Ísafold - 02.10.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.10.1897, Blaðsíða 2
281 maður með meðalgreind geti vil^.t á öðru eins og þessu — ef hann skilur dönsku. En til frekari fullvissu þarf ekki annað en lesa kaflann um ráðgjafaráðið. I þeim kafla stend- ur, að atkvæðagreiðsla sje þar lögboðin, en ehhi í ríkisráðinu. * Grundvallarlög Dana minnast ekki á það með einu orði, að atkvteðagreiðsla eigi að fara fram í ríkisráðinu. Kennslubókin í ríkislaga- fræði, sem notuð er við háskóla Kaupmanna- hafnar, tekur það fram, að í þessu atriði með- al annara komi fram munurinn á ríkisráðinu og ráðgjafaráðinu. Jeg er þvx að vona, að flestir aðrir en »Dagskrá« muni kannast við, að jeg hafi nokkuð til míns máls, þegar jeg segi að atkvæðagreiðsla fari ekki fram í ríkis- ráðinu. Stjórnarbrjefið frá í vor sannar ekkert í þessu efni. Það er eptir að vita, hvað ná- kvæm þjðingin er, enda opt talað um »at- kvæði« í daglegu máli, þótt engin atkvæða- greiðsla fari fram. Vjer getum t. d. sagt, að blöðin hafi athvceði um mál þjóðarinuar, landshöfðingi hafi ráðgjafar-aíivísði um löggjöf landsins. I hvorugu dæminu getur verið um neina atkvæðagreiðslu að ræða. Að því, er þetta snertir, standa því orð mín óhögguð, þrátt fyrir mótmæli »Dagskrár«. Þá kem jeg að næsta atriðinu, sem jeg hef um ritað og »Dagskrá« mótmælt, afstöðu íslands-ráðgjafans gagnvart ráðaneytinu'. Og jeg skal þá byrja með að sýna, rjett til dærnis, hve ósvífin rangfærsla blaðsins er á orðum mínum, eða þá að öðrum kosti misskiln- ingurinn botnlaus. Blaðið prentar upp úr grein minni eptirfar- and setningar: »Því að sjermál vor eru á allt annan hátt að- skilin frá dönskum málum (o: í ríkisráðinu) held- ur en t. d. mál þau, sem innanríkisráðgjafinn fjallar um, eru aðskilin frá málum dómsmálaráð- gjafans.----- Þessu neitar enginn, ekki heldur neinn danskur maður«. Og svo gerir blaðið háð mikið að þessum staðhæfingum, telur upp ýmsa, sem neiti þessu, og spyr, hvort jeg telji þá með mönn- um. Um þessa tilvitnun er það nú fyrst að segja að orðunum, sem eru innan sviga (o: í ríkis- ráðinu), er bætt inn í af »Dagskrá«. A þess- um stað var jeg ekki að tala um mál vor í ríkisráðinu, heldur afstöðu þeirra yfirleitt gagnvart dönskum málum. Og til sönnunar staðhæfingunni tilfærði jeg þennan kafla úr 1. gr. stjórnarskrárinnar: »1 öllum þeim mál- um, sem .... varða ísland sjerstaklega, hef- ir landið löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig«. Það var þetta ákvæði stjórnarskrárinn- ar, sem jeg sagði, að enginn maður neitaði, ekki heldur neinn danskur maður. Vill »Dag- skrá« gera svo vel og nefna mjer einhvern mann, sem neitar því? Á þessu ákvæði byggist að sjálfsögðu sú krafa vor, að engir af ráðgjöfum konungs fjalli um sjermál vor nema Islands-ráðgjaf- inn. En meinið er, að krafa vor hefir verið víð- tækari. Vjer höfum krafizt þess, að sjermál vor yrðu ekki flutt í ríkisráðinu, enda þótt stjórnarskrá vor kveði ekkert á um það, hvernig eða hvar þau eigi að leggjast fyrir konung. Þeirri kröfu hefir stöðugt og afdrátt- arlaust verið neitað af stjórninni. Gætum að synjunarástæðunum í stjómar- brjefinu frá 29. maí síðastl. »Það hefir opt verið tekið fram í hinum lang- vinnu umræðum nm hið íslenzka stjórnarskrármál, að væri sett á stofn slíkt stjórnarvald, sem áður er óþekkt, og kalla mætti sjerstakt islenzkt rikis- ráð, jafn-rjetthátt og óháð ríkisráði’rikisins, sem fyrir er skipað um í grundvallarlögunum, þá væri ísland þar með leyst úr ríkissambandinu«. Þetta er eina mótbáran. Hún er sýnilega stýluð gegn kröfunni um að taka ráðgjafa vorn út úr ríkisráðinu. Það er ríkiseiningin, sem fyrir stjórninni vakir, þörfin á eptirliti með því, að Islands-stjórnin fari ekki út fyr- ir sitt valdsvið, nje haggi jafnrjetti þegnanna, nje stofni ríkinu í vanda. Það vei-ður með engu móti sagt, að eitthvert slíkt eptirlit komi í bága við stjórnarskrá vora. Það er þvert á móti sjáfsögb afleiðing af sambandi voru við Danmörku. Þar með er ekki sjálfsagt, að ekki mætti finna einhverja aðra eptirlits-aðferð. En á hana hefir enn ekki verið bent, og fyr- irfram verður ekkert um það sagt, hvort hún mundi verða oss hagkvæmari. Að hinu leytinu verður því ekki haldið fram með neinum rökum, að það komi að nokkru leyti í bága við ríkiseininguna, að danskir ráðgjafar láti hlutlaus þau mál, sem bersýnilega eru á valdsviði Islands-stjórnarinn- ar og koma ekki við öðrum hlutum ríkisins -—eruí einu orði flutt fyrir konungi eingöngu samlcvæmt stjórnarskrá Islands. En með þessa lcröfu, eina út af fyrir sig, höfum vjer aldrei komið. Þess vegna höfum vjer aldrei fengið svar upp á hana eina. Og þess vegna er það, að í þessu efni er nauða- lítið að græða á stjórnarbrjefinu í vor—langt- um minnna en Dagskrá heldur. Enda er svarið að öðru leyti mjög ónákvæmt orðað. Tökum orðin, sem »Dagskrá« leggur mesta áherzlu á, að stjórnarstörf Islands »verði að framkvæmast eptir sömu reglum og samráði eins og stjórnarstörf hinna annara ráðgjafa konungs.« Ein af reglunum fyrir framkvæmd stjórn- arstarfanna er sú, að fái konungur einhvern af ráðgjöfum sxnum til að undirskrifa meðsjer, þá öðlist sú stjórnarráðstöfun gildi. Dettur nú nokkrum manni í hug að segja, að þessi regla geti átt við sjermál íslands? úuðvitað ekki. Það er að eins einn ráðgjafi, sem get- ur gefið þeim gildi með undirskript sinni, íslandsráðgjafinn. Orð stjórnarinnar verða í þessu et’ni að skoðast í ljósi gildandi laga —st j órnarsk rárinnar. Alveg eins að sínn leyti er með »samráðið«. Ríkisráðið þarf að athuga íslands-málin, gæta þess, að ekki sje á þeim neinn hængur frá þeim hliðum, sem jeg hef áður minnzt. En svo nær ekki það »samráð« lengra. Einuig í því efni höfurn vjer fullan rjett til að skoða orð stjórnarinnar í ljósi gildandi laga. Hingað til hefur þetta atriði sannast að segja ekki haft ýkjamikla þýðingu. Mál vor hafa jafnan verið í höndum eins af hinum dönsku ráðgjöfum, sem hefur verið í mjög lausri samvinnu við þing vort, og lengst af hefur þau haft á hendi sá maður, sem mestu hefur ráðið í ráðaneyti Dana. Það er allt að því óhugsandi, að öðrum ráðgjöfum hafi nokk- ru sinni kornið til hugar að taka fram fyrir hendurnar á hr. Nellemann. Þess vegna er og skiljanlegt, að kenningar stjórnarinnar um afstöðu Islands-ráðgjafans gegn ríkisráðinu sjeu lítt sundurliðaðar. Tilefnið til þeirrar sundurliðunar hefur vantað. En fengjum vjer fyrir ráðgjafa mann, sem. ekki hefði önnur stjórnarstörf á hendi og mætti á alþingi, þá fer málið að verða rnjög þýðingarmikið. Og, eins og jeg hef áður sagt, væri það skylda ráðgjafa vors, að sjá um, að eigi verði brotin á oss lög með hlut- semi af hálfu hinna dönsku ráðgjafa. En fyrst er að gera sjer ljóst, hvers vjer höfum rjett á að krefjast. Mjer er ekki ljóst, hvað unnizt getur við tilraunir »Dagskrár« til að gera sem minnstúr rjettarkröfum vor- um. Og í þá átt hefur mestöll viðleitni henn- ar stefnt síðustu mánuðina. Japetus Steenstrup. Merkan og frregan vísitidamann misstu Dan- ir, þegar Jóhannes Japetus Smith Steenstrup ljezt í sumar (20. júní). Hann var fæddur 1813, en varð stúdent 1832 og tók þá að leggja stund á náttúrufræði við háskólann í Kaupmannahöfn. En þegar árið eptir varð hlje á skólanámi hans, sumpart vegna heilsu- brests, sumpart fátæktar, svo að hann varð að hverfa heim aptur til föður síns, sem var prestur á Jótlandi. 1835 kemur hann aptur ! til háskólans og tekur til visindaiðkana af' ; nýju með tilsögn sömu kennaranna eins og 1 Jónas Hallgrímsson, Schoxvs, Reinhardts og j Forchammers. Árið 1839 hafði hann fengið ; bæði verðlaun frá Vísindafjelaginu og gull- ! medalíu háskólans, og var honum þá veittur styrkur til íslandsferðar. En háskólapróf tók hann aldrei. Sumarið 1839 ferðaðist hann nokkuð hjer um land með dönskum manni, sem Schytte hjet. Um haustið tók hann sjer vetrarsetu I Reykjavík og meðal annars ljek hann hjer um veturinn í sjónarleik, sem Bardenfleth stiptamtmaður stóð fyrir. Sumarið eptir lagði hann aptur af stað í ferðalag sitt um landið,. og voru þeir Jónas Hallgrímsson þá saman. Fór vel á með þeim, og gert orð á því, hve- mikið Steenstrup hafi þótt til Jónasar koma. Talið er, að þessi íslandsför hafi aukið mjög vísindaþroska Steenstrups. Þegar hann kom heim úr henni, varð hann kennari við Sóreyjarskólann og 5 árum síðar prófessór í dýrafræði við háskólann í Kaup- mannahöfn og forstöðumaður fyrir dýrafræðis- safni háskólans. Þeim embættum hjelt hann þangað til 1885, að hann sagði af sjer. Það getur auðvitað ekki komið til nokkurra mála, að gera hjer grein fyrir vísindastarfi Steenstrups. Það er víðtækara en starf flestra annara manna, því að hann fjekkst svo að segja jöfnum höndum við dýrafræði, grasa- fræði, jarðfræði og fornfræði. Ýms af ritum hans eru líka byggð á skoðunum, sem vísinda- menn greinir mjög á um. Eitthvert frægasta náttúrufræðisrit hans kom út árið 1841. Það er um ættliðavíxl. Hann sýnir þar og sannar fyrstur manna, að hja ýmsum lægri dýrategundum, sem kynferði hafa, verði afkvæmið kynlaust og allsendis o- líkt foreldrunum. Kynleysið heldur sjer stund-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.