Ísafold - 30.10.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.10.1897, Blaðsíða 3
315 ÞaS þýðir lítið að svara ölliim þeim illyrð- um og ónotum, sem liiuir og þessir blaða- greinahöfundar kunna að koma með. Hjer skal að eins tekið fram, að »Hjálmar« kemur í staðinn fyrir »Constantin«, sem var leigður til ferðarinnar, en af öldungis ófyrir- sjáanlegum ástæðum gat ekki fengizt, þegar til kom. »Hjálmar« er ekki eins gott skip og »Cou- stantin« en þó í alla staði brúklegt skip, á líkri stærð og með líku maskínuafli og öll þau gufuskip, sem halda uppi ferðum við Austurland á vetrum. Eptir stærð (Brutto- tonnage) hefir »Hjálmar« t. d. meira maskínu- afl en eimskipið »Egil«, sem er þó mörgum að góðu kunnur. Ganghraði »Hjalmars« er 7—8 mílur á sjöttungi sólarhrings, en þegar vel hefir staðið á, hefir skipið haft 10 mílna hraða. D. Thomxen. Leiðrjetting. Greinin »Ríkisrádsflœkjur og rádgjafaábyrgð< eptir Corpus juris í sið- asta blaði hefir aflagazt í höndum prentaranna. Aptan við hana hefir lent kafli, 24 línur, sem átti að vera í næsta dálki á undan. Þessi kafli byrjar á orðunum: »Það er þannig ljóst, að enda þótt sjermál vor sjeu flutt í ríkisráðinu«, og hann á inn í á eptir orðunum: »Hán byggist eingöngu á stjórnarskrá vorri«, sem eru í 25. og 26. línu að neðan í 1. dálki á bls. 310. Barðastr.sýslu (Arnarfirði) 9. okt.: Sumar- ið er bráðam að kveðja okkur og veturinn að ganga í garð. Hvað tíðarfar snertir, mjög óstillt og storinasamt. Snjór fallinn í mið fjöll. Þetta sumar liefir verið eitt hið óhagstæðasta hjer. Vorið kalt og iblaupasamt með snjóhretum. Þar af leiðandi skepnuhöld með lakara móti. Heyskapur í tæpu meðallagi, og nýtmg ekki góð vegna votviðranna. Afli á þilskip tæplega i meðallagi, þrátt fyrir það þótt næg síld væri til beitu úr Ishúsinu. Hæstur afli á þilskip hjer verið 45,000, lægstur um 20,000. Bátfiski á firðinum einnig með rýrara móti, og enginn sild veiddist hjer i sumar. Aptur á móti hefir um tíma i haust verið góður sildarafli, hefði það verið rekið með nokkrum krapti, og er hjer komin talsverð sild i ishúsið. Það er annars ekki margt um atvinnuvegina að segja hjer. Þeir stand alveg í stað. Land- búskapur alltafi hálfgjörðu ólagi og sjávarútveg- urinn í nauðalitilli framför. Þessi samtök, sem þilskipaeigendur gjörðu hjer á Vestfjörðum nú fyrir 2 árum um kjör skipverja o. fl., virðast í reyndinni ekki hafa orðið þilskipaútgerðinni til nokkurra um bóta, enda mun nú þessi samþykkt vera að lognast út af, sem betur fer. íshú það, sem byggt var á Bíldudal, hefir enn ekki borið tiíætlaðan árangur. Þilskipin höfðu að visu allt af næga freðna sild til beitu, en hún reyndist engin tálbeita á þeim, hverju sem það hefir verið að kenna. Á opnum bátum var þessi freðna síld vist litið reynd til beitu. Þótti allt. of dýr beita. Þilskipaábyrgðarfjelag átti að stofna fyrir Vestfirði alla nú fyrir eitthvað 2 árum, en það hefir litið orðið í framkvæmdinni. Að eins hefir einn maður, mjer vitanlega, látið virða skip sitt og vildi fá það vátryggt. Hinum öðrum þótti vist engin hætta búin, svo að jeg held að fjelagið sje enn ekki komið á fót. Þvi liklegra, að þeim sýnist litið að byrja það með 1 skip! Heyrzt hefir, að hinir heiðruðu skipseigendur hjer á Vest- fjörðum hafi samt náð i styrkinnúr landsjóði, sem veittur var 1895 til að koma hjer á þilskipa- ábyrgð, hvernig sem á því stendur. Vonandi að fáist að skila þessu fje aptur, nema þá ef skip- skaðarnir, sem nrðu i vor, manni menn upp til að koma fjelaginu á fót í vetur. Hjer vantar ekkert til, nema vilja og samtök, því að á Vest- fjörðum eru nægjanlega mörg skip til að stot'na megi öflugt. ábyrgðarfjelag; skipskaðar þvi betur ekki heldur svo mjög tiðir, að hætta sje að hún sjóðurinn ekki gæti vel staðizt. »I»jóðar.svívirðin!rin í Keflavík«. Kefl- víkingar nær 40 að tölu, hafa skrifað landshöfð- ingja um að láta halda rjettarrannsókn út af at- bæfi þvi, sem yfirforinginn á »Heimdal« og skip- verjar þar hafa borið þeim á brýn, einhverjnm ó- kenndum þeirra á meðal eða þar um slóðir, og skýrt var frá i ísafold fyrir skemmstu með tjeðri fyrir- sögn — »sliku athæfi, sem að voru áliti«, segja þeir, »er jafn-svivirðilegt sem það er hegningar- vert«, — til þess að hinir seku, ef nokkrir eru, verði uppvísir, eða þá að íbúar Keflavikur losist við allan óhróður af áburði þessum- Sjálfsagt mun mega ganga að því vísu, að slík rjettarrannsókn verði fyrir skipuð, ef það er eigi þegar gert fyrir nokkru, áður en Keflvíkingar hreyfðu sig með þessa málaleitun. Hitt er annað mál, að mjög getur brugðizt til beggja vona um nokkurn árangur af slíkri rannsókn, ef að vanda lætur, þar sem líkt stendur á. Ekki munu hinir seku fara að gefa sig fram sjálfkrafa, nje heldur þeir. er vera kynnu í vitorði með þeim, ef nokkrir eru. Hinn 31. ágúst 1897 andaðist að Melum á Skarðströnd Margrjet Hildur Steindórsdóttir, 22 ára gömul, dóttir merkishjónanna Steindórs Þórð- arsonar og Jóhönnu Kristínar Petrónellu Torfa- dóttur frá Ballará á Skarðströnd, mesta efnisstúlka. Messufall á morgun í dómkirkjunni vegna aðgerðar. Mót peningaborgun út í hönd selur W. Christen- sens-verzlun á Eyrarbakka allar útlendar vörur mikið ódýrar lieldur en aðrir. Sjóyetliiiga róna. og óróna kaupir verzlun B. H. Bjarnason. Harðfiskiir góSur fæst hjá C. Ziinsen Lyklar hafa fundizt; vitja má í afgreiðslu ísafoldar. Ljósgrár hestur, vakur, er í óskilum í Fífu- hvammi; mark: vaglrifa apt. h. biti fr. v. Eigandi hirði og borgi áfallinn kostnað. Týnzt í fyrra dag kvennúr,, lítið, svart á bakið, frá kirkjuhorninu inn á Laugaveg. Einn- andi skili í afgreiðslu ísafoldar gegn fundarlaun- um. Alþýðiifyrirlestrar Stúdentafj elagsins. Sunnudaginn 31. þ. m. kl. 6 síðdegis talar cand. ph.il. Vilhjálmur Jónsson um skáldskap Hannesar Hafsteins. Inngöngumerki á 10 a. last allan laugar- daginn í Fischersbúð og á sunnudaginn viS innganginn. Stam Þeir, sem stama, geta, að forfallalausu, fengiö leiðheiningar- til þess að losast við þennan kvilla, ef þeir vilja kona til undirskrifaðs 14. desbr. næstk. og dvelja hjernæstu 3 vikurnar. Reykjavík 28. okt. 1897. Morten Hansen. Góður saltfiskur til kaups íEnsku verzl- uninni. Fiður, Borðvið, Panelpappa, Be- trekk striga, Þaksaum, Vetraryfir frakka og Jakka, Rúgmjöl, Hafra- mjöl, Kartöflumjel, Trosfisk í pækli í heldum tunnum og Harðfisk selur Björn Kristjánsson. Bninabótafjelatrið Northi Britisli and Merean- tile Insurance Company, stofnað 1809 tekur í eldsvoðaábyrgð hús, bœi, skip, hús- gögn, vörur og allskonar muni, fyrir lœgsta ábyrgðargjald, sem tekið er hjer á landi. Aöalumboðsmaður á Islandi: W. G. Spence Patersou Umboðsmaður á Akureyri: J. V. Havsteen lconsúll. Umboðsmaður á Seyðisfirði: J. M. Ilansen konsúll. Umboðsmaður á Isafirði: Árni Sveinsson kaupmaður. Umboðsmaður á Eyrarbakka: Kr. Jóhannesson verzlunarmaður. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. brjef 4. jan. 1861 er bjer með skorað á alla þá, sem til skuldar telja ídánarbúi Siguiðar Jóns- sonar frá Stóru-Vatnsleysu, er andaðist liinn 10. f.m., að tilkynna skuldir sfnar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skiptaráðandinn í Kjósar og Gullbringusýslu hinn 19. okt. 1897. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til skulta telja í dánarbúi Brynjólfs Jónssouar frá Vigdísarvöllum, er andaðist hinn 15. febr. þ. á., að tilkynna skuldir sínar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þess- arar. Skiptaráðandinn í Kjósar- og Gullbringusýslu binn 19. okt. 1897. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Þriðjudaginn 2. nóvember næstk. verður op- inbert uppboð haldið í Vesturgötu nr. 2 og þar selt: skinnklæði, veiðarfæri, tunnur, tví- hleypt byssa, o. fl., tilheyrandi dánarbúi Jóns útvegsbónda Olafssonar, o. fl. Ennfremur verður eptir beiðni verzlunar- stjóra Olafs Amuudasonar seltnokkuðafkössum og tunnum á verzlunarlóð J. P. T. Bryde. — Uppboðið byrjar í Vesturgötu nr. 2 kl. 11. f. h. og verða skilmálar birtir á undan. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 27. okt. 1897. Halldór Daníelsson. Takið eptir! Undirskrifuð tekur að sjer allskonar prjón; bæði fljótt og vel af hendi leyst. Vjelin, sem jeg prjóna í, er stærsta prjónavjelin í Reykjavfk; þarf því miklu minna að sauma saman en úr öðrum vjelum. A sljett prjón tekur hún t. d. peysur og boli í heilu lagi; að eius þarf að sauma ermarnar við. Talsverður afsláttur gefinn, ef mikið er látið prjóna. Garðhúsum, 29. septbr. 1897. Björg Bjarnardóttir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.