Ísafold - 22.09.1897, Page 2
270
sem engin er til. En jafnvel þótt forsendurn-
ar væri rjettar, þá er ályktunin alveg
röng.
Næst skal jeg, með leyfi ySar, iir. ritstjóri,
minnast á þær tvær mótbárur gegn ráðgjafa-
ábyrgðiuni, sem eptir eru.
Corpus juris.
Útlendar frjettir.
Khöfn 5. sept. 1897.
Veðrátta
óstöðug, rigningasöm, sem að undanföniu, og
í Danmörku er enn alltítt um eldingavoð-
ana.
Frá Miklagarði.
Kalla má, að feti sje ekki fram stigiö til
sáttagerðar frá því, er seinast var þaðan greint.
Mestar líkur til, að Grikkir verði að ganga að
fjárhalds-tilsjón af stórveldanna hálfu, unz
stríðskostnaðurinn til Tyrkja er goldinn, og
fleira, ef til vill. Sagt, að lán muni fást hjá
bankanum í Miklagarði. Enn fremur, að
Tyrkir gangi að því að láta hersetu sína varða
að eins þann hluta Þessalíu, sem takmarkast
að sunnan af járnbrautarstefnunni frá Volo
til Larissa, en þaðan vestur af Samavria-fljóti.
Einnig er búizt við, að þeir þoki setuliði sínu
norður við hverja gjaldgreiðslu, svo sem henni
verður á gjalddaga skipt. Nú stendur mest
á því, að Grikkir greini það til veðs hjá sjer
fyrir láninu, sem boðlegt þykir. Englending-
ar eru Grikkjum vilhallir í öllum greinum,
en flestir hinna mótmæla uppástungum Salis-
burys. Hjer eru þá ekki öll kurl komin til
grat'ar; og hvað ræðst seinast á rökstólunum
um K rít?
Ferðirnar til Pjetursborgar.
Sjálfsagt satt, að samfundir keisaranna hafi
fest samheldi milli ríkja þeirra, þjóðafriðnum
til tryggingar. En nú er það ferð Faures
forseta, sem mestum nýjungum þykir sæta,
og um hana er óþrotlega talað í Evrópublöð-
unum eða afrek hennar, og sem loflegast í
hinum frönsku. Með skilnaðarkveðju Nikuláss
keisara var sem sú stjarna rynui upp yfir
áheyrendunum, er lengi hefir verið þráð, er
þar loks hljómaði orðið »bandalag« eða »sam-
band« (Alliance). Hjer var og að svara fögr-
um, snjöllum og hjartheitum ummælum í
kveðju og þökkum Faures forseta, er hann
hafði minnzt á alúðarhorf ríkjanna hvors til
annars, og kallað þau hafa tekið höndum
saman til samverknaðar fyrir þjóðmenning og
rjettlæti.
Kæða keisarans hljóðaði svo:
»Þau orð, er nú var til mín vikið, heyri jeg
bergmála skært í hjarta mínu. Þau hafa
kveikt tilfinningar, sem skulu ráða í brjósti
mínu og um leið alls Rússlands, og jeg sam-
fagna því, að heimsókn yðar hefir að nyj u _
fljettað band milli þjóða vorra, sem unnast
og eru í sambandi, jafnfastráðnar í af alefli
sínu að beinast til um uppihald þjóðafriðar-
ins í anda sanngirni og rjettlætis«.
Það var þessi alúðar- og vermslablær, sem
var á öllu viðmóti og atlotum, og það var
auðsjeð, að hjer fór það eitt fram og að því
einu var kveðið, sem átti til byrjunar að rek-
ja á undanförnum tíma. Vjer eigum hjer við
flotaför Frakka til Rússlands 1893 og svo
heimsókn keisarans í fyrra á Frakklandi.
Stjórn Frakka synjar enn sem fyr allrar
skírslugerðar um samsmálin við Rússa, en öll
gætin blöð þeirra taka það fram, að sambandið
varði ekki neina beina uppreist ófaranna 1870
—71 eða hefndir þeirra, en þau játa um leið,
að það hljóti að vera ætlunarverk Frakka
sjálfra, að heimta aptur til sín austurfylkin,
þegar þeim þykir svo bera undir og færi gefa
til á komandi tímum.
Hjer má þó geta atburðar, sem hefir hneyksl-
að Þjóðverja, og þeir kalla meira en ógætni.
Rjett eptir heimkomuna fjekk stjórnarforseti
Móline hraðskeytisboð frá Lothringen, þar sem
þjóðræknir menn biðja hann að tjá forsetan-
um, hvern fögnuð skilnaðardagurinn í Kron-
stadt hafi fært þeim eptir svo langa þreyju
og harma. Méline sendi þeim aptur þýðustu
þakkir fyrir boðin og kallaði þau vera fagn-
aðarfullan vott um trúnað og þjóðrækni fylk-
isbúa.
Nær því öll blöð Frakka viðurkenna, að til
Pjetursborgar hafi góð för verið farin, er frið-
urinn sje mun betur tryggður en fyr, en veg-
ur Frakklands stórum aukinn, enda er heim-
komu Faures vegsamlegar fagnað bæði í höfuð-
botginni og um allt land, heldur en nokkurs
höfðingja í langan tíma.
Danmörk
I höfuðborginni lengi svo gestkvæmt, að
vart hafa fyr verið dæmi til. Meðal gestanna
má sjer í lagi nefna fjelaga þess lögfræðinga-
fjelags, sem á frönsku nefnist Institut de droit
international. Þeir komu til fundarhalds um
mánaðamótin. I fjelaginu eru lögfræðingar
(60 að tölu) frá nær því öllum löndum álfu
vorrar, en verkefnið á fundum þeirra er að
ræða um þau frumvörp eða nýmæli, sem geta
gert rjettarfar landanna alþjóðlegra og mann-
úðarfyllra. I fjelaginu eru tveir danskir lög-
fræðingar, Goos og Matzen, og var Goos for-
seti fundarins. Þeim gestum var tekið með
stakri gestrisni og alúð, sem mun virt að
verðugu og Danmörku til sæmdar, þegar þeir
koma til fósturlanda sinna.
Frá alþingi.
Þingsályktanir.
Talin hafa verið lög þau öll, er þingið í
sumar samþykkti, og ýmist gerð grein fyrir
efni þeirra eða þau prentuð orðrjett. En ept-
ir er að gefa skýrslu um samþykktar þingsá-
lyktanir. Þær urðu fram undir tuttugu, en
margar af þeim að eins um nefndarskipun inn-
anþings; var þá ýmist, að þessar nefndir komu
með lagafrumvarp um það mál, er þær voru
settar til að fjalla um, nefndarálit eða einhverj-
ar tillögur. Að öðru leyti voru þessar hinar
afgreiddu tillögur frá þinginu:
Frímerki. »Alþingi ályktar að skora á
stjórnina að búa til ný íslenzk frímerki að ein-
hverju leyti frábrugðin núgildandi frímerkjum,
t. a. m. þannig, að orðið Island verði prentað
á almennum frímerkjum í beinni línu, en á
þjónustufrímerkjum í boginni línu, eðaverðtalan
sett eigi að eins í miðjuna heldur ogí hornin,
og annaðhvort innleiða þau samhliða núgild-
andi íslenzkum frímerkjum, meðan þau frí-
merki endast, sem nú eru til, eða gera nú-
gildandi frímerki ógild, um leið og nýju frí-
merkin verða innleidd«.
Hallormstaðarskógur. Neðri deild skoraði á
landshöfðingja að hlutast til um, að »Vallanes-
prestur láti ónotað skógarhögg það í Hallorm-
staðarskógi, er til heyrir hinu fyrverandi Þing-
múlaprestakalli, eða gangist að öðrum kosti
fyrir því, að það mál verði búið undir næsta
alþingi,aðjörðinHallormstaður ásamtítakiþessu
losni undan umráðum Vallanesprests og verði
þjóðeign (umboðsjörð)gegn endurgjaldi frá lands-
sjóðs hálfu, er samsvari þeim árlegum tekjurn,
er Vallanesprestur nýtur nú af jörð þessari«.
Landsbankinn. Skorað á landshöfðingja af
báðum deildum að hlutast til um, að bankinn
setji á stofn aukabanka eða framkvæmdarstof-
ur fyrir utan Reykjavík, einkum á Akureyri,
Isafirði og Seyðisfirði. Efri deild bætti þó
við í sína áskorun: »er því verður við
komið«.
Landskjálftarnir. Neðri deild skoraði á
»landsstjórnina að annast um,að þakklæti deild-
arinnar verði tjáð fyrir gjafir til manna á
jarðskjálftasvæðinu á Islandi 1896, bæði sam-
skotanefndinni í Kaupmannahöfn, Dönum og
gefendum utanrfkis«.
Landsreikninjar. Samkvæmt tillögum yf-
skoðunarmanna landsreikninganna 1894 og 1895
skoraði alþingi á landsstjórnina að lilutast til
um:
1. Að skemmd frímerki og brjefspjöld, er
fylgja póstreikningnum árlega, verði eyði-
lögð, um leið og yfirskoðun landsreiknings-
ins er lokið.
2. Að landsreikningnum fylgi framvegis
skýrsla um frímerkjabirgðir þær, sem
geymdar eru á landshöfðingjaskrifstof-
unni.
3. Að hinir árlegu vegakostnaðarreikningar
verði ljóst og skipulega samdir og endur-
skoðaðir á tilhlýðilegan hátt.
4. Að andvirði fyrirseld vegabótaáhöld lands-
sjóðs sje tilfært tekjumegin í landsreikn-
ingnum, en ekki dregið frá kostnaði til
vegabóta.
5. Að landsreikningnum fylgi eptirleiðis ná-
kvæm skrá yfir vegabótaáhöld landssjóðs
og skýrsla um vegagjörðir þær, sem
framkvæmdar eru á ári hverju.
6. Að málssókn sje hafin gegn prestum þeim,
er eigi standa landssjóði skil á árgjöld-
um af brauðum sínum.
7. Að eign landssjóðs f aðalfjehirzlu ríkis-
ins sje gerð arðberandi fyrir landssjóð-
inn.
Landsjóðskirkjur. Neðri deild skoraði enn
af nýju á landsstjórnina, að leita samninga
við Vestmannaeyjasöfnuð og söfnuð Reykja-
víkur-dómkirkju, samkvæmt lögum nr. 13 frá
12. maf 1882, um það, með hvaða kjörum
þeir vilji taka að sjer umsjón og fjárhald
sóknarkirkna sinna, og sje undirtektir safnað-
anna síðan lagðar fyrir alþingi 1899.
Landsspítali. »Neðri deild skorar á stjórn-
ina að leitast fyrir hjá Reykjavíkurbæ, hvort
og að hve miklu leyti bæjarsjóður vill styrkja
byggingu spítala þessa og árlegan kostnað við
hann.«
En »efri deild skorar á stjórnina: 1, að
leggja fyrir alþingi 1899 áætlun um kostnað
við landsspítala í Reykjavfk, er rúmi um 45
sjúklinga; 2., að leitast fyrir hjá Reykjavík-
urbæ og nærliggjandi sýslum, hvort og að
hve miklu leyti bæjarsjóður og sýslusjóðir
vilja styrkja byggingu spítala þessa og bera
árlegan kostnað við hann«.
Lánsstofnun. »Neðri deild alþingis ályktar
að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta al-
þingi frumvarp til laga um lánsstofnun eða
lánsfjelag fyrir jarðeignir og húseignir í land-
inu, er gefi veðlán um sem lengst árabil og
með sem vægustum vaxtakjörum«.
Sóttvarnarhús. »Alþingi skorar á stjórnina
að leggja fyrir alþingi 1899 áætlun um kost-
nað við byggingu sóttvarnarhúsa f helztu kaup-
stöðum landsins samkvæmt lögum 17. des.
1875«.