Ísafold - 30.10.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.10.1897, Blaðsíða 2
314 bættisafsögnin kom til biskups á næsta sólar- liringnum. bað liggur líka í hlutarins eðli, að með engu móti er unandi við þá presta, sem ekki geta komið sjer saman við sóknarbörn sín. Það er beint óbugsandi, að starf þeirra geti orðið að notum. Fyrsta skilyrðið fyrir því er sjálfsagt það, að* sóknarmenn þeirra hafi ekki ástæðu til að bera til þeirra annað en hlyjan hug. Annars er því fje, sem goldið er fyrir starf þeirra, verr varið heldur en ef því væri fleygt í sjóinn. Því að liggi presturinn í ili- hrifin, sem hann hefir, verði þveröfug við það, sem til er ætlazt. Hann snvr þá hugum manna frá kærleikanum, en ekki til hans. Ribbaldarnir eru að minnsta kosti eins ó- hæfir til prestskapar eins og hneykslanlegir óreglumenn. Þann sannleika þarf að innræta eigi að eins prestunum, heldur og allri þjóð- inni, svo að hún þoli ekki slíka presta. Og vitaskuld ættu líka þeir, sem yfir prestana eru settir, að haga sjer eptir þeim sannleika, að svo miklu leyti sem lög leyfa þeim fram- ast. Sá hugsunarháttur þarf að fá festu og við- urkenning, að þegar bezt lætur sje það stakt óliapp, ef prestur verður við málaferli riðinn sem málsaðili, og sjeu slíkar deilur honum að kenna, þá varði sú yfirsjón eins miklu og em- bættisafglöp. En jafnframt er þá ekki nema sanngjarnt, að kirkjustjórnin geri sjer far um að forða prestunum frá tilefninu til slíkra deilna, að svo rniklu leyti sem í hennar valdi stendur. Einkum er þar að ræða um ágreining, sem rísa kann út af eignum þeim, sem prestunum er trúað fyrir. Náist ekki samkomulag í þeim efnum, ættu málin að vera rekin fyrir kirkju- stjórnarinnar hönd, án þess að presturinn eigi þar nokkurn hlut að. Þjóð vor hefir árum saman haft fyrir aug- um sjer dæmi upp á hneykslanlega sambúð presta og safnaðarmanna, og hefir það einmitt um þessar mundir eigi síður en nokkru sinni áður. Með hliðsjón á þeim dæmum tökum vjer upp aptur spurninguna: Er ekki nokkur á- stæða fyrir löggjafarvald vort að breyta ept- ir frændum vorum í Svíþjóð í þessu efni? Er það ekki beinasti vegurinn fyrir þjóðina til þess að lýsa yfir þeirri skoðun, sem hún hlýtur að hafa undir niðri á prestarifrildinu, og jafnframt líklegasta ráðið til þess að upp- ræta það mein úr þjóðlífi voru? »Hjálmar« ókominn enn. Hlýviðri óvenjuleg alla umliðna fyrstu viku vetrar, 5—9 stig á C. dag eptir dag. Tveir kaupmenn, H. Th. A. Thomsen og líjörn Sigurðsson, hafa verið beðnir fyrir að útvega nppdrætti og kostnaðaráætlanir fyrir hinn nýja, fyrirhugaða barnaskóla. Bæjar- stjórnin velur úr þeim og felur sennilega að því liúnu öðrum hvorum að vera í útvegum um allt til skólans. Barnaskólinn hjer er nú mjög fjölsóttur í vetur, alveg eins og í hann kemst, og það með því að hafa tvennar kennslustundirnar á hverjum degi, kl. 8-—12 og 12—4. Það var haft eins í fyrra vetur og hitt eð fyrra. Samt tekur skólinn eigi nema 200 börn. Hann er orðinn þetta of lítill. Til að bæta úr skák hefir bæjarstjórnin í seli í 'Framfarafjelags- húsinu í Vesturgötu og lætur kenna þar 50 börnum að auki. Það gerir Sigtryggur tíuð- laugsson prestaskólakandídat. Hjer verður mikið að gera fyrir smiði næsta sumar. Fjögur stórhýsi í vændum: holds- veikraspítalinn; stýrimannaskólinn, barnaskól- inn og bankinn. Holdsveikraspítalinn, í Laug- arnesi, er gert ráð fyrir að Bald timburmeist- ari muni taica að sjer. Hann hefir verið að láta lilaða grunninn í haust, eptir samningi við þá dr. Beyer í sumar. Hann hefir sjálf- sagt eitthvað með sjer af dönskum smiðum. Aldrei koma hjer enskir (skozkir) trjesmiðir eða amerískir. Ætli ekki mætti eitis læra ýmis- legt af þeim og dönskum 1 Nú er Ishúsið hjer troðfullt orðið að kalla má, eða nærri því meira en í það kemst. Hátt á 3. hundrað tunnur af síld í beitu handa mararbúum, og 20,000 pund af sauðakjöti og 20,000 pund af ýsu handa landbúum. íshús- ið hefir sjálft keypt 230 tunnur, á 10 kr. tunnuna að meðaltali; það er þó allgóð at- vinnubót, 2,300 kr. í peningum í haust frá þeirri einu stofnun, mest í vasa fátæklinga, er annars mundu hafa verið sjer gagnslitlir. Auk þess varðveitir Ishúsið nál. 50 tunnum síldar fyrir aðra. Þeir stóðust ekki lengur mátið, farþegarnir að vestan, sem höfðu beðið hjer eptir Hjálm- ari nær hálfum mánuði. Þeir lögðu á stað í gærmorgun vestur í Stykkishólm, sjóveg upp í Borgarnes með »Slangen« og landveg þaðan, Davíð læknir Thorsteinsson, Armann Bjarna- son faktor, Sveinn Jónsson snikkari og fl. En Pjetur kaupm. Thorsteinssor. á Bíldudal gerði sjer lítið fyrir og keypti sjer hjer væna fiski- skútu, eina af hinum nýju ensku^ af Jóni kapteini í Melshúsum, rjeð menn á hana og sigldi henni á stað i gær beina leið heim til sín vestur á Arnarfjörð. Skólarnir í höfuðstaðnum, aðrir en barna- skólinn, eru það fjölsóttir, sem hjer segir: latínuskólinnmeð 105 lærisveinum, stýrimanua- skólinn — honum næstur — með 47 pilt- um, kvennaskólinn með 36 námsmeyjum, læknaskólinn með 16 (áður flest 13) og presta- askólinn með 7. Kenuarar skólanna allir hinir sömu og áður, aðrir en tímakenn- arar, sem nokkur breyting verður á með hverju ári; þó hefir Þorleifur Bjarnason burtfararleyfi frá latínuskólanum vetrarlangt — sigldi í sumar til Þýzkalands — og fekk fyrir sig kand. Jón Jónsson (frá Káðagerði), sögufræðing. Og nýr aðstoðarkennari við stýrimannaskólann, Páll Halldórsson frá Isa- firði. Það er ekki »Hjálmar« einn, sem á sjer læt- ur standa af væntanlegum eimknörrum hing- að. Eitt eða tvö gufuskip önnur hingað eru búin að láta bíða eptir sjer jafnvel 3—4 vikur. Annað þeirra átti að koma með bað- lyf á sauðfje handa öllu suðurlandi hjer um bil. Að vjer nefnum nú ekki Thordahls-kugg- inn, sem átti meðal annars að birgja höfuð- staðinn að uppljómunarefni vetrarlangt. Loks hafa menn eptir skipstjóranum á »Laura«, P. Christiansen, að hvisbændur hans, stjórn «hins sameinaða«, hafi ætlað að senda hingað í þess- um mánuði aukaskip með þær 300 smálestir af vörum, er eptir urðu af póstskipinu síðast, vegna þess, meðal annars ogeinkanlega, aðóska- börnin þess, bræður vorir í Færeyjum, urðu að ganga fyrir. Meðal þess, sem eptir var skilið í Leith,var allur pappír handa prentsmiðjun- um hjer. Þá kastaði nú fyrst tólfunum, ef eins færi um hina andlegu uppljóman, bækur, og blöð, eins og hina líkamlegu — audlegt og líkamlegt heimskautsmyrkur yfir höfuðborg- inni hálft eða heilt missiri. Laugarnesvegurinn er nú kominn töluvert áleiðis, — vegurinn inn að holdsveikrapítal- anum fyrirhugaða, er gefendur spítalaus settu upp við landsstjórnina í sumar að hún ljeti leggja sem beinasta leið þaugað, til þess að greiða sem bezt fyrir flutningum þangað og til hægðarauka fyrir lækni spítalans og lærisveina læknaskólans. Þingið veitti til hans 3000 kr. með fjáraukalögum. Hann er lagður út úr þjóðveginum hjer um bil miðja vegu milli Rauðarár og Lækjarhvamms (Fúlutjarnar- lækjar). Hann verður rúm 11 /2 röst á lengd, eða um 800 faðma. Landsvegfræðingurinn, hr. Sig. Thoroddsen, hefir mælt hann og af- markað, en þeir Arni Zakaríasson og Páll Jónsson hafa verkstjórn við þá vegagerð. Fjeð er lítið, hrekkur naumast, þrátt fyrir mikinn sparnað, leiðinlega mikinn: hafðir hlykkir á veginum hver ofan í annan, til þess að sneiða hjá — mógröf og hálfræktuðum túnbletti að nokkru leyti m. m. Ræsi fram með hon- um líka í minnsta lagi. Hætt við að við- haldið geri miklu meira en að jeta upp þann sparnað. Með dálítið minni sparnaði virðist vegurinn hefði getað orðið bæði fallegur, — nokkurn veginn beinn — og sæmilega ending- argóður, ekki meiri brúkun en ráð má gera fyrir á honum. Stjórnarskránnáls- umræður »íslands«. Tvær vikur hefur »ísland« verið að ræða stjórnarskrármálið við ísafold, og vjer vonum að það verði að því tvær vikurnar enn, og ef til vill lengur. Fyrri vikunni ver blaðið til þess að koma oss í skilning um, að ritstjóri þess sje svo ungur og þroskalítill, svo nýlega hættur við nám og svo allsendis óvanur við að hugsa eða skrifa um stjórumál, að það sje engin furða, þó að honum hafi gengið örðugt að átta sig á jafn-flóknu máli eins og tilboði stjórnar- innar í sumar. Það væri harðneskjulegtað taka ekki slíka af- sökun gilda. Þaðmundihverskaplega vjl innrætt- ur og brjóstgóður maður gera. Vjer göngum lengra í góðfýsinni: vjer gerum ráð fyrir, að ónot blaðsins til Isafoldar stafi af þessari æsku og þessu þroskaleysi, sem blaðið færir sjer til málsbótar, en ekki af rótgrónu stygglyndi nje heldur af ólæknandi skort á virðingu fyrir sannleikanum. Síðari vikunni virðist oss blaðið hafa varið verr en hinni fyrri. Það ver henni sem sje til þess að halda því fram, að með því einu móti sje tilboð stjórnarinnar í sumar »notað« rjettilega, að menn fari að halda fram miðl- uninni frá 1889! Tilboðið sje alls ekki»notað« með því að p'gcjja, það heldur eingöngu með- því að lieimta allt annað en í því felst ! Vjer trúum ekki öðru en að blaðinureynist nokkuð torsótt að gera mönnum þá kenningu skiljanlega. „Hjálmar". Vegna undirróðurs einstakra manna, sem eru mótstöðumenn eimskipaútgerðarinnar, hefir kviknað hjer í bænum mikil óánægja með skipið »Hjálmar«. Öllu illu, sem sagt er um skipið, er trúað, og menn, sem aldrei hafa sjeð skipið og engrar áreiðanlegrar vitneskju hafa. aflað sjer um það, þykjast geta dæmt um það og fordæmt það frammi fyrir almeun- ingi 1 blöðunum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.