Ísafold - 06.11.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.11.1897, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.íviku. Verö árg.(90arka minnst)4kr., erlendis 5 kr.eða 1»/* doll.; borgist fyrir miðjan júli(erlendis fyrirfram). ÍSAFOLDo Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXIV. árg I Reykjavík, laugardaginn 6. nóv. 1897- S! 80. blað. Ks31 Næsta bl. laugardag 13. þ. m. Stjórnarmál vort í dönskum blöðum. »Berlingske Tidende«, blað það, sem frem- ur öðrum heldur málunum fram frá sjónar- miði dönsku stjórnarinnar, flutti í september- mánuði tvœr langar greinar um gerðir síðasta alþingis. Síðari greinin er öll um stjórnar- skrármálið. Þar er skj'rt hlutdrægnislaust frá sögu þess á þinginu, en lesa má milli línanna, að höf. hallast fremur en hitt að þeim flokkn- um, sem sinna vildi tilboði stjórnarinnar. Greinarnar standa sem ritstjórnargreinar í blað- inu. Aptur á móti standá í »Politiken«, 3. og 8. okt., greinar um stjórnarskrármál vort, sem S)milega eru ritaðar af minni stillingu. Fyrri greinin er eptir Jón A. Hjaltalín. Hún er svar gegn grein, er Skúli Thoroddsen skrifaði í sama blað um stjórnarskrármálið, einkum undirtektir landshöfðingja undir það, en svo er tilefnið notað til þess að hreyta ó- notnm miklum í garð dr. Valtys Guðmunds- sonar, tuggnar upp sömu sakargiptirnar gegn honum, sem hjer voru í munni andstæðinga hans og óvildarmanna í sumar. Honum er fundið það til foráttu, að hann hafi» tekið fram fyrir hendurnar á landshöfðingja með því að leita nokkurra samninga við stjórnina, að hann hafi leitað hófanna hjá þingmönnum viðvíkjandi þeim samningum, að hann hafi skrifað einum þingmanni, að landshöfðinginn mundi ekki verða ráðgjafi o. s. frv. Höf. er jafnvel eigi vandfýsnari en það, að kvarta undan því við hina dönsku lesendur sína, að dr. V. G. hafi aðhafzt þá óhæfu að segja á þinginu, að stjórnin í Kaupmannuhöfn hefði ekkert vit á íslenzkum málum, og að flytja þvaðursögurnar, sem hjer voru bornar um bæinn í sumar um að dr. V. G. hefði lofað ymsum embættismönnum æðri embættum t;l fylgis við sig'. Grein Hjaltalíns er yfirleitt ekki sera geðslegust, og má ganga að því vísu, að flestir íslendingar, sem hana lesa, hafi raun af henni. Svo kemur svar frá dr. V. G. Það er rit- að af allmikilli gremju, sem reyndar er engin furða. Að því leyti, sem það sýnir og sann- ar, að ásakanir þær, sem komið hafa fram gegn höf., eru ekki annað en bull, er það gott. Hitt er óviðfeldnara, að höf. gengur að því vísu, að Hjaltalín eigi ekki einn að bera ábyrgð á grein sinni, heldur sje hún rituð að tilhlutun landshöfðingja. Slik staðhæfing er vitanlega með öllu ósönnuð. Og því virðist sletta Sú til landshöfðingjans, sem stendui í nið- urlagi greinarinnar og ekkert kemur stjórnar- skrármáli voru við, vera í meira lagi tilefnis- lítil. Það er auðvitað þarft verk og gott, að leit- ast við að koma Dönum í skilning um sjálf- stjórnarmál vort. Og til þess er ekki annar vegur beinni en sá að skrifa um það í dönsk blöð. En að nota þau blöð, eins og Hjalta- lín hefir gert, hjer um bil eingöngu til þess að skeyta skapi sínu á andstæðing sínum og bera út um hann staðlausar ófrægðarsögur, það verður engu nauðsynjamáli voru til stuðn- ings, nje þjóðinni til sæmdar. Af því hlýzt ekki nema illt eitt. Nóg er úlfúðin samt. Bókmemitir. Lögfræðingur. Tímarit um lögfræði, löggjafarmál og þjóðhagsfræði. Utgefandi Páll Briem. 1. árg. 1897. Akureyri. 154 bls. Það er þarft verk, sem amtmaðurinn norð- an og austan gerir með stofnun þessa tíma- rits, og hrein furða, að jafnmörgum lögfræð- ingum og saman eru komnir hjer í höfuðstaðn- um skuli ekki hafa hugkvæmzt það. Oss hef- ir mjög vanhagað um tímarit, sem gerði þessi mál að umtalsefni og skoðaði þau lengra ofan í kjölinn heldur en blöðunum er unnt að gera. Aðalörðugleikinn við slíkt rit verður sjálf- sagt sá, að hafa ritgerðirnar svo ljettar og að- gengilegar, að alþýða manna hafi þeirra full not. Slíkt er ávallt vandaverk, þegar rekja á fiá rótum hvert mál sem er. I öðrum lönd- um eru samskonar rit og þetta naumast ætl- uð alþýðu manna og geta þó blómgazt. Hjer verður varla sagt, að neinir aðrir lesendur sjeu til en alþýða. Þess vegna er hvergi jafn- mikið undir því komið, að alþýðlega sje ritað, eins og hjer. Þettal. hepti »Lögfræðings« virðist oss ekki að neinum skynsömum alþýðumanni ætti að vera vorkunn á að lesa sjer til gagns — að undanskilinni fyrstu ritgerðinni, um cujang bú- fjár; hún gætum vjer hugsað að þætti nokkuð strembin. En af lærdómi og vandvirkni er hún rituð. Næsta ritgerðin, um erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð, vekur sjálfsagt mikla athygli. I þessu hepti er að eins lokið þ^ettinum um erfðaábúð. Fyrst er rakin reynsla annara þjóða í því efni og sýnt fram á stefnuna í öðrum löndum. Niðurstaðan eindregið andvíg erfðaábúðinni. Svo er nefndarálitið um þjóð- jarðasöluna frá næstsíðasta alþingi tekið til í- hugunar, og er höf. því algerlega ósamþykkur. Honum þykja verulegir gallar á erfðafestu- eigninni, að minnsta kosti eins og nefnd þessi hafði hugsað sjer hana. Sú nefnd fór fram á hið sama, sem að lánað væri út á þjóðjarðirnar allt virðingarverð þeirra. »Þess konar meðferð á fje almennings hcfir hingað til verið fyrir- boðin, og það er ekkert í nefndarálitinu, sem getur rjettlætt þess konar fjármeðferð, að hafa helmingi verri tryggingu fyrir þessu fje held- ur en venja er til«. Af því að umboðsvaldið gæti eigi ráðið, hver jörðina fær til ábúðar, yrði eptirlitið miklu örðugra en nú er á þjóð- jörðunum og umboðskostnaðurinn því að lík- indurn hærri. Að hinu leytinu gæti eigandi ábúðarinnar átt mjög örðugt aðstöðu. Hann »má selja og veðsetja eignina; í hörðum árum, þegar slys ber að höndum, þegar veikindi koma fyrir, veðsetur eigandinn ef til vill jörð- ina (ábúðarrjettiun) og missir hana, en þegar hann er búinn að missa eignarrjettinn, hefir hann ef til vill tvo herra yfir sjer, umboðs- mann landsjóðs og þann sem hefir náð undir sig eignarrjettinum; og hvort staða leiguliðans er þá hcppileg, geta menn gert sjer í hugar- lund«. Auk þess er höf. mótfallinn því yfir- leitt, að leggja árgjöld á jarðir um aldur og æfi. — En þjóðjarðir telur hann skynsamlegt að hafa, og nota þær til fyrirmyndar fyrir leiguliðaábúð, gera á þeim miklar jarðabætur, koma þar upp fyrirmyndarhúsum og gera þar ýmsar tilraunir, sem annars mundu ekki kom- ast í framkvæmd. — Ljóslega sýnir hann, hvernig allt öðru máli er að gegna með land- ið umhverfis Keykjavík, sem þingnefndin hef- ir vitnað í að selt væri til erfðaábúðar, held- ur en með þjóðjarðir. Það er óræktað land, sem naumast getur skemtozt. »Seljandi þarf eigi að hafa mikið eptirlit með ræktun og meðferð. Kaupandi verður liins vegar að reyna að rækta landið, til þess að hann þurfi eigi að borga árgjaldskvöðina fyrir ekkert. Þegar hann svo er búinn að rækta landið, þá er það orðið mikils virði, en árgjaldskvöð- in er eins og vextir af lítilli veðskuld, er hvílir á eigninni. Jarðir í sveitum eru allt öðruvísi .... Þær hafa ræktuð tún, þeim fylgja kúgildi, þeim fylgja hús, garðar og margvísleg mannvirki. Til þess að þær yrðu sambærilegar við landið í kringum Reykjavík, þá ætti að kaupa þetta fullu verði: alla ræktunina og öll mannvirki á jörðinni«. Báðar þessar greinar, sem minnzt hefur verið á hjer að ofan, eru eptir útgefandann. Þá kemur Handbók fyrir hreppsnefndarmenn eptir Klemens sýslumann og bæjarfógeta Jónsson, og er þéirri ritgjörð ekki Iokíö í heptinu. — Því næst tvær ritgjörðir eptir út- gef., um ýjenaðartíund og löggjöf um áfengi. Þá löggjöf telur höf. mjög í molum: verzlunar- löggjöfin þannig, að nálega er takmarkalaus aðgangur að sölu áfengra drykkja á löggiltum höfnum, strandferðaskipin fljótandi veitinga- húsmeð ströndum fram, og þótt lagafyrirmælin um veitingaleyfi sjeu ströng, þá koma þau ekki að tilætluðum notum, enda drykkjuskapur töluvert aukizt hjer á landi, síðan lög 10. febr. 1888 um veiting og sölu áfengra drykkja náðu gildi. Að síðustu er yfirlit yfir löggjöf i útl indum. IIjálmar», aukaskip landsútgerðariunar, kom loks á miðvikndaginn, 3. nóvember, eptir 21 dags ferð frá Kaupmannahöfn; fór þaðan 12. okt. Yar meira en 8 daga á leiðinni frá Khöfn til Leith, vegna einhverrar hilunar á gufnketilpipum, dvald- ist þar 5 daga til viðgerðar og komst loks á 8 dögum hingað frá Leith. Má af þvi marka, að hann muni vera heldur ganglitill, hvað sem öðru líður. Farþegar voru hingað með honum frá Khöfn frk. Ingibjörg Bjarnason, Stefán Eiríksson

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.