Ísafold - 13.10.1897, Blaðsíða 2
291
ut' þess, að tilfinningin fyrir íslenzka þjóðern-
inu er að verða ríkari, eða að minnsta kosti þörfin
á að gera öðrum þá tilfinningu skiljanlega.
Því miður er þref og flokkadrættir um það,
hvenær þessa hátíð skuli halda, enda þótt
það ætti að liggja flestum í augum uppi,
að það gerir rrinnst til. Aðalatriðið er,
að hún sje haldin einhvern tíma, og að hún
sje ekki sett á þeim tímum, þegar of mikl-
um örðugleikum er bundið fyrir alþvðu manna
að taka þátt í henni.
Uppskera virðist hafa verið góð í sumar og
hveitiverðið orðið hátt. Af engu verður ann-
að ráðið en að vel láti í ári hjá mönnum
vestra, enda eru hin óvenjulega ríflegu sam-
skot í skúlasjóðiun, sem samfara voru land-
skjálftasamskotunum hingað heim, ljós bend-
ing í þá átt. Bullið í sumum blöðunum hjer
um eymdina, sem eigi sjer stað meðal landa
vestra, er blátt áfram tilhæfulaus ósannindi.
Getur það verið að alþýða manna hjer á
landi sje ekki orðin sárleið á þeim þvættingi?
Allt af þykjast nokkur af blöðum vorum vita
um sífellda eymd og hörmungar, sem Vestur-
íslendingar eigi við að stríða. Og stöðugt
kom, nýjar og nyjar sannanir fyrir velgengni
þeirra og aukinni menningu. Dettur blöðun-
um í hug, að ósannindin, sem jafnharðan eru
rekin aptur, muni vera öflugt meðal til þess
að stemma stigu gegn útflutningum hjeðan af
landi? Og þó aldrei nema svo væri, finnst
þeim þá slíkt meðal vera svo sæmilegt, að
því sje beitandi?
Eina ráðið til að stemma stigu við útflutn-
ingunum hefir margsinnis verið tekið fram —
að efla sem mest atvinnuvegina hjer á landi,
finna sem flest úrræði til þess að færa sjer
í nyt auðinn í landinu og umhverfis það og
beita þeim. Verði það gert, svo að Vestur-
íslendingar hætti að líta á það sem góðverk
við fátæklinga, að koma þeim hjeðan, og verði
jafn-framt hætt að skaprauna þeim með ó-
sannindum og illyrðum, þá mundi verða ljett
verk að fá þá til að spyrna sjálfa af alefli
gegn hóflausum útflutningum hjeðan. Svo
vænt þykir þeim flestum um þetta land. Um
það er þeim manni fullkunnugt, sem skrifar
þessar línur.
En lygi og skammir í garð saklausra manna
verða hvorki í þessu efni nje öðru ættjörð
vorri til framfara eða viðreisnar.
E. II
Barnaskólastæðið. Eptir óvenjulega
langar og allsnarpar umræður á bæjarstjórn-
arfundi 7. þ. mán. um, hvort hússtæðið skyldi
heldur velja, lóð Jakobs heit. Sveinssonar eða
tún síra Eiríks Briem, og eptir nýtt fundarhald
laugard. 9. þ. máu., aukafund, afrjeð bæjar- j
stjórnin, að hætta við kaupin á lóð Jak. Sveins-
sonar, en ganga að kaupum á suðurhlutanum \
af túni Eiríks Briem, fyrir sunnan brunninn,
frá veginum(Laufásvegi) niður að tjörn, hjer um J
bil 1 '/3 dagsl., á 2 kr. hver ferh.faðm, eða |
2400 kr. alls. Þar fær skólinn rúmgóða lóð,
með þurrum og hörðttm jarðvegi undir húsið,
loptrými mikið, og blasir mjög vel við sól. i
Afskekktur getur hann ekki heitið, þótt ekki j
sje miðreitis í bænum.
- j
Mannalát. Hjer í sveit hafa síðait í fyrra
andazt tvö mikið merk gamalmenni, er mjer vitan-
lega hefir hvergi minnzt verið í blöðum.
Annað var hin háaldraða sómakona Anna
Jónsdóttir í Hvassahrauni 4 Yatnsleysuströnd, 89
ára, fœdd þar 12. jan. 1807 og lifði þar á sama
hœ (Hvassahrauni) allan sinn langa aldur. Fjórtán
ára gömul tók Anna sáluga við búsforráðnm hjá
föður sínum, að móður sinni látinni, og var hjá
honum ráðskona þangað til hún, 24 ára gömul,
giptist Páli Jónssyni; bjuggu þau siðan rausnarbni
þar, i Hvassahrauni, en eptir 18 ára sambnð missti
hún mann sinn. Eignuðust þau saman 9 hörn; af
þeim dón 4i æsku, en 5 eru enn á lifi: Stefán
bóndi á Stóru-Vatnsleysu; Hallur, húsmaður i
Hvassahrauni; Ingibjörg, kona Einars bónda
Þorlákssonar þar; Halldóra á Eiðsstöðum, móðir
G-uðm. Hannessonar læknis 4 Akureyri; 0g Anna,
kona Gnðmnndar bónda á Auðnum.
Þegar Anna sál. missti mann sinn, voru flest
börn hennar 4 ómagaaldri; enn hver kvennskör-
nngur hún var sást bezt á því, að hún hjelt áfram
búskapnum þar til hún hafði aflokið hinu mikla
og vandasama móðurstarfi, að ala öll börn sín
vel og sómasamlega upp; síðan sleppti hún búskap
og fór til Ingibjargar dóttur sinnar og tengda-
sonar sins. Síðnstu 7 ár æfinnar dvaldi hún hjá
dótturdætrum sinum 0g mönnnm þeirra. Þegar
Anna sál. fjell frá var hún orðin amma 24 og
langamma 34 afkomenda og mun slíkt sjaldgæft.
Anna sál. var 4 yngri árum friðleikskona,
framúrskarandi dugleg og stjórnsöm og í orðs-
ins fyllstu merkingu kvennskörungur, gnðhrædd
og greind. Hver rnóðir og húsmóðir hún mttni
hafa verið, bera börn hennar ljósastan vott
um, sem öll hafa á sjer almenningsorð fyrir ráð-
vendni, siðprýði, dugnað og góðvild. Hin siðustu
10 ár æfinnar var Anna sál. bliud og rúmföst,
allopt mjög þjáð, og var henni því hinn siðasti
J svefn harla kærkomiun.
Hinn 10. september þ. á. andaðist Sigurður
Jónsson silfursmiður á Stóru-Vatnsleysu í Fatns-
leysustrandarhreppi, 85 ára gamall. Hann var
ættaður af Eyrarbakka, fæddur á Ásgautsstöðum
í Stokkseyrarhreppi 1812; þaðan fluttist hann að
Miðhúsum í G-arðahverfi og kvongaðist um það
bil í fyrra sinn, Kristinu, systur Benedikts Sveins-
sonar sýslumanns, en missti hana eptir 1 ^/2 ár. í
annað sinn giptist hann Oddnýju Hannesdóttur og
fluttu þau hjón að Stórn-Vatnsleysu árið 1855; með
þessati siðari konu sinni eignaðist Sigurður sál.
12 börn, en fyrir rúmnm 20 árum flutti konan frá
honum alfarin til Ameriku með öll börn þeirra
hjóna, nema einn son, sem eptir varð hjá föður
sinum, en þessi sonur hans drukknaði fyrir fáum
árnm, þá upp kotninn og nýlega kvongaður. Utan
hjónabands eignaðistSigurður sál. eina dóttur, sem
í nú er 14 ára gömul. Sigurðnr sál. var talinn
i afbragðs smiður á flesta málma; hann var hygginn,
; stilltur vel, gætinn, friðsamnr og hið mesta prúð-
! menni í framgöngu. Fram eptir æfinni var hann
j vel fjáður og har því lengst af hinar þyngstu
byrðar þessa hreppsfjelags; en á siðustu árum
j gengu eigur hans mjög til þurrðar, enda var hann
! hin síðustu 5 ár æfinnar þrotinn að heilsu og
kröptum, og þá lengst af í rúminu. G. G.
Landsli.jálftnsíiinskot. Safnað af frú ðnnu
Stephensen á Akureyri: 27 kr. i peningum og ýms-
um hannyrðamunum m. fl., er haldínn var á baz-
ar og tombóla 29. f. mán., sem landshöfðingjafrú
Elin Stephensen stóð fyrir, — ásamt gefnum mun-
um frá kaupmönnunum M. Johannessen og W. 0.
Breiðfjörð og gaf af sjer 113 kr. 03 a.(þar i fólg-
nar fyrnefndar 27 kr., er varið var til að kaupa
muni á bazarinn). Fje þetta rennur í landskjálfta-
sjóð kvenna.
Rvik, 9. | 11. 1897. - B. J.
Um sláturstímann er nauðsynlegt:
steytt Allrahanda
— Engifer
—- Negull
— Pipar
— Saltpeter
sem allt fæst hjá
C. Zimsen.
Nýr ágætur sauðamðr er til sölu
hjá
S. E. Waage.
Harðfiskur
góður
fæst hjá
C. Zimsen.
TJttdirdokks, er fannst á Öskjuhliðarvegi 13.
f. m., eigandi vitji til Páls Stefánssonar í Grörðum á
Álptanesi.
Portvin og*
Sherry
nýkomiS til
C. Ziinsen.
Tapast hefur úr högum frá G-ufunesi, grá-
slcjóttur foli tvœvetur, mark: blaðstýft framan
bæði og brennimerktur S. E. á hófum. Finnandi
skili til Daníels Daníelssonar ljósmyndata í Reykja-
vík.
Allskonar:
Vindlar
Cigaretter
Reyktóbak
bezt og jafnframt ódýrast hjá
C. Zimsen.
Mót peningaborgun út í
hönd, seSur W. Christen -
sens-verzlun álEyrarbakka
allar útlendar vörur mikið
ódýrar beidur en aðrir. .
Hjer með votta jeg mitt innilegt hjartans þakk-
læti öllum þeim, sem við fráfall mins elskulega
eiginmanns, Jóns Jónssonar, hafa á margvíslegan
hátt veitt mjer hjálp og huggun í mínum erfiðu
kringumstæðum.
p. t. Reykjavík 8. okt. 1897.
Alexía M. Guðmundsdóttir
frá Mjósundi.
Nægar birðir eru nú af
Ölinu góða
áfengu og óáfengu
hjá
C. Zimsen.
Dökkjarpur reiðhestur, nærri skol-
brúnn, haus3tiggitr, mark: standfjöður framan
vinstra, ójárnaður á 3 fótum, tapaðist firir
nokkru úr vöktun í Miðdal í Alosfellssveit. Finn-
andi skili til undirskrifaðs gegn góðri þóknun.
Reikjavík 12. okt. 1897.
Björn M. Olsen, rektor.
Jörðin Aðalból í Húnavatnssýslu er til sölu
og ábúðar frá næstu fardögum. Semja má við
óðalsbóuda Björn Jónsson á Barkarstöðum i Mið-
firði eða Sigurð Benediktsson í Skildinganesi. fyrir
árslok.
Tapazt hefir sunnud. 10. þ. m. ofan til á SkóJa-
vörðustig strigapoki með 2 skjóðum i, og var
matur í annari, en hin sending, merkt M S. Pok-
anum fylgdi og forn yfirhöfn. Finnandi beðinn
að skila til Pjeturs Glslasonar á Ánanaustum
gegn fundarlaunum.
Tapazt. hefir í Keflavik hárfesti. Finnandi er
beðinn að skila henni, til Axels Möller í Keflavík.
Les! Hjá Jóni Gíslasyni í Yesturgötu geta
2—3 menn fengið kost á næst-komandi vetri.
Agætar danskar
Kartöflur
hjá
C. Zimsen.