Ísafold - 13.10.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.10.1897, Blaðsíða 1
Keinuiútýraist einu sinnieða tvisv.í viku. Yei ð árg.(90arba minnst) 4kr., erlendis 6 kr.eða l'/» doli.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Upp.sögn (skritieg)bundinvið áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Atgreiðsiustofa blaðsins er í AusturstrœfÁ 8. XXIV. ánr.' Reykjavík, miðvikudaginn 13- okt. 1897- 74. blaö. Þj 6 ð ai sv í v i r öi n gin í Koflayík. Oviðfeldið hefir það verið í meira lagi og þjóð vorri til lítillar sæmdar, makkið, sem nokkrir menn hjer við flóann hafa verið í við botnverpingana, örðugustu lögbrotsmeunina, sem yfirvold þessa lands eiga við að stríða. En nú er skörin komin upp í bekltinn. Það er sem sjefengin allt að því óyggjandi vissa fyrir því, að í Keflavík er maður eða menn, sem halda verndarhendi yfir botnverp- ingunum gegn varðskipinu »Heimdal«, halda njósnir fyrir þá og aðvara þá, svo að þeir skuli að ósekju geta tekið björgina frá lands- mönnum rjett uppi. í landsteinum. Þetta hefir kvisazt áður, enda skrifað til Isafoldar um miðjan síðasta mánuð (ísaf. 15. sept.). En þangað til nú hefir eingöngu ver- ið að ræða um sannanalausar staðhæfingar. Nú er málið að skyrast og sannanirnar að ýt- ast fram úr myrkrinu. Þegar »Heimdal« sá botnvörpuskipið »Peri- dot«, sem handsamað var í landhelgi 29. f. m., var íslenzkur bátur við hliðina á þvx, en lagði af stiið til Keflavíkur, áður en varðskipið komst að botnvörpuskipinu. Skipverjar á »Peridot« sögðu þá meðal ann- ars manni á »Heimdal«, að Islendingarnir í þessum bát hefðu talið sjer trú um, að öllu væri óhætt þarna í landhelgi, því að »Heim- dal« gæti ekki komið fyrr en daginn eptir í fyrsta lagi. Svo öruggir voru þeir í þessu efni, að þegar reykurinn sást upp úr »Heim- dal« og skipstjórinn tók að gerast skelkaður, sögðu íslendingar, að þetta gæti ekki verið varðskipið — þess væri ekki von svona snemma. Og landarnir sögðix ekki þetta xxt í bláinn. »Heimdal« átti ekki að koma þangað fyrr en daginn eptir. Hann var svona fljótur í ferð- um fyrir þá sök eina, að hann hafði ekki komizt inn á einn stað á Austurlandi, sem hann hafði ætlað að koma við á. Nákvæmixm njósnnm hefir þannig verið haldið um ferðalag varðskipsins. Hvernig þær njósnir hafa fengizt, virðist enn óvíst. En ganga má að því viVu, að reynt verði að kom- ast fyrir það. Sönnununum fyrir þessu svívirðilega xithæfi er ekki þar n.eð lokið. Eyrir fáeinum dög- um fann »Heimdal« rjett fyrir norðan Kefla- vík ljóskcr, sem fest var við dufl frá einu botn- vörpuskipinu. Og atvik nokkurt bendir á það skýrt og allt að ómótmælanlega, að kveikt hafi verið á þessix ljóskeri úr landi — auð- vitað til þess að botnvérpingar skyldu geta sjeð álengdar, hvort hættulaust væri að brjóta lögin. Það, sem hjer að ofan er sagt, er byggt á brjefi frá yfirforingjanum á »Heimdal«, sem herra laudshöfðinginn hefur góðfúslega lofað oss að sjá. En við það, som í því brjefi stendur, bæt- ist sú sögusögn nokkurra skipverja á »Heim- dal«, að xxxn kvöldið, sem varðskipið lá við Keflavxk, 6. þ. m., hafi þeir sjeð botnvörpu- skip á innsigling. Jafnframt sáu þeir ljósa- gang á landi og virtist þeim sem með þeim ljósum væri verið að gefa merki um eitthvað. Og af þeim ljósum hugðu þeir að það hlyti að stafa, að botnvörpuskipið sneri út aptur. Sjálfsagt verður ranusókn hafin í málinu. Eu hvort sem nú yfirvöldunum kunna að þykja þær sannanir, sem fást, nægar til að koma fx-am hegningu eða ekki, þá blaudast víst engum lengur hxxgur vxm, hvern leik verið er að leika þarna í Keflavík. Fráleitt hefur þjóð vorri verið gerð meiri svívirðing á þessari öld. Vjer heiturn á Dani oss til liðsinnis gegn útlendum yfirgangi. Þeir verða við bón vorri, kosta til þess stórfje. Vjer göngum ríkt ept- ir því, að þetta varðskip, sem oss er sent, slái ekki slöku við. Ekki skortir óþolinmóð- leg umyrði í þess garð, hvenær sem oss finnst, það hefði átt að vera einhversstaðar annars- staðar en það er í þann og þanti svipinn. Og svo leggja íslendingar sjálfir sig í fram- króka af öllu alefli til þess að gera þessa hjálp únýta — gera sjer það að atvinnu, að hjálpa útlendum ráusmönnum til þess að brjóta lög vor — selja sig samvizkulausum fjand- mönnum vorxxm til þess að þeir skuli eiga sem bezt aðstöðu, þegar þeir eru að spilla svo öðrum vorum aðalatvinnuvegi, að til hörmunga horfir fyrir fjölda manns! Það muu óhætt að fxxllyrða, að annað eins og þetta gæti hvergi komið fyrir í heiminum nema á Islandi. Hvergi annarsstaðar mundu menn, hve ríkar landráðatillxueigingar sem þeir hefðu, dirfast að skxíka í því hróksvaldi, að almenningsálitið sje það úrþvætti, að einu gildi, hvorum nxegin hryggjar það liggi, hver ó- hæfa og svívirðing sem í frammi sje höfð. Það er lítill vafi á því, hvað Bandaríkja- rnenn nxundu gera við aðra eins pilta og þessa. Þeir rnundu taka þá eitihverja nóttina, færa þá úr skyrtunni, stinga þeim ofan í tjöru- kjagga, velta þeim svo í fiðxxrbing og gera þeim kunnugt, að svo framarlega sem þeir ekki verði alfarnir úr sveitinni að sólarhringi liðnum, eða ef þeir hittist þar uokknrn tíma síðar, þá verði þeir umsvifalaust hengdir. Aðrar þjóðir kynnu að taka til annara bragða. En e'ngin þjóð nerna vjer íslending- ar mundi verða í ráðaleysi með að gera mönn- urn skiljanlegt, að landráðum sje ekki tekið með þögn og þolinmæði. Því að þetta er landráð. Þeir menn, sem ekki svífast þessa, mundi ekki kynoka sjer að bera fjandmönnum ættjarðar sitinar njósnir á ófriðartímum, ef þeir fengju eitthvað fyrir það og gerðu sjer von um að sleppa óhegndir. Það sje fjarri oss, að ráða Keflvíkingum til að brjóta nein lög. En eitthvert ráð verða •þeir að finna til að koma landráðamönnum sínum í skilning unx, að staðurinn sje óheppi- lega valinn til þess að gera sjer svívirðing og tjón ættjarðar sinnar að atvinnuvegi. Frá löndum vorum í Vesturheimi. Skólamáli Vestur-Islendinga hefir þokað vel og gleðilega áfram síðan í fyrra, eptir skýrsl- um, er fram voru lagðar á kirkjuþingi þeirra í sumar. I skólasjóðinn voru þá komnar um 18,000 kr. Þar af höfðu um 5,460 kr. verið gefnar af íslendingum síðan í fyrra. Það er nú engum vafa bundið lengur, að skólinn kemst á fót innan örfárra ára. A kirkjuþinginu í sumar voru mjög fjörugar umræður um það, hvar hann ætti að verða. Caníida-Islendingar vildu hafa hann í Winni peg, Bandarlkja-íslendingar vildu reisa hann sunnan landamæranna. Niðurstaðan varð sú, að skólann skuli reisa í Park Kiver, sem er smábær í Norður-Da- kota, nokkrar mílur fyrir sunnan hina miklu Islendingasveit þar í ríkinxx. Móritz læknir Halldórsson er einn af helztu mönnunum í þeim bæ. En annars er þar fátt af íslending- xini, en fjöldi Norðmanna. Nokkrum skilyrð- um er þó samþykkt þessi bundin. Nokkrir menn þar í bænum höfðu boðið að gefa skóla- sjóðnum 4,000 dollara (um 14,800 kr.), ef skólinn yrði reistur þar, og auk þess 10 ekr- ur af landi til skólastæðis. Kirkjuþingiðgerði sig ekki ánægt með minna en 6000 dollara (um 22,200 kr.) og áskildi sjer jafnframtrjett til þess að sæta betri tilboðum frá öðrum stöðum, ef þau skyldu koma innan næstxx árs- loka. Annað aðalmál kirkjuþingsins var innganga kirkjufjelags Islendinga í hið nxikla lúterska kirkna-bandalag »General Council«. Ekki varð af henni í þetta sinn, en gengið að henni vísri innan skamnxs, líklegast að tveim árxxm liðnxxm. Unglingafjelagsskapxxr í söfnuðum kirkjufje- lagsius er mjög að aukast, sýnilega á góðum vegi til þess að verða öflug stoð kirkjunnar. Kirkjuþingið var í þetta sinn í haldið bæn- um Minneota í íslendinganýlendunni suðvest- an til í ríkinu Minnesota í Bandaríkjunum. Sú sveit er sjálfsagt jafn-lengst komin af öll- uni byggðarlögum Islendinga, vestan hafs og ausían, bæði að því er efnahag snertir og ýrnsa aðm menningu, veraldlega og andlega. Islendingadagurinn hefir ekki verið haldinn há- txðlegur áður í jafnmörgum byggðarlógum Vest- I ur íslendinga eins og í sumar, og er það vott-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.