Ísafold - 02.10.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.10.1897, Blaðsíða 1
Kemurútýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arKa minnst) 4kr.,erlen<iis5 nr.eða l'/jdoll.; borgist tyiir rniðjan júlí (eriendis tyrii t'ram). ÍSAFOLD o LIppsögn (s kritieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útget'anda tyrir 1. október. Attfreiðslustota blaðsins er i Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 2. okt- 1897- XXIV. árg Fimmtíu ára afmæli prestaskólans. Prestaskóliim hjelt 50 ára afmæli sitt í gær, 1. þ. m., í viðurvist svo margra, sem fyrir gátu komizt; Valdimar prófastur Briem hafði ort fagurt hátíðarkvæði, fjórskiptan »flokk«, og var það sungið á undan og eptir ræðum og rnilli þeirra af allfjölmennum söngflokki, sem kand. Steingr. Johnsen söngkennari stýrði. Ræðurnar voru tvær, og hjelt biskup herra Hallgr. Sveinsson aðra, svndi einkum fram á, við hverja annmarka skólinn hefði átt að stríða, einkum þá, að hugir nemendanna hefðu tíðum verið mótaðir, áður en þeir komu á prestaskólann, á annan hátt eu æskilegt hefði verið, og að prestaskólinn hefði stund- um orðið að veita viðtöku öðrumlærisveinum en þeim, er þatigað hefðu í raun rjettri átt að fara. En færði að hinu leytinu rök fyrir því að þrátt fyrir örðugleikana hefði stofnun presta- skólans verið mikil framför frá því sem áður var, og orðið þjóðinni til blessunar. Að ræðu biskups lokinni fluttu forstöðumað- ur lækuaskólans, Dr. J. Jónassen landlæknir, og rektor lærða skólans, Dr. Björn M. Olsen, prestaskólanum hamingjuóskir frá stofnunum þeim, sem þeir eru yfir settir. Svo og cand. mag. Bjarni Jónsson frá Stúdentafjelaginu. Svo talaði lektor síra pórhallur Bjarnarson, þakkaði fyrir heillaóskirnar og lagði út af því, hvert markmið skólans væri: að veita mönn- um kennimannlegan fróðleik og gera þá að ár- vökrum sálnahirðum og nytum embættismönn- um. Með því að ritstjóri »Kirkjublaðsins« hefir tjáð oss, að ræðurnar muni verða prentaðar í blaði hans, látum vjer þessa stuttorðu frásögu nægja. Auk kennara og núverandi lærisveina presta- skólans voru æðstu embættismenn hjer í bæ viðstaddir hátíða.rhaldið, flestir kennarar lærða- skólans og læknaskólans, ýmsir prestar og svo nokkrir eldri og yugri námsmenn. Athöfnin stóð á aðra klukkustund og var að öllu hin virðulegasta. Barnaskóli og: pósthús. Fjárlögin frá þinginu í sumar, sem enn eru óstaðfest, veita heimild til að kaupa landinu eða reisa pósthvís fyrir allt að 30,000 kr. Bæjarstjórnin hjer bauð í sumar þinginu eða landsstjórninni barnaskólahúsið hjer til kaups, ef litist að hafa það fyrir pósthús. Póstmeistari var á því og landshöfðingi sömu- leiðis, að heyra er, og vildi póstmeistari fá húsið til afnota sem allra fyist, vegna hins alls-ónóga hiisnæðis, er nú hefir hann. En vegna þess að bærinn þurfti að hafa góðan tíma fyrir sjer að komasjer upp nýjum barna- skóla, vann póstmeistari það til, að kaupa sjálfur barnaskólahúsið nú þegar, til þess að geta fengið það undir eins og skóla er lokið á næsta vori, og til þess að bæjarstjórnin hefði allan veturinn fyrir sjer að undirbúa smíði hins nýja skóla að sumri, fyrir næsta haust. Gerðust þau kaup í fyrra dag, eða voru sam- þykkt þá af bæjarstjórninni, að áskildum for- kaupsrjetti á húsinu, barnaskólanum gamla, til handa landsstjórninni, samkvæmt tilboði bæjarstjórnarinnar í sumar. Kaupir póst- meistarinn húsið auðvitað í því skyni eingöngu og sjálfsagt með samþykki landshöfðingja, sem ekki getur keypt fyrri en fjárlögin eru stað- fest. Verðið er 28,000 kr. Eitthvað lítils háttar þarf sjálfsagt að breyta húsinu áður en farið er að nota það fyrir pósthús. Það verður stórt og rúmgott póst- hús, sjálfsagt nægilega stórt næstu hálfa öld eða heila; sömuleiðis ramgert, af steini, og lóðin, sem fylgir því, allstór og góð, á hent- ugasta stað í bænum og, hvort heldur miðað er við ferðir á sjó eða landi. Allstórt geymslu- hús fylgir því og. úr timbri, þar sem erleik- fimishús barnaskólans. Eru þetta því vafa- laust happakaup fyrir landssjóð, þegar á allt er litið; ólíklegt mjög, að hann hefði getað komið sjer upp nýju húsi jafngóðu fyrirsama verð, og sízt á jafngóðri lóð. Hálf-ráðgerð samlög við hankann, þegar hann fer að koma sjer upp húsi, á næsta ári, hefðu líklega orð- ið kostnaðarminni en að reisa nýtt hús handa póststjórninni. En »fáir lofa einbýli sem vert er«. Þá er nýtt barnaskólahús.—Eins og áminnzt kaup voru happ fyrir landssjóð, eins má i rauninni bærinn hrósa happi að hafa losnað við hið gatnla harnaskólahús, þótt ekki sje nema 14 ára gamalt. Það er sem sje orðið mikils til of lítið, en svo gert í upphafi, að ógjörningur mátti heita að aulca við það. Auk þess er það engin hollustuvist fyrir börn, að vitni reynslunnar og dómi lækna. Bæjarstjórnin liefir nú á tjeðum fundi í fyrra dag afráðið, að reisa hið nýja barna- skólahús ekki af steini, heldur timbri, fyrir hollustu sakir o. fl. Hússtæði hefir hún og valið sjer og fest kaup á, — lóð Jakobs heit. Sveinssonar, fyrir sunnan kirkjuna, sem er frekar 6000 ferh. áln., eða þrefalt stærri en lóð barnaskólans gamla. Lóðin með húsunum á, sem þa,r standa nú, kostar 10,000 lcr. Það væri dýrt. hússtæðiskaup, ef ekki hagaði svo til, að vel má láta húsin standa kyrr jafnvel svo tugum ára skiptir, en þau eru nú leigð svo hátt, að samsvarar 18,000 kr. höfuðstól. Leiguból skólans verður því fyrst um sinn og jafnvel lengi að líkindum mjög kostnaðar- lítið fyrir bæinn; það er þá fyrst, er bærinn og skólinn stækkar svo mikið, að nota þarf alla lóðina eða mestalla, og því má til að rífa húsin, — það er þá fyrst, sem hún nemur fyrnefndum kostnaði fyrir bæinn. Vitaskuld hefði mátt setja skólann á eitthvert túnið, sem bærinn á; en nokkuð hefði það kostað samt og illt að koma því niður svo nærri miðjum bænum, sem henta þykir. Sjálfsagt er ekki vel þurrlent eða hart undir þarna sem hann !! 71. blað. á að standa og því ómissandi að hafa asfalt- hellu undir öllu núsinu, til þess að stía fyrir óhollustulopt upp úr jarðveginum; en ekki hefði af því veitt, undir svona hús, þótt feng- izt hefði að hafa það annarsstaðar, nema ef til viil luítt uppi í Þingholtum. Svo miklum mun stærri þarf skólinn að vera nú þegar en hinn gamli er, að sjálfsagt þarf að bæta við talsverðu fje, láni, til þess að koma honum upp, umfram andvirði gamla skólans, þótt hann eigi að vera úr timbri. Hann þarf líka að vera með því sniði og fyr- irkomulagi, sem nú þykir boðlegt hvar sem er; annað væri bæði skömm og skaði. Og svo þarf húsinu að vera þann veg fyrir komið,að auðgert sje við að bæta og engin lýti (keðju- snið). Væri óefað snjallast að senda vel fær- an mann nú þegar í haust til Danmerkur og helzt Svíþjóðar til þess bæði að útvega gott forsnið til hússins með áætlun og efni í það, sem bæjarstjórnin hefir þegar tiltekið að ætti að vera sænskur viður (ekki norskur). Nefnd var kosin til þess að standa fyrir skólabyggingunnhbæjarfógetinn, Þórh. Bjarnar- son og Magnús Benjamínsson. Ríkisráðsflækjur og ráðgjafaábyrgð. Svar til »Dagskrár< frá Corpus juris. I. Jeg gekk að því vísu, þegar jeg skrifaði greinarnar »Ríkigráðsflækjurnar« og »Ráð- gjafa-ábyrgðin«, að »Dagskrá« mundi andmæla þeim. Jeg hafði enga ástæðu til aðgeranijer i hugarlund, að það blað mundi láta sannfær- ast af neinum rökum. En jeg skal kannast við það hreinskilnislega, að jeg hafði búizt við svarinu nokkuð á annan veg að.sumu leyti en það varð. Til dæriiis að taka hafði mjer ekki annað til hugar komið en að blaðið (eða ritstjórinn) mundi skilja — dönsku. Með tilvitnunum sínum í ríkislagafræði prófessors Matzens og útleggingunum á þeim stöðum, sem vitnað er til, sýnir blaðið, að það hefir enn ekki öðlazt þá þekkingu — jafn-algeng og hún þó er hjer á landi. »Dagskrá« tilfærir fjórar málsgreinar úr ríkislagafræði prófessors Matzens því til sönn- unar, að atkvæðagreiðsla fari fram í ríkisráð- inu. Allar eru þær rnisskildar og rangt þýddar. »Resolution« heldur hún að þýði atkvœða- ályktun rikisráðsins. Það þýðir úrskurð kon- ungs. »Votum« heldur hún að þýði þar atkvæði. Það þýðir tillaga. Misskilningurinn er næstum því ótrúlegur, þar sem hann stendur í ritstjórnargrein blaðs, sem hefir lögfræðing fyrir ritstjóra. Samband- ið er svo skýrt, að það virðist óhugsandi, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.