Ísafold - 20.10.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.10.1897, Blaðsíða 3
303 taka skóflu sjer i hönd og leita aö þessum fjár- sjóð, sem fólginn er hvarvetna í jörð vorri, — öllum ætti að vera frjálst að leita hans og neyta ávaxta hans — heldur en að ganga með hendur í vös- unum til oddvita og neyða hann til að opna fjársjóð hreppsins og fylla vasana. Verið getur, að yður þyki það nokkur sjálfs- afneitun, að nota hverja tómstund til að rækta hrjóstugan jarðveg, og fara ef til vill á mis við flest þægindi lifsins að öðru leyti, þegar aðrir njóta þeirra í fullum mæli. En sú sjálfsafneitun veitir yður siðar ríkulegan ávöxt. Og það er skylda yðar gagnvart sjálfum yður, skylduliði yð- ar, ættjörð og þjóð, að nota kraptaua, nota æfi- stundina óvissu til arðsamrar iðju, svo þjer, ef auðið er, verðið eigi öðrum til þyngsla. Vitið einnig, að allir heiðvirðir menn meta og virða mikils iðjusemi, kapp og áhuga fátæklingsins að hjálpa sjer sjálfur. — »Letingjann eigum vjerþar á móti að aumka og fyrirlíta, og alveg eins, þó að hann hafi erft auð fjár og geti þess vegna alið aldur sinn í iðjuleysi« segir Samúel Smiles, (sjá Sparsemi hls. 39). Óþreyja >N. A.« »N/ja Öldin« kveðst ekki hafa orðið þess vör, að neitt tilboð hafi komið frá stjórninni í siunar um ráðgjafaábyrgð, spyr ísafold, hvernig það tilboð hafi verið orðað, og kveðst bíða »skvrslu blaðsins um þetta« »með ó- þreyju«. Spuniingunni er þann veg háttað, að fá lesandi mannsbörn á landinu mundu þurfa að spyrja hennar. Það liggur því allnærri að líta svo á, sem aunaðhvort sje blaðið að gera að gamni sínu, eða þá að leitast við að fá nafn sitt auglyst ókeypis í Isafold. En hvað sem því líður, þá er guðvelkomið að vjer bendum blaðinu á, hvernig það muni bezt fá læknað í sjer óþreyjuna. Vjer ráðum því eindregið til að reyna að ná sjer í alþing- istíðindin frá í sumar. Það þarf fráleitt meira en það, sem þegar er út komið af þeim. Lesi blaðið vandlega t. d. ræðu landshöfðingja í neðri deild 6. júlí, þá getum vjer ekki hugs- að oss, að nokkur snertur af óþreyju verði lengur í því. Póstskipið Laura kom vestan að í gær- morgun með marga farþega. Fer í kveld hjeðan áleiðis til Khafnar. Lamlsútgerðarskipið (Hjálmar) ókomið enn; átti að koma 17 þ. mán. Aðvorun. Það mun óhætt mega fullyrða, að margar þús- undir króna hefur almenningur hjer á landi gefið út fyrir Bramalífselixír og Kínaelixír o. s. frv., og vita þó allir, sem þekkja þessa elixíra, að þetta eru engin læknislyf og eru rán-dýr. Hver heilvita maður þarf ekki annað en lesa skrumið í leiðar- vísinum, sem þessu sulli fylgir, til þess að sjá strax og skilja, að allt er miðað til þess, að ginna fáfróðan almenning, og er sárt að vita til þess, að fátæk alþýða hjer á landi skuli nú í mörg ár hafa gjörzt ginningarfífl óráðvandra útlendra skrumara, þrátt fyrir það þótt brýnt liafi verið fyrir mönn- um að forsmá þetta skrum og alla þá lygi, sem borin er á borð. Eins og sjest i blöðunum, hefur einn af löndum okkar, stórkaupmaður Jakob Gunnlaugsson í Khöfn, tekið það starf að sjer, að hafa á hendi einkaútsölu hjer á landi á því argasta »húinbugii, sem er engu betra en fyrnefndir elixírar, og er sannarlega illa gjört af herra Jakobi, að verða fyrstur manna til að reyna að veiða hjer fáfróða alþýðu til að kaupa dýrum dómum slíkt, sem hann nú er að bjóða, nefnil. Voltakross og einhvern »lífsvekjara«. Hvorttveggja er af öllu r, sem vit hafa á, viðurkennt húmbug, sem útlendir prangar- ar hafa á boðstólum; enginn skyldi festa hinn minnsta trúnað á vottorð þau, sem skrum- inu fylgja. Jeg vil þvi bjer með vara menn við því að trúa einu einasta orði i öllu því, sem sagt er um »Voltakrossinn« og »lífsvekjarann«. Vjer Islendingar ættum sannarlega að vera búnir vð fá meira en nóg af Brama- og Kinaelixírnum. Lofum Jakobi stórkaupmanni sjálfum að eiga krossinn og lifsvekjarann; verði honum að góðu. Reykjavik 16. okt. 1897. Dr. J. Jónassen. Jeg vil mælast til þess, að öll blöð landsins taki þessar linur. J. J. Reikning'ur yfir tekjur og gjöld sparisjóðsins á Sauðárkróki fyrir árið 1896 -97. Tekjur: Kr. a. Kr. a. Peningar í sjóði frá f. á... 348 92 Borgað af lánum: a. fasteignarveðslán 1080 00 b. sjálfskuldarábyrgðarlán 1190 00 e. lán gegn annari trygg- mgu » > 2270 00 Innlög í Sparisjóðinn á árinu 6537 03 vextir af innlögum lagðir við höfuðstól 695 52 7232 55 Yextir : a. af lánum 1421 65 Ymislegar tekjur 10 00 Alls kr. 11283 12 Gjöld: Kr. a. Kr. a. Lánað út á reikningstímabilinu: a. gegn fasteignarveði.... 1350 00 b. — sjálfskuldarábyrgð. . 4870 00 6220 00 Utborgað af innlögum sam- lagsmanna 2079 07 þar við bætast dagvextir. . 17 69 2096 76 Kostnaður við sjóðinn: a. laun 50 00 b. annar kostnaður: nýr járnskápur o. fl 109 75 159 75 Vextir: a. af sparisjóðsinnlögum . . 695 52 b. aðrir vextir 43 «3 738 85 Yrmisleg útgjöld 13 72 Afborgun til landsbankans. 1000 00 í sjóði 1054 24 Kr. 11283 12 Jafnaðarreikningur sparisjóðsins á Sauðárkróki hinn 1. júní 1897. Aktiva. Kr. a. Kr. a. 1. Skuldabrjef fyrir lánum a. fasteignarveðskuldabrjef. 5350 00 b. sjálfskuldarábyrgðarbrjef 16190 00 c. skuldabrjef fyrir lánum gegn annari tryggingu 100 00 21640 00 2. Vextir af Landsbankaláni greiddir fyrirfram..... 37 55 3. Utistandandi vextir, áfalln- irviðlok reikningsársins 73 67 4- í sjóði................. 1054 24 Kr. 22805 46 Passiva. 1. Innlög 122 samlagsmanna alls ........................... 20234 29 2. Skuld til Landsbankans . . . 1000 00 Ilagvextir af endurgreiddu láni • • • • ........ 6 86 1006 86 3. Til jafnaðar við tölulið 3 í aktiva........................... 73 67 4. Varasjóður.......................... 1490 64 Alls Kr. 22805 46 Sauðárkrók 20. júlí 1897. Stephán Jónsson p. t. gjaldkeri. Nýborin kýr til sölu i góðri nyt. Ritst. visar á. Jóhannes Einarsson í Eyvík vill selja snemm- bæra 15 marka kú eða fá fóður fyrir hana og gefa með. Óskilalahross vis sífiustu Hrekkurjett: Móalóttur foli, 2 vetra, mark: sylt v. Gefi eigandi sig ekki fram við undirskrifaðan inn- an þriggja vikna frá auglýsingardegi, verður hann seldur. Hvalfjarðarstrandarhr. 15. okt. 1897. J. Sigurðsson (hreppstjóri.) Oútgengin tryppi Úr annari Arnakróks- rjett verða seld við uppboð að Miðdal á þriðjudag 26. þ. m. Mosfellshr., Álafossi 16. okt. 1897. Bj'örn Þorláksson. Undirskrifaður hefir týnt vasaklút með fjöru- tíu krónum á veginum frá Kotströnd í Ölfusi til Hellisheiðar. Ráðvandur finnandi er beðinn að skila þeim til ritstjóra þessa blaðs mót háum fundarlaunum. p. t. Reykjavik 18. okt. 1897. Villi.jálmur Bjarnarson. Samkvæmt 20. gr. fjallskilareglugjörðar Gull- bringu- og Kjósarsýslu eru i dag tekin til vöktun- ar úr Búrfellsgjáarjett, og verða meðhöndluð sam- kvæmt áminnztri gr., óskilahross þessi: 1. Jörp hryssa, 4 vetra, mark: stýft vinstra. 2. Jarpskjóttur foli veturg. mark : stýft vinstra. 3 Brún hryssa 2 v. mark: stýft hægra. 4. Jörp hryssa 4 v. mark: vaglrifað apt. hægra. 5. Brúnsokkótt hryssa 3 v. mark: sneiðrifað apt. hægra. 6. Gráblesóttur foli, 2 v., marlc: stýft hægra. 7. Rauð hryssa, 2 v.,mark: vaglrifað fr. hægra. Garðahreppi 4. október 1897. Einar Þorgilsson, hreppst. Uppboðsauglýsing. Þriðjudaginn 26. þ. m. kl. 11 f. hád. verð- ur opinbert uppboð haldið í húsi Guðna gull- smiðs Símonarsonar við Bergstaðastræti hjer í bænum og þar selt: boi-ð, skápar, stólar, lampar, skúfhólkar, klukka, eldavjel, hjólbör- ur, vagn, tunnur, kassar, púff, spýtur o. fl. Söluskilmálar verða birtir fyrir fram. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 19. okóber 1897. Halldór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. Á opinberu uppboði, sem haldið verður í latínuskólanum miðvikudaginn 27.þ.m., verður selt rúmstæði úr trje, hálmdynur, hærudýnur og koddar, fiðursvæflar, rekkuvoðir, teppi, hand- klseði, þvottaskálar o. f 1. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. nefndan dag og verða söluskilmálar birtir fyrir fram. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 20. okt. 1897. Halldór Daníelssou. »Aldan« heldur fund næstk. þriðjudag kl. 8 e. m. á »Hótel Island«; áríðandi að allir fjelagsmenn mæti. Harðfisltur, Skata, Matfiskur og Tros fæst keypt í verzlun Eyþórs Felixsoiiar. Tapazt hefir peningabudda á veginum frá Reykjavik fram í Kaplaskjól, með töluverðum peningum i. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila í afgreiðslu Isafoldar gegn góðum fund- arlaunum.- Týnzt hefir á götum bæjarins eða inni í hús- um peningabudda með talsverðum pening- um. Finnandi skili i afgreiðslust. ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.