Ísafold - 06.11.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.11.1897, Blaðsíða 2
318 myndskurðarlistamaður (frá Vopnafirði) og assist. Caroc; en frá Leith 2 islenzkir bændur frá Ame- ríku alkunnir austan að, annar með konu og 5 börn, Eyólfur að nafni Nikulásson, ættaður af Austfjörðum, hefir búið vestra i 18 ár, í Minne- sota — á eptir 4 börn þar vestra uppkomin; en hinn Þorbjörn Magnússon frá Ljótarstöðum i Land- eyjum, kemur frá Utah. En eptir varð i Leith kona Jóns Olafssonar ritstjóra, frú Helga Eiriks- dóttir, með börnum þeirra, og Wilh. H. Paulson, vesturferða-agent — kynokuðu sjer við, að nota þetta far. Hjálmar leggur af stað í dag vestur fyrir land og norður. Frá útíöndum. Khöfn 11. okt. 1897. Frá Norðurlöndum. I Höfn á þing gengið 1. þ. m., en næsta <iag fjárlögin fram lögð. Útgjöld og tekjur nokkuð ámóta fyrir næsta ár. Meðal útgjalda er stungið upp á ársframlögum til hraðfrjetta- línunnar milli lslands og Hjaltlands, 54 þús. kr. í 20 ár. Við lítilli nýbreytni er búizt á þessu þingi, en grunur leikur á, að losið verði sýnna en fvr á fylking hægrimanna. Hjeðan er að segja lát A. D. Jörgensen, for- stjóra ríkisskjalahirzlunnar og mikils metins sagnaritara. Hatm varð að eins 57 ára að aldri. Afmælishátið Oskars konungs í Kristjaníu ftignaðarrík og glæsileg, og »gnýfengnari þysj- anda« hefir þar aldrei kennt við komu hans en í þetta skipti. Hann kallaði út frá hall- arsvölunum til skrúðgöngulýðsins og baö menn syngja: Ja,, vi elsker dette Landet, og tók hjálminn af höfði, og söng sjálfur undir. En hverju hjer sætir um málasamgöngu með Norðmönnum og Svíum, er bágt að vita, því vinstrimönnum, eða hinum norsku þjóðvinum, vegnar svo við kosningarnar, að við fullum sigri má búast, og við ráðherraskiptum, þegar tii þingstarfa er tekið, ef ekki fyr. Tyrkir og Grikkir. Eptir stritið langa í Miklagarði verða stór veldin nú að víkja sjer að Krítarmálinu, og" ugga margir, að hjer gangi ekki svo greitt, sem við hefir verið búizt. Blöð Tyrkja amast þegar við heitin um sjálfsforræði og kristinn landsstjóra. Nýtt ráðaneyti skipa nú í Aþenuborg vitrir og dugandi menn, og forseti þess er sá, er Zaimis heitir, sjálfur skörungmenni og af skörungum kominn. Hermálum stýrir Smól- enski, sá foringi, sem helzt varð sigurs auðið í viðureigninni í Þessalíu. Bæði blöð og þing hafa nú fallizt á neyðarkosti friðarsamn- ingsins, og í dýrum atkvæðum heita nú allir að bæta ráð sitt og búast betur við stórræð- um, ef svo skyldi að höndum bera. Hið helzta frá öðrum rtkjuin. Enc/lendingar halda áfram í Sudan, og nú hafa ítalir afsalað sjer Kassala þeim í hendur eða þá heldur Egiptum. A útnorðurtakmörkum Indlands hafa nú sum- ir þjóðflokkanna, t. d. þeir, sem Mómandar heita, gefizt Bretum á vald. Afriðjar og Orak- zajar heita þeir, sem enn standa í gegn, hraustir, grimmir og mestu trúarhamhleypur. Englendingar hafa nú nógan liðskost þar nyrðra til fulls sigurs. Sú boðan auglýst frá Afganafurstanum, að frá hans landi megi eng- inn vænta stuðnings gegn Englendingum, því sjer ríði sem mest á að njóta vináttu þeirra og fylgis. Frá Austurríki og pýzkalandi er bezt frjetta að bíða, þar til meira er liðið á þing- sögu beggja ríkja. Þess má geta, að í Vínar- borg hefir verið svo mikið um óhljóð og rif_ rildi á þinginu, að allt hefir ætlað af göflum að ganga. Eitt skipti dró til einvígis með Badeni, stjórnarforsetanum og þýzlcum þing- manni. Badeni fjekk áverka á handlegg. Hann er kjarkmikill maður og rjettsýnn, og það er í gegn rjettarbótum hans Tjekum og fleirum til handa, sem Þjóðverjar í Austurríki beita af alefli mótþróa sínum. Um lyktirnar mörgum getum leitt, en B. gefst ekki upp fyr en í seinustu lög, eða fylgilið hans reiðir á tvístring. Fyrir mánaðamótin báru frjettir frá Spáni, að sendiboðinn frá Washington hefði minnt stjórnina á þau vandræði, sem Bandaríkjun- um hefði svo lengi staðið af ástandinu og allri foráttunni á Cúha, og þau hlytu innan ekki langs tfma að hlutast til málsins, nema sem fyrst yrði að gert til stjórnarbóta og friðar þar vestra. Hjer var sögunum mótmælt í fyrstu, en þar kom seinasta dag umliðins mánaðar, að stjórnarforsetinn sagði af sjer völdum. Við þeim hefir nú Sagasta tekið, for- ustumaður frelsisvina, sem opt hefir skipzt á um þau við Canóvas del Castilló, og opt far- ið stríðum orðum um heimskuhátterni stjórn- arinnar í ni'lendtim ríkisins bæði eystra og vestra. Haft er eptir honum, að hann vilji bjóða Cúbabúum sjálfsforræðiskosti undir yfir- drottnan Spánar. Sjálfsagt talið, að Weyler hershöfðingi verði kvaddur heim frá forust- unni á Cúba. Spánarstjórn er mi líka meir en mál að snúa á ráðbótaleið eptir allan fjár- útausturinn og blóðrennslið á Cúba og Filipps- eyjum. Auk þess fjár, sem fjárlagafrumvarpið danska stingur upp á að veitt sje til frjettaþráðar hingað til lands, er þar farið fram á 50,000 kr. fjárveiting til aukinnar dvalar »Heimdals« hjer við land að sumri, eins og þetta ár, 3x/2 mánuði lengri en áður gerðist. Þá er og í dönsku fjárlögunum lagt til, að dr. Finnur Jónsson fái aukin háskólakennara- laun sín og þar með prófessórs-nafn. Dr. Friðþjófur Nansen, sem nú er orðinn prófessor við háskólann í Kiistjaníu, ætlaði af stað til Ameríkn í f. m., að halda þar fyrir- lestra um norðurför sína í helztu borgum Bandaríkjanna, 50 að tölu, og fær hann fyrir það ómak 260,000 kr. Auglýsinga-ruglið. Otrúlegt er það, en satt er það samt, að á þessari blaðaöld eru til menn, sem tala og skrifa eins og þeir haldi, að blöðin haldi því fram, geri það að sínum málefnum, sem stend- ur í auglýsingum þeim, er þau flytja fyrir nafngreinda rnenn. Sje slíkt sagt af einfeldni, er það raunalegur vottur um menntun og mannvit þeirra, sem koma með þá lokleysu. Sje það sagt gegn betri vitund og í því skyni að villa sjónir fyrir öðrum, þá er sú ósvífni óvenjulega mikil. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar blöðin sjálf fara að flytja slíkan þvætting athuga- semda- og mótmælalaust. Fyrr mega nú vera örðugleikar með að fylla dálkana en að öðru eins sje troðið upp í eyðurnar í öðru skyni en því, að leitast við að kveða það niður. Það þætti víst kátlegt í öðrum löndum, ef j blöðin þyrftu, fyrir árásir annara blaða^ að ! fara að gera grein fyrir því, í hverju skyni j þauflytja auglysingar,—ef þau þyrftu að hafa mikið fyrir að koma öðrum blöðum í skilning um, að þau flytji þær ekki í sama skyni eins og frjettir og ritstjórnargreinir. En hjer, á þessu afskekkta landi, kemur ýmislegt fyr- ir, sem annarsstaðar mundi þykja fádæmum sæta. Þar á meðal þetta. Og þá er sjálfsagt að reyna að sætta sig við það og haga sjer j eptir því sem ástatt er. Að líkindum ætti að mega ganga að því vísu, að menn hafi veitt því eptirtekt, að frjettablöð sjeu ódýrari en annað prentað mál, sem boðið er til kaups, t. d. bækur. Þau œttu annars að vera og hlyti að vera miklu dýrari, vegna hins geysimikla aukakostnaðar, sem af- greiðsla þeirra og burðargjald hefir í för með sjer, ef taka þyrfti þann kostnað allan af kaupendunum. En það er öðru nær en svo sje. Sum stórblöðin í öðrum löndum erú seld við svo lágu verði, að borgunin fyrir þau nemur ekki meiru en pappírnum, eða tæpast það. Allt efnið í blöðunum, með því feyki- mikla starfi, sem því er samfara, fá þá kaup- endurnir fyrir ekkert. Það er borgað af öðr- um en þeim. Þó að það sjeu nú ekki nema tiltölulega fá frjettablöð erlendis, sem geta boðið kaupendum sínum slíka kosti, þá eru þau samt öll svo miklu ódýrari en bækur, að það tekur því naumast að bera það sam- an. Því miður eru blöðin hjer á landi skemmra komin í þessu efni, sem von er. En mikill er þó munurinn á verði þeirra og bókanna. Að öllum auglýsingum frátöldum jafngilti lesmál- ið á Isafold síðasta ár 60 örkum á þeirri stærð, sem venjulegust er í bókum (eins og t. d. í »Biblíuljóðunum«). Þar við bættist 8 arka söguhepti. Eptir venjulegu bókaverði hefði þetta átt að kosta 10 kr. að minnsta kosti, þó að ekki sje höfð nein hliðsjón á því, hve miklu hærri er afgreiðslu-kostnaður og burðargjald á blaði, sem sent er með hverjum pósti, en á jafnstórri bók, sem send er í heilu lagi með hentugri ferð og kostnaðarlít- illi. Eins og kunnugt er, kostaði Isafold ekki helming, ekki nema 2/5 af þeirri upphæð — 4 kr. að eins. Hverjir borga nú mismuninn? Það gera auglýsendurnir. Enginn annar vegur er hugsanlegur til þess að láta blöðin vera jafn-stór og ódýr eins og þau eru, en sá, að láta auglýsendurna borga svo og svo mikið af kostnaðinum. Að minnsta kosti hefir enn ekki nokkrum blaða-útgefanda heimsins hugkvæmzt annað ráð til þess en þetta: að selja nokkurn part af blaðinu undir hverjar sem helzt auglýsingar, sem því kynnu að berast — setja það eitt skilyrði fyrir inn- töku þeirra í blaðið, að þær komi ekki í bága við almenna velsæmi nje borgaraleg lög. Er það svo ekki hlægilegt að þurfa að hafa fyrir því að koma mönnum í skilning um, að með því að veita auglýsingum móttöku sjeu ekki blöðin að halda fram því, sem auglýst er, heldur prenti þau auglýsingarnar í því skyni, að unnt sje fyrir lítið verð, helmingi minna en ella, að færa þjóðinni frjettir af því, er bæði gerist hjá henni sjálfri og öðrum þjóð- um, og að ræða málefni hennar sem ýtarleg- ast? Það gæti verið ástæða til þess að kvarta undan auglýsingum í blöðuuum, ef kaupendur væru ekkert látnir njóta þeirra, ef útgefendur blaðanna styngju öllu auglýsingagjaldinu í sinn vasa, án þess að auka lesmálið eða færa verðið niður að öðrum kosti. Að minnsta kosti væri þá auðsætt, að þær væru einskis- virði fyrir þjóðina í heild sinni. En gætum nú að, hver áhrif auglýsingarnar hafa haft á viðskipti Isafoldar við kaupendur sína. Tökum fyrsta heila árganginn, sem út koín af ísafold, árið 1875. Auglýsingar voru þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.