mánuði varð það slys norður i
Hingi i Húnavatnssýslu, á bænum Öxl, að hestur
sló barn til bana, 6 vetra gamalt; var verið að
reiða beim hey, en milliferðamaður skroppið inn
i bæ að fá sjer kaffi og skilið eptir hestana í
hlaðvarpanum, þar sem börnin á bænum voru að
leika sjer.
Tveir menn drukknuðu í vor, 23. maí, á bát á
Hvítá í Borgarfirði, bóndinn á Trönu, hjáleigu
frá Ferjubakka, Jón að nafni Tómasson, roskinn
maður, og sonur hans upp kominn, Jóhann að
nafni; þeir voru að vitja um laxanet; sokkið undir
þeim kænan. í góðu veðri þó, 4—5 faðma frá ár-
bakkanum.
Smápistlar til vingra tatæklinga.
Eptir Árna Pálsson frá Narfakoti.
II.
»Hjálpaðu þjer sjálfur*.
J?essi orð ættu að hljóma fyrir eyrum vorum
morgun, kvöld og miðjan dag og bergmála i brjósti
voru meðan hjartað bærist þar. Hverjum manni
er innrætt alvarleg löngun til að komast áfram í
heiminum, — hjálpa sjer sjálfur. Hún gerir
snemma vart við sig. Börnin eru ekki gömul
þegar þess verður vart, að þau vilja hjálpa sjer
sjálf. Litið á þau við leiki sina. Hvert um sig
vill vera meira, duglegra, fljótara en hin. Eða
við vinnu sina. Eru þau ekki ánægðari,glaðlegri,
þegar þau geta unnið verkið sjálf, einkanlega
sje nokkuð í það varið, heldur en að þiggja
hjálp af öðrum?
Þá veitir ekki ervitt að hlýða þessari kenningu,
þessu náttúrulögmáli, þegar maður kemur fram
yfir tvitugsaldur. Þá vill hver vera, — að minnsta
kosti sýnast — mikill maður, mesti maður, meiri
maður en allir hinir. A þeim árum eru og flest-
ir vegir færir fyrir hraustan mann, að hjálpasjer
sjer sjálfur. Og hægt veitist honum að komast
áfram, á vængjum vonarinnar, beint til elliára.
»Eins og gæti bann gjörvallt lífið
geisað fram í einum sprett«.
En um þessar mundir finnur maðurinn til þess
að hann er einn með allar sinar fögru framtið-
arvonir. Hann vill fá sjer »meðhjálp«, er njóti
lífsgleðinnar — og liði lífsþrautirnar •— með hon-
um. Hann langar til að eignast konu og—börn?
Er ekki svo ? Að minnsta kosti er það eðlileg
afleiðing. Það er eigi síður innrætt mannlegu
eðli en hitt, að hjálpa sjer sjálfum. Þetta
gengur nú vanalega hreint ágætlega. 0g svo er
búskapurinn jafnliliða. Allt er samtaka eðlileg-
um hvötnm mannsins að hjálpa til að ná þessu
takmarki.
En gættu nú að, ungi, óreyndi vinur minn.
»Það reynir ekki á breysti kappans fyr en á
hólminn kemur«. Með hjúskap og búskap byrjar
alveg nýtt lif. Þótt allt hafi gengið að óskum
til þessa, þó ekkert hafi heptáform ]>in, þá mátiu
eiga það vist, að ótal hættur, strið og erfiðleik-
ar biða þín í þessari stöðu, sem þú þráir svo
mjög. Jeg veit, að vonin varpar unaðsfögrum
ljósgeislum yfir æfibraut þina til enda. En hve
fljótt geta eigi skuggalegir skýflókar hafizt yfir
sjóndeildarhringinn og byrgt bráðlega hið bliða
og fagra vonarljós. Áður en þig varir, getur
dottið yfir svartnættismyrkur með hreti og hagl-
hriðum. Hugsaðu um afdrif hinna ótal mörgu,
sem, þrátt fyrir unaðslega æskudrauma um æski-
lega framtíð, hafa þegar beðið skipbrot á velferð
sinni, hafa ekki getað hjálpað sjer sjálfir. Hugs-
aðu um, live ósegjanlega sárt það hlýtur að særa
föður- og móðurhjartað, að geta ekki veitt börn-
um sinum nauðsynleg lifsskilyrði, að heyra þau
gráta og veina af sulti og skjálfa af klæðleysi,
að sjá þau flækjast manna á milli, og mæta, ef
til vill, misjafnri meðferð. Hvað getur þú hugs-
að þjer tilfinnanlegra en þetta?
Scttu þjer alvarlegafyrir sjónir manninn hrausta
og meyna fögrn — jeg veit að þú þekkir ein-
hverjar slikar persónur, — sem þóttu mjögmann-
vænleg á yngri árum. Það mun.ekki dæmalaust
að þau hafi þá litið með fyrirlitning til þeirra,
sem stóðu beygðir og niðurlútir undir byrði lifs-
ins, sem ekki gátu hjálpað sjer sjálfir. Forð-
astu það. Þau fóru að leita gæfunnar þar, sem
liklegast þótti, og njóta lífsins i næði, með öll-
um þess ímynduðu gæðum. En hvernig fór ?
Þau gengu i heilagt hjónaband á glaðri vonar-
stund, reistu bú, áttu börn og buru, urðu öreigar,
gátu ekki hjálpað sjer sjálf og voru loks rekin
eins og óskilafje til átthaga sinna.
»En jeg vona nú að svo fari aldrei fyrirmjer«,
segir þú.
Nei, getur verið.
En hvaða vonir höfðu hinir mörgu, sem á und-
an þjer gengu út á glapstigu hjúskapar og bú-
skapar ? Skyldu vonir þeirra ekki hafa verið
eitthvað í ætt við þinar fögru framtiðarvonir ?
Stofnaðu þjer ekki visvitandi í svo mikla og
algenga hættu. Forðastu eins og sjálfan dauð-
ann að ganga út í hjúskapar- og búskaparlifið
með skýlu fyrir augum skynseminnar. Það er
eigi svo auðvelt að snúa aptur þegar þangað er
komið. Hve margir er á undan þjer eru gengn-
ir, mundu eigi hafa viljað hverfa aptur til hinna
rólegu, áhyggjulausu æskuára? En um seinan.
G-ættu þin i tima. Settu þá trygging fyrir vel-
ferð þinni, áður en þú leggur út á djúpið, sem
skynsamleg umhugsun um dæmi hinna eldri seg-
ir þjer að sje nauðsynleg. Hún er i fám orðum
þannig:
Notaðu timann vel.
Vertu trúr og kappsamur við öll þin verk.
Safnaðu fje á sómasamlegan liátt.
Farðu vel með efni þin.
Forðastu alls konar óreglu og iðjuleysi.
Vendu þig á starfsemi, sparsemi og sjálfs-
afneitun.
Þegar þú svo ert lagður út á brautina fjöl-
j förnu, þá taktu með stilling og jafnaðargeði
hverju sem að höndum her. Þegar erfiðleikar
búskaparins og andstreymi mannlifsins ásækja þigr
þá láttu ekki hugfallast. Vertu stöðuglyndur og
staðfastur hvað sem á dynur. Settu þjer það
takmark, að berjast áfram með sjálfs þin kröpt-
um gegn hvers konar hættum, er verða á leið
fyrir þjer. Forðastu að verða öðrum til þyngsla,
heldur reyndu að Ijetta uudir byrði hinna bág-
stöddu eptir því sem orkan leyfir.
Ef þú byrjar búskap með skynsamlegrí fyrir-
°g ef þú notar siðan hvert tækifæri til
að efla velfarnan sjálfs þin og annara, þá máttu
hiklaust treysta því, að »Guð hjálparþeim, sem
hjálpar sjer sjálfur«.
Petcr Olsens
billigste Forretning i
Olietryk lalerier
med og uden Rammer
samt biUigiste Lager af SPEJLE.
Frederiksborggade 42.
Kjöbenhavn.
Eptir að jeg hafði svo árum skipti þjáðzt
af veiki i maganum, og leitað sökum þess
/rnissa lækna, fór jeg fyrir rúmu ári aö reyna
hinn heimsfræga China-Livs-Elixir frá Walde-
mar Petersen í t riderikshavn, og skánaði mjer
að stórum mun eptir að jeg hafði drukkið 4
glös, og jeg hefi eptir það getað unnið verk
mín þokkurn veginn þjáningarlaust með því
að nota þessa ágætu samsetningu stöðugt;
eti vel get jeg fundið það á mjer, að jeg get
ekk> án þessa heilsulyfs verið, enda vona jeg
að geta náð mjer aptur, ef jeg held áfram
með að nota það, og skal þá verða skýrt frá
því á sínum tíma.
Kasthvammi, 2. jan. 1897.
Sigtryggur Kristjánsson.
Kína lífs-elixírinn fæst hjá flestum
kaupmönnum á íslandi.
'l’il þess að vera viss um, að fá hinn ekta
Kina-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta
vel eptir þvi, að F standi á flöskunum f
grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vöru-
merki ú flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen,
Frederikshavn, Danmark.
Hver sem fundið hefir karlmanns-ljósmynd í
miðjum bænum skili henni í afgreiðslu ísafold-
ar. (íegn fundarlaunum.
Fineste skandmavisk Exporí KaffeSurrogat
er hinn ágætasti og ódyrasti kaffibætir, sem
nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaupmönnum á
íslandi. F. Hjorth & Co, Khöfn.
Stóra þakjánis-vei zhmiii
Með því að svo margir — meðal annara—
hjer i bænum, hafa fengið hjá mjer þakjáni,
þangað til hin nýju hús þeirra yrðu tryggð,
þá óska jeg vinsamlega, að þeir borgi mjer
það nú fyrstu dagana í næstu viku.
B,v. 11. sept. 1897.
W. Ó. Breiðfjörð.
íslenzk umboðsverzlun.
Undirskrifaður selur íslenzkar verzlunar-
vörur á markuðum erlendis og kaupir alls
konar útlendar vörur fyrir kaupmenn og sendir
á þá staði, sem gufuskipin koma. Söluum-
boð fyrir ensk, þýzk, sænsk og dönsk verzl-
unarhús og verksmiðjur. Glöggir reikningaiy
lítil ómakslaun.
Kjöbenhavn K.
Jakob Gunnlögsson,
Cort Adelersgade 4.